Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Skógræktarfélag Kópavogs og Kópa-
vogsbær vinna saman að því að bæta
aðstöðu fyrir gesti og félagsmenn á
útivistar- og skógræktarsvæðinu
Guðmundarlundi í Vatnsendaheiði.
Nýjasta viðbótin er frisbígolfvöllur og
stutt er í að tekið verði í notkun sam-
eiginlegt félagsheimili. Jafnframt er
unnið að því að auka aðsókn að svæð-
inu með því að koma upp aðstöðu til
ýmiskonar afþreyingar.
„Rekstur svæðisins byggist á því
að halda því hreinu. Hvergi sé hægt
að sjá rusl. Þá vinnum við að því að
auka við skóginn og nýta hann. Það
felst í því töluverð vinna að eiga skóg,
það þarf að grisja og gera hann um-
hverfisvænan,“ segir Bernhard Jó-
hannesson, framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags Kópavogs. Hann er eini
starfsmaður félagsins en fær aðstoð
sumarstarfsfólks frá Kópavogsbæ og
af sambýlum fatlaðra á vegum vel-
ferðarsviðs Kópavogsbæjar til að
vinna þau störf sem til falla í skóg-
inum. Þar eru allt að 18 starfsmenn
frá Kópavogsbæ og 4-5 frá sambýl-
unum.
Tekjur af grilli og kurli
Bernhard leggur áherslu á að til
þess að hægt sé að njóta skógarins til
útivistar þurfi hann að vera sjálfbær
fjárhagslega. Skógræktarfélagið hef-
ur tekjur af því að leigja grillaðstöðu í
Guðmundarlundi og af því að selja
kurl sem unnið er úr grisjunarvið úr
skóginum. Guðmundarlundur er op-
inn öllum án endurgjalds. Gestir
þurfa aðeins að greiða fyrir grill-
aðstöðuna, ef það vill nota hana.
Kurlinu er mokað í poka sem seldir
eru í Byko, Garðheimum og fleiri
verslunum, eða notað í göngustíga í
skóginum. Bernhard segir að þótt
ekki sé mikill arður af hverjum poka
skapi starfsemin verkefni fyrir íbúa
sambýlanna sem einnig sé mikilvægt.
Bernhard er ánægður með aðsókn-
ina í sumar, í þessu mesta rigningars-
umri í manna minnum. Fjöldi sam-
koma hefur verið í Guðmundarlundi,
allt frá litlum fjölskyldusamkomum
til stórra brúðkaups- eða afmæl-
isveislna. Hann getur þess að í lok
júní hafi tekjur fyrir leigu á grill-
aðstöðunni verið orðnar meiri en allt
árið í fyrra. Grundvallast það á því að
aðstaðan hefur verið kynnt betur en
áður, meðal annars á samfélags-
miðlum. Þá ber þess að geta að hægt
er að leita skjóls fyrir rigningunni í
skýlum og tjöldum, fara í minigolf og
sitja við opinn eld. Þá hefur verið
komið upp nýjum salernum.
Aukin afþreying
Kópavogsbær hefur verið að
byggja upp aðstöðu til afþreyingar í
Guðmundarlundi. Á síðasta ári var
settur upp minigolfvöllur sem tals-
vert er notaður og nú er búið að setja
upp fínan frisbígolfvöll. Þurfti að
grisja töluvert til að opna brautirnar í
skóginum. Völlurinn kom til í verk-
efninu „Okkar Kópavogur“ og var
valinn af íbúum í almennri kosningu á
vef Kópavogsbæjar. Bernhard segir
að útsýnisskífa fyrir ofan Guðmund-
arlund hafi einnig orðið ofarlega í
kosningunni og vonast til að hún
komist á verkefnaskrá bæjarins á
næsta ári.
Byrjað er að planta trjám til skjóls
við litla dæld í landslaginu. Bernhard
segir að hugmyndir hafi komið upp
um að gera þar stalla í brekkuna og
svið á móti svo hægt verði að halda
þar samkomur eða litla tónleika. „Þar
verða aldrei Guns N’ Roses-tónleikar,
í mesta lagi Halli og Laddi!“ segir
Bernhard til útskýringar. Þá er
draumurinn að byggja nýtt grillhús.
Aðalfundur Skógræktarfélags Ís-
lands verður haldinn í Guðmundar-
lundi á næsta ári í tilefni þess að
Skógræktarfélag Kópavogs verður
fimmtugt. Fundurinn verður haldinn
í nýju félagsheimili sem Kópavogs-
bær og Skógræktarfélagið eru að
byggja. Húsið sjálft er að verða tilbú-
ið að utan og innan en eftir er að
koma fyrir húsgögnum og tækjabún-
aði og ganga frá umhverfinu. Skóg-
ræktarfélagið fær herbergi fyrir
skrifstofu og félagsaðstöðu í félags-
heimilinu og bærinn og félagið munu
hafa aðgang að góðum fundarsal með
tilheyrandi aðstöðu.
