Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 53

Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Tónlistarmaðurinn Óli Hrafn Jónas- son, sem gengur undir listamanns- nafninu Holy Hrafn, gaf nýverið út fyrstu plötu sína, Þrettán stafir. Platan samanstendur af þrettán lög- um sem eru af óræðri tónlistar- stefnu. Þar mætast fönk, rapp, raf- tónlist, hipphopp og í raun bara þær tónlistarstefnur sem Óla dettur í hug að vinna með hverju sinni. „The more, the merrier,“ segir Óli. „Er ekki best að leyfa engum að skilgreina sig, ekki einu sinni sjálf- um sér? Ég geri alls konar og ef mér finnst ég geta rappað yfir það þá geri ég það.“ Á plötunni má finna glæný lög ásamt lögum sem hann hefur flutt áður. „Ég hef alveg verið að flytja sum af þeim í þrjú ár, sum í eitt ár en önnur eru glæný og hafa aldrei heyrst áður. Þetta er svona ég að segja bless við þessi lög sem hafa sum fylgt mér lengi.“ Þrettán stafir er ekki plata þar sem unnið er með eitt ákveðið þema, að sögn Óla. „Textarnir verða alltaf til út af einhverjum svona miðju- punkti, svo bæti ég á hann eins og leir. Annað hvort verður hann ein- hver saga eða ég reyni bara að halda mig við viðfangsefnið sem getur orð- ið rosalega loðið. Það er einhvern veginn þannig hjá mér að orð kallar bara á næsta orð.“ Vísanir, rím og endurtekningar Textarnir á plötunni eru mjög ljóðrænir, í þeim er mikið um vís- anir, til dæmis í Halldór Kiljan Lax- ness og barnalagið „Sigga litla systir mín“ eftir Sveinbjörn Egilsson. Það er erfitt að botna fullkomlega í text- unum en þeir eru smekkfullir af rími, endurtekningum, stuðlum og orðaleikjum. „Ég veit ekkert endi- lega um hvað textinn fjallar, þetta er bara eitthvað sem mér finnst passa saman. Svona abstrakt,“ segir Óli. Titill plötunnar er enn einn orða- leikurinn. „Platan átti upphaflega að heita Þrettán og það áttu að vera þrettán lög og ég ætlaði að hafa tólf aðila sem myndu hjálpa mér með plötuna og vinna með einhvern svona Jesú-komplex með 12 læri- sveina. En svo fannst mér það bara ekkert virka. Það eru þrettán stafir í titlinum Þrettán stafir og mér fannst það bara svolítið fyndið.“ Óli vinnur ekki einungis að text- unum sínum heldur skapar einnig flesta takta og tónlist sjálfur en hann byrjaði að fikta við að búa til takta þegar hann var þrettán ára. „Það er eitt lag sem ég gerði ekki taktinn í á þessari plötu en annars geri ég allt sjálfur.“ Meira efni á leiðinni Næsta plata frá Óla er strax í vinnslu. „Ég eiginlega dreif mig í að gefa þessa plötu loksins út því ég er svo spenntur fyrir næstu plötu sem verður eitthvert svona smá kons- ept,“ segir hann. Heildarhugmyndin virðist vera komin vel á veg og er Óli greinilega spenntur fyrir að skapa hana. „Hún á að heita 2039 og á að gerast það ár. Ég á hliðarsjálf í tón- listinni sem heitir Olo. Aðalkons- eptið á næstu plötu á að vera að Olo verði búinn að taka yfir heiminn, eins og við erum alltaf að gera í hausnum á okkur sjálf þegar við ákveðum hvernig við vildum að hlut- irnir væru. Hann er sem sagt búinn að búa til sína eigin útópíu en það er bara fantasía og það er alltaf hægt að bora göt í fantasíur og gera þær betri. Þá kemur Holy Hrafn og rífur niður einveldið sem Olo er búinn að skapa, enda hægt að rífa niður eða byggja upp hvað sem er með réttum rökstuðningi. Í bland við þetta verða mínir eigin spádómar um árið 2039.