Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 37

Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Mörkinni 6 - Sími 568 7090 - veidivon@veidivon.is - veidivon.is 3ja laga Gore-tex Pro Shell öndunarfilma. 5 laga styrking á skálmum og setu. Vatnsheldur rennilás. Belti fylgir. Verð 119.900 Simms G4Z Gore-tex Ljósmyndakeppni Bílablaðs Morgunblaðsins Kosning og nánari upplýsingar á Facebook.com/bilafrettir Leiðbeiningar fyrir ljósmyndara: • Ljósmyndir skal senda í tölvupósti á bill@mbl.is • Frestur til að skila inn myndum í keppni ágústmánaðar er til kl. 23:59 föstudaginn 17. ágúst. • Myndina skal senda sem viðhengi, á jpg-sniði og skal myndin vera í hámarksupplausn. • Fullt nafn rétthafa myndarinnar og símanúmer skal fylgja með auk lýsingar á myndefninu • Keppt verður í fjórum lotum, næstu fjóra mánuði og fyrir þrjár bestu myndir hvers mánaðar eru veittar gjafakörfur með Meguiar bón- og bílaþvottavörum frá Málningarvörum. • Hver þátttakandi getur aðeins sent inn eina mynd í hverjum mánuði • Sérstök dómnefnd velur síðan bestu ljósmyndina í desember. Fyrsti vinningur er ferð fyrir tvo á bílasýningu- na í Genf í febrúar. Í boði Toyota á Íslandi www.mbl.is/bill Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Veðurspáin lítur ágætlega út og þarna verður mikil stemning,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjenda mikillar bjórhátíð- ar sem haldin verður á bryggjunni við Vesturbugt á Menningarnótt. Það eru hin nýstofnuðu Samtök íslenskra handverksbrugghúsa sem halda hátíðina í samstarfi við Bryggjuna brugghús. Alls taka ell- efu brugghús þátt í hátíðinni og kynna sig og vörur sínar gestum og gangandi. Frítt er inn á hátíð- ina svo að allir geta gengið þarna um og kynnt sér brugghúsin og spjallað við sérfræðinga þeirra. Þá getur fólk keypt bjór af hverju brugghúsi fyrir sig. Einnig er boð- ið upp á takmarkað magn af klippikortum sem færa handhöfum frítt smakk frá öllum brugghús- unum auk sérmerkts glass. Þau brugghús sem taka þátt eru Bast- ard Brew and Food, Beljandi, Bryggjan brugghús, Kaldi, Dokk- an, Eimverk, Gæðingur, Malbygg, RVK Brewing Co., The Brothers Brewery og Ægir brugghús. „Mörg þessara brugghúsa eru þannig staðsett að þau komast jafnan ekki í tæri við alvöru traf- fík eins og skapast á Menning- arnótt. Þetta verður því mjög skemmtilegt. Hér á bryggjunni er mikið pláss og um að gera að láta sjá sig,“ segir Ásgeir. Bjórar frá umræddum brugghúsum verða einnig í boði á Bryggjunni brugg- húsi frá föstudegi til sunnudags. Bjórhátíð á bryggjunni Morgunblaðið/Hari Skál! Ásgeir Guðmundsson lofar góðri stemningu á Menningarnótt.  Ellefu brugghús kynna bjóra sína á Menningarnótt Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Skráð atvinnleysi var 2,2% hér á landi í nýliðnum júlímánuði. At- vinnuleysi jókst um 0,1 prósentu- stig frá því í júní, að því er fram kemur í nýjum tölum Vinnumála- stofnunar. Að jafnaði voru 4.169 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í júlí og fjölgaði þeim um ríflega eitt hundrað frá fyrri mánuði. Nokkru fleiri voru atvinnu- lausir hér á landi í júlí en í sama mánuði í fyrra. Að meðaltali fjölg- aði um 655 á atvinnuleysisskrá en í júlí 2017 mældist atvinnuleysi 1,8%. Þegar rýnt er í tölur um at- vinnuleysi kemur í ljós að atvinnu- leysi var 2,0 prósent meðal karla en 2,4% meðal kvenna. Jókst það um 0,1 prósentustig meðal beggja kynja frá júnímánuði. Mest var at- vinnuleysi á Suðurnesjum í júlí, 2,8%. Það var hins vegar minnst á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, 0,9%. Atvinnuleysi var óbreytt á landsbyggðinni milli mánaða en jókst um 0,1% pró- sentustig á höfuðborgarsvæðinu. Þeim sem hafa verið atvinnu- lausir í yfir tólf mánuði hefur fjölgað á milli ára. Alls höfðu 890 verið án atvinnu í meira en ár í lok júlí en á sama tíma í fyrra voru þeir 836. Betri staða sérfræðinga Þegar litið er til einstakra at- vinnugreina má greina fækkun at- vinnulausra í fiskveiðum, upplýs- inga- og fjarskiptastarfsemi svo og í fjármála- og tryggingastarfsemi frá júlí 2017 en aukningu í öðrum atvinnugreinum. Mest aukning at- vinnuleysis er í mannvirkjagerð, ýmiskonar sérhæfðri þjónustu og í gisti- og veitingastarfsemi. Sé horft til starfsstétta fækkaði sér- fræðingum á atvinnuleysisskrá milli ára en mest fjölgun varð hlut- fallslega meðal iðnaðarmanna og véla- og vélgæslufólks. Í nýrri skýrslu Vinnumála- stofnunar um ástandið á vinnu- markaði kemur fram að stofnunin hafi gefið út 203 atvinnuleyfi til út- lendinga í júlímánuði. Alls hefur Vinnumálastofnun því gefið út 1.134 atvinnuleyfi það sem af er ári. 4,8% útlendinga án atvinnu Alls voru 1.454 erlendir rík- isborgarar án atvinnu í lok júlí eða um 32% allra atvinnulausra. Það hlutfall lækkaði úr 33% allra at- vinnulausra í júní. Hins vegar hef- ur útlendingum farið fjölgandi á atvinnuleysisskrá frá því síðasta haust. Þessi fjöldi samsvarar um 4,8% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Fleiri án at- vinnu en í fyrra  Um fjögur þúsund atvinnulausir Morgunblaðið/Ómar Atvinna Fleiri iðnaðarmenn eru nú á atvinnuleysisskrá en á sama tíma í fyrra samkvæmt nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar fyrir júlímánuð. Ágúst Valfells hefur verið ráðinn forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Hann tekur við stöðunni af dr. Guðrúnu Sævars- dóttur, sem hefur verið forseti deildarinnar frá 2011. Ágúst lauk doktorsprófi í kjarnorkuverkfræði frá University of Michigan árið 2000 og prófi í vélaverk- fræði frá Háskóla Íslands 1993. Eftir doktorspróf vann Ágúst hjá University of Maryland og Orkustofnun. Frá árinu 2005 hefur hann unnið við kennslu og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík. Ágúst hefur einkum fengist við rannsóknir á öreindahröðlum og orku- málum. Ágúst Valfells Ágúst forseti tækni- og verkfræðideildar HR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.