Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 6

Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 6
Niðurstöður rannsóknar » 40% kvennaliðanna þurftu að vinna á leikjum karlaliðsins í sama félagi en ekkert karlalið- anna þurfti að vinna á leikjum kvennaliðsins. » 30% kvennaliðanna voru með klefa sem aðrir notuðu líka en 10% karlaliðanna. » 20% kvennaliðanna fengu ekki sjúkraþjálfara aukalega á æfingar en öll karlaliðin fengu sjúkraþjálfara aukalega. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Ég var búin að finna fyrir þessu á eigin skinni í öllum liðum sem ég hef æft með. Það er enn mikið um mis- rétti í knattspyrnu,“ segir Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðing- ur og knattspyrnukona, um tildrög þess að hún ákvað að gera rannsókn á því hvort og hvernig knattspyrnu- félög mismuni kynjunum þegar um- gjörð er annars vegar. Margrét flutti erindi á ráðstefn- unni „Gender and Sport“, eða kyn og íþróttir, sem hófst í gær. „Með umgjörð á ég við ákveðin þemu. Það eru æfingatímar, klefa- mál, aðgengi að sjúkraþjálfara, hvort liðið sé með liðsstjóra og fleira.“ Þessi fleiri þemu eru hvort leik- menn fái að leiða börn inn á völlinn, æfingafatnaður, þvottur á æfinga- fatnaði, fjáraflanir og það hvernig fyrirliðarnir upplifa umgjörðina. Mismunað í öllum tilfellum Margrét tók 20 eigindleg viðtöl við fyrirliða allra liða í úrvalsdeild kvenna og karla. Hún komst að því að konum er mismunað í öllum þeim þemum sem hún rannsakaði. „Mest mismunun kom fram í klefamálum. Í fimm af tíu tilfellum voru karlarnir með stærri klefa en konur. Þeir eru einnig í miklu meira mæli með sérklefa, bara fyrir sig, en kvennaliðin deila þeim oftar með öðrum.“ Mikil mismunun kom einnig fram í aðgangi að sjúkraþjálfara, þvotti á æfingafatnaði, æfingatímum, fjáröfl- unum og liðsstjórum. Viðtal Margrétar við einn fyrirlið- ann leiddi í ljós að kvennalið var ekki með liðsstjóra en karlalið í sama fé- lagi með tvo. Það kom því í hlut fyr- irliða kvennaliðsins að úthluta æf- ingabúnaði til leikmanna, panta búninga og láta leikmenn fá númer og æfingaföt á meðan tveir liðsstjór- ar sinntu þessum sömu verkefnum fyrir karlaliðið. Annar fyrirliði kvennaliðs tjáði Margréti í rannsókninni að karlaliðið í félaginu væri alltaf í forgangi hvað varðaði æfingatíma. Af því leiddi að kvennaliðið æfði nær aldrei á aðal- vellinum, ekki einu sinni daginn fyrir leik, þar sem karlaliðið var væri allt- af í forgangi. Aðspurð hvort aukin umræða um misrétti í íþróttum hafi hjálpað eitt- hvað til við að rétta hlut kvenna í knattspyrnu segir Margrét: „Það fer alveg eftir því hvaða mál eru í gangi hvort við mætum skilningi; stundum er bara alls enginn skilningur fyrir hendi.“ Rannsókn Margrétar kom út í október í fyrra. Hún segir að nið- urstöðurnar hafi vakið mikla athygli. „Þegar þetta kom út fyrst höfðu margir samband við mig. Fólk úti á götu, þjálfarar og leikmenn í meist- araflokkum bæði karla og kvenna hafa talað við mig og sýnt þessu mik- inn áhuga og því að eitthvað sé gert í málinu.“ Samtöl geta haft mikil áhrif í bar- áttunni gegn misrétti, að mati Mar- grétar. „Stundum finnst mér eins og það sé nóg að tala við fólk og útskýra misréttið en stundum þarf mun meira til.“ Liðum í úrvalsdeild mis- munað á grundvelli kyns  Dæmi um að karlalið hafi tvo liðsstjóra en kvennalið í sama félagi engan Morgunblaðið/Eggert Baráttukona Margrét Björg Ástvaldsdóttir flutti erindi um rannsóknina á ráðstefnu í HR í gær. Rannsókn hennar leiddi meðal annars í ljós að 70% af ágóða af vinnu félags á þorrablóti runnu til karlaliðs og 30% til kvennaliðs. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 OPIÐ: Mán. til fimmtudaga kl. 9 -18 Föstudaga kl. 9 - 17 Lokað á laugardögum í sumar           GASELDAVÉLAR HÁGÆÐA ! "## $%  &   '& '! & ! (  % &  ) '  ! * ! & &     &  + * & '( &* %*!  &! &, '% "# )** /$  0 ' 2    & &! 3#  *  & "& * %*!  &  %"  *&! 456 :  ;< 456 :   4< 3ja ára ábyrgð ELBA Í YFIR 60 ÁR Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara Reykjavíkur, bindur vonir við að rannsókn á eineltismáli innan borgarinnar hefj- ist sem allra fyrst. Þetta kemur fram í beiðni hennar til forsætisnefndar borg- arinnar um viðbrögð nefndarinnar vegna opinberrar umræðu borg- arfulltrúa um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júní. Reykja- víkurborg var þá dæmd til að greiða starfsmanni Ráðhúss Reykjavíkur skaðabætur vegna slæmrar fram- komu skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Þá var skrifleg áminning, sem starfsmað- urinn hafði fengið, gerð ógild. Í framhaldi af aðalmeðferð málsins óskaði Helga Björg eftir að fram færi rannsókn á því hvort um einelti væri að ræða. Rannsókn á einelti byrji sem fyrst Helga Björg Ragnarsdóttir  Biður forsætis- nefnd um viðbrögð Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens áfrýjar ekki meiðyrðadómi í máli Steinars Bergs. Í yfirlýsingu frá Steinari kveðst hann hafa fallist á að taka við greiðslu frá Bubba fyrir helmingi þeirrar fjárhæðar sem Bubba og RÚV var gert að greiða honum samkvæmt niðurstöðu hér- aðsdóms í meiðyrðamáli sem Steinar höfðaði og málinu sé þar með lokið af hans hálfu gagnvart Bubba. Tekur Steinar fram að þar sem Bubbi muni ekki áfrýja séu ummæli hans sem tiltekin eru í dómnum dauð og ómerk. Steinar telur ljóst að RÚV áfrýi dómnum. Bubbi Mort- hens áfrýjar ekki dómi „Við náðum feiknalega góðum árangri í yngri flokkunum. Ég er ánægður með það enda lagði ég áherslu á að hlúa að þeim eins og ég gat,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, liðsstjóri íslenska landsliðsins á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum og gæðingakeppni, sem fram fór á Margaretehof í Svíþjóð. Védís Huld Sigurðardóttir á Krapa frá Fremri-Gufudal sigraði í fjölda greina í unglingaflokki og Arnór Dan Kristinsson á Roða frá Garði kom heim með tvenn gullverð- laun og eitt silfur í keppni ung- menna. Þá sigraði Haukur Tryggva- son á Orku frá Feti í fjórgangi fullorðinna. Landsliðið vann fjölda annarra verðlauna. Védís og Haukur fengu í lok móts- ins reiðmennskuverðlaun fyrir fram- úrskarandi og áferðarfallega reið- mennsku. Í liðinu voru 30 knapar með 34 hesta og er það mesti fjöldi sem sendur hefur verið á hestamót er- lendis. Engir hestar voru sendir frá Íslandi og því kepptu íslensku knap- arnir á lánshestum sem ekki höfðu komist á mótið sem fulltrúar landa sinna við knapa sem margir hverjir hafa lengi þjálfað sína keppnishesta. Sigurvegari Védís Huld Sigurðardóttir og Krapi frá Fremri-Gufudal. Védís Huld vann fjölda verðlauna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.