Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 22

Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Í september mun vinafélag Þjóð- minjasafnsins, Minjar og saga, efna til ferðar fyrir félagsmenn sína á slóðir Winstons S. Churchill. Félag- ið stendur reglulega fyrir ferðum á söguslóðir og söfn, bæði hér innan- lands og erlendis. Nú mun félagið heimsækja London og nágrenni. „Churchill hefur verið nokkuð í sviðsljósinu upp á síðkastið og því býðst nú gott tækifæri að skoða hann aðeins betur sem einstakling og sjá hvernig hann varð svona stór í sniðum,“ segir Kristján Garð- arsson, fararstjóri og stjórnar- maður Minja og sögu. „Við heim- sækjum fæðingarstað hans, Blenheim höll, og þiggjum þar leið- sögn og hádegisverð. Það hefði átt vel við Winston að búa í Blenheim, en faðir hans var yngri sonur her- togans og var því ekki erfingi að öll- um þeim eignum og auðæfum. Churchill lifði alltaf um efni fram en bjó fjölskyldu sinni heimili í Chart- well, sem varð í raun hans kastali en þar hélt hann sína eigin hirð. Við heimsækjum Chartwell og snæðum þar hádegisverð, skoðum byggingar og vinnustofuna þar sem hann mál- aði og auðvitað múrsteinsveggina sem hann hlóð af miklum móð þegar þunglyndið sótti að.“ Í London er ferðinni heitið í Vic- toria og Albert safnið og í neðan- jarðarbyrgin þaðan sem ríkisstjórn Bretlands stýrði aðgerðum í síðari heimsstyrjöldinni. „Svo verður auð- vitað rúmur frítími í London,“ segir Kristján. Í vetur stendur félagið svo fyrir þéttri dagskrá fyrirlestra tengdra starfi Þjóðminjasafnsins og stefnt er að ferð á vegum Minja og sögu á slóðir Íslendinga í Vesturheimi vor- ið 2019. „Bjargvættur vestrænnar menningar“ Árni Sigurðsson, formaður Churchill-klúbbsins á Íslandi, segir Churchill hafa verið fjölhæfan mann og bjargvætt vestrænnar siðmenn- ingar. „Það sem gerði hann ein- stakan var að hann var sá eini af þremur stóru þjóðarleiðtogunum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem skrifaði stríðsendurminn- ingar,“ segir Árni. Churchill er eini stjórnmálaleiðtogi Bretlands sem hefur unnið Nóbelsverðlaun. „Hann er örugglega eini maðurinn í heim- inum sem hefur orðið fyrir von- brigðum yfir því að fá Nóbels- verðlaun. Þegar honum var tilkynnt að hann hefði fengið Nóbels- verðlaun varð hann himinlifandi því í hans huga voru það friðarverðlaun Nóbels. Svo seinna um daginn skýrðist að þetta voru ekki friðar- verðlaunin heldur bókmenntaverð- laun.“ Marka má aukinn áhuga á Churchill að undanförnu en þátta- röðin The Crown og bíómyndin Darkest Hour hafa nýlega notið mikilla vinsælda. Pílagrímsferð á slóðir Churchills  Vinafélag þjóðminjasafnsins, Minjar og saga, stendur fyrir ferðinni  Fjögurra daga dagskrá í London og nágrenni  Blenheim-höll og Chartwell sótt heim  Aukinn áhugi á manninum Churchill Höll Churchill fæddist og ólst upp í Blenheim-höllinni. Í ferðinni verður boðið upp á leiðsögn um höllina víðfrægu og snæddur hádegisverður þar. Liðsmenn Taflfélagsins Hróksins halda í dag til Kulusuk á Grænlandi þar sem haldin verður árleg sumar- hátíð Air Iceland Connect og Hróksins. Fram kemur í tilkynningu að með í för verði tónlistarmennirnir Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson. Minningarmót Frá Kulusuk verður haldið til Tasiilaq á Austur-Grænlandi, en þar verður á laugardag haldið tafl- mót til minningar um Gerdu Vil- holm, sem lést á síðasta ári. Í tilkynningu Hróksins segir að Gerda hafi rekið einu bókabúðina í bænum, sem hafi verið í senn fé- lagsmiðstöð og griðastaður barnanna í bænum. Hún var heið- ursfélagi í Hróknum, og börnin sátu löngum stundum að tafli í litlu búðinni hennar. Hróksliðar munu að vanda heim- sækja dvalarheimili aldraðra í Tasi- ilaq, fangelsið og heimili fyrir börn sem ekki geta dvalið hjá fjöl- skyldum sínum. Fjölmargir leggja til vinninga, gjafir og verðlaun, auk aðalbakhjarlanna, AIC og Polar Pelagic, ekki síst hannyrðafólk Að tafli Hrókurinn hefur um árabil staðið fyrir skákkennslu á Grænlandi. Hróksmenn halda hátíð á Grænlandi Winston Churchill var breskur rithöfundur, herleiðtogi og stjórnmálamaður, fæddur 1874. Hann vann sem fréttaritari þar til hann var kjörinn á þing fyrir Íhalds- flokkinn árið 1900. Í gegnum tíðina gegndi hann ýms- um ráðherraembættum og var flotamálaráðherra í byrj- un fyrri heimsstyrjaldarinnar og aftur í byrjun þeirrar seinni. Síðan var hann skipaður forsætisráðherra Bret- lands 10. maí 1940, sama dag og Ísland var hernumið af Bretum, og leiddi Breta til sigurs. Árið 1945 beið Churc- hill ósigur í þingkosningum. Verkamannaflokkurinn vann stórsigur og tók Clement Attlee við embætti for- sætisráðherra. Churchill varð hins vegar forsætisráð- herra á ný árið 1951 og var þá í fyrsta skipti kjörinn for- sætisráðherra. Mikið hefur verið fjallað um farsælan feril Churchills. Þar má nefna nýlegu þáttaröðina, The Crown, sem hefur notið mikilla vinsælda, og myndina Darkest Hour sem hlaut verðskuldaða athygli. Leiðtogi á örlagatímum MARGBROTINN OG EINSTAKUR FERILL CHURCHILLS SPANNAÐI MARGA ÁRATUGI Leiðtoginn Winston Churchill var skipaður forsætisráðherra á örlagatímum í hildarleik seinni heimsstyrjaldarinnar. HEILSUNUDDPOTTAR FRÁ SUNDANCE SPAS Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 HEILSUNUDDPOTTAR OG HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.