Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tyrkneska líran lækkaði um allt að 17% á föstudag og hafði áður veikst um 5% á mánudag og 4% á fimmtu- dag. Hefur líran ekki fengið á sig annan eins skell síðan bankakreppa skók Tyrkland árið 2001. Frá því Recep Tayyip Erdogan var endurkjörinn forseti í júní hefur gjaldmiðillinn veikst um nærri 30% en það sem af er þessu ári nemur lækkunin samtals um 40%. Þá er ekki allt talið því eins og Morgun- blaðið fjallaði um fyrir tæpri viku hefur gengi lírunnar verið að fikra sig jafnt og þétt niður á við í fjölda ára. Gengið færðist rykkjótt upp á við frá 2001 til 2008 en hefur verið á niðurleið undanfarinn áratug svo að virði lírunnar er í dag innan við fimmtungur af því sem það var árið 2008. Trump bætti olíu á eldinn Lækkun síðustu og þarsíðustu viku er aðallega rakin til harðnandi efnahagslegra og pólitískra deilna Tyrklands og Bandaríkjanna. Tyrkir brugðust við hækkuðum tollum Bandaríkjastjórnar á ál og stál með því að hækka tolla á bandarískan varning, sem svo leiddi til þess að Bandaríkin fóru að gera sig líkleg til að setja innflutningi frá Tyrklandi enn frekari skorður. Skömmu áður hafði ríkisstjórn Donalds Trumps líka beitt tvo tyrk- neska ráðherra refsiaðgerðum vegna handtöku bandaríska prests- ins Andrews Brunsons. Brunson var í hópi tuga þúsunda manna sem handteknir voru í kjölfar misheppn- aðrar valdaránstilraunar árið 2016 en honum er einkum gefið að sök að vera aðili að Gülen-samtökunum, sem tyrknesk stjórnvöld skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Eins og hans er von og vísa hefur Trump reglulega sent tyrkneskum ráðamönnum tóninn á Twitter og síðast á föstudag tísti hann að hann hygðist tvöfalda tolla á tyrkneskt ál og stál upp í 20% og 50%. Með hærri tollum verður í reynd búið að loka Bandaríkjamarkaði fyrir tyrknesku stáli en að sögn New York Times hafa um 13% af tyrkneskri stálfram- leiðslu farið til bandarískra kaup- enda. Hafa safnað skuldum Rætur vandans liggja þó mun dýpra og teygja sig mörg ár aftur í tímann. Sumir segja að matsfyrir- tækin hafi ekki staðið í stykkinu og aðrir að erlendir bankar hafi verið of viljugir að lána Tyrkjum fé. Erdog- an hefur verið duglegur að taka fé að láni, m.a. til að eiga fyrir metnaðar- fullum og atvinnuskapandi innviða- verkefnum, en atvinnulífið hefur líka haft greiðan aðgang að erlendu lánsfé á góðum kjörum. Greinendur benda á að allstór skerfur af því ódýra fjármagni sem seðlabankar Evrópu og Bandaríkjanna dældu út á markaði undanfarinn áratug hafi ratað til Tyrklands og sitja fyrirtæki þar í landi uppi með u.þ.b. 300 millj- arða dala virði af nýjum skuldum sem nú þarf að endurgreiða með verðlitlum lírum. Um leið fer að- gangurinn að lánsfé að utan minnk- andi eftir því sem bandarísku og evr- ópsku seðlabankarnir hafa hækkað hjá sér stýrivextina og dregið úr örvunaraðgerðum. Tækifæri fyrir Kína Ljóst þykir að Tyrkland þarf á hjálp að halda og verður áhugavert að sjá hvaðan hún kemur. Árið 2001 kom björgunin frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum með ströngum skil- yrðum um aðhald í ríkisrekstri. Kannski sér Evrópusambandið ástæðu til að koma Erdogan til bjargar, þó ekki væri nema vegna þess að spænski risabankinn BBVA á nærri helmings hlut í Garanti Bank, einum stærsta banka Tyrk- lands, og myndi hrun tyrkneska bankakerfisins valda skjálfta sem næði djúpt inn í Evrópu. Hlutabréf evrópskra banka lækkuðu á föstu- dag vegna ótta fjárfesta við að lána- stofnanir myndu gjalda fyrir vand- ræði Tyrkja. Það gæti líka gerst að ástandið í Tyrklandi ylli því að