Morgunblaðið - 02.08.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
TE
N
G
IT
A
U
G
A
R Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Fjölbreytt og gott úrval til á lager
Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini
Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði
FA
LLB
LA
K
K
IR
BELTI
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Miklar breytingar hafa orðið á
gróðri í landi Skaftafells á síðustu 40
árum. Rannveig Thoroddsen,
plöntuvistfræðingur á Náttúru-
fræðistofnun Íslands, segir að sam-
anlagt með hlýnandi loftslagi og
beitarfriðun hafi útbreiðsla og hæð
birkis og víðis aukist mjög mikið á
svæðinu, en gróska fleiri tegunda
hafi einnig aukist. Hún tekur þó
fram að endanlegri úrvinnslu gróð-
urmælinga í síðustu viku ljúki ekki
fyrr en í fyrsta lagi undir lok ársins.
Glögglega megi þó sjá aukna grósku
í mörgum reitanna með berum aug-
um og samanburði nýrra og gamalla
mynda.
Meta átti framvindu
gróðurs á 8-10 ára fresti
Starfsmenn Náttúrufræði-
stofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs
voru í síðustu viku við mælingar í
föstum reitum á svæðinu og var
gróður endurmældur í reitum sem
lagðir voru út og mældir á árunum
1979-1981 og 1985-1987. Eyþór Ein-
arsson grasafræðingur, sem þá var
forstöðumaður Náttúrufræðistofn-
unar og formaður Náttúruverndar-
ráðs setti gróðurreitina upp í þjóð-
garðinum við Skaftafell í kringum
1980 um það leyti sem svæðið var
girt af og að mestu friðað fyrir beit.
Þá stóð til að mæla gróður í reit-
unum á 8-10 ára fresti en ekki
fékkst fjármagn í það verkefni. Árin
2004 og 2012 voru reitirnir mældir
upp á nýtt með GPS-tækjum og
önnuðust þeir Kristbjörn Egilsson
og Sigurður H. Magnússon m.a. það
verkefni. Þá fundust 45 af 54 upp-
haflegum reitum, en eitthvað var
um að reitir hefðu lentu undir
skriðum.
Með nákvæm hnit
Náttúrufræðistofnun og Vatna-
jökulsþjóðgarður fengu í ár í sam-
einingu styrk frá Vinum Vatnajök-
uls og með mótframlagi frá
styrkþegum var loks í síðustu viku
hægt að fara í mat á þróun gróðurs-
ins. Vísindamenn og aðstoðarmenn
höfðu nú í fórum sínum nákvæm hnit
um 45 reiti þar sem gróður var
mældur.
Rannveig segir að verkefnið sé
forvitnilegt og vonandi verði í fram-
tíðinni hægt að fara reglulega í slík-
ar mælingar til að sjá enn frekar
hver framvindan verður. „Þegar lagt
var af stað í upphafi var ætlunin að
fylgjast með áhrifum beitarfriðunar
á gróður við mismunandi aðstæður,“
segir Rannveig. „Aukin gróska er
líka hluti af hlýnandi loftslagi og það
er spurning hvort við getum aðskilið
þessa tvo umhverfisþætti og áhrif
þeirra á breytingar. Einn nýlegur
þáttur hefur líka komið til sögunnar,
en það er Alaskalúpínan sem er orð-
in áberandi í Morsárdal og hefur far-
ið í suma reitina. Hana var víða að
finna þar sem áður hafði verið
hálfgróinn melur eða skriður og
sums staðar vex hún í þéttum breið-
um ásamt geithvönn innan um
birki.“
Upp í 660 metra yfir sjávarmáli
Rannveig segir að gróðurreitirnir
séu á stóru svæði í landi Skaftafells
undir Austurbrekkum skammt frá
Þjónustumiðstöðinni, ofan við
Bæjarstaðarskóg, inn í Morsárdal
og í Skaftafellsheiði frá reit rétt ofan
við Hæðir og í átt að og upp undir
Kristínartinda. Lægstu reitir séu í
um 100 metra hæð og sá hæsti í 660
metrum yfir sjávarmáli. Í hæstu
reitum sé að finna snjódældargróður
og melagróður, en einnig mýra-
gróður. Gróðurinn sé í raun ótrúlega
fjölbreyttur og miklar breytingar
hafi orðið á gróðurþekjunni.
Áberandi breyting hafi orðið í
mýrarblettum þar sem áður var lág-
vaxinn víðir, en nú hafi hann styrkst
og dafnað, jafnframt því að hann
hefur aukið útbreiðslu sína. Rann-
veig segir að undantekning sé flag-
kenndir melar þar sem ekki hafi orð-
ið merkjanleg breyting á gróður-
þekjunni, væntanlega vegna þess að
plöntur nái ekki rótarfestu vegna
holklaka.
Aukin gróska við Skaftafell
Rannsóknir í tæplega 40 ára gömlum gróðurreitum Áhrif beitarfriðunar og hlýnandi loftslags
Aukin útbreiðsla og hæð birkis og víðis Alaskalúpína er orðin áberandi í Morsárdal
Ljósmyndir/María Harðardóttir
Kennir margra grasa Erling Ólafsson skordýrafræðingur skoðar gróðurþekjuna í einum reitnum í grennd við
Skaftafell. Rannveig Thoroddsen plöntuvistfræðingur og Starri Heiðmarsson fléttufræðingur ræða málin.
Vísindi Járngerður Grétarsdóttir
plöntuvistfræðingur gróðurgreinir
og metur þekju plöntutegunda.
Mikið hefur verið kvartað undan
reiðhjólafólki á höfuðborgarsvæð-
inu í sumar. Eru margir hjólreiða-
menn sagðir virða allar umferð-
arreglur að vettugi og skeyta í
engu um aðra vegfarendur í um-
ferðinni, að því er fram kemur á
Facebooksíðu lögreglunnar.
Kveðst lögreglan ekki geta sagt
til um það hversu margir hagi sér
með þessum hætti, en víst sé að til-
kynningarnar séu fjölmargar og
berist lögreglu daglega.
„Ábendingar eða kvartanir um
reiðhjólafólk sem fer ógætilega
hafa borist frá vegfarendum í öllum
sveitarfélögum í umdæminu og seg-
ir það sína sögu. Þeir sem kvarta
undan hjólareiðamönnum segja þá
m.a. glannalega og hjóla í veg fyrir
aðra vegfarendur, ýmist á akbraut-
um eða göngustígum,“ að því er
segir í færslunni. Eru þessir sömu
hjólreiðamenn sagðir tillitslausir
með öllu að mati þeirra sem kvarta
og er fólki oft mikið niðri fyrir er
það hefur samband við lögreglu til
að benda á slysahættuna sem fylgi
háttalagi hjólreiðamannanna.
„Lögreglan biðlar til reið-
hjólafólks, sem þetta á við um, að
gera betur í umferðinni, þ.e. virða
umferðarreglur og sýna öðrum
vegfarendum bæði kurteisi og til-
litssemi.“
Birtir lögregla með færslunni
myndband frá Samgöngustofu sem
sýnir þau atriði sem mestu máli
skipta þegar hjólað er á á gang-
stígum.
Morgunblaðið/Ómar
Tillitssemi Lögreglan biðlar til hjólreiðafólks um að sýna varkárni.
Mikið kvartað undan
hjólreiðafólki í sumar