Morgunblaðið - 13.08.2018, Side 20

Morgunblaðið - 13.08.2018, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 ✝ KristmundurGuðmundsson fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1933. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjanesbæ 30. júlí 2018. Foreldrar hans voru Katrín Krist- mundsdóttir, f. 14.9. 1904, d. 25.3. 1963, og Guð- mundur Jónsson, f. 8.10. 1900, d. 28.3. 1972. Þau eignuðust fimm börn og var Kristmundur elstur þeirra. Systkini hans voru Margrét, f. 8.8. 1936, Guðni Þorvaldur, f. 26.7. 1938, Guðrún Jóna, f. 26.5. 1973, og Jón, f. 12.3. 1945, eru þau öll látin. Kristmundur kvæntist eft- irlifandi konu sinni, Elínu Guð- Kristmundur ólst upp á Bald- ursgötunni í Reykjavík og lauk grunnskólaprófi frá Austur- bæjaskóla. Á sumrin var hann í sveit frá sex ára aldri í Bisk- upstungum hjá mjög góðu fólki. Einnig fór hann einn vetur í íþróttaskólann í Haukadal og nam svo vélvirkjun í Iðnskól- anum í Reykjavík og vann við vélvirkjun og járnsmíði alla tíð, mest fyrir Álverið í Straumsvík og einnig sjálfstætt. Krist- mundur hafði mikinn áhuga á íþróttum og var mikill keppn- ismaður í glímu og æfði með íþróttafélaginu Ármanni. Hann hafði mikinn áhuga á veiði, úti- vist og að ferðast um Ísland. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Ljósheimum 8, byggðu sér svo einbýlishús í Efstalundi 5 í Garðabæ. Síðastliðin þrjú ár hafa þau búið á Nesvöllum í Reykjanesbæ og síðustu átta mánuði hefur Kristmundur ver- ið á Hrafnistu þar sem hann lést. Útför hans verður frá Foss- vogskirkju í dag, 13. ágúst 2018, klukkan 15. nýju Bóasdóttur, 31. desember 1965. Foreldrar hennar voru Anna Jak- obína Ármanns- dóttir, f. 26.2. 1892, og Bóas Eydal Sig- urðsson, f. 1.6. 1891. Börn Krist- mundar og Elínar eru: Guðmundur Karl, f. 3.3. 1966, hann er kvæntur Guðborgu Eyjólfsdóttur, f. 15.5. 1968, og eiga þau tvær dætur, Eyrúnu Elínu, f. 15.8. 1999, og Kristrúnu Maríu, f. 23.1. 2002. Anna Katrín, f. 26.1. 1970, hún er gift Bjarna Róbert Jónssyni, f. 18.6. 1966, og eiga þau þrjú börn, Róbert Arnar, f. 8.10. 1997, Marinó Inga, f. 4.3. 2002, og Nönnu Ísold, f. 3.3. 2008. Elsku pabbi minn, nú ert þú farinn frá okkur, mikið er það nú skrítið að hafa þig ekki leng- ur. Ég veit að þér líður betur núna hjá öllum sem eru fallnir frá sem þú elskaðir, en við erum hér eftir og höfum allar minn- ingarnar um góðan pabba og yndislegan afa sem gaf sig allan fyrir afabörnin. Endalaust að gera eitthvað með þeim. Alveg fram á það síðasta baðstu um fréttir af þeim, þér þótti svo óendalega vænt um þau. Ég skal hugsa vel um mömmu eins og þú gerðir alltaf og mamma hugsaði svo vel um þig, var hjá þér alla daga, spilaði við þig og gerði þér stundirnar eins góðar og nokkur getur síðustu mánuðina á þessari jörð. Sjáumst síðar, pabbi minn. Þín dóttir, Anna Katrín. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lít- ur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir. Þinn, Guðmundur (Gummi). Með nokkrum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns hans Munda. Ég kynntist Munda árið 1997 þegar við Gummi sonur hans felldum sam- an hugi. Alltaf var gott að koma til þeirra hjóna og mér fannst ég ávallt velkomin á þeirra heimili í Efstalundi. Eftir að stelpurnar okkar komu í heiminn voru þær mjög hrifnar af afa sínum, var hann ansi natinn við þær, fór með þær að gefa öndunum, veiða síli, í Smáralindina í bíó og að versla. Kenndi þeim að spila, púsla og fleira. Betri afa var varla hægt að eiga. Takk fyrir samfylgdina, elsku Mundi, ég veit að þú hefur það gott í sum- arlandinu. Elsku fjölskylda, ég bið Guð að styrkja ykkur í sorginni. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Þín tengdadóttir, Guðborg Eyjólfsdóttir. Elsku afi, ég er enn hálf orð- laus, jafnvel þótt við misstum þig þá eru það minningar mínar um þig sem halda mér alltaf brosandi. Hálsmenið sem þú keyptir handa mér þegar við fórum hringinn í kringum Ísland á ég enn. Þú keyptir þér bara ís í þeirri verslun, þú elskaðir allt- af góðan ís. Þú þurftir alltaf að vera úti að gera eitthvað, alltaf upptekinn, en aldrei of upptek- inn til að geta ekki eytt öllum tíma í heiminum með öllum þín- um nánustu. Ég verð endalaust þakklátur fyrir tímann sem ég átti með þér. Þinn afastrákur, Róbert. Elsku afi minn. Mig langar að minnast elsku- lega afa míns sem er búinn að vera stór partur af mínu lífi og hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín, alltaf til ís í frystinum og oft labbað nið- ur að tjörn og að gefa öndunum brauð, farið að veiða síli og farið í sund, það var alltaf gott að vera í kringum þig, alltaf þegar ég kom í heimsókn þegar ég var lítil horfðum við á Tomma og Jenna saman inni í sjónvarps- herbergi. Takk fyrir allar yndislegu minnigarnar, elsku afi minn, góða ferð og ég veit að þú munt taka á móti mér með opinn faðminn þegar minn tími kemur. Þín afa stelpa, Eyrún Elín Guðmundsdóttir. Í dag kveðjum við Kristmund Guðmundsson hinstu kveðju eft- ir baráttu við erfið veikindi. Það er huggun harmi gegn að nú er hann laus við þrautirnar sem hrjáðu. Kynni okkar við Kristmund eða Munda eins og hann var ætíð kallaður hófust fyrir meira en hálfri öld, en Mundi var eig- inmaður föðursystur minnar El- ínar Bóasdóttur. Fyrstu minn- ingarnar eru frá því er þau komu austur í Njarðvík á sumr- in. Á milli okkar og Ellu og Munda hefur alla tíð verið gott samband – það gott að stundum fannst manni eins og þau væru ígildi foreldra eða tengdafor- eldra. Þau fylgdust með börn- unum okkar og komu í afmælis- veislur þeirra og glöddust með okkur. Ella og Mundi voru ætíð til reiðu að aðstoða okkur við að undirbúa fermingarveislur eða aðrar veislur fyrir börnin okkar. Þá eru ótaldar veiðiferðirnar sem við fórum í saman í Veiði- vötn og á fleiri staði. Mundi var mjög góður vinur og félagi. Hann umvafði mann kærleika og hlýju og náði strax við mann einhverri tengingu sem hélst alla tíð. Hann gerði aldrei upp á milli manna og þrátt fyrir að hafa ekki farið varhluta af veikindum sem lífið lagði á hann kaus hann að líta fram hjá því á jákvæðan hátt. Hann var ávallt hreinskiptinn í samskiptum og lá ekki á skoðun sinni ef þannig lá á honum. Mundi hafði áhuga á íþróttum og stundaði sjálfur glímu á yngri árum og vann til verðlauna þar. Hann var þátttakandi á ólympíu- leikunum í Helsinki 1952. Hann fylgdist vel með þátttöku barna okkar í íþróttum og horfði á skíðamótin sem þau tóku þátt í uppi í Bláfjöllum. Það var alltaf ánægjulegt að vera í sambandi við Munda og notalegt að koma á heimili hans og Ellu – alltaf tekið vel á móti manni – hlýlegt viðmót og mikil gestrisni, þannig að manni leið vel í návist þeirra. Heimili þeirra var stílhreint og fágað í alla staði og bar vitni um dugnað, snyrtimennsku og smekkvísi. Mundi var afburðaduglegur og ósérhlífinn maður, bæði kraftmikill og áhugasamur um þau verk er hann tók að sér – stundum var hugurinn svo mikill að það mátti ekki hætta fyrr en verkið var fullklárað. Mundi var mikill fagmaður á sínu svið, vildi vanda til verka enda var hann eftirsóttur í vandasöm verkefni. Ég átti þess kost að aðstoða Munda við bókhaldið þegar hann hóf sjálfstæðan rekstur, þá áttum við margar góðar stundir saman og sýndi hann bókhaldinu mikinn áhuga og gerði ætíð grein fyrir öllu af stakri sam- viskusemi eins og hans var von og vísa. Við og fjölskylda okkar kveðj- um þig með virðingu og þakk- læti fyrir allar notalegu sam- verustundirnar sem við áttum saman og vottum Ellu, Guð- mundi og Önnu Kötu og fjöl- skyldum þeirra samúð. Megi guð varðveita og vaka yfir ykk- ur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Björg og Páll. Kristmundur Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Kveðja frá eiginkonu En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Þín, Elín. Elsku afi þú varst svo yndislegur og alltaf til stað- ar fyrir alla, var alltaf svo spennt að koma í heimsókn og labba i Smáralindina með þér og fara svo heim að spila lúdó og horfa á alls- konar íþróttir með þér í sjónvarpinu, vonandi líður þér vel núna. Sakna þín, elsku afi, ég elska þig Þín afastelpa, Kristrún María. Nú sefur þú í kyrrð og værð og hjá englunum þú nú ert. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægður þú sért. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Blessun drottins munt þú fá og fá að standa honum nær. Annan stað þú ferð nú á sem ávallt verður þér kær. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Við munum hitta þig á ný áður en langt um líður. Sú stund verður ánægjuleg og hlý og eftir henni sérhvert okkar bíður. Við kveðjum þig í hinsta sinn Við kvöddum þig í hinsta sinn. Þinn, Marinó Ingi. Elsku besti afi ég elska þig mest. Þú verður alltaf í hjarta mínu og ég mun aldrei gleyma þér! Ég man þegar við vorum að spila og lita saman það var mjög gaman en svo einn daginn kom ég á Hrafnistu, 30. júlí 2018, og þá varstu farinn ég fór að gráta eins og allir hinir en það er best fyrir þig þér líður örugglega mjög vel, elska þig. Þín, Nanna Ísold. Elskulegur bróðir minn, BERENT TH. SVEINSSON, Suðurlandsbraut 68b, 108 Reykjavík, áður Kirkjubraut 5, 170 Seltjarnarnesi sem lést á heimili sínu sunnudaginn 29. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. ágúst klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Tryggvi Sveinsson Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SVANUR BRAGASON húsasmiður, Boðaþingi 12, lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans föstudaginn 3. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 17. ágúst klukkan 15. Guðbjörg L. Svansdóttir Jón A. Sigurjónsson Karólína V. Svansdóttir Ingibjörg Svansdóttir Kjartan I. Lorange Unnur S. Bragadóttir Jörgen Midander barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓNA EIRÍKSDÓTTIR, Sandlækjarkoti, lést á dvalarheimilinu Sólvöllum miðvikudaginn 1. ágúst. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju fimmtudaginn 16. ágúst klukkan 13. Ásgeir S. Eiríksson Sigrún M. Einarsdóttir Eiríkur Kr. Eiríksson Sigrún Bjarnadóttir Þórdís Eiríksdóttir Stefán F. Arndal Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G. Guðmundsson Arnar Bjarni Eiríksson Berglind Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ENGILRÁÐ ÓSKARSDÓTTIR, Stella á Langeyri, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 6. ágúst, verður jarðsungin miðvikudaginn 15. ágúst klukkan 13. frá Víðistaðakirkju. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Anna Guðmundsdóttir Logi Egilsson Gestur F. Guðmundsson Sylvía Kristjánsdóttir og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA ÓLÖF FINNBOGADÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður Langagerði 50, Reykjavík, lést fimmtudaginn 9. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. ágúst klukkan 15. Runólfur Þorláksson Anna Grímsdóttir Sigríður Þorláksdóttir Guðjón M. Jónsson Finnbogi Þorláksson Katrín Eiðsdóttir Agnar Þorláksson Kristín Rut Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR EYJÓLFSSON frá Hömrum, til heimilis í Veghúsum 1, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 9. ágúst. Útför fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 22. ágúst kl. 13. Guðmundur Kr. Guðmundsson Sandra R. Gunnarsdóttir Margrét E. Guðmundsdóttir Halldór Heiðar Sigurðsson Eyjólfur B. Guðmundsson Idania Guðmundsson Hulda B. Guðmundsdóttir Þór Eiríksson Ágúst I. Guðmundsson Anna Gunnlaugsdóttir Hanna G. Kristinsdóttir Pétur Hjaltested Guðleifur R. Kristinsson Heiðrún Gunnarsdóttir Ágúst Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.