hvekktir fjár- festar og lánveitendur ákvæðu að halda að sér höndum í nýmarkaðs- löndum – og þannig myndi tyrk- neska kreppan smita frá sér til landa sem mega síst við því að hægi á inn- streymi fjármagns. Lækkuðu gjald- miðlar Suður-Afríku, Argentínu og Rússlands um 1,5-3,5% á föstudag. Af ræðu sem Erdogan flutti í hafnarborginni Ordu við Svartahaf á föstudag mátti ráða að hann myndi leita til Kína, Rússlands eða Írans eftir stuðningi. Í ræðunni kenndi Tyrklandsforseti Bandaríkjunum um hremmingar lírunnar og virtist ekki líklegur til að vilja grípa til að- gerða sem gætu hægt á þenslu hag- kerfisins. Kannski verða það Kínverjar sem svara hjálparkallinu, enda yrði það í meira lagi vandræðalegt fyrir Trump, í miðju tollastríði við Kína, ef NATO-ríkið Tyrkland hlypi í faðm Kínverjanna. Þá myndi það falla vel að alþjóðastefnu Kína að leika stærra hlutverk í innviðauppbygg- ingu Tyrklands og styrkja tengslin við þessa fjölmennu þjóð í túnfæti bæði Evrópu og Mið-Austurlanda. Líran gæti dregið fleiri niður með sér  Titringur er á evrópskum mörkuðum vegna þróunarinnar í Tyrklandi  Ef til vill munu Kínverjar sjá sér leik á borði og koma Erdogan til bjargar  Nýmarkaðslönd eru í hættu AFP Tjón Gjaldmiðlasali í Istanbúl telur seðla. Tyrknesk fyrirtæki hafa safnað skuldum í erlendri mynt og fjármálakerfi landsins er í erfiðri stöðu. Í dag mælist landsframleiðsla á mann hvergi hærri en í Katar, þökk sé gas- og olíulindum sem þar má finna í jörðu. Þess er þó skammt að bíða að lítil borg í As- íu, sem er þekktust fyrir skraut- leg spilavíti, muni fara fram úr ol- íuríkinu við Persaflóa. Að sögn breska dagblaðsins The Times benda útreikningar Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) til þess að kínverska sjálfsstjórnar- héraðið Makaó fari fram úr Katar árið 2020. Ætti landsframleiðsla á mann í Makaó þá að verða komin upp í 143.116 dali, en verður 139.151 dalur í Katar. Árið 2023 er því spáð að bilið muni breikka enn frekar vegna hraðari hag- vaxtar í Makaó. Makaó er eina svæðið í Kína þar sem spilavíti eru lögleg og þykir Makaó-borg skipa svipaðan sess í Asíu og Las Vegas gerir í Banda- ríkjunum eða Mónakó í Evrópu. Hagur Makaó hefur vænkast mjög hratt en árið 2001 var þar landsframleiðsla á mann aðeins í kringum 34.500 dali, að því er Bloomberg greinir frá. Samkvæmt Spá AGS verður landsframleiðsla á mann í Lúxem- borg sú þriðja hæsta í heiminum árið 2020, en Singapúr verður í fjórða sæti og Brúnei í því fimmta. Írland og Noregur hafna í sjötta og sjöunda sæti og eru einu Evr- ópulöndin í efstu tíu sætum spári- nnar. Þá koma Sameinuðu arab- ísku furstadæmin, Kúveit og Hong Kong í tíunda sæti. Bandaríkj- unum er spáð 12. sæti. ai@mbl.is Ljósmynd/Thinkstock Gróði Spilavítunum gengur vel. Grand Lisboa-turninn gnæfir yfir húsum. Makaó mun fara fram úr Katar Óvenju heitt hefur verið í veðri í Kaliforníu það sem af er þessu sumri og hefur það haft neikvæð áhrif á sítrónuuppskeruna á svæð- inu. Kalifornía er stærsta sítrónu- ræktunarsvæði Bandaríkjanna og hefur skert uppskera valdið því að verð sítróna hefur hækkað um allt að 49% á einum mánuði. Að sögn Bloomberg hefur askjan af sítrón- um ekki verið dýrari vestanhafs síðan 2000 en undanfarin sjö ár hef- ur eftirspurnin eftir sítrónum í Bandaríkjunum vaxið hraðar en innlendir ræktendur hafa getað ráðið við. Sérfræðingar telja að sítrónu- verðið muni ekki taka að lækka á ný fyrr en í september eða október. ai@mbl.is Sítrónuverð hækkar vegna hitans Ljósmynd/Thinkstock Brestur Hitinn fer illa með bændur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.