Morgunblaðið - 02.08.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
Eindagi bifreiðagjalda
er 15. ágúst næstkomandi
Greiðsluseðill bifreiðagjalda birtist eingöngu á
rafrænu formi í pósthólfinu á island.is og sem
krafa í netbanka.
Hægt er að óska eftir útprentuðum seðlum hjá
Þjónustuveri Tollstjóra í síma 560-0300 eða á
fyrirspurn@tollur.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nú í vikunni var opnað nýtt íbúða-
hótel á bænum Klettum í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi. Nú telst slíkt tæp-
ast lengur til tíðinda nema hvað
þessi gististaður er í 60 ára gömlum
súrheysturni sem var innréttaður og
ýmsu breytt fyrir nýja starfsemi.
Turninn er allt tólf metra hár og
herbergin eru fjögur; eitt á hverri
hæð. Inn í þau er gengið utanvert af
hringstiga sem liggur utan á húsinu
og alveg upp á fimmtu hæðina þar
sem er útsýnishús, þar sem sést í
360° vítt yfir sveitirnar og inn á há-
lendið. Tæpast verður betur boðið!
Kraftur á toppnum
„Turninn er skemmtilega skap-
aður. Neðst er orkan mjög jarð-
bundin og mild en verður svo fín-
legri þegar á efri hæðirnar kemur.
Og útsýnið af toppnum gefur mikinn
kraft,“ segir Ásgeir Eiríksson, hót-
elhaldari á Klettum. Hann hefur
mörg undanfarin ár lagt stund á kín-
verska læknisfræði og nam svæða-
nudd og nálastungulækningar. Hef-
ur síðustu vetur jafnan verið
nokkrar vikur austur í Taílandi til að
afla sér frekari þekkingar í fræð-
unum. Nú er hins vegar sá tími kom-
inn að Ásgeir vill fara að miðla af
þessari þekkingu sinna og til stend-
ur að í Turninum verði haldin nám-
skeið og boðið upp á þjónustu til
dæmis sálfræðinga, nuddara, nær-
ingarfræðinga og fleiri slíkra.
Bærinn Klettar er á leiðinni á
Flúðir og er á hægri hönd rétt áður
en komið er að afleggjaranum inn í
Þjórsárdal. Þar stundaði Ásgeir Ei-
ríksson um langt árabil kjúk-
lingabúskap á Klettum, sem lagðist
af fyrir um tuttugu árum.
„Þegar búskapnum lauk vann ég
við húsasmíðar í mörg ár, fór svo að
kynna mér kínversku læknisfræðina
og heillaðist af. Kjarni hennar er að
með hugarfarinu ráðum við miklu
um heilsu okkar, líðan og hvernig við
eldumst. Um 90% af orkubúskap
okkar og heilsu ráðast af hug-
arfarinu. Sjálfur var ég mældur og
rannsakaður hátt og lágt austur í
Taílandi og niðurstaðan var sú að at-
gervi mitt eins og hjá 54 ára gömlum
manni og þó er ég orðinn sjötugur.“
Miklu betri hugmynd
Nokkur ár eru síðan Ásgeir hóf
undirbúning þess að koma upp
heilsuhóteli að Klettum. Í fyrstu
hugðist hann nýta gamalt útung-
unarhús frá tímum kjúklinganna til
þess, enda lá það beint við.
„Vífill Magnússon arkitekt, kunn-
ingi minn, kom hingað og leit á að-
stæður en sagðist vera með miklu
betri hugmynd en ég hafði. Sendi
mér svo skissur að breytingum á
súrheysturninum sem hætt var að
nota. Ég féll algjörlega fyrir þessari
hugmynd,“ segir Ásgeir sem hefur
varið flestum lausum stundum síð-
ustu árin í breytingar á turninum.
Þetta hefur verið mikil vinna og
margt í framkvæmdinni hefur kallað
á mikla lagni og útsjónarsemi. Hvert
herbergjanna fjögurra inni í spor-
öskjulaga turninum er 20 fermetra,
öll með snyrtingu, baði og eldunar-
aðstöðu. Þá er öll lýsing sérhönnuð
og mildandi.
Ævintýri og aldur
„Auðvitað hefur þessi framkvæmd
kostað mikið í tíma og peningum. Ég
hef hins vegar litið svo á að kominn á
þennan aldur megi maður leika sér
og fara út í svolitla ævintýra-
mennsku eins og þetta verkefni
sannarlega er,“ segir Ásgeir sem
áformar að opna hótelið fyrir gest-
um um miðjan næsta mánuð. Og
nafnið liggur fyrir og er einfalt;
Turn og upp á ensku Tower.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Íbúðahótel Ásgeir Eiríksson við súrheysturinn sem var byggður árið 1957 og hefur nú fengið nýtt hlutverk.
Súrheysturn nú hótel
Skemmtilega er skapað Kínversk læknisfræði í upp-
sveitum Árnessýslu Útsýni úr turninum er 360 gráður
Heimsleikarnir í crossfit hófust í
gær í Madison í Wisconsin-ríki. Ís-
lendingarnir sem kepptu á leik-
unum höfðu staðið sig með prýði
þegar þrjár keppnir af fjórum á
mótinu voru afstaðnar. Í gær var
keppt í götuhjólreiðum, svoköll-
uðum „muscle-ups“ eða lyftum í
hringjum og crossfit-lyftingum.
