Morgunblaðið - 02.08.2018, Síða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
✝ ÖgmundurGuðmundsson
rafvirkjameistari
fæddist í Reykjavík
25. nóvember 1939.
Hann lést 23. júlí
2018 á hjartadeild
Landspítalans.
Ögmundur vann
hjá Rafveri á ár-
unum 1973-1977
þar til hann stofn-
aði Rafkraft ehf.
Vann hann þar alla tíð með
Guðjóni Gunnari syni sínum,
sem kom inn í fyrirtækið sem
meðeigandi árið 1990.
Foreldrar Ögmundar voru
Guðmundur Ögmundsson raf-
virki og Sólveig Dóróthea Jó-
hannesdóttir, húsfreyja í
Reykjavík.
Hann var næstelstur í fimm
systkina hópi. Systkinin eru
Guðbjörg Guðmundsdóttir (lát-
in), Þórhildur Guðmundsdóttir,
Hallberg Guðmundsson og
Kristín Sæunn Ragnheiður
Guðmundsdóttir (látin).
og eiga þau einn dreng, fyrir á
Ingólfur eina dóttur, og Sara
Dagný, f. 29.7. 1991, í sambúð
með Aroni Gauta Mahaney og
eiga þau eina dóttur. Fyrir á
Stefán einn son, Stefán Hilmi, í
sambúð með Sigrúnu Ellen
Pálsdóttur og eiga þau tvö
börn.
3) Guðmundur Kristinn, f. 13.
maí 1980. Giftur Helenu Maríu
Agnarsdóttur og þeirra börn
eru Kara Sóley, f. 18.6. 2007, og
Rakel Örk, f. 30.4. 2009.
Ögmundur og Kristín
byggðu í Hraunbæ árið 1966 og
bjuggu þar í um 40 ár fyrir ut-
an árin í Bandaríkjunum og þar
til þau fluttu í Grafarvog árið
2007.
Þau fluttu til Dayton í Ohio í
Bandaríkjunum árið 1969 og
bjuggu þar til 1973. Ögmundur
vann þann tíma sem rafvirki í
McCall’s Printing Company.
Ögmundur var mikill golf-
áhugamaður, spilaði golf öllum
stundum og var félagi í Golf-
klúbbi Reykjavíkur. Voru þau
hjónin dugleg að fara í golf-
ferðir bæði til Spánar og Flór-
ída.
Útför Ögmundar Guðmunds-
sonar fer fram frá Grafarvogs-
kirkju í dag, 2. ágúst 2018, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Ögmundur
kvæntist Kristínu
Guðjónsdóttur, f.
14. ágúst 1941,
þann 24. nóvember
1962. Foreldrar
Kristínar voru
Guðjón Gunnar Jó-
hannsson frá
Skjaldfönn við Ísa-
fjarðardjúp og
Kristín Jónasdóttir
frá Borg í Reyk-
hólasveit.
Börn þeirra Ögmundar og
Kristínar eru:
1) Guðjón Gunnar, f. 18. febr-
úar 1960. Giftur Sigrúnu
Birgisdóttur. Börn þeirra eru:
a) Birgir, f. 26.4. 1983, í sambúð
með Hönnu Lóu Skúladóttur og
eiga þau tvær dætur. b) Kristín,
f. 27.8. 1989, í sambúð með
Steinari Páli Veigarssyni.
2) Sólveig Jóna, f. 27. júlí
1964. Gift Stefáni Kristjánssyni
og eiga þau tvær dætur, þær
eru Sylvía Björk, f. 3.1. 1990, í
sambúð með Ingólfi Einissyni
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt, ástin mín.
Þín Bíbí.
Kristín Guðjónsdóttir.
Í dag kveðjum við föður okkar í
hinsta sinn. Við systkinin viljum
minnast hans með fáum orðum.
Það sem fyrst kemur upp í hug-
ann er þakklæti. Þakklæti fyrir
kærleiksríkt og gott uppeldi.
Æskuminningar okkar eru falleg-
ar og góðar. Pabbi var yndislegur
maður í alla staði og reyndist okk-
ur vel alla tíð. Það var ætíð gott að
leita til hans ef upp komu mál sem
þurfti að leysa. Hann var afskap-
lega hlý manneskja, ekki kannski
maður margra orða, en lét verkin
tala. Hann var hamingjusamur
maður hann pabbi, naut lífsins í
botn, mikill sælkeri og alltaf mjög
ánægður með allt sitt.
