Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Fækkaðu
hleðslu-
tækjunum
á heimilinu,
skrifstofunni
eða sumar-
bústaðnum.
Tengill með USB
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Í júlí síðastliðnum var því fagnað að
20 ár voru liðin frá því að Hval-
fjarðargöngin voru opnuð. Göngin
hafa reynst gríðarleg samgöngubót
og er nú svo komið að huga þarf að
gerð nýrra ganga við hlið þeirra
eldri. Senn kemur að því að núver-
andi göng anni ekki umferð.
Öryggisreglur hafa verið hertar
til muna frá því að núverandi göng
voru hönnuð. Ný göng þurfa að vera
lengri og breiðari og með minni
vegarhalla. Þau yrðu allt að tveimur
kílómetrum lengri en núverandi
göng. Enn fremur þarf að gera ráð
fyrir flóttaleiðum. Þetta mun að
sjálfsögðu auka kostnað við fram-
kvæmdina.
Mannvit hefur í samvinnu við for-
stöðumann jarðgangadeildar Vega-
gerðarinnar, Gísla Eiríksson, skoðað
og borið saman nokkra valkosti fyrir
tvöföldun Hvalfjarðarganga. Til-
gangurinn var að skoða hvaða mögu-
leikar væru raunhæfir í því efni og
hvernig þeir uppfylltu reglur og
markmið, slysatíðni og hagkvæmni.
Skýrsla var gefin út í vor.
Umferð um Hvalfjarðargöng
jókst jafnt og þétt fyrstu árin frá því
að vera tæplega 2.950 ökutæki á sól-
arhring árið 1999 upp í tæplega
5.600 ökutæki 2007. Umferð um
göngin stóð í stað og minnkaði
næstu ár þar á eftir og fór lægst í
um 5.000 árið 2012. Frá 2012 og
einkum nú hin síðari ár hefur um-
ferð í gegnum göngin aukist mikið
og var hún komin í tæp 7.000 öku-
tæki í lok árs 2017. En nú er komið
að þolmörkum. Samkvæmt ákvæð-
um Evróputilskipunar um örygg-
iskröfur fyrir jarðgöng þarf neyðar-
útgangur að vera til staðar þegar
meðalumferð er meiri en 4.000 öku-
tæki á dag/akrein fyrir jarðgöng
styttri en 10 km. Þetta þýðir með
öðrum orðum að þegar 8.000 öku-
tækja markinu er náð má umferð
ekki fara umfram það nema komið
sé upp flóttaleiðum. Það verði best
gert með því að grafa önnur göng
samhliða þeim gömlu og hafa flótta-
leiðir milli ganganna.
Samkvæmt umferðartalningu fara
um 65% ökutækja sem fara norður
Hvalfjarðargöng áfram til austurs
frá hringtorgi við norðurmunna
ganganna en um 35% í átt til Akra-
ness. Þessi skipting hefur verið svip-
uð allt frá opnun ganganna.
„Miðað við svipaða skiptingu um-
ferðar á næstu árum, að teknu tilliti
til ávinnings af styttingu vegalengd-
ar, reiknast gangaleið 5 með tví-
stefnuumferð lang hagkvæmasti
kostur tvöföldunar Hvalfjarðar-
ganga,“ segir í skýrslunni.
Tvístefna yrði áfram
Gangaleið 5 er þannig lýst:
„Ný göng með mest 5% halla og
stærra þversniði (T10,5) en í fyrr-
nefndum gangaleiðum og útskot
með 250 metra millibili. Munni sunn-
an megin fjarðar yrði á svipuðum
stað en norðan fjarðar myndi ganga-
endi vísa til austurs og munni ganga
á nýjum stað innar í Hvalfirði, milli
Kúludalsár og Grafar. Þversnið
ganga yrði 10,5 metrar í veghæð og
gert er ráð fyrir tvístefnu göngunum
en meters breitt bil milli akreina.
Núverandi göng yrðu áfram notuð á
leið til Akraness, en ný göng fyrir þá
sem eiga erindi til Grundartanga
eða áfram norður og vestur.
Neyðarútgangar yrðu 14 talsins,
samtals um 280 metrar.“
Kostir þessarar lausnar eru taldir
þeir helstir að ný göng uppfylla stað-
al fyrir veggöng í gangaflokki D,
sem þá nær upp í 12.000 ökutæki á
sólarhring samkvæmt viðmiðum í
norska veggangastaðlinum. Ókostur
er að erfitt verður að staðsetja
tengigöng (flóttagöng) milli ganga I
og ganga II nema á miðbiki ganga-
leiðar og gera þarf því ráð fyrir
neyðarrýmum án útgangs á stórum
hluta leiðar.
Að mati skýrsluhöfunda er annar
ókostur gangaleiðar 5 að tvístefnu-
akstursumferð yrði eftir sem áður í
báðum göngum. Slysatíðni reiknast
vera svipuð í göngum með einstefnu-
og tvístefnuakstri en slys í tví-
stefnugöngum eru mun alvarlegri.
Að hafa einstefnuakstur á ganga-
leið 5 og núverandi göngum myndi
auka aksturslengd aðra leiðina til
Akraness um 8 km. Sú akstursleng-
ing myndi vega upp allan kostn-
aðarávinning vegna styttingu leiðar
norður í land og var það því ekki tal-
ið valkostur í þessum samanburði.
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Hvalfjarðargöngin Komið er að þolmörkum í þessum 20 ára gömlu jarðgöngum. Þegar 8.000 ökutækja markinu hefur verið náð má umferð ekki fara umfram það nema komið sé upp flóttaleiðum.
Ný göng yrðu lengri og dýrari
Öryggisreglur hafa verið hertar Sérfræðingar mæla með leið fyrir ný göng undir Hvalfjörð
Fyrirhuguð tvöföldun Hvalfjarðarganga
Hvalfjarðargöng II, gangaleið 5
Akranes
Grundartangi
– Vesturland – Norðurland
Hv
alf
jör
ðu
r
Reykjavík Heimild: Vegagerðin og Mannvit verkfræðistofa
Núverandi göng Gangaleið 5
Heildarlengd 5,77 km 7,54 km
Mesti veghalli 8,1% 5,0%
Þversnið í veghæð 8,5 m 10,5 m
Hvalfjarðargöng II (leið 5)
Heildarlengd: 7,54 km
Útskot með 250 m millibili
14 neyðarútgangar
Hvalfjarðargöng I
(núverandi göng)
Heildarlengd: 5,77 km
Gangaendi norðan megin milli
Kúludalsár og Grafar í Hvalfirði
Hvalfjarðargöng I Hvalfjarðargöng II
8,5 m
3,25 m + 3,25 m 3,5 m + + 3,5 m1 m
10,5 m
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
’99 ’02 ’05 ’08 ’11 ’14 ’17
Meðalumferð um á dag um
Hvalfjarðargöng 1999-2017
2.950
6.985