Fjölbreytt starf
„Þetta er indælisstaður. Það er eins
og að vera í sumarbústað allt sum-
arið,“ segir Bernhard um vinnuna í
Guðmundarlundi. Þetta er hans fyrsta
sumar í starfi framkvæmdastjóra fé-
lagsins. Þá segir hann að samstarfið
við Kópavogsbæ sé ákaflega gott og
starfsfólkið sem bærinn útvegar sé
viljugt að vinna í skóginum.
Vinna framkvæmdastjórans er
fjölbreytt. Hann þarf að geta reddað
öllu sem uppá kemur, til dæmis að að
halda sláttuvélum og öðrum búnaði
gangandi og hafa lag á að fá starfs-
fólkið til að njóta sín í vinnunni. Og
helst einnig að hafa svolítið vit á skóg-
rækt.
Auka við skóginn og nýta hann
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bætt aðstaða Minigolfið er vinsælt. Í hlíðinni sést í nýja félagsheimilið sem tekið verður í notkun á næstu mánuðum og skapar aukið líf í skóginum.
Skógarmenn Starfsmenn á vegum Kópavogsbæjar taka til hendinni í skóg-
inum með framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs.
Guðmundarlundur
» Skógræktarsvæðið er nefnt
eftir gefandanum, Guðmundi H.
Jónssyni stofnanda Byko. Hann
tók spildu á leigu snemma á
sjöunda áratugnum og hóf
ræktun rófna og kartaflna og
seldi afurðirnar til að byggja
upp verslunarreksturinn. Hann
hóf trjárækt til að fá skjól og
hélt þeirri starfsemi áfram eftir
að rófnaræktin var lögð af. Guð-
mundur og fjölskylda hans af-
henti Skógræktarfélagi Kópa-
vogs svæðið og sumarhúsið á
árinu 1997.
» Sumarið 2008 bættist við
myndarlegur garður með fjöl-
breyttum fjölærum garðagróðri
úr garði Hermanns Lundholm
sem var fyrsti garðyrkjustjóri
Kópavogs. Garðurinn ber nafn
hans.
» Síðastliðið vor var komið upp
vísi að ávaxtagarði í Guðmund-
arlundi þegar plantað var epla-
trjám og berjarunnum. Ætlunin
er að koma smám saman upp
myndarlegum ávaxtagarði.
Margir koma í Guðmundarlund til að njóta útivistar og afþreyingar Frisbígolfvöllur er nýjasta
viðbótin og félagsheimili í byggingu Yfir 20 manns við vinnu í skóginum á vegum Kópavogsbæjar
Frisbígolfvöllurinn í Guðmundarlundi varð strax einn
vinsælasti völlur landsins. Suma daga hafa fleiri sótt
hann en völlinn á Klambratúni sem verið hefur mest sótti
frisbígolfvöllur landsins.
Birgir Ómarsson, formaður Íslenska frisbígolf-
sambandsins, segir að völlurinn þyki áhugaverður, bæði
hjá almenningi og keppnisfólki. „Hann er líka í þessu æð-
islega umhverfi. Guðmundarlundur er falin perla á höf-
uðborgarsvæðinu. Aðsókn að vellinum hefur verið mjög
góð frá því hann var tekinn í notkun og þar er biðröð
þegar veðrið er gott,“ segir Birgir. 10 holur eru á vell-
inum og eru brautirnar í stórum hring í skóginum.
Völlurinn í Guðmundarlundi er 58. frisbígolfvöllur
landsins. Sá 59. verður tekin í notkun í Grímsey bráð-
lega. Aðstandendur frisbígolfsambandsins settu sér það
takmark að jafna fjölda valla við golfvelli sem nú eru um
sextíu. Það markmið næst í ár og vel það.
Ekkert kostar að spila á frisbígolfvöllunum og byrj-
andi þarf aðeins að fjárfesta í einum disk sem kostar frá
2.000 krónum. Það getur því varla verið einfaldara að
byrja. Hefur iðkendum fjölgað hraðfara. Erfitt er að
halda utan um fjöldann en Birgir giskar á að 12-14 þús-
und manns eigi frisbídiska og noti þá að minnsta kosti
einu sinni á ári. Aðeins lítill hluti þessa hóps stundar
íþróttina með keppni í huga. helgi@mbl.is
Strax í röð vinsælustu frisbígolfvalla
Frisbígolf Birgir Ómarsson hönnuður vallarins og
Avery Jenkins sem er fyrrverandi heimsmeistari í
frisbígolfi heimsóttu Bernhard og skoðuðu nýja völlinn.
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is