Minningarnar eru margar á
stundu sem þessari. Hugurinn
leitar til allra ferðanna vestur í
Skjaldfannardal við Ísafjarðar-
djúp. Fjölskyldan á þar yndislegt
athvarf og pabbi kunni líklega
hvergi betur við sig en þar. Einnig
til Florida nú í seinni tíð. Þar spil-
aði fjölskyldan oft golf og eigum
við skemmtilegar minningar það-
an.
Pabbi var mikill húmoristi og
skemmtilegur maður. Við fundum
reglulega fyrir miklum áhuga á
öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur. Hann fylgdist líka með
barnabörnunum og spurði reglu-
lega um verk þeirra og áhugamál.
Hann var líka mikill áhugamaður
um gæludýr innan fjölskyldunnar
og þau nutu velvildar hans og
væntumþykju í ríkum mæli eins
og aðrir fjölskyldumeðlimir.
Pabbi og mamma voru mjög
samstiga í lífinu og um þessar
mundir eru sextíu ár frá því að
leiðir þeirra lágu saman. Þau voru
yndislegir foreldrar, elskuðu
hvort annað mikið og gerðu allt
saman. Pabbi var nægjusamur
maður og þegar heilsan brást
honum fyrir um tveimur árum
kvartaði hann aldrei. Hann tók
því sem honum var úthlutað af
miklu æðruleysi og bar harm sinn
í hljóði.
Mamma bar hann á höndum
sér og hugsaði svo vel um hann í
öllum veikindum hans. Hún er
hetjan okkar og orð fá því ekki
lýst hversu mikið við börnin
þökkum henni fyrir að hugsa
svona vel um hann fram á síðasta
dag.
Blessuð sé minning þín, elsku
pabbi.
Guðjón Gunnar, Sólveig
Jóna og Guðmundur
Kristinn.
Ég fékk snemma þá tilfinningu
að ég hefði dottið í lukkupottinn
hvað tengdaföður varðar. Það
stóð heima. Ég get sagt með
góðri samvisku í dag að samband
okkar Ögmundar Guðmundsson-
ar var mjög gott alla tíð og aldrei
bar þar skugga á.
Ögmundur hafði alltaf mikinn
áhuga á barnabörnum sínum og
dætur okkar Sólveigar voru þar
engin undantekning. Þær minn-
ast hans í dag með mikilli hlýju og
eftirsjá.
Tengdapabbi var maður sann-
girni og samhjálpar og réttlæti
átti hug hans allan. Líklega fór
ekkert meira í taugarnar á hon-
um en óréttlæti og ef fólk stóð
ekki við orð sín.
Ögmundur var afar hæglátur
og traustur maður. Vandvirkari
mann hef ég varla hitt og alltaf
var hann fundvís á bestu lausnir
sem í boði voru. Hann var ekki að-
eins vandvirkur til verka. Hann
vandaði sig vel þegar hann átti
samskipti við annað fólk og var
hvers manns hugljúfi.
Ögmundur var mikill húmor-
isti og réð yfir einstaklega
skemmtilegum og lúmskum húm-
or. Það var alltaf pláss fyrir
glettni í lífi tengdapabba. Alveg
þrotinn að kröftum og sárlasinn,
þegar biðin eftir lausninni var
mjög nálæg, hafði hann tíma fyrir
góðlátlegt grín sem fékk starfs-
fólk Landspítalans til að gleðjast
og brosa.
Um langan veg lágu leiðir okk-
ar Ögmundar saman í stangveiði
og golfi. Þar náði ég bestum
kynnum við ástkæran tengda-
pabba minn og á skemmtilegum
veiðidegi við árbakkann áttum við
okkar bestu stundir. Þegar vegir
okkar lágu saman í stangveiðinni,
sem fljótlega varð að fluguveiði,
var kannski smá spotti á milli
okkar í veiðireynslunni en Ög-
mundur var einkar laginn og
fljótur að læra og tileinka sér
nýja hluti.
Mér fannst skemmtilegt og
gefandi að fylgjast með því
hvernig tengdapabbi sýndi fisk-
um og fuglum áhuga og virðingu.
Mér fannst líka skemmtilegt
hvernig áhugi hans á fluguveiði
jóskt með hverju árinu. Það skipti
meira og meira máli hvaða fluga
varð fyrir valinu og hve stór hún
var. Já, og hvernig hún var á lit-
inn. Hann nálgaðist fiskana af
sinni alkunnu virðingu og hóg-
værð. Í lokin var tengdapabbi orð-
inn laginn fluguveiðimaður, fór
sér hægt, ígrundaði vel allar að-
gerðir að venju og við uppgjör
veiðidaga var hann oftar en ekki
jafnoki annarra veiðimanna.
Og eins og þetta var allt
skemmtilegt á meðan á því stóð
var afar erfitt að sætta sig við það
þegar hann heilsu sinnar vegna
gat ekki lengur farið með mér á
veiðislóð. Þar er hans sárt saknað.
Af einstakri yfirvegun og rósemi
tók hann því sem honum var út-
hlutað á lokaspretti lífsins.
Samvera Ögmundar og Krist-
ínar Guðjónsdóttur varði í röska
sex ártugi. Tengdamóðir mín
elskuleg var bjargið sem Ög-
mundur gat jafnan leitað til í veik-
indum sínum síðustu tvö árin.
Söknuður hennar og okkar allra
er mikill. Það verður vandasamt
verk okkar aðstandenda í framtíð-
inni að hugsa vel um Kristínu en
ég get lofað því að hún verður í
góðum höndum.
Ég kveð tengdaföður minn með
miklum söknuði. Öggi var mikill
og sannur vinur minn. Hann
reyndist mér vel alla tíð og það
mun taka mig langan tíma að
sættast við fjarveru hans.
Stefán Kristjánsson.
Elsku afi okkar.
Það er sárt að hugsa til þess að
við munum ekki hitta þig aftur en
um leið minnumst við góðu tím-
anna sem við áttum með þér. Okk-
ur eru efst í huga allar yndislegu
minningarnar fyrir vestan þar
sem þú elskaðir að vera. Þar var
mikið veitt og spilað, þú kenndir
okkur að leggja kapal og það var
skilyrði að spyrja kapalinn. Yfir-
leitt var spurningin um veðrið,
hvort það yrði bíbíarblíða daginn
eftir eða hvort við myndum fá fisk
niður í fjöru. Kapallinn hafði oftar
en ekki rétt fyrir sér.
Frá Hraunbænum eigum við
einnig margar góðar minningar.
Það sem stendur upp úr er þegar
við sungum og dönsuðum við
kántrítónlist, sem var í miklu
uppáhaldi hjá þér.
„Ertu komin með fiktuputta?“
sagðir þú líka oft þegar við vorum
í heimsókn í Hraunbænum. Í dag
notum við þessa spurningu oft við
litla fólkið í kringum okkur og
hugsum við þá ávallt til þín.
Þú varst yndislegur afi, hugul-
samur, mikill húmoristi og hlóst
alltaf manna hæst. Hláturinn þinn
er okkur sérstaklega eftirminni-
legur.
Hvíldu í friði, elsku afi, við
munum sakna þín mikið.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin; mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Þínar afastelpur,
Sylvía, Sara og Kristín.
Í dag kveðjum við ástkæran
bróður okkar Ögmund Guð-
mundsson eftir hetjulega baráttu
við erfið veikindi.
Við systkinin vorum fimm. Elst
var Guðbjörg og yngst var Krist-
ín, en þær eru fallnar frá.
Barnsskónum slitum við á Bar-
ónsstíg og í Skipholti. Stór
krakkahópur var í hverfinu og var
þar oft líf og fjör. Sumardvöl í
sveit fórst honum einkar vel úr
hendi, var hann einstaklega lag-
inn með hesta. Þar má nefna er
hann dvaldist á Bláfeldi á Snæ-
fellsnesi, þaðan sem við eigum
ættir að rekja.
Fermingardagur hans var sér-
staklega eftirminnilegur. Þar var
spilað á harmóníku, dansað og
fylgt eftir með snapsi.
Ungur að árum varð hann mik-
ill lestrarhestur. Fjárfesti í öllum
Íslendingasögunum og las þær
spjaldanna á milli, ekkert sjón-
varp var á þessum tíma og því
nægur tími til heilbrigðari at-
hafna.
Eftirminnileg voru grammó-
fónkaup hans og hljómaði Bing
Crosby og Hallbjörg á Baróns-
stígnum með söng sínum „vorið er
komið og grundirnar gróa“.
Sjómennsku stundaði hann á
unglingsárum með dugnaði og
elju.
Bróðir okkar tvínónaði ekki við
hlutina. Náði sér í konuefni aðeins
19 ára gamall. Það var ást við
fyrstu sýn heima hjá Þórhildi þar
sem þær voru vinkonur.
Talandi um að gera hlutina vel.
Kristín (Bíbí) var aðeins 17 ára og
áttu þau einstakt samband og
voru einkar samheldin hjón.
Við bræðurnir þóttum einkar
líkir í útliti á tímabili. Sögusagnir
um að Öggi væri á „tjúttinu“ á
Hótel Sögu, meðan hann var
heima hjá spúsu sinni, fékk okkur
bræður oft til að hlæja. En þar var
ég sjálfur á ferð.
Öggi menntaði sig í rafvirkjun
og lauk síðar meistaranámi í fag-
inu.
Hjónin fluttu til Ohio í Banda-
ríkjunum með börn sín tvö Gunn-
ar og Sólveigu. Þar freistuðu þau
gæfunnar við vinnu og dvöldu í
nokkur ár. Hann var fljótur að að-
laga sig amerískri menningu.
Kunni vel við sig í sportklæðnaði á
heitum sumrum þar vestra, hvítir
sokkar og mokkasínur.
Við fengum þau aftur til lands-
ins. Flutti hann inn rauðan Bla-
zer-jeppa sem hann naut þess að
keyra um götur borgarinnar.
Fagmaðurinn stofnaði fyrir-
tæki eftir heimkomuna og bættist
örverpið Guðmundur í systkina-
hópinn.
Golfíþróttin hefur átt stóran
sess í huga þeirra hjóna og flestra
í fjölskyldunni.
Ótal ferðir með stórfjölskyld-
unni til Flórída og Spánar eru ein-
stakar minningar fyrir börnin og
barnabörn.
Síðastliðin ár naut hann þess að
vera með eiginkonu og vinum. Má
þar nefna golfhópinn „Súpugeng-
ið“, sem er skemmtilegur fé-
lagsskapur sem þau hjónin til-
heyra.
Ögmundur
Guðmundsson
Elskulegur faðir okkar,
ERLINGUR HALLSSON,
sem lést föstudaginn 27. júlí, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 8. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins.
Fyrir hönd aðstandenda,
Einar, Guðrún, Tryggvi og Erlingur Erlingsbörn
Ástkær sonur minn, stjúpsonur, bróðir,
mágur og barnabarn,
BIRGIR IMSLAND,
Bræðratungu 1,
Kópavogi,
lést föstudaginn 27. júlí.
Hann verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag, fimmtudaginn
2. ágúst, klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Fyrir hönd annarra ástvina,
Ómar Imsland Hildur Björg Hrólfsdóttir
Ragnar Imsland
Arnar Imsland Alexandra Dís Unudóttir
Bragi Þ. Sigurðsson Sigurlaug Sveinsdóttir
Ragnar Imsland Júlía Imsland
Elskuleg systir mín og föðursystir okkar,
ÁSLAUG AXELSDÓTTIR,
Þorragötu 9,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
mánudaginn 30. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Ólafía Axelsdóttir
Bryndís Ólafsdóttir Sigrún Ólafsdóttir
Axel Ólafsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
MARÍA STEINUNN HELGA
JÓHANNESDÓTTIR
frá Dynjanda,
lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði þriðjudaginn 31. júlí.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 10. ágúst
klukkan 13.
Sigurvin Guðbjartsson
Þórey Kristín Guðbjartsdóttir
Reynir Snæfeld Stefánsson
Guðbjartur Guðbjartsson
Sigurður Bjarki Guðbjartsson
tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn
Elsku eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, dóttir, tengdadóttir
og systir,
MARGRÉT GEIRSDÓTTIR
Gréta,
Lundahólum 6,
lést á gjörgæsludeild LSH Fossvogi
miðvikudaginn 25. júlí umvafin fjölskyldu.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 9. ágúst
klukkan 13.
Sigmar Guðlaugur Sveinsson
Olgeir Sigurgeirsson
Laufey S. Sigmarsdóttir Steindór Gíslason
Ólafur T. Sigmarsson Jóhanna Björg
Geir Friðbjörnsson Laufey Leifsdóttir
Sigrún Gísladóttir
Svandís Geirsdóttir Ingi Grétarsson
Hreiðar Geirsson Kristín Þóra Ólafsdóttir
G. Inga Geirsdóttir Þorkell Ingi Ólafsson
Guðrún S. Geirsdóttir Guðbergur Ægisson
Helga K. Geirsdóttir
Guðrún Telma, Pétur Alex,
Guðbjörg Tanja og Valdimar Vopni