Eftir þær greinar var Björgvin
Karl Guðmundsson í fimmta sæti
með 186 stig í flokki karla. Annie
Mist Þórisdóttir var einnig í fimmta
sæti í kvennaflokki með 188 stig. Í
fjórtánda sæti var Ragnheiður Sara
Sigmunsdóttir með 150 stig og rétt
á eftir henni í fimmtánda sæti var
Katrín Tanja Davíðsdóttir, einnig
með 150 stig. Katrín Tanja kom
þriðja í mark í hjólreiðakeppninni
og hafði leitt hópinn um skeið áður
en hún missti tvo fram úr sér. Þá
var nýliðinn Oddrún Eik Gylfadótt-
ir í 25. sæti með 108 stig.
Þegar Morgunblaðið fór í prent-
un stóð yfir fjórða keppni dagsins,
maraþonróður, en þá þurfa kepp-
endur að róa yfir 43 kílómetra í
róðrarvél á innan við fjórum tím-
um. ninag@mbl.is
Íslendingarnir stóðu
sig vel í crossfit
Fyrsti dagur heimsleikanna í gær
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Við erum að bíða eftir hreyflum í nýja
Aribus 321 NEO-vél sem við áttum
að fá afhenta í maí en fáum ekki af-
henta fyrr en í desember. Miklar tafir
hafa verið frá Airbus á öllum Airbus
321 NEO-vélum. Vegna þessara tafa
felldum við niður flug okkar frá
Birmingham,“ segir Andri Már Ing-
ólfsson, stjórnarformaður og eigandi
Primera Air. Hann segir að 4.000 far-
þegar hafi átt pantað frá Birming-
ham til Malaga og Mallorca í nóv-
ember og desember og þeir hafi verið
látnir vita. Það hafi verið hreinlegast
að loka starfsstöðinni í Birmingham í
lok september vegna tafa á afhendinu
á nýju þotunni.
Nýr og spennandi kafli
Andri Már segir að nýr og spenn-
andi kafli í sögu Primera Air sé að
hefjast með tilkomu Airbus 321
NEO.
„Við fengum fjórðu Airbus 321
NEO-vélina af átta afhenta í Ham-
borg á mánudag en hana átti að af-
henda fyrir tveimur mánuðum. Vélin
mun fljúga milli Parísar og New
York, en í dag flýgur félagið frá
London til New York, Toronto og
Boston. Frá Skandinavíu flýgur fé-
lagið frá Kaupmannahöfn, Stokk-
hólmi og Billund. Vélarnar eru búnar
nýjustu tegundum hreyfla sem gera
það að verkum að þær geta flogið yfir
Atlantshafið án þess að vera breið-
þotur,“ segir Andri Már og bætir við
að Primera Air verði fyrsta flugfélag-
ið í heiminum sem flýgur langdræg-
um vélum með einum gangi (e. single
aisle) yfir Atlantshafið og segir engar
vélar í heiminum í dag jafnast á við
þær í hagkvæmni.
Andri Már segir að fimmta Airbus
321 NEO-vélin verði afhent 10. ágúst
og 10 nýjar Boeing Max 9-ER verði
teknar í notkun næsta sumar. Þær
munu sinna flugi frá Evrópu til
Bandaríkjanna og Kanada.
Vaxtarskeið fram undan
Að sögn Andra Más tekur Airbus
321 Neo-vél 198 farþega í sæti og af
þeim eru 16 Premium Class-sæti.
„Við erum að fara í mest spennandi
vaxtarskeið í sögu fyrirtækisins og
nýju vélarnar hafa áhrif á framþróun
á mörgum leiðum yfir Atlantshafið
með lægri fargjöldum og tíðari ferð-
um,“ segir Andri Már sem segir að
enginn hafi átt von á því að tafir á af-
hendingu vélanna yrðu eins miklar og
raun ber vitni. „Þegar við pöntuðum
okkar vélar var afgreiðslufrestur tvö
ár frá pöntun. Ef flugvél er pöntuð í
dag er hún í fyrsta lagi afhent árið
2023,“ segir Andri Már.
Stefnir í 32 milljarða veltu
Líkt og fram kom í Viðskipta-
Mogganum nýlega nam velta félags-
ins á síðasta ári 23,7 milljörðum
króna og stefnir í 32 milljarða á þessu
ári. Hagnaður félagsins var 604 millj-
ónir á síðasta ári ( EBITDA) og
hagnaður fyrir skatta 166 milljónir
króna. Var hagnaður lakari en spár
gerðu ráð fyrir og munaði þar mestu
um einskiptiskostnað sem féll til
vegna tæringar í einni véla félagsins,
en félagið missti hana úr rekstri í 10
mánuði. Í dag eru allar vélar félags-
ins í fullum verkefnum. Á árinu 2018
flytur félagið um 1,5 milljónir far-
þega.
Tafir á afhendingu valda röskun
Primera fellir niður flug til og frá Birmingham Hefur áhrif á 4.000 farþega Félagið tekur nýjar
og langdrægari vélar í notkun Forstjóri félagsins segir að nú sé spennandi vaxtarskeið fram undan
Morgunblaðið/ÞÖK
Nýtt Primera Air tekur nú í notkun nýjar vélar, bæði frá Boeing og Airbus.