Morgunblaðið - 02.08.2018, Síða 60

Morgunblaðið - 02.08.2018, Síða 60
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 214. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Íslandsvinir drepnir í Tadsjikistan 2. Myndarleg lægð gerir atlögu 3. Strætókort á 720.000 krónur 4. Allir sáttir í Herjólfsdal »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Myndlistarsýning Ragnhildar Jó- hanns, Rómönsur, verður opnuð í dag kl. 17 í sýningarsal SÍM, Hafnarstræti 16. Ragnhildur sýnir ný málverk af ís- lenskum femínistum að lesa ástar- sögur, þeim Fríðu Rós Valdimars- dóttur, Hildi Lilliendahl Viggósdóttur, Maríu Lilju Þrastardóttur og Sóleyju Tómasdóttur. Auður Jónsdóttir rit- höfundur skrifar í sýningarskrá og segir m.a. að allar konurnar á mynd- um Ragnhildar hafi subbað sig út í opinberri umræðu. „Þannig hafa þær allar dæmt sig til að vera fláráð kvendi í rauðu ástarsögunum. Og í at- hugasemdum dagsins í dag á netinu. Þær eru konurnar sem karldólgar fullyrða að séu svona ákveðnar í skoðunum sínum af því að þær séu ekki nógu kvenlegar,“ skrifar Auður meðal annars. Kvenréttindasinnar lesa ástarsögur  Farsinn Sýningin sem klikkar, sem sýndur var á Nýja sviði Borgarleik- hússins í vor, verður settur upp á Stóra sviði leikhússins næsta vor. Í verkinu segir af leikhópi sem er að setja upp morðgátu og fer allt úr- skeiðis sem úrskeiðis getur farið. Halldóra Geirharðsdóttir var leik- stjóri sýningarinnar og verða tvær breytingar gerðar á leikhópnum, Halldór Gylfason tekur við af Hilmari Guðjóns- syni og Þórunn Arna Kristjáns- dóttir af Kristínu Þóru Haralds- dóttur. Fyrsta sýning á Stóra sviðinu verður 6. apríl 2019. Sýningin heldur áfram að klikka Á föstudag Hægviðri og skýjað framan af degi, en suðaustan 5-10 m/s og fer að rigna sunnan- og vestanlands síðdegis og stöku skúrir norðaustan til. Hiti víða 8-16 stig. Á laugardag Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, og víða skýjað með köflum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestlæg átt, 3-10 m/s, og víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi. VEÐUR Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Golfklúbbnum Leyni á Akra- nesi, mun í dag hefja leik á opna breska meistaramótinu á Lytham and St. Annes- vellinum á Englandi. Þetta er annað risamót Val- dísar á ferlinum en hún tók þátt á opna bandaríska meist- aramótinu í fyrra þar sem hún komst ekki í gegnum nið- urskurðinn. Valdís er tilbúin og klár í slaginn og spennt fyrir komandi verkefni. » 1 Valdís Þóra hefur leik á opna breska „Ég var að fá mjög mikið svæði á vinstri kantinum í fyrirgjafastöðu og ég veit ekki hvað ég átti mikið af fyr- irgjöfum í þessum leik, það hlaut ein- hver að enda með marki,“ segir Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, í samtali við Morg- unblaðið í dag en hún lagði upp fjög- ur mörk í stórsigri Breiðabliks á HK/ Víkingi. »4 Fékk mikið svæði og lagði upp fjögur mörk Heldur betur óvænt úrslit litu dags- ins ljós í kvöldsólinni í Vesturbæ Reykjavíkur í gær þegar KR lagði Þór/KA að velli 2:1 í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Akureyringar eru núverandi meistarar og voru ósigraðar eftir fyrstu tólf leikina í deildinni. KR var hins vegar í 8. sæti og hefur verið í botnbaráttu til þessa í sumar. »2 Fyrsta tap meistaranna á Íslandsmótinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Bræðurnir Jóhann og Jón Bjarnasynir hafa verið baðaðir í kirkju- og kóratónlist frá blautu barns- beini og lærðu báðir á píanó í Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu, voru í Mótettukór Hallgríms- kirkju og lærðu síðar á orgel við Tónskóla Þjóð- kirkjunnar. Í dag eru þeir báðir starfandi org- anistar, hvor við sinn biskupsstólinn, Jón í Skálholti og Jóhann við Hóladómkirkju. Kórar á heimilinu „Um leið og Jón gat teygt sig upp í hljómborðið þá byrjaði hann að spila laglínuna með mér á meðan ég var að æfa. Það liggur við að hann hafi byrjað að spila áður en hann byrjaði að tala. Hann lærði bara með móðurmjólkinni nánast,“ segir Jóhann kíminn um litla bróður sinn en níu ár eru á milli bræðranna. „Mamma og pabbi voru bæði í kirkjukórnum svo maður er alinn upp við að fara í allar messur sem voru í boði. Við vorum sjaldan skilin eftir heima. Svo byrjaði ég sjálfur í kirkjukórnum skömmu eftir fermingu svo maður er meira og minna tengdur þessu öllu saman,“ segir Jóhann. Jón hefur sömu sögu að segja og bætir við: „Það voru kórar eiginlega bara heima, eða á næsta bæ.“ Báðir nefna þeir móðursystur sína, Önnu Krist- ínu Jónsdóttur, sem áhrifavald í tónlistinni en hún var bæði tónlistarkennari og organisti til fjölda ára. „Þegar ég var fjögurra ára, árið 1983, kom pí- anó á heimilið. Það var reyndar til gamalt harm- onium sem ég hafði byrjað að fikta við áður,“ seg- ir Jón og nefnir Jóhann að sjálfur hafi hann þurft að láta sér nægja gamla harmonium-orgelið til að æfa píanólögin sem barn. Fetaði í fótspor stóra bróður Eftir fjölbrautaskóla lá leið Jóhanns til Reykja- víkur þar sem hann sótti nám við Kennaraháskóla Íslands hvaðan hann lauk prófi 1993. Samhliða námi lærði hann á orgel við Tónskóla Þjóðkirkj- unnar. Segja má að Jón hafi fetað í fótspor stóra bróður því tæpum áratug síðar kom hann til Reykjavíkur og lærði á píanó við Tónlistarskóla Reykjavíkur þar til hann útskrifaðist með píanó- kennarapróf 2003. Líkt og bróðir hans lærði hann samhliða náminu á orgel við Tónskóla Þjóðkirkj- unnar. Bræðurnir segja að hvort tveggja, kirkju- tónlistin og orgelhljóðfærið, hafi dregið þá að org- anistastarfinu og bætir Jóhann við: „Fjölbreyti- leikinn í orgelinu og allt sem þú getur gert með það er náttúrulega magnað. Svo er maður tengd- ur kirkjustarfi þannig að ég féll mjög vel að því. Kirkjutónlistin er eitthvað sem maður er alinn upp við og ég nýt mikið.“ Sjálfur segir Jón sig ekki alltaf hafa stefnt að því að verða orgainsti en orgelið hafi þó alltaf heillað hann. „Ég er mjög hrifinn af orgel- og pí- anótónlist. Þetta er allt mjög skemmtilegt í bland,“ segir Jón en ásamt því að vera organisti í Skálholti leikur hann á píanó víða, t.a.m. með karlakór Selfoss. Bræðurnir hafa báðir sungið og leikið með kór- um og nefnir Jón að sér finnist kórtónlist sér- staklega heillandi.„Ég var í Mótettukór Hall- grímskirkju í um fimm ár. Jóhann var þar líka en reyndar á öðrum tíma.“ Spurður hvort hann hafi meðvitað elt bróður sinn út um allt, í píanó- og orgelnám og síðar kóra, hlær Jón og svarar: „Tja, hann var alla vega á undan.“ Bræðurnir í biskupsdæmunum  Jóhann og Jón Bjarna- synir eru organistar á Hólum og í Skálholti Fjórhent Ungir efnilegir tónlistarbræður nýttu alltaf stofupíanóið til hins ýtrasta. Ljósmyndir/Úr einkasafni Orgelbræður Jón og Jóhann á góðri stundu við uppáhaldshljóðfæri Jóns, orgelið í Skálholti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.