Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Agnarsmá skrautleg flugutegund af frittfluguætt sem fannst í fyrsta skipti á Íslandi, nánar tiltekið í Surtsey, í fyrra hefur nú fundist í mun meira mæli en áður. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum rannsókn- arleiðangurs sem líffræðingar Nátt- úrustofnunar Íslands fóru í um miðjan júlí. Niðurstöðurnar leiða í ljós að vætutíðin hefur haft jákvæð áhrif á sumar lífverur en neikvæð á aðrar. Sniglar hafa til að mynda haft gott af vætutíðinni og braggast vel í eynni. Eggjaklasar engjasnigils „Engjasnigil mátti finna undir mörgum hraunhellum og rekaviði og fundust meira að segja eggjaklasar þeirra sem hefur ekki gerst áður,“ segir í niðurstöðunum. Mávar hafa aftur á móti ekki farið jafn vel út úr mikilli rigningartíð og sniglarnir. Unga sílamáva og silfur- máva var ekki að sjá í eynni en venjulega eru mávar í eynni áber- andi. „Máfakórinn sem jafnan sveimar hávær yfir varpinu var óvenjulega þögull,“ segir í niðurstöðum rann- sóknarleiðangursins. Ekki er ljóst hvað veldur þessu en þegar hreiður voru talin kom í ljós að þau hafa aldrei verið færri. Votviðri valda vosbúð Möguleg skýring á minna varpi máva er sú að fæðuskortur hafi dregið úr varpi og gert þeim mávum sem náðu að verpa erfitt fyrir. Vot- viðri gætu einnig hafa valdið litlum ungum vosbúð. Mávavarpið skiptir eyna miklu og er, samkvæmt niðurstöðunum, „drif- krafturinn í framvindu gróðurs og dýralífs á eynni“. Hvað gróður varðar þá fundust engar nýjar tegundir í eynni en í ljós kom að þær sextíu og tvær tegundir sem fundust þar á lífi í fyrra voru enn á lífi. Niðurstöður rannsókna síðustu ára benda til þess að hægt hafi á landnámi æðplantna. Plönturnar eiga það sameiginlegt með sniglunum að vera kátar með úrkomuna enda var gróður „almennt þroskamikill og mátti vel merkja af- leiðingar ríkjandi og langvarandi úrkomutíðar þetta sumarið,“ sam- kvæmt niðurstöðunum. Endurlífguð ætihvönn Ætihvönn blómstraði fyrir fimm árum í fyrsta skipti í Surtsey en drapst skömmu síðar. „Nú hafði einn afkomandinn náð að blómstra og var að þroska fræ í fjölmörgum sveip- um,“ segir ennfremur í niðurstöðum rannsóknarinnar. Hrúðufléttur sem safnað var í þessari rannsókn á eftir að greina en annars er ekki hægt að segja að miklar breytingar hafi orðið á fléttu- fungunni í Surtsey á síðustu fjórum árum. Vekur athygli að töluvert sé af hrúðurfléttum á toppi Aust- urbunka, fjalls í Surtsey, þrátt fyrir að fjallið sé að stórum hluta móberg og slíkt undirlag langt frá því að vera hagstætt fyrir fléttur. Í rannsóknarleiðangrinum fannst fjölbreytt úrval tegunda í setstöðum fugla sem leita í áburðarríkt um- hverfi. Sniglar Eggjaklasar engjasnigla fundust í fyrsta skipti í Surtsey. Úrkoma hefur orðið til þess að sniglar höfðu það gott í Surtsey. Mávar voru ekki jafn ánægðir með vætuna enda sáust hvorki ungar síla- né silfurmáva. Náttúrufræðistofnun/Erling Ólafsson Gróður Ætihvönnin hefur nú þroskað fræ í annað sinn í Surtsey. Hún sáði þúsundum fræja fyrir fimm árum en drapst svo. Nú hefur hún snúið aftur. Aldrei færri mávahreiður  Tilvera lífvera í Surtsey hefur breyst Eiginleikar burðarpokans: • hentar börnum frá 3,5-20 kg • viðheldur M-stöðu mjaðma og fóta • leyfir baki nýbura að vera kúpt • hægt er að bera barnið á þrjá vegu, að framan, á baki og á mjöðm • dreifir þunga barnsins vel fyrir þann sem ber barnið • einfaldur í notkun • úr lífrænni bómull og hampi • til í mörgum fallegum litum Þegar velja á burðarpoka er mikilvægt að pokinn fari vel með líkama barnsins. Manduca burðarpokinn er hann- aður af þýskum barnaburðarsér- fræðingum með það markmið að leiðarljósi að barn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma. MANDUCA BURÐARPOKINN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.