Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þeim fækkarsífellt rök-unum fyrir
því að almenningur
skuli neyddur til að
halda úti fjölmiðlum
í nútíma þjóðfélagi.
Forðum tíð mátti
finna rök fyrir
slíku. En álykta má að eftir því
sem þau rök urðu úrelt eða hurfu
yrði slíkum rekstri hætt.
Helstu rökin fyrir Ríkis-
útvarpi voru þau að ein-
staklingar hefðu ekki afl til að
standa undir útvarpi í þessu
stóra landi í miðri heimskreppu
og sú fór ekki hjá Íslandi. At-
vinnuleysi var landlægt og fá-
tækt almenn og fáir kostir. Nú
er þjóðin efnuð og meðallaun
launafólks með því allra hæsta
sem þekkist. En annað kom til.
Tækniframfarirnar. Þær gerðu
óþarft að beina fjármunum al-
mennings að útvarpsrekstri.
Fjöldi stöðva er nú rekinn. Þær
eru í harðri samkeppni sín á
milli, sem er eðlilegt og æski-
legt. En algjörlega óþörf og
óeðlileg samkeppni við nið-
urgreitt Ríkisútvarp er það ekki.
Á meðan Ríkisútvarpið var
eitt um hituna stóð það sig
prýðilega og var mikill fengur að
starfsemi þess og menningarlegt
tjón orðið ella. Allar þær for-
sendur hafa breyst mikið.
Stundum er látið eins og að
milljarðamokstur ríkisins af fé
almennings til Ríkisútvarpsins
megi réttlæta með fréttaflutn-
ingi þess. Lög skylda þá stofnun
til hlutleysis í fréttaflutningi.
Hún hefur aldrei tekið mið af
þeim lögum og hefur síðustu
áratugi lent í ógöngum og úti í
mýri. Sá fréttaflutningurinn hef-
ur alla tíð verið með verulegum
skoðanahalla. Lengi létu menn
hann yfir sig ganga. En á síðustu
árum hefur illt gerst miklu verra
og við bætist að stofnunin kann
ekki að skammast sín. Þess utan
er fréttamennskan á óþægilega
lágu plani. Sífellt oftar gætir
þess að fréttaflutningur þess-
arar ríkisstofnunar sé borinn
fram í æsistíl, eins og ómerkileg-
asti götubleðill sé á ferðinni.
Innlendar fréttir eru þar sem
því verður við komið litaðar
stjórnmálalegum fordómum.
Þess gætir mjög í erlendum
fréttum þar sem margir hlust-
endur eiga eðlilega erfiðara með
að átta sig á.
Hrokafullar ríkisstofnanir
sem þurfa ekki að slást fyrir
daglegri tilveru sinni eru víða til.
Jafnvel stofnanir sem hafa gott
orð á sér sýna þá takta. Óum-
deilt er að nokkur og stundum
veruleg vinstrislagsíða er
löngum á frægðarstöðinni BBC.
Hún er þó eins og hvítskúraður
engill við hlið vandræðabarnsins
hér á landi. BBC hefur stundum
misst sig, eins og þegar hún elti
lögregluyfirvöld sem tóku lyga-
laup sem gilda
heimild, sem spunn-
ið hafði upp alvar-
legar ásakanir á
þekkta borgara.
Lögreglan baðst
loks afsökunar á
mistökunum sem
höfðu skaðað hana
mjög. BBC var einnig í bralli
með spilltum löggæslumönnum
sem settu á svið umfangsmikla
húsleit heima hjá Cliff Richard í
London. Söngvarinn var þá í
Portúgal og átti sér einskis ills
von þegar að fréttir BBC lík-
astar senu úr glæpamynd birt-
ust. Fjölmennt lögreglulið gerði
innrás á heimili Cliffs og þyrlur
sveimuðu yfir, allt í beinni.
Söngvarinn brotnaði saman. Í
framhaldinu fylltust fjölmiðlar
af „upplýsingum“ og getgátum
um glæpi hans. Söngvarinn herti
upp hugann staðráðinn í að láta
ekki þessa valdamiklu aðila eyði-
leggja lífshlaup á seinasta hluta
þess. (Hann verður 78 ára í októ-
ber.) Cliff stefndi lögreglunni og
BBC. Eftir 4 ár féll harðorður
dómur gegn báðum aðilum. Lög-
reglan ákvað strax að áfrýja
ekki dómnum. Nú hefur verið til-
kynnt að BBC muni heldur ekki
gera það. Báðar þessar stofnanir
hafa þegar greitt hundruð millj-
óna (króna) í lögfræðikostnað
sinn. Við blasir að þeim verður
gert að greiða söngvaranum
kostnað hans að hluta eða öllu
leyti. (Um 6-700 milljónir
króna.) Og því næst hefjast
samningaviðræður á milli hans
og stofnananna sem réðust að
æru hans um miska- og skaða-
bætur. Þegar allt kemur saman
er ljóst að fjárhæðirnar sem al-
menningur verður að leggja út
verða himinháar.
Í yfirlýsingu Breska ríkis-
útvarpsins kemur fram „að eftir
að hafa farið rækilega yfir
fengna lögfræðilega ráðgjöf hafi
stofnunin komist að þeirri nið-
urstöðu að ekki standi raunhæfir
möguleikar til þess að ætla að
dóminum yrði hrundið og áfrýj-
un myndi óhjákvæmilega þýða
verulega aukinn lögfræðikostn-
að frá því sem þegar er og ein-
göngu auka þjáningar Sir
Cliffs.“ Þá var bætt við: „Það
liggur þegar fyrir yfirlýsing
BBC um að stofnunin harmar
þær þjáningar sem Sir Cliff hef-
ur gengið í gegnum. Þetta viljum
við undirstrika við þetta tæki-
færi. Við viðurkennum og gerum
okkur fulla grein fyrir þeim
áhrifum sem málið hefur haft á
hann. BBC hlýtur að draga lær-
dóm af því hvernig það flutti
fréttir af þessum atburði og
stofnunin mun hugsa rækilega
um þá nálgun í framtíðinni, bæði
um efni og umgjörð. Við við-
urkennum að okkur varð á í ýms-
um efnum jafnvel þótt þær stað-
reyndir sem við sögðum frá hafi
staðist.“
Við stöndum við
frétt okkar sagði
„RÚV“ þegar leik-
araskapur um brott-
kast blasti við öllum}
Sumir kunna þó
að skammast sín
S
turla Böðvarsson, fyrrverandi forseti
Alþingis, skrifaði góða grein í Morg-
unblaðið sl. þriðjudag þar sem raktir
voru nokkrir þættir úr hörm-
ungasögu skipulagsmála í grennd við
þinghúsið.
Ég hef fjallað talsvert um hvernig verið er að
rústa gamla miðbænum í Reykjavík og ekki hvað
síst elstu byggðinni í Kvosinni. Um tíma virtist
rofa til í skipulagsmálum borgarinnar. Fyrir
nokkrum árum var ráðist í endurbyggingu gam-
alla húsa á horni Lækjargötu og Austurstrætis
og þar áður við enda Aðalstrætis. Nú er allt slíkt
fyrir bí. Ásóknin í fermetra ræður för og virðist
engin takmörk sett.
Við Lækjargötu, á mest áberandi horni gömlu
Reykjavíkur er verið að byggja gríðarstóra
kassa ofan á einum elstu bæjarrústum landsins.
Þar hafði áður verið liðkað til í skipulaginu svo
hægt væri að byggja hús sem félli betur að umhverfinu en
gamli Iðnaðarbankinn. En allt slíkt er gleymt hjá borgaryf-
irvöldunum sem stóðu að því að við hinn enda Lækjargöt-
unnar yrðu byggð hús sem láta helstu skipulagsmistök lið-
inna áratuga líta út eins og snotur smáhýsi í samanburði.
Ekki einu sinni helgir reitir fá að liggja í friði. Kirkjugarð-
ur þar sem Reykvíkingar voru jarðaðir í hátt í þúsund ár er
grafinn upp til að koma fyrir fleiri hótelfermetrum. Með því
er um leið þrengt að húsum Alþingis með hætti sem ég get
ekki ímyndað mér að nokkurt annað þjóðþing í
þróuðu ríki myndi láta bjóða sér.
Einhvern tímann lærði ég að ekki ættu að
vera önnur listaverk við Austurvöll en styttan af
Jóni Sigurðssyni til að undirstrika mikilvægi
frelsishetjunnar. Við inngang Alþingishússins
var þó nýlega reist sóvíesk stytta af fyrstu
íhaldskonunni. Styttan er glæsileg þótt ég hafi
efasemdir um staðsetninguna. Öllu verra er að
gegnt íhaldskonunni liggur enn grjótið sem
borgaryfirvöld létu henda fyrir framan Alþing-
ishúsið. Grjót sem ágætur fyrrverandi þingmað-
ur Samfylkingarinnar lagði til að yrði flutt í
Landeyjahöfn. Annar fyrrverandi þingforseti,
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, sá á sínum
tíma þann kostinn vænstan að láta semja frum-
varp um að Alþingi öðlaðist skipulagsrétt fyrir
svæðið í kringum þingið. Það er löngu tímabært
að það frumvarp verði að lögum.
Illu heilli virðist þingið sjálft þó ætla að taka þátt í óförum
miðbæjarins með því að láta reisa stóra, gráa stein-
steypukassa undir skrifstofur þingsins. Vonandi verða þau
áform endurskoðuð sem og önnur áform sem fela í sér eyði-
leggingu þess litla sem til er af gamalli byggð í höfuðborg Ís-
lands.
Sigmundur
Davíð Gunn-
laugsson
Pistill
Af umsátrinu um Alþingi
og óförum miðborgarinnar
Höfundur er formaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Í
lok síðasta árs kom fram í
frétt Velferðarvaktarinnar
að 94% grunnskólabarna eða
40.859 börn stunduðu nám í
sveitarfélögum sem ákveðið
höfðu að afnema kostnaðarþátttöku
grunnskólabarna í skólagögnum frá
og með skólaárinu 2018 til 2019.
Hlutafallið byggði Velferð-
arvaktin á upplýsingum sem komið
hafði verið á framfæri við Velferð-
arvaktina og á opinberum vettvangi.
Maskína gerði könnun fyrir vel-
ferðarvaktina í júlí og ágúst 2017 en
þá voru 38% grunnskólabarna við
nám í skólum sem ákveðið hafði verið
að veita ókeypis skólagögn.
Talið er að við upphaf skóla-
göngu í næstu viku muni 6% grunn-
skólabarna greiða að hluta til eða að
fullu fyrir skólagögn. Hugsanlegt er
aðhlutfallið sé minna þar sem ekki
fengust svör frá öllum sveit-
arfélögum.
Að sögn Sifjar Friðleifsdóttur,
formanns Velferðarvaktarinnar er
beðið niðurstöðu úr nýrri könnun
Maