Morgunblaðið - 13.08.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.08.2018, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 225. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Fjölskyldan miður sín 2. Hefur sleppt dauðum kálfi sínum 3. Vann rúmar 50 milljónir 4. Eldur laus á bryggjunni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Søren Bødker Madsen gítarleikari og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari spila létta og leikandi tónlist, þá sem vinsælust var í lok næstliðinnar ald- ar, á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 20.30. Eru það jafnframt síðustu sumartónleikar Listasafnsins í ár. Meðal verka á efnisskránni eru sónötur eftir Niccolo Paganini og Rondo Capriccioso eftir Camille Saint-Saëns. Madsen hefur útsett flest verkin fyrir fiðlu og gítar. Létt og leikandi tón- list á lokatónleikum  Leikkonan Kristbjörg Kjeld stígur aftur á Stóra svið Borgarleikhússins næsta vetur en hún fer með hlutverk í jólasýningu leikhússins, Ríkarði III eftir William Shakespeare. Kristbjörg verður hluti af fimm kynslóðum kvenna í verkinu sem gera allt til að hindra framgöngu Ríkarðs að alger- um yfirráðum. Hinar konurnar fjórar eru Edda Björg Eyjólfsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sólbjört Sigurðar- dóttir og Þórunn Arna Kristjáns- dóttir. Með titilhlutverkið fer Hjörtur Jóhann Jónsson, en í öðrum hlut- verkum eru Arnar Dan Kristjánsson, Björn Thors, Davíð Þór Katrínarson, Halldór Gylfason, Hilm- ar Guðjónsson, Jó- hann Sigurðarson og Valur Freyr Einars- son. Leikstjóri er Brynhildur Guðjóns- dóttir og Kristján Þórð- ur Hrafnsson þýðir leikritið. Frumsýn- ing verður 29. desember. Kristbjörg Kjeld leikur í Ríkarði þriðja Á þriðjudag Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst og rigning um landið sunnanvert, en lengst af þurrt fyrir norðan. Dregur úr vindi síðdegis. Hiti 10-15 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 5-13 m/s, hvassast við suður- ströndina og hvessir þar í kvöld. Skýjað að mestu syðra og dálítil væta af og til, bjart með köflum nyrðra og yfirleitt þurrt. Hiti 8-18 stig. VEÐUR Valgarð Reinhardsson hafn- aði í áttunda sæti í stökki á Evrópumótinu í áhaldafim- leikum í Glasgow í gær. Val- garð varð fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum í stökki á EM og aðeins annar til að komast alla leið í úr- slit í áhaldafimleikum á Evr- ópumóti. Hann fékk 13,466 í heildareinkunn fyrir stökk- in tvö í gær. Valgarð fór með fimmta besta árangurinn úr forkeppninni inn í úrslit. »1 Valgarð keppti í úrslitum á EM Íslenskir kylfingar gerðu garðinn frægan í Skotlandi en síðustu dagana fór þar fram Evrópumeistaramót at- vinnukylfinga þar sem keppt var í liðakeppni. Ísland sigraði í keppninni þegar kylfingar af báðum kynjum léku saman en í sveit Íslands voru þau Axel Bóasson, Birgir Leifur Haf- þórsson, Ólafía Þórunn Krist- insdóttir og Valdís Þóra Jóns- dóttir. Axel og Birgir fengu auk þess silfurverðlaun í karlakeppninni eftir spennandi úrslitaleik við Spán- verja í gær. Spilað var á hinum fræga Gleneagles-velli. »1 Gull og silfur í golfinu á EM atvinnukylfinga Eyjamenn komu mörgum á óvart í Pepsídeild karla í gær og sóttu þrjú stig í Kaplakrika með því að leggja FH að velli 2:0. Svo virðist sem Eyjamönn- um hafi gengið ágætlega gegn Hafn- firðingum síðustu árin. Þessi lið mætt- ust í úrslitum bikarkeppninnar í fyrra og þá hafði ÍBV betur. Stjarnan heldur sínu striki í toppbaráttunni og lagði Fylki að velli í Árbænum. »2, 4, 5 Eyjamenn komu á óvart gegn FH í Kaplakrika ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Íslenska rokkhljómsveitin Jeff Who? hefur ákveðið að halda tvenna endurkomutónleika í lok september. Sveitin gaf síðast út plötu 2008 og sendi síðast frá sér lag árið 2011 svo segja má að hún sé nú að vakna úr dvala. „Svona tæknilega séð þá hættum við í rauninni aldrei, við bara spil- uðum ekki opinberlega í svolítinn tíma. Ég man ekki alveg hvenær við spiluðum saman á tónleikum síðast, en það eru nokkur ár síðan,“ segir Elís Pétursson, bassaleikari sveitarinnar. Hann bendir á að hljómsveitin hafi haldið áfram að spila fyrir lokuðum dyrum. „Við höfum stundum hist og æft okkur til eigin ánægju. Við höfum alveg gaman af því að hittast þótt við höfum kannski ekki verið að sinna einhverjum tónlistarferli saman.“ Sveitin lagðist í dvala á sínum tíma af svipuðum ástæðum og margar aðrar hljómsveitir. „Ég hef ekki lagst yfir að greina það neitt sérstaklega en held að það sé bara eins og gerist í svona; það hefur bara verið einhver þreyta. Stundum fjara svona hlutir bara út einhvern veginn.“ Tilviljun ein ræður því að með- limir Jeff Who? skuli hafa ákveðið að koma saman aftur núna, að sögn Elísar. „Það hefur einhvern veginn alltaf verið þannig að það hefur ein- hver okkar ekki getað verið með. Við höfum flestir staðið í barn- eignum og verið að sinna öðrum ferli. Núna hittist bara þannig á að það var stungið upp á þessu og allir tóku vel í það.“ Spurður að því hvort nýtt efni sé á leiðinni frá sveitinni segir Elís það á huldu. „Maður veit aldrei hvað gerist þegar við förum að hittast aftur í þröngum æfinga- herbergjum. Það er ekki búið að útiloka það en það er svo sem ekk- ert á borðinu heldur eins og er.“ Öruggt er þó að aðdáendur sveit- arinnar munu fá að heyra gamla slagara frá sveitinni, eins og „Barfly“ og „Congratulations“. „Ég geri ráð fyrir því að við spil- um að megninu til þau lög sem fólk þekkir. Við munum alveg sinna þeirri skyldu okkar að leyfa fólki að heyra það sem það er komið til að heyra,“ segir Elís. Tónleikar Jeff Who? verða á Græna hattinum 21. september og í Bæjarbíói hinn 22. september. „Hættum í rauninni aldrei“  Rokkhljóm- sveitin Jeff Who? vöknuð úr dvala Morgunblaðið/Hari Endurkoma Meðlimir sveitarinnar (f.v.), Þormóður Dagsson, Elís Pétursson, Bjarni Hall, Ásgeir Valur Flosason og Valdimar Kristjónsson, æfðu gamla slagara í slökkvistöðinni í Hafnarfirði þegar ljósmyndara bar að garði. Vorið 2005 gaf hljómsveitin Jeff Who? út sína fyrstu plötu, Death Before Disco, í samstarfi við Smekkleysu. Á henni var að finna hið geysi- vinsæla lag „Barfly“. Nokkrum árum síðar, í nóvember árið 2008, sendi sveitin svo frá sér plötuna Jeff Who? og sló þá í gegn með laginu „Congratulations“ en lag- ið var vinsælasta lag á Íslandi í janúar 2009, samkvæmt frétt Morgunblaðsins á sínum tíma. Sveitin kom gjarnan fram á tón- leikum á árunum 2005 til 2011. Jeff Who? hefur bæði spilað hér- lendis og erlendis en útgefin lög hennar eru öll á ensku. Elís segir óvíst hvort hljóm- sveitin muni aftur byrja að starfa af jafn miklum krafti og áður, en það geti allt gerst. Tíu ár frá síðustu plötu MIKLAR VINSÆLDIR Á ÁRUM ÁÐUR Jeff Who?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.