Morgunblaðið - 16.08.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.08.2018, Qupperneq 26
Gimli Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heilsaði upp á Gunnþóru. VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Mér líður ekki sem best í þessum hita, satt best að segja,“ segir Gunnþóra Gísladóttir sem hún situr úti á svölum á heimili sínu á Gimli í Manitoba í Kanada á nýliðnum Ís- lendingadegi og fylgist með skrúð- bílum liðast hjá. Árleg Íslendinga- dagshátíðin minnir óneitanlega á Ísland og vekur minningar og þrár hjá heimamönnum af íslenskum uppruna, en Gunnþóra lætur ekkert raska ró sinni og flytur ekki til Ís- lands úr þessu eftir 64 ára búsetu á Englandi og í Kanada. Gunnþóra er frá Papey, dóttir Gísla Þorvarðarsonar, Gísla í Pap- ey, og Jóhönnu Gunnarsdóttur. Hún fæddist 6. janúar 1924 og man tímana tvenna. „Það var bara einn bær í Papey þegar ég ólst þar upp en við vorum stundum mörg í heim- ili, upp undir tuttugu manns,“ rifjar hún upp. Hún segir að þrátt fyrir vissa einangrun hafi þau samt haft nær allt til alls. „Við höfðum sjóinn, fuglinn, kýr og kindur og lifðum mest á fiski, en svo var kaupfélag á Djúpavogi og þangað gátum við siglt eftir nauðsynjum.“ Þess má geta að ferjan sem er í förum á milli Papeyjar og Djúpavogs er nefnd eftir Papeyjarbóndanum fyrrnefnda, föður hennar. „Það er víst nóg að gera hjá þeim á sumr- in,“ segir Gunnþóra. Margir krakkar á skólaskyldu- aldri voru í Papey þegar Gunnþóra bjó þar og fengu þeir farkennara til þess að kenna sér. Faðir hennar var tvígiftur og voru börnin alls tíu. Gunnþóra langyngst. „Kennarar gátu verið þrjá mán- uði í einu á hverjum bæ þar sem voru þrjú börn eða fleiri,“ útskýrir Gunnþóra. „Ég var svo miklu yngri en systkini mín, næst mér var syst- ir mín sem var sjö árum eldri og því fékk ég ekki mikla heimakennslu en tók fullnaðarprófið á Djúpavogi.“ Gunnþóra fór suður í Kvenna- skólann í Reykjavík þegar hún var 17 ára, en að loknu námi þar lá leið- in aftur út í Papey, þar sem hún bjó í nokkur ár. „Mamma og pabbi voru orðin fullorðin og mamma auk þess ekki góð til heilsunnar. Ég var hjá þeim þar til ég var 24 eða 25 ára, flutti síðan aftur til Reykjavíkur og nokkrum árum síðar eða 1954, þeg- ar ég var þrítug, var komið að því að gera eitthvað annað.“ Eftirsóttur starfskraftur Gunnþóra var ráðin sem barn- fóstra hjá fólki sem hún þekkti á Englandi. Hún vildi samt ekki fest- ast í vinnukonuhlutverkinu og sett- ist því fljótlega á skólabekk, fór í hjúkrunarskóla í Banbury, norðan við Oxford, en vann alltaf með nám- inu. Eftir að hún útskrifaðist var hún enn á krossgötum. „Það vantaði alls staðar hjúkr- unarkonur; á Englandi, í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Kanada og víðar,“ segir hún. Hún bætir við að fjár- ráðin hafi ekki verið mikil og oft hafi sig dreymt um að fara aftur til Íslands, en áhuginn á því hafi dofn- að eftir því sem árin hafi liðið. Valið um starfsvettvang hafi verið erfitt en Toronto hafi orðið fyrir valinu. „Það var enginn vandi að fá vinnu og starfsöryggið var öruggt,“ segir hún. Í því sambandi segir hún að sér hafi boðist að sigla til Ástr- alíu og til baka fyrir tvö sterlings- pund og vinna þar í tvö ár. „Ég sé enn eftir því að hafa ekki farið en ástæðan fyrir því að ég tók ekki boðinu var sú að Ástralía er svo langt frá Íslandi. Ég hélt að ég hefði engin tök á að heimsækja Ís- land.