Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 38
Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenninn@gmail.com Grunnur Til að láta varalitinn end- ast sem best notum við gjarn- an mattari varaliti, því þeir renna síður til, en á hinn bóg- inn geta þeir verið þurrkandi fyrir varirnar með langtíma- notkun. Höldum vörunum mjúkum með því að skrúbba þær létt með varaskrúbbi eða volgum þvottapoka og berum á þær nærandi varasalva en gættu þess þó að varirnar séu ekki löðrandi, því það kann að eyðileggja áhrif langvarandi varalita. Þessa dagana nota ég mikið Inika Organic- varasalvann og Inika Organic Lip Tint, sem er í raun vara- salvinn en með smá lit. Form- úlan inniheldur piparmyntu og mér finnst varirnar verða voðalega djúsí. Varalitablýantur Kremaðir og langvarandi vara- litablýantar eru besti vinur þinn þegar kemur að því að halda vara- litnum á sem lengst. Sjálf er ég reyndar farin að nota varalita- blýanta eina og sér sem varalit, skelli smá varasalva yfir til að jafna út litinn og þá er ég komin með frá- bæran varalit sem endist lengi og ég get mótað varirnar á sama tíma. GOSH The Ultimate Lip Liner er í miklu uppáhaldi því hann er ódýr, litirnir fallegir og formúlan mjúk. Ég hef líka áður skrifað um Urban Decay 24/7 Glide-On Lip Pencil en ég á hann sennilega í öllum litum og nota þá sem varaliti. Nýlega kom svo MAC með á markað línu sem nefn- ist Liptensity og inniheldur hún 18 varaliti og varalita- blýanta í stíl. Frábærir litir og formúla sem helst lengi á og færir okkur ákafan lit. Mattir varalitir Síðustu tvö árin hafa mattir varalitir átt snyrtiheiminn og ég held að hluti af þeirri ástæðu sé að þeir haldast mun bet- ur og lengur á en glossaðir varalitir. Sömuleiðis er hægt að leika sér meira með þá og gera þá glossaðri ef maður vill. Nýju Joli Rouge Velvet Matte varalit- irnir frá Clarins eru einnig sérlega góðir og þurrka ekki var- irnar þó að þeir séu með matta áferð og get ég líka mælt með MAC Lip- tensity-varalitunum sem eru sér- lega litmiklir, langvarandi og auð- velt að leika sér með þá. Fljótandi varalitir Ef þú vilt fara alla leið í að nota varalit sem haggast ekki væri upp- lagt að prófa fljótandi varaliti en þeir eru mjög mattir og ef þú grunnar ekki varirnar, eins og tal- að var um í byrjun greinarinnar, kunna þeir að molna á vörunum og Ertu að borða varalitinn? Veltirðu því fyrir þér hvað varð um varalitinn sem þú settir á í morgun og ert búin að setja hann á þig átta sinnum síðan þá? Konur innbyrða að jafnaði tvö til fjögur kíló af varalit yfir ævina og þá er nú betra að tryggja að varaliturinn haldist á sínum stað. Hér fyrir neðan eru góð ráð til þess að tryggja betri endingu varalitarins og hvaða vörur er sniðugt að nota. gera þær þurrar ásýndar. Það eru tveir fljótandi varalitir sem ég er hvað mest hrifin af og ber fyrst að nefna Guerlain Intense Liquid Matte. Einhvern veginn tókst franska snyrtihúsinu að fullkomna þessa hug- mynd um fljót- andi varalit og á einhvern ótrú- legan hátt eru varirnar fullkomlega rakamettaðar með þessari formúlu. Svo er það Chanel Rouge Allure Ink, þessi formúla er ekki jafn þurr og mött og margar aðrar en hún er mun þægilegri. Lífrænir varalitir Lífrænir varalitir eru alltaf að verða vinsælli því þeir eru byrjaðir að koma í fal- legri og fleiri litum og flottari umbúðum. Ef þú hefur áhyggjur af því að þú sért að borða of mikinn vara- lit er spurning um að nota þá varalit sem faktískt má borða. Flestir varalita minna koma frá ILIA Beauty, sem er líf- rænt snyrtivöru- merki og eru varalitir sérstaða þess að mínu mati. Dr. Hauschka og Lavera framleiða einnig góða lífræna varaliti. Urban Decay 24/7 Glide-On Lip Pencil GOSH The Ultimate Lip Liner Inika Organic Lip Balm og Inika Organic Lip Tint. MAC Lipten- sity Lip Pencil ILIA Beauty Lipstick Guerlain Intense Liquid Matte Chanel Rouge Allure Ink MAC Liptensity Lipstick Clarins Joli Rouge Velvet Matte MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.