Morgunblaðið - 02.08.2018, Síða 40

Morgunblaðið - 02.08.2018, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 „Heimsendir er skáldsaga sem ég hef verið að skrifa undanfarin ár en gat einmitt klárað almennilega eftir að ég hætti á þingi. Þetta er mín önnur skáldsaga“ segir Guð- mundur en árið 2003 gaf hann út skáldsöguna Áhrif mín á mann- kynssöguna. „Einhverra hluta vegna heita bækurnar mínar svona stórum nöfnum,“ segir hann bros- andi og bætir við að hann sjái eftir því að hafa ekki byrjað að auglýsa bókina með orðunum „Heimsendir í nánd“. Tilvistarleg spennusaga „Þessi bók er um mann sem heitir Leifur og er á tímamótum í lífi sínu. Hann er nýbúinn að segja upp sem blaðamaður og ákveður að skella sér í skemmtiferð til Bandaríkjanna með kærustunni,“ segir Guðmundur. „Og síðan er bókin um það hvernig einföld áform, hlutir geta þróast á al- gjörlega annan veg en ætlað var. Þetta er hálfgerð dæmisaga um það. Tilvistarleg spennusaga, því það gerast þarna óvæntir hlutir. Ég er haldinn stanslausri undrun yfir því hvernig hlutirnir þróast,“ segir Guðmundur sem var á þingi fyrir tveimur árum en er allt í einu farinn að smíða eldhús fyrir fólk sem hann þekkir ekki og kominn á fullt í útivist og orðinn landvættur. „Ég sá ekkert af þessu fyrir. Mér finnst stundum eins og tilvistin taki mann í munninn, þvæli manni þar um og skyrpi manni bara út einhversstaðar annars staðar. Þessi bók er um það. Hún er um mannlegt ferðalag og ég held að hún sé, þótt ég sé fyrir löngu bú- inn að missa sjónar á því, fyndin,“ segir Guðmundur og bætir við að þetta sé kannski líka saga Leifs Eiríkssonar. „Hann ætlaði bara út að sigla eitthvað, en fann svo allt í einu heimsálfu.“ Vanur slæmum viðtökum En er Guðmundur stressaður yfir viðtökum við bókinni? „Ég veit það ekki. Ég hef nú svolítið lent í því hvað þetta varðar. Fyrri sagan mín fékk ömurlega dóma, henni var algjörlega slátrað. Ég var tekinn af lífi. Hún fékk einn góðan dóm, eftir jól,“ segir Guð- mundur hlæjandi og bætir við að stysti dómurinn hafi komið í sjón- varpinu: „Það er táfýla af þessu.“ Ánægður með Heimsendi „En þetta var fyrir 15 árum síð- an. Þessi bók núna, Heimsendir, mér finnst hún góð, ég er virkilega ánægður með hana og ég heyri líka frá fólki sem er að lesa hana að það getur ekki lagt hana frá sér,“ segir Guðmundur sem er strax byrjaður að skrifa næstu bók. Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið við Guðmund Stein- grímsson í heild sinni á vefsíðunni k100.is. islandvaknar@k100.is Fjölbreytt líf eftir þingmennsku Guðmundur Steingrímsson hefur haft í nógu að snúast eftir að hann hætti þingmennsku fyrir tveimur árum og lifir ansi fjölbreyttu lífi í dag. Guð- mundur stofnaði tímaritið Úti með Róbert Mars- hall, hann smíðar fyrir sjálfan sig og aðra og nú á dögunum sendi hann frá sér sína aðra skáldsögu en hún ber heitið Heimsendir. K100/Rikka Heimsendir Guðmundur Stein- grímsson sendi frá sér á dögunum sína aðra skáldsögu. Dagskrá K100 vikuna sem hátíðin fer fram í Reykjavík mun taka mið af því sem er að gerast þar sem við- burðir hátíðarinnar verða kynntir á hverjum degi auk þess sem skemmtilegir gestir líta við til þess að ræða eitt og annað sem tengist Hinsegin dögum og hinsegin sam- félaginu. Föstudaginn 10. ágúst verður dagskrá stöðvarinnar snúið á hvolf og mun stöðin taka upp nafnið Hinsegin100. Þetta er fjórða árið í röð sem stöðin fagnar Hinsegin dög- um með þessum hætti. Á laugardeg- inum verður svo bein útsending frá Gleðigöngunni og dagskrá henni tengdri í Hljómskálagarðinum þar sem alls konar fólk verður tekið tali þannig að hlustendur fái stemn- inguna úr miðborg Reykjavíkur beint í æð hvar sem þeir eru staddir. „Það er mjög ánægjulegt að hafa K100 og Árvakur í stórum hópi sam- starfsaðila Hinsegin daga, annað ár- ið í röð og við hlökkum til að leyfa hlustendum K100 að skyggnast á bakvið tjöldin á næstu dögum,“ seg- ir Karen Ósk Magnúsdóttir, gjald- keri Hinsegin daga, sem skrifaði undir samkomulagið fyrir þeirra hönd í gær. „Hátíðin verður stærri og glæsilegri með hverju árinu, stendur nú í sex daga og á dag- skránni eru yfir 30 viðburðir. Hin- segin dagar eru ein stærsta hátíð landsins og líklega sú eina sem ekki er með neitt starfsfólk heldur al- gjörlega undirbúin og framkvæmd af sjálfboðaliðum. Gott samstarf og stuðningur öflugra fyrirtækja er okkur því afar mikilvægt,“ segir Karen enn fremur. Stolt að geta tekið þátt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem útvarpsstöðin K100 gerir eitthvað í tilefni Hinsegin daga og er þetta annað árið í röð þar sem formlegu samstarfi á milli K100 og hátíðar- innar er komið á. „Það gleður okkur mjög að taka þátt í þessari frábæru hátíð með formlegum hætti,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dag- skrár- og tónlistarstjóri K100. „Við á stöðinni viljum öll sem eitt fagna fjölbreytileikanum, stuðla að jafnara samfélagi og styðja við réttindabar- áttu hinsegin fólks með því að auka sýnileika,“ segir Sigurður. Eins og fram kom að ofan mun stöðin snúast á hvolf föstudaginn 10. ágúst og skipta um nafn og mun hún þá heita Hinsegin100. „Við ætlum að bregða á leik og breyta út frá venjulegri dagskrá og lagalista þennan eina dag. Við sláum upp heljarinnar veislu og hitum upp fyrir Gleðigöng- una sem fram fer daginn eftir. Það mun ekki fara framhjá hlustendum okkar að Hinsegin dagar eru í gangi,“ segir Sigurður brosandi. Morgunblaðið/Valli Hinsegin Karen Ósk Magnúsdóttir, gjaldkeri Hinsegin daga, og Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrár- og tónlistar- stjóri K100, við undirritun samningsins í vikunni. K100 og Hinsegin dagar í samstarf Samkomulag milli útvarpsstöðvarinnar K100 og Hinsegin daga var undirritað í vikunni. Er þetta annað árið í röð þar sem K100 og Hinsegin dagar gera með sér formlegan samstarfssamning. SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.