Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Í september mun vinafélag Þjóð- minjasafnsins, Minjar og saga, efna til ferðar fyrir félagsmenn sína á slóðir Winstons S. Churchill. Félag- ið stendur reglulega fyrir ferðum á söguslóðir og söfn, bæði hér innan- lands og erlendis. Nú mun félagið heimsækja London og nágrenni. „Churchill hefur verið nokkuð í sviðsljósinu upp á síðkastið og því býðst nú gott tækifæri að skoða hann aðeins betur sem einstakling og sjá hvernig hann varð svona stór í sniðum,“ segir Kristján Garð- arsson, fararstjóri og stjórnar- maður Minja og sögu. „Við heim- sækjum fæðingarstað hans, Blenheim höll, og þiggjum þar leið- sögn og hádegisverð. Það hefði átt vel við Winston að búa í Blenheim, en faðir hans var yngri sonur her- togans og var því ekki erfingi að öll- um þeim eignum og auðæfum. Churchill lifði alltaf um efni fram en bjó fjölskyldu sinni heimili í Chart- well, sem varð í raun hans kastali en þar hélt hann sína eigin hirð. Við heimsækjum Chartwell og snæðum þar hádegisverð, skoðum byggingar og vinnustofuna þar sem hann mál- aði og auðvitað múrsteinsveggina sem hann hlóð af miklum móð þegar þunglyndið sótti að.“ Í London er ferðinni heitið í Vic- toria og Albert safnið og í neðan- jarðarbyrgin þaðan sem ríkisstjórn Bretlands stýrði aðgerðum í síðari heimsstyrjöldinni. „Svo verður auð- vitað rúmur frítími í London,“ segir Kristján. Í vetur stendur félagið svo fyrir þéttri dagskrá fyrirlestra tengdra starfi Þjóðminjasafnsins og stefnt er að ferð á vegum Minja og sögu á slóðir Íslendinga í Vesturheimi vor- ið 2019. „Bjargvættur vestrænnar menningar“ Árni Sigurðsson, formaður Churchill-klúbbsins á Íslandi, segir Churchill hafa verið fjölhæfan mann og bjargvætt vestrænnar siðmenn- ingar. „Það sem gerði hann ein- stakan var að hann var sá eini af þremur stóru þjóðarleiðtogunum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem skrifaði stríðsendurminn- ingar,“ segir Árni. Churchill er eini stjórnmálaleiðtogi Bretlands sem hefur unnið Nóbelsverðlaun. „Hann er örugglega eini maðurinn í heim- inum sem hefur orðið fyrir von- brigðum yfir því að fá Nóbels- verðlaun. Þegar honum var tilkynnt að hann hefði fengið Nóbels- verðlaun varð hann himinlifandi því í hans huga voru það friðarverðlaun Nóbels. Svo seinna um daginn skýrðist að þetta voru ekki friðar- verðlaunin heldur bókmenntaverð- laun.“ Marka má aukinn áhuga á Churchill að undanförnu en þátta- röðin The Crown og bíómyndin Darkest Hour hafa nýlega notið mikilla vinsælda. Pílagrímsferð á slóðir Churchills  Vinafélag þjóðminjasafnsins, Minjar og saga, stendur fyrir ferðinni  Fjögurra daga dagskrá í London og nágrenni  Blenheim-höll og Chartwell sótt heim  Aukinn áhugi á manninum Churchill Höll Churchill fæddist og ólst upp í Blenheim-höllinni. Í ferðinni verður boðið upp á leiðsögn um höllina víðfrægu og snæddur hádegisverður þar. Liðsmenn Taflfélagsins Hróksins halda í dag til Kulusuk á Grænlandi þar sem haldin verður árleg sumar- hátíð Air Iceland Connect og Hróksins. Fram kemur í tilkynningu að með í för verði tónlistarmennirnir Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson. Minningarmót Frá Kulusuk verður haldið til Tasiilaq á Austur-Grænlandi, en þar verður á laugardag haldið tafl- mót til minningar um Gerdu Vil- holm, sem lést á síðasta ári. Í tilkynningu Hróksins segir að Gerda hafi rekið einu bókabúðina í bænum, sem hafi verið í senn fé- lagsmiðstöð og griðastaður barnanna í bænum. Hún var heið- ursfélagi í Hróknum, og börnin sátu löngum stundum að tafli í litlu búðinni hennar. Hróksliðar munu að vanda heim- sækja dvalarheimili aldraðra í Tasi- ilaq, fangelsið og heimili fyrir börn sem ekki geta dvalið hjá fjöl- skyldum sínum. Fjölmargir leggja til vinninga, gjafir og verðlaun, auk aðalbakhjarlanna, AIC og Polar Pelagic, ekki síst hannyrðafólk Að tafli Hrókurinn hefur um árabil staðið fyrir skákkennslu á Grænlandi. Hróksmenn halda hátíð á Grænlandi Winston Churchill var breskur rithöfundur, herleiðtogi og stjórnmálamaður, fæddur 1874. Hann vann sem fréttaritari þar til hann var kjörinn á þing fyrir Íhalds- flokkinn árið 1900. Í gegnum tíðina gegndi hann ýms- um ráðherraembættum og var flotamálaráðherra í byrj- un fyrri heimsstyrjaldarinnar og aftur í byrjun þeirrar seinni. Síðan var hann skipaður forsætisráðherra Bret- lands 10. maí 1940, sama dag og Ísland var hernumið af Bretum, og leiddi Breta til sigurs. Árið 1945 beið Churc- hill ósigur í þingkosningum. Verkamannaflokkurinn vann stórsigur og tók Clement Attlee við embætti for- sætisráðherra. Churchill varð hins vegar forsætisráð- herra á ný árið 1951 og var þá í fyrsta skipti kjörinn for- sætisráðherra. Mikið hefur verið fjallað um farsælan feril Churchills. Þar má nefna nýlegu þáttaröðina, The Crown, sem hefur notið mikilla vinsælda, og myndina Darkest Hour sem hlaut verðskuldaða athygli. Leiðtogi á örlagatímum MARGBROTINN OG EINSTAKUR FERILL CHURCHILLS SPANNAÐI MARGA ÁRATUGI Leiðtoginn Winston Churchill var skipaður forsætisráðherra á örlagatímum í hildarleik seinni heimsstyrjaldarinnar. HEILSUNUDDPOTTAR FRÁ SUNDANCE SPAS Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 HEILSUNUDDPOTTAR OG HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.