Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Vogir sem sýna verð á vörum eftir þyngd Löggiltar fyrir Ísland og tilbúnar til notkunar ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VERSLUNAR- VOGIR Þú finnur uppskriftina á kronan.is/ uppskriftir 595 kr.kg Límona Svarið við erfiðustu spurningu dagsi s er ... Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 149 kr.stk. Ferskir maísstönglar n 299kr.pk. Ferskar kryddjurtir 350 kr.kg Blómkál 2369 kr.kg N.Y. Marineraðar lambalærissneiðar 223 kr.stk. Mjólka sýrður rjómi -18% Ger ðu þína eigin grillsó su Rannsóknafyrirtækið Matís er um þessar mundir að ljúka athugun á því hvort raunhæft sé að flaka makríl. Í tilkynningu á vef fyrir- tækisins segir að makríll sé mikil- vægur fiskur fyrir Norður- landaþjóðirnar, en árið 2016 veiddu Norðmenn og Færeyingar 475 þús- und tonn af makríl, eða 41% af heildarafla makríls á heimsvísu. Meirihluti aflans sé þó frystur heill eða hausaður og slógdreginn, en minna en 1% aflans sé flakað ferskt. Meiri spurn sé hins vegar eftir flökum og því sé hluti makrílsins frystur heill, fluttur á milli landa, þiðinn og handflakaður. Hefur þetta verið talin besta leiðin til að tryggja gæði flakanna, sökum þess hve viðkvæmt hráefni makríllinn hafi reynst. Sparnaður kostnaðar og orku Með því að finna leiðir til að tryggja gæði eftir vélflökun sparist því kostnaður og orka, meðal ann- ars við frystingu og flutning, ásamt því að mögulegt verði að nýta hlið- arhráefni flökunar í annars konar vinnslu innanlands. Greint er frá því að í athuguninni hafi áhrif árstíða, veiðiaðferða, for- meðhöndlunar o.fl. þátta á gæði flaka eftir vélflökun verið rann- sökuð. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Pelagia og Nofima frá Noregi, Var- din Pelagic frá Færeyjum, VMK Arenco frá Svíþjóð, Síldarvinnslan og Gjögur ásamt Háskólanum í Ár- ósum og Tækniháskólanum Chal- mers í Svíþjóð. Áhersla lögð á geymsluþol „Sérstaklega var litið til útlits flaka og magn blóðbletta og los í þeim metið. Í framhaldinu voru framkvæmdar tilraunir til að meta áhrif flökunarinnar á geymsluþol. Áhersla var lögð á að reyna að tryggja a.m.k. 12 mánaða geymslu- þol flaka í frosti. Einnig að skoða hvernig þau henta til áframhald- andi vinnslu, t.d. reykingar,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. Ljóst er að niðurstöðurnar eru enn ekki ljósar en tekið er fram að áfram verði haldið rannsóknum á flökun makríls og gæðum flaka í samstarfi innlendra sjávarútvegs- fyrirtækja, Matís og Háskóla Ís- lands, en þær rannsóknir eru styrktar af AVS-rannsóknasjóði í sjávarútvegi og Tækniþróunarsjóði. sh@mbl.is Er raunhæft að flaka makrílinn? Morgunblaðið/Árni Sæberg Leyst úr pokanum Meiri eftirspurn er eftir makrílflökum að sögn Matís. Skúli Halldórsson sh@mbl.is „Þetta er hörkuskip og áhöfnin er mjög ánægð með hann. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmda- stjóri Ísfélags Vestmannaeyja, um ísfisktogarann Ottó N. Þorláksson sem félagið fékk afhentan frá HB Granda í byrjun júlí. Nú, mánuði síð- ar, hefur skipið farið tvo túra og veitt bæði karfa, ufsa og þorsk. „Þetta er annars sá tími þar sem lítið er um að vera hjá okkur, auk þess sem fram undan er hefðbundið hlé yfir Þjóðhátíð,“ segir Stefán í samtali við Morgunblaðið. Nokkra athygli vakti að nafni togarans var ekki breytt við skiptin, en aðspurður segir Stefán að það hafi ekki verið erfið ákvörðun. „Þetta nafn hefur alltaf verið á skipinu og undir því hefur það verið farsælt. Því fannst okkur tilvalið að halda nafninu og fengum það með góðfúslegu leyfi þeirra í HB Granda,“ segir framkvæmdastjór- inn. „Svo má rifja upp að fyrir nokkr- um árum keypti Ísfélagið Snorra Sturluson af HB Granda og nafni hans var heldur ekki breytt.“ Togarinn er þó ekki óbreyttur með öllu, enda skartar hann nú rauðum einkennislit flota Ísfélags- ins. Lífið snýst nú um Þjóðhátíð „Ég verð nú að játa að mér finnst hann rosalega flottur svona. Hann er eiginlega miklu flottari svona en hann var,“ segir Stefán. „En hverj- um þykir auðvitað sinn fugl fagur,“ bætir hann kíminn við. Þjóðhátíð þeirra Eyjamanna nálg- ast nú óðfluga og fer útgerðin ekki varhluta af því. „Við erum náttúrulega með rekst- ur á Þórshöfn og skipin sem eru í uppsjávarfiski, það er makríl, þau veiða fyrir þá vinnslu. En hér í Eyj- um talar fólk bara um tjaldsúlur og tjaldhæla þessa vikuna. Þannig er nú bara lífið hér – það snýst allt um þetta.“ Ánægðir með Ottó í Vestmannaeyjum Mánuður er síðan HB Grandi afhenti Ísfélaginu togarann Ottó N. Þorláks- son. Þrjátíu og sjö ár eru síðan skipið var smíðað, í Stálvík í Garðabæ árið 1981, en það stendur þó enn fyrir sínu. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Siglt inn til hafnar Ottó N. Þorláksson kom til Vestmannaeyja í byrjun júlí og er þaðan búinn að fara tvo túra. Skipið verður eflaust í höfn yfir helgina. Ottó var smíðaður árið 1981 í skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ. Skráð lengd hans er 50,55 metrar og breiddin 7,3 metrar. Viðey, sem kom til hafnar í Reykjavík rétt fyrir jól á síðasta ári, leysti Ottó af hólmi fyrir HB Granda. Hafði togarinn þá þjónað útgerðinni í tæp 40 ár. Söluverðið var 150 milljónir króna. Smíðaður í Stálvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.