“ Leyfir engum að skilgreina sig  Holy Hrafn gaf nýverið út plötuna Þrettán stafir Ljósmynd/Patrik Ontokovic Vinnusamur Óli Hrafn er strax byrjaður að vinna að næstu plötu. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Systkinin Ösp og Örn Eldjárn halda tónleika í Hannesarholti í kvöld kl. 20 með vinkonu sinni og samstarfs- konu, hinni ítölsku Valeriu Pozzo. Ösp og Örn eru frá Tjörn í Svarfað- ardal þar sem tónlist hefur alltaf verið ríkjandi partur af hversdeg- inum, eins og segir í tilkynningu og því komi ekki á óvart þau hafi gert tónlistina að ævistarfi. Ösp hóf tónlistarnám í London ár- ið 2011 og kynntist þar Pozzo. Hafa þær frá fyrstu kynnum starfað sam- an að tónlist og lék Pozzo á fiðlu og víólu á breiðskífu Aspar, Tales from a Poplar Tree, sem kom út í fyrra og var tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna 2018 sem besta platan í flokki þjóðlagatónlistar. Örn, Ösp og Pozzo munu í kvöld flytja eigin lög, gömul og ný, auk þess að flytja sín uppáhaldslög eftir aðra höfunda. Ösp er nýflutt heim eftir sex ára búsetu í London. Örn er gítarleikari og tónskáld og starfar auk þess við útsetningar og segir Ösp að þau séu bæði flutt hálfpartinn norður í Svarfaðardal og séu nú að vinna saman að systkinaplötu. Örn lék, líkt og Pozzo, á fyrrnefndri breiðskífu Aspar sem lýsir tónlist sinni sem draumkenndri þjóðlagatónlist. Hún segir Pozzo líka semja tónlist og að hún sé einhvers konar bræðingur af djassi, þjóðlagatónlist og poppi. Í kvöld verður því líklega komið víða við í stílum og stefnum. Uxu saman sem tónlistarkonur Ösp segir þær Pozzo hafa búið saman í London og fljótlega orðið af- ar góðar vinkonur. „Við byrjuðum báðar að semja tónlist í London, ég var mikið í djasssöng og hún er klassískur fiðluleikari en við fórum báðar út til að vaxa sem tónlistar- konur og gerðum það saman. Og það er algjör snilld að geta ferðast með vinkonu sinni, unnið með henni og gert með henni tónlist. Það er bara draumurinn!“ segir Ösp, létt í bragði. Ösp, Örn og Pozzo hafa verið á stuttu tónleikaferðalagi um landið, stungu síðast við stafni á Dalvík og enda ferðalagið í Hannesarholti. Spurð að því hver geri hvað í tríó- inu segir Ösp að hún syngi og leiki á hristur, Pozzo syngi og leiki á fiðlu og gítar og Örn syngi sömuleiðis og leiki á gítar. „Örn er að koma fram núna í fyrsta sinn sem söngvari líka með sín eigin lög. Hann er ekki leng- ur bara þögli, svali gítarleikarinn í bakgrunninum,“ segir Ösp kímin. „Við skiptum þessu vel á milli okk- ar,“ segir hún um efnisskrána. „Val er með frumsamið efni, ég er með frumsamið og Örn líka og við blönd- um því dálítið saman þannig að þetta verður skemmtilega fjölbreytt. Þetta er algjört samyrkjubú.“ Tónleikarnir í kvöld eru á vegum KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Ljósmynd/Stefano Padoan Sumargleði Örn, Pozzo og Ösp á Seyðisfirði að loknum tónleikum í Bláu kirkjunni 26. júlí síðastliðinn. „Algjört samyrkjubú“  Ösp og Örn Eldjárn og Valeria Pozzo halda tónleika í Hannesarholti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.