Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði fagnar afmæli Af því tilefni bjóðum við 20% afslátt af öllum CHARNOS undirfötum 60 1958 - 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Pabbi, Stefán Hrafnkelsson,var greindur með alz-heimer snemma í fyrra-sumar eftir greining- arferli sem staðið hafði yfir í nokkurn tíma. Hann var 58 ára þegar hann greindist og þegar greiningin lá fyrir kynntumst við Alzheimersamtökunum,“ segir Arndís Rós Stefánsdóttir og bætir við að það hafi alltaf verið draum- ur föður hennar að taka þátt í maraþoni en tveir af bræðrum hans eru miklir hlaupagarpar. „Við systkinin höfðum öll tek- ið þátt í maraþoninu en aldrei hlaupið fyrir Alzheimersamtökin. Eftir greininguna hjá pabba ákváðum við ásamt fleirum úr fjöl- skyldunni að hlaupa með honum 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Alzheimersamtökunum en ég held að pabbi hafi verið fyrstur alzheimersjúklinga til þess að hlaupa til styrktar samtök- unum,“ segir Arndís. „Stofnaður var hlaupahóp- urinn „Gleymum ekki gleðinni“ til undirbúnings fyrir hlaupið í fyrra. Ákveðið var að virkja hópinn fyrir Reykjavíkurmaraþonið í ár og æfa fyrir það. Hluti hópsins ætlar í hálft maraþon og pabbi er þar á meðal. Nafnið, Gleymum ekki gleðinni, er til þess að minna okk- ur á að gleðjast þrátt fyrir erfiða glímu á köflum. Í hópnum eru, auk okkar systkinanna þriggja, öll fimm systkini pabba sem hlupu með honum í fyrra og gera það aftur í ár, tengdabörn hans, eitt- hvað af systkinabörnum og vinir okkar. Í ár bætist mamma, Anna Ólafía Sigurðardóttir, í hópinn sem ætlar að labba 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu,“ segir Arndís. Hún segir að mjög gott starf sé unnið hjá Alzheimersamtök- unum og fjölskyldan hafi fengið upplýsingar og ráðgjafaviðtöl sér að kostnaðarlausu þegar þau leit- uðu til samtakanna. „Það er gott að geta hlaupið saman og látið gott af sér leiða á sama tíma, auk þess sem pabbi segir að hreyfing hjálpi sér að tak- ast á við sjúkdóminn. Hann er líka í golfi þar sem talningin truflar hann stundum en hann fær góða hjálp frá meðspilurum sínum,“ segir Arndís. Hún segir Gleymum ekki gleðinni æfa einu sinni í viku. Þá mæti þeir sem það geti og taki einn Neshring. Á sumrin sé bætt við æfingum og sá yngsti sem mætt hafi á æfingu sé nýbyrjaður í grunnskóla og sá elsti rúmlega sextíu ára. Verkstol og málstol hamla Arndís segir pabba sinn ótrú- lega duglegan, kláran og jákvæð- an. „Hann er menntaður verk- og tölvunarfræðingur en varð að hætta að vinna fyrir nokkrum ár- um vegna sjúkdómsins. Verkstol og málstol er sá hluti af sjúk- dómnum sem hrjáir pabba mest en hann er jákvæður og gerir allt til þess að þjálfa hugann,“ segir Arndís og bætir við að pabbi hennar sé að læra spænsku og hann hafi lesið sér mikið til um sjúkdóminn. „Þau mamma eru á leiðinni í haust til Barcelona á ráðstefnu um alzheimer. Pabbi fer eftir leiðbein- ingum um hollt fæði sem talið er að gagnast geti þeim sem eru með alzheimer. Pabbi þarf ekki umönn- un og keyrir ennþá en vissulega eru sumir dagar verri en aðrir. Honum finnst mjög gott að fara til Spánar á vorin og haustin í hitann, spila golf og vera fjarri öllu áreiti,“ segir Arndís sem segir að það hafi ekki verið mikið talað um sjúkdóminn í fjölskyldunni fyrr en greiningin lá fyrir. Hjóluðu milli aðstandenda „Við vissum ekki hvað væri að; kenndum álagi í vinnu um og fleira. En þegar greiningin kom var ákveðið að tala um sjúkdóminn eins og hvern annan sjúkdóm, enda er hann ekkert til að skamm- ast sín fyrir eða fela,“ segir Arn- dís en hún og faðir hennar hjóluðu milli heimila nánustu aðstandenda vegna þess að faðir hennar vildi segja þeim sjálfur frá því hann væri kominn með alzheimer. Að sögn Arndísar setti hlaupahópurinn Gleymum ekki gleðinni sér það markmið að safna 500.000 kr. en í fyrradag voru áheitin komin í 479.000 kr. „Það vantar örfáa þúsundkalla til þess að ná markmiðinu að styrkja Alzheimersamtökin um hálfa milljón. Það er mikilvægt að það sé talað um sjúkdóminn. Alz- heimer er mjög algengur sjúkdóm- ur og snertir marga sem í kring- um sjúklinginn eru. Ég vil líka hvetja aðstandendur, sérstaklega maka, til þess að nýta sér þá þjón- ustu sem er í boði m.a. hjá Alz- heimersamtökunum,“ segir Arndís Á leið til Víetnam Auk þess að láta sig dreyma um að hlaupa maraþon átti Stefán þann draum að fara með fjölskyld- una til Víetnam, en þangað fór hann fyrir rúmum 10 árum með eiginkonunni. „Við höfum reyndar öll systk- inin farið hvert í sínu lagi til Víet- nam eftir að mamma og pabbi fóru í sína ferð, en nú ætlum við að láta drauminn hans pabba rætast og erum búin að skipuleggja ferð um jólin til Víetnam. Mamma, pabbi, ég og bræður mínir, Hrafnkell og Sigurður, auk maka okkar systk- inanna. Við förum fyrst til Ind- lands en verðum svo í heimagist- ingu í Víetnam,“ segir Arndís og leggur áherslu á að þau hafi viljað fara öll saman á meðan faðir henn- ar geti ennþá ferðast og notið þess. „Okkar mottó er að njóta lífs- ins og vera eins mikið saman fjöl- skyldan og við getum og gleyma ekki gleðinni.“ Hlaupa og gleyma ekki gleðinni Stefán Hrafnkelsson verk- og tölvunarfræð- ingur greindist með alz- heimer 58 ára gamall. Hann og fjölskyldan láta sjúkdóminn ekki stjórna lífi sínu. Stefán hleypur í annað sinn með fjölskyld- unni í Reykjavíkurmara- þoninu á laugardag. Stuðningur Stefán Hrafnkelsson á hlaupaæfingu fyrir Reykjavíkurmaraþonið ásamt dyggum stuðningsmönnum. Fjölskyldan Stefán ásamt eiginkonu, börnum og tengdabörnum í skíðaferð. Fjölskyldan nýtir öll tækifæri til þess að njóta lífsins á meðan heilsan leyfir. Gleði Hlaupahópurinn Gleymum ekki gleðinni að loknu Reykjavíkur- maraþoni í fyrra. Hann hleypur aftur í ár fyrir Alzheimersamtökin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.