Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 51
DÆGRADVÖL 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Stýrðu birtunni heima hjá þér
MYRKVA GLUGGATJÖLD
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert eitthvað þungur núna svo
kannski er best að þú sért ekkert að reka
hornin í aðra svona rétt á meðan. Temdu
þér kurteisi og yfirvegun.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert skýjum ofar því draumar þínir
eru orðnir að veruleika. Hugsaðu á já-
kvæðum nótum. Sýndu vinsemd og taktu
undir daður.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Fylgstu vel með því sem er að
gerast í kringum þig. Það hefur ekkert upp
á sig að æpa á aðra og slíkt lagar ekki
stöðuna. Veltu hlutunum vandlega fyrir
þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Orka og gleði ríkir hjá þér um
þessar mundir. Þú ættir að gera þér glað-
an dag með einhverju móti bara svona til
þess að vera góður við sjálfan þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Til að forðast það að brenna út í ná-
inni framtíð skaltu koma reglu á orkuna
þína. Gættu þess að missa ekki sjónar á
takmarki þínu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er kominn tími til að slaka á og
taka því rólega. Leyfðu lífinu að hafa sinn
gang. Allt sem þú ert í dag er afleiðing
þess sem þú varst í gær.
23. sept. - 22. okt.
Vog Atriði sem hafa verið þér ókunn koma
upp á yfirborðið og valda þér vandkvæðum
í starfi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér gengur allt í haginn og
aðrir undrast velgengni þína. Taktu engu
sem sjálfsögðum hlut en gættu þess að
færast ekki of mikið í fang samt sem áður.
Lofaðu ekki upp í ermina á þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Láttu það eftir þér að skvetta
svolítið úr klaufunum en gættu allrar hátt-
vísi. Gerðu ráð fyrir því óvænta og reyndu
að gera það besta úr því sem upp kemur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Farðu varlega í fjármálum í dag
og ekki láta plata þig út í einhverja til-
raunastarfsemi. Gefðu þér tíma til að velta
málunum fyrir þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur engar efasemdir varð-
andi markmið þín og átt því auðveldara
með að fá fólk til samstarfs við þig. Haltu
áfram á þinni braut.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er mögulegt að bæta hverju
sem er og hverjum sem er inn í líf þitt.
Mundu að engin manneskja er annars
eign.
Það var einmunaveður, sólskinog blíða, á föstudag. Skúli
Pálsson orti á Boðnarmiði:
Maður ætti að yrkja ljóð
um alla þessa blíðu,
syðra kætir sólin þjóð
og sjafnar yndin fríðu.
Borgina lengi byrgðu ský
og bleyttu hennar stræti,
núna fer um heiminn hlý
hamingja og kæti.
Þýð er blíða, þornar hey,
þvílíkt indælisveður!
Sér í lagi mína mey
mikið sólin gleður.
Eftir lestur þessa hljómþýða smá-
ljóðs skilur maður betur að Ing-
ólfur Ómar skuli þann sama dag
bera fram þessa frómu spurningu:
„Skyldi loksins vera hætt að
rigna?“:
Veröld ljómar drungi dvín
daga rómum langa.
Söngvar óma sólin skín
sumarblómin anga.
Eggert J. Levy hefur orð á því að
mikið hafi rignt í sumar:
Blessuð vætan voða fín
virðist kæti laga,
einnig bætir okkar sýn
alla mæta daga.
Skömmu eftir lát Einars Bene-
diktssonar mætti maður nokkur
Tómasi Guðmundssyni og spurði:
„Ertu búinn að yrkja eftir Einar?
Ég er búinn að því!“
Tómas svaraði:
Þegar strengir stærsta skáldsins brustu
sem stoltast kvað og söng af mestum
krafti
öllum nema landsins lélegustu
leirskáldum fannst rétt að halda kjafti!
Ludvig Kemp var í Breiðdal 11
eða 12 ára gamall. Hann hefur sagt
frá því að þar voru mörg leirskáld:
– „Antoníus var maður nefndur. Sá
fékkst nokkuð við yrkingar og orti
um náttúruna og fleira fallegt. Í
Breiðdal er fjallið Slöttur. Og nú
kvað Antoníus:
Slötturinn er afar hár,
er á honum hvíta.