“ Montreal kom líka til greina. „Sem betur fer fór ég ekki þangað því ég kann ekki frönsku,“ segir hún. Alltaf á heimleið Í Toronto hitti hún skyldfólk frá Winnipeg sem hvatti hana til þess að flytja þangað. Þar væru margir Íslendingar og þar gæti hún talað íslensku. „Ég sagðist vera orðin of gömul til þess að fara annað, hefði ekki tíma til þess því ég væri á leið- inni að flytja heim til Íslands. En ég lét samt tilleiðast, ákvað að vera í Winnipeg í tvö til þrjú ár, en hvar er ég núna, 55 árum síðar?“ Þegar Gunnþóra flutti til Toronto tók hún strax virkan þátt í félags- starfi íslenska samfélagins í borg- inni og hún hefur ekki látið sitt eftir liggja í Manitoba, meðal annars lengi verið liðtæk í bakstri fyrir hinar og þessar uppákomur. Þegar hún er spurð hvort hún hafi bakað pönnukökur fyrir Íslendingadags- hátíðina hlær hún. „Ég var einmitt að hugsa um það um daginn að ég verð að fara að baka pönnukökur því það má ekki koma til að ég geti ekki gert það lengur þótt ég sé orð- in ansi fullorðin. En ég er ekki búin að því, þótt ég hafi farið í giftingu til Árborgar um daginn.“ Ekki kanadískur ríkisborgari Þegar Gunnþóra flutti til Winni- peg var bærinn fámennur og fólk af íslenskum ættum bjó einkum rétt vestur af miðbænum. „Þetta var eins og lítill sveitabær í samanburði við Toronto,“ segir hún og hefur enga skýringu á því hvers vegna hún ílengdist í Manitoba. „Ég byrjaði í hjúkruninni á fer- tugsaldri og það þótti hár aldur í þá daga, að ekki sé minnst á 50 ára og 60 ára,“ segir hún. „Ég nennti hreinlega ekki að rífa mig upp enn einu sinni og bjó því lengi í Winni- peg, flutti ekki þaðan hingað til Gimli fyrr en fyrir fjórum árum, þegar ég var 90 ára, 60 árum eftir að ég fór fyrst frá Íslandi.“ Á Gimli tala enn margir íslensku og það réð síðustu flutningum. „Ég er ennþá íslensk, fékk aldrei kanadískan rík- isborgararétt og það tekur því ekki úr þessu,“ áréttar hún. Þótt Gunnþóra hafi ekki flutt aft- ur til Íslands fór hún alltaf þangað í sumarfrí annað hvert ár á meðan hún bjó í Winnipeg. „Ég hef alltaf haft gaman af því að ferðast og sjá meira og meira, hef siglt á skemmtiferðaskipum og farið nokk- uð víða, en mestur frítíminn fór lengi í Íslandsferðirnar,“ segir hún. Piparkerling Nú fer Gunnþóra lítið sem ekkert að heiman. „Ekki eftir að ég hætti að keyra,“ útskýrir hún. Hún á erf- itt með gang án hjálpartækja en hugsunin er skýr, stutt er í glettn- ina og hún eldar fyrir sig sjálf. Ekki alls fyrir löngu mætti hún á mannamót með göngugrindina en lét yngri vinkonu sína fá hana með þeim orðum að hún þyrfti hennar ekki með. Þannig gengu þær í sal- inn og kom þá svipur á suma, að sögn! Gunnþóra hefur ætíð verið ein- hleyp og barnlaus. „Ég er pipar- kerling,“ segir hún hlæjandi og slær sér á lær. „Konur áttu að gifta sig tvítugar, ég var ekki tilbúin til þess á þeim aldri og eftir því sem ég varð eldri fannst mér ég vera orðin of gömul enda alltaf verið þrjóskur Íslendingur. Ég vildi vera sjálfstæð og hef verið það.“ Alltaf á leiðinni heim en flytur ekki aftur til Íslands úr því sem komið er  Hjúkrunarkonan Gunnþóra Gísladóttir frá Papey hefur búið á Englandi og í Kanada í 64 ár Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Íslendingadagurinn Gunnþóra Gísladóttir fylgist með bílalestinni af svölunum heima á Gimli í liðinni viku. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Bragð af vináttu • Hágæðagæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.