Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
595 1000
ré
ttin
ga
ás
lík
u
Ath
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a. Ítalía
til
lei
ðrr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
gea
Flugsæti 20. ágúst
20. ágúst
Brottför
08:30
Tími
4 klst 10 min
Áætl. Flugtími
Trieste (TRS)
Flugvöllur
Verð frá
19.975 *
* flugsæti önnur leið með flugvallarsköttum, tösku og handfarangri
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Borgarfulltrúar gengu út af fundi
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna, segir fund skipulags- og samgönguráðs ólögmætan
Axel Helgi Ívarsson
Jóhann Ólafsson
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
skipulags- og samgönguráði Reykja-
víkurborgar viku af fundi ráðsins í
gærmorgun vegna þess að þeir töldu
ekki rétt staðið að boðun fundarins
og fundurinn væri því ólögmætur.
Kvörtuðu fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins bæði yfir því að fundarboð
barst ekki innan lögbundins frests og
að engin dagskrá fylgdi fundarboð-
inu. Þá lýstu fulltrúar flokksins einn-
ig yfir óánægju sinni með að ekkert
þeirra mála sem þeir óskuðu eftir að
yrðu sett á dagskrá var á endanum
sett á dagskrá fundarins.
Í tilkynningu frá umhverfis- og
skipulagssviði Reykjavíkur til fjöl-
miðla síðdegis í gær segir að fundur
skipulags- og samgönguráðs Reykja-
víkurborgar hafi verið lögmætur að
mati lögfræðinga sviðsins og lög-
fræðinga miðlægrar stjórnsýslu.
Tæknilegir örðugleikar
„Allir fulltrúar í ráðinu vissu af
fundinum. Tæknilegir örðugleikar –
tímabundin bilun í tölvukerfi – ollu
hins vegar því að fundardagskrá og
gögn voru send út seinna en venja
er,“ segir í tilkynningu frá umhverf-
is- og skipulagssviði Reykjavíkur-
borgar. Þá urðu innsláttarvillur í net-
föngum til þess að ákveðnir
ráðsmenn fengu boðun á fundinn
seinna en aðrir.
„Starfsfólk umhverfis- og skipu-
lagssviðs Reykjavíkurborgar vann af
fullum heilindum að boðun fundar og
var fulltrúum minnihluta í upphafi
ráðsfundar gefinn kostur á að fá
frestun á öllum þeim málum sem þeir
óskuðu eftir, til að kynna sér málin
betur,“ segir að auki í tilkynning-
unni.
„Þetta er í rauninni ótrúlegt og
virðist hafa verið ákveðið leikrit fyrir
fjölmiðla,“ sagði Sigurborg Ósk Har-
aldsdóttir, formaður skipulags- og
samgönguráðs Reykjavíkurborgar, í
gær um þá ákvörðun fulltrúa Sjálf-
stæðisflokks að ganga út af fundi
ráðsins. „Það var mikið af kynning-
um sem var gott að fara í gegnum en
þau kusu að ganga út af fundinum og
fá þá ekki þessar kynningar,“ sagði
Sigurborg.
„Sigurborg formaður talar um að
þetta sé leikrit af okkar hálfu og
borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
[Kristín Soffía Jónsdóttir] talar um
að við höfum gerst sek um trúnaðar-
brot. Hvort tveggja er fjarri sann-
leikanum og oft þegar fólk grípur til
stórra orða þá er það að reyna að
dreifa athyglinni eitthvað annað,“
sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík, við
Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ef hald-
inn er ólöglegur fundur þá er verið að
bjóða hættunni heim,“ sagði Eyþór.
Aðspurður hvernig hann svari því
að lögfræðingar hafi metið fundinn
lögmætan sagði Eyþór: „Þeir lög-
fræðingar sem við ræddum við og
eru ekki að starfa fyrir borgina, sem
er aðili máls, voru á öndverðri skoð-
un um lögmæti fundarins.“
Þótt aðeins þrír íraskir flóttamenn
hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd hér
á landi í júlímánuði eru Írakar fjöl-
mennasti hópur flóttamanna það
sem af er ári. Alls hefur 71 Íraki sótt
um vernd hér á landi fyrstu sjö mán-
uði ársins.
Alls hafa 370 einstaklingar sótt
um alþjóðlega vernd hér á landi það
sem af er ári. Á öllu síðasta ári sóttu
tæplega 1100 einstaklingar um
vernd.
Írakar hafa ávallt verið fjölmennir
í hópi flóttamanna sem hingað leita.
Á síðustu árum hafa þeir verið fjöl-
mennasti hópurinn á eftir hópum frá
þeim þjóðum sem taldar eru búa við
öryggi. Þannig sóttu 111 Írakar um
vernd hér á landi á árinu 2017.