Enginn má með ógreitt hár
upp á þennan líta.
Þetta fannst mér góður skáld-
skapur, en fannst samt ástæða til
snúnings:
Slötturinn er slikjublár
slæðu ber hann hvíta.
Enginn má með ógreitt hár
uppi á honum – dríta.“
Steingrímur í Nesi orti í gamni
um Baldur á Ófeigsstöðum:
Baldri er létt um ljóðakvak
lætur hann sína gesti
hól að framan, háð á bak
hafa í veganesti.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Skyldi loksins hætt að rigna?
„ÞANNIG AÐ ÞÉR FINNST ÞÚ VERA
LEGUBEKKUR INNRA MEÐ ÞÉR?“
„ÞÚ ERT AÐ DRULLA ÚT MOTTUNA!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera umhugað um
hana en ekki bílinn.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
BÍÐIÐ
EFTIR
SÆTI
BÍÐIÐ
EFTIR
SÆTI SITTU
KLÁRAÐIRÐU HREÐKURNAR
OG SIGNA HVÍTKÁLIÐ?
JÁ,
ELSKAN.
GOTT! ÞAÐ VERÐUR
KANNSKI FLJÓTLEGA
AFTUR Á BORÐUM!
KANNSKI FYRR EN ÞIG
GRUNAR!
Víkjverji hefur sótt sveitaböll fráunga aldri. Allajafna hefur hann
sótt Ögurball sem fram fer í Ísafjarð-
ardjúpi í júlí ár hvert. Í ár var hann þó
vant við látinn og komst ekki í gleðina
í djúpinu. Þó mátti sjá að gleðin var
þar við völd líkt og áður, ef marka má
myndir og myndbönd sem honum
bárust með hjálp nútímatækninnar.
x x x
Ögurball fer fram í samkomuhús-inu á staðnum. Ef horft er á hús-
ið að utan virðist það rúma u.þ.b. eina
kjarnafjölskyldu. Þegar gengið er inn
í húsið upplifir sá hinn sami álíka
töfra og Stuðmenn upplifðu þegar
þeir gengu inn í tónleikahús eitt í
stórmyndinni Með allt á hreinu. Hús-
ið tekur léttilega tugi ef ekki hundruð
dansandi einstaklinga.
x x x
Margir bruna fram hjá Ögri á leiðsinni um djúpið og gefa Ög-
urvíkinni ekki gaum. Staðurinn er
merkilegur fyrir margra hluta sakir.
Ögur er fornfrægt stórbýli. Þar
bjuggu mikilmenni í margar aldir á
því sem þá þótti ein besta jörð djúps-
ins. Á 19. öld var þar byggt stærsta
íbúðarhús sem til þess tíma hafði ver-
ið byggt í sveit á Íslandi. Þessi sam-
antekt er rétt til að minna á mikilvægi
Ögurs í sögulegu samhengi. Víkverji
telur að mikilvægi Ögurs í dag felist í
títtnefndu sveitaballi.
x x x
En hvað fer þarna fram? Hvar liggjatöfrarnir? Liggja þeir í brothættu
trégólfinu? Sem breytist í hálfgert
trampólín, þegar stuðið er sem mest.
Liggja þeir í danspásunni? Þegar
mannskapurinn gæðir sér á rab-
arbaragraut með rjóma. Eða liggja
þeir í þeirri staðreynd að þeir sem eru
þarna komnir eru komnir til að
skemmta sér saman? Ásetningurinn
er skýr, ekki er hægt að fara yfir göt-
una á næsta bar. Athyglisbresturinn
sigraður.
x x x
Öllum ætti að vera dagljóst aðsveitaböll hafa fært ótal Íslend-
inga saman og fært öðrum fágætar
minningar. Við skulum ekki vanmeta
töfra íslensku sveitaballanna. Megi
þau lengi lifa. vikverji@mbl.is
Víkverji
Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann
er góður, því að miskunn hans varir
að eilífu.
(Sálmarnir 106.1)