Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 36

Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 VIÐAR HÁGÆÐA VIÐARVÖRN Fáanleg í PALLAOLÍU, TRÉVÖRN, GRUNNMÁLNINGU, HÁLFÞEKJANDI og ÞEKJANDI viðarvörn. Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. Komdu til okkar og spurðu um VIÐAR! Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík • Dalshrauni 11, Hafnarfirði • Hafnargötu 54, Reykjanesbæ Gleráreyrum 2, Akureyri • Sími 588 8000 • Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Samkvæmt spám Samgöngustofu stefnir í að hátt í tuttugu manns muni slasast alvarlega eða látast í slysum vegna fíkniefnaaksturs á þessu ári. Á undanförnum vikum hefur Morgunblaðið fjallað um auk- inn akstur undir áhrifum fíkniefna og í gær kom fram að lögreglan á Norðurlandi eystra hefði á þessu ári tekið fleiri fyrir fíkniefnaakstur en allt síðasta ár. Í viðtali við Pál Ingv- arsson, taugalækni og sérfræðing á endurhæfingardeild Landspítala á Grensási, kom fram að algengir áverkar eftir alvarleg bílslys væru fjöláverkar, heila- og mænuskaði. Tilfellum vegna fíkniefna- og ölv- unaraksturs á Grensásdeild færi síst fækkandi. Þó er vert að nefna að að- eins hluti sjúklinga á Grensásdeild er fórnarlömb bílslysa. Sigríður Guðmundsdóttir deildar- stjóri og Ída Braga Ómarsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á Grensásdeild, tóku á móti blaðamanni og ljós- myndara á deildinni í vikunni. Þær segja að afleiðingar bílslysa geti ver- ið margvíslegar og eru þær meðal flóknari viðfangsefna starfsfólksins á Grensásdeild. Auk líkamlegra áskorana þurfa sjúklingar á deild- inni að takast á við andlegar þrek- raunir. „Það er gífurleg vinna að styðja fólk í því að sætta sig við orð- inn hlut. Það er meira en segja það að lamast, til dæmis, ekki síst sem ungur einstaklingur,“ segir Sigríður. Aðspurð segir hún að heilaskaði leiði af sér mismikinn skaða fyrir sjúklingana. „Erfiðustu heilaskað- arnir eru alltaf eftir slys. Síðan er hægt að fá heilaskaða eftir heila- blæðingu eða æðagúlp í heila, en það er ekki eins algengt hjá ungu fólki. Þar eru slysin algengust,“ segir hún, en afleiðingarnar geta verið margvíslegar, allt frá því að ein- staklingurinn eigi erfitt með skipu- lag til þess að mjög miklar breyt- ingar verði á persónuleika hans. Mænuskaði getur leitt til lömunar að öllu leyti eða hluta. „Það er ekki til lækning ef mænan fer í sundur. Ef það er hlutskaði á mænu þurfa einstaklingarnir að vinna með það sem þeir hafa og læra að nýta það. Það er mikil færniþjálfun og fólk þarf að læra að verða sjálfbjarga í hjólastól. Þá eru allar athafnir dag- legs lífs þjálfaðar í stólnum; fara á klósett, inn í bíl, elda, skúra o.s.frv.“ segir Ída. Huga einnig að fjölskyldunum Skjólstæðingar Grensásdeildar eru í raun fleiri en sjúklingarnir ein- göngu, því gríðarlegt álag getur fylgt fyrir fjölskyldur þeirra. „Stundum getur verið mikilvægara að huga að þeim en sjúklingnum sjálfum,“ segir Sigríður. „Þegar um heilaskaða er að ræða er áfallið gíf- urlega mikið. Ástvinur þinn getur verið farinn að tala og ganga, en þetta er ekki sama manneskjan. Það er erfitt að aðlagast því öllu saman,“ segir hún. Hún nefnir dæmi um ung- an mann sem glímir við afleiðingar heilaskaða. „Kærastan hans kom til hans og það var eins og hann hefði aldrei séð hana áður. Hann mundi ekkert eftir því að hann hefði átt kærustu. Nú er hann að kynnast henni upp á nýtt og þremur mánuðum síðar er hann að verða ástfanginn af henni upp á nýtt. Það er gífurlega sárt fyrir ættingja og ástvini að upplifa þetta og vita ekkert hvernig framtíðin verður,“ segir hún og nefnir að löng tímabil geti horfið úr huga sumra. Aðrir muna aftur í tímann en missa hæfni til að tileinka sér nýja hluti. Sigríður segir að hjónaskilnaðir séu tíðir eftir alvarlega heilaskaða, einkum hjá yngra fólki. „Þegar end- urhæfingin er búin sjá margir að ástvinir þeirra eru ekki sömu ein- staklingar og áður,“ segir hún. Ekkert eitt mót fyrir alla Starfsfólkið á Grensási annast skjólstæðinga sína í teymum sér- fræðinga og árangur í endurhæfing- unni grundvallast á góðum sam- skiptum og upplýsingaflæði. „Síðan fáum við fjölskylduna inn í teymið og auðvitað einstaklinginn sjálfan. Það er áskorun að vinna í svona stóru teymi. Við finnum ekki fyrir stétta- skiptingu hér. Enginn er yfirmaður teymisins og allir geta óskað eftir teymisfundi. Allir eru jafnréttháir,“ segir Sigríður og Ída tekur í sama streng: „Við erum háð vinnu hvert annars til að hlutirnir gangi upp.“ Á Grensásdeild geta sjúklingar verið í marga mánuði og við útskrift úr leguplássi taka oft við heimsóknir á dagdeild, fimm daga vikunnar. Að- spurð segir Ída að endurhæfingar- meðferðin sé mjög einstaklings- miðuð. „Það er ekkert eitt mót fyrir alla. Endurhæfingin felst í því að þjálfa þá þætti sem fólk hefur misst færni í. Hún getur verið líkamleg, andleg eða hvort tveggja. Líkamleg færni getur komið fljótt til baka, en síðan getur það gerst að hugurinn fylgir ekki með,“ segir Ída, en hver sjúklingur fer í taugasálfræðilegt mat þar sem hugrænir þættir á borð við minni, skipulagshæfileika, at- hygli og einbeitingu eru metnir. Sjúklingarnir sækja sjúkra- og hreyfiþjálfun í sérútbúnu æfinga- rými eða sundlaug og í iðjuþjálfun er æfð færni í ýmsum daglegum at- höfnum. Grensásdeild býr t.a.m. að eldhúsi með hækkan- og lækk- anlegum eldhúsinnréttingum til að líkja eftir raunverulegu húsnæði fyr- ir hreyfihamlaða. Sem fyrr segir er meðferðin mótuð að einstakling- unum og tekur mið af áhugamálum og starfsgreinum sjúklinga sem kostur er. Handlagnir sjúklingar hafa þannig gert við hjólastóla á verkstæði Grensáss, hnýtt flugur og net svo dæmi séu nefnd. Æfa færnina í æfingaíbúð Á efstu hæð Grensásdeildar hefur verið útbúin æfingaíbúð sem er vel nýtt. Var hún búin til úr tveimur herbergjum á sjúkragangi, en þar er eldhús, salerni, svefnherbergi og stofa. „Þetta er alveg stórkostlegt fyrirbæri. Við setjum einstaklinga þarna upp til að sjá hvort þeir geti búið einir, einkum fólk sem hefur hugræna vangetu. Við fáum oft ein- staklinga sem eiga ekki maka og þá þarf að kanna þetta. Svona getum við séð hvaða þjónustu fólk þarf þá heim til sín. Þarna upp fara líka þeir sem eru mænuskaðaðir,“ segir Sig- ríður, en íbúðin er þannig búin tækj- um að alveg lamaðir einstaklingar hafa getað dvalið þar. Í henni er ekki þjónustubjalla heldur verður íbúinn að hringja í starfsfólk þurfi hann að- stoð. „Þetta hjálpar fólki við að tak- ast á við kvíða við að búa einn. Fólk rekur sig á hvað það er sem vantar til þess að það geti verið eitt eða með öðrum og þá getum við þjálfað það hér,“ segir Sigríður og nefnir að starfsfólkið finni einnig til öryggis þegar fólk flytur aftur heim, hafi það dvalið í æfingaíbúðinni. „Þetta er bæði matstæki fyrir okkur og þjálfun fyrir einstak- lingana. Við sjáum hvernig fólk stendur í líkamlegri færni; hvort það heldur rútínu og skipulagi, hvort það mætir á réttum tíma í þjálfun, vakn- ar á réttum tíma o.s.frv. Stundum sjáum við mikla getu hjá sjúklingn- um sem hann upplifir ekki sjálfur vegna óöryggis. Þannig getur íbúðin hjálpað til við að komast yfir það,“ segir Ída. Hjálpa fólki að ná færni sinni á ný  Bílslys algengasta orsök heilaskaða hjá ungu fólki  Áfall fyrir ástvini og fjölskyldur fórnarlamba  Endurhæfing á Grensásdeild sniðin að hverjum og einum  Góð reynsla er af nýlegri æfingaíbúð Morgunblaðið/RAX Grensásdeild Ída Braga Ómarsdóttir yfirsjúkraþjálfari og Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri á endurhæfing- ardeild Landspítala á Grensási, fræddu blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins um starfsemi deildarinnar. Iðjuþjálfun Í kjallara húsnæðis Grensásdeildarinnar fer iðjuþjálfun fram. Þar æfir fólk ýmsar daglegar athafnir og vinnur að aukinni færni sinni. Á Grensásdeild eru 24 legu- pláss í sólarhringsþjónustu og 30 til 35 sjúklingar á dagdeild. Að meðtöldum heimsóknum á göngudeild nýta þjónustu Grensásdeildar um 80 manns á degi hverjum. Starfsmenn eru u.þ.b. hundrað; hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraþjálfarar, iðju- þjálfar, taugasálfræðingar, tal- meinafræðingar og fé- lagsráðgjafar. Einnig njóta sjúklingar þjónustu sjúkra- húsprests og næringar- ráðgjafa. Grundvallast starf- semin á teymisvinnu og í alvarlegri tilvikum heilaskaða geta allt að níu sérfræðingar annast einn sjúkling. 80 á degi hverjum GRENSÁSDEILD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.