Það sem af er ári hafa verið teknar
23 ákvarðanir um að íraskir ríkis-
borgarar skuli fá vernd hér á landi
en 7 umsóknum verið synjað. Þá hef-
ur 30 verið vísað til fyrsta viðtöku-
ríkis samkvæmt Dublinar-sáttmál-
anum eða þeir hafa fengið vernd í
öðru ríki. Hafa verið afgreidd 64 mál.
Slæðingur frá Albaníu
Þótt mjög hafi dregið úr umsókn-
um fólks frá ríkjum sem talin eru
örugg, svo sem Georgíu, Albaníu og
Makedóníu, kemur enn nokkur fjöldi
frá Albaníu. Fólk þaðan var annar
fjölmennasti hópurinn sem hingað
kom í leit að vernd fyrstu sjö mánuði
ársins og fjölmennasti hópurinn í
júlímánuði. Nú koma 10-20 Albanir í
hverjum mánuði. 24 hafa komið frá
Georgíu á árinu og 2 frá Makedóníu.
Ástæðan fyrir því að dregið hefur
mikið úr umsóknum fólks frá þessum
ríkjum er að Útlendingastofnun hef-
ur tekist að stytta mjög afgreiðslu-
tíma umsókna. Fólk í þessum hópi
sækir gjarnan þangað sem það getur
dvalið í lengri tíma, vegna langs af-
greiðslutíma.
helgi@mbl.is
Færri umsóknir berast um
alþjóðlega vernd hérlendis
Á þessu ári kemur fjölmennasti hópurinn frá Írak
Morgunblaðið/Hari
Útlendingastofnun Afgreiðslutími
umsókna hefur styst mjög.
Skipulagsstofnun gerir aðeins
minniháttar tæknilegar at-
hugasemdir við drög að deiliskipu-
lagi fyrir Hvalárvirkjun á Ströndum
sem Árneshreppur gerir. Svar frá
Skipulagsstofnun við innsendri til-
lögu barst fyrir nokkrum dögum og
er þar óskað eftir því að skerpt verði
á ákveðnum en minniháttar atriðum
í greinargerð og uppdráttum áður
en deiliskipulagið verður auglýst í
Stjórnartíðindum til gildistöku.
Undanfari þessa eru breytingar á
aðalskipulagi sveitarfélagsins sem
Skipulagsstofnun samþykkt í vor, en
þær gera ráð fyrir virkjun í Hvalá í
Ófeigsfirði, en alls er virkj-
unarsvæðið 13,4 ferkílómetrar.
„Næstu skref eru væntanlega þau
að verktakinn mun sækja um fram-
kvæmdaleyfi varðandi þær breyt-
ingar sem samþykktar voru á að-
alskipulaginu fyrr í sumar,“ segir
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Ár-
neshrepps, við Morgunblaðið.
Fyrirhuguð virkjun sem Vest-
urverk hyggst reisa í Hvalá í Ófeigs-
firði verður alls 55 MW. Miðað er við
að framkvæmdir gætu hafist sum-
arið 2020 og virkjunin verði gangsett
haustið 2023. sbs@mbl.is
Skipu-
lagsmál
í höfn
Hvalárvirkjun að
komast á beina braut
„Þessi klukka átti að vera í turninum. Hún kom
til landsins árið 1927 ásamt tveimur öðrum og
voru þær vígðar af séra Marteini Meulenberg,“
segir séra Jakob Rolland, kanslari kaþólsku
kirkjunnar á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið
um klukkuna sem er nú á túninu fyrir framan
Landakotskirkju. Kirkjuklukkan var aldrei sett
upp vegna þess að hún var gölluð. „Sagan er
þannig að kvöldið áður en Meulenberg vígði
klukkurnar þrjár þá bauð hann prestum sínum
að koma og kíkja nánar á klukkurnar. Meulen-
berg vildi láta þá heyra hljóminn og sló klukkuna
með hamri og við það kom sprunga í hana,“ segir
séra Jakob. Klukkan hefur staðið lengi á bak við
kirkjuna en hefur nú verið færð á nýjan stað.
„Mér heyrist hjá biskupi að klukkan eigi að vera
til frambúðar á þessum stað og hvetja söfnuðinn
og Íslendinga til verndar lífsins. Hægt verður að
slá á klukkuna og heyra hljóm hennar og í hvert
sinn sem er slegið er minnt á vernd lífsins,“ segir
séra Jakob um kirkjuklukkuna gömlu.
Aldargömul en ónotuð klukka í nýju hlutverki
Morgunblaðið/Kristinn
Kaþólska kirkjan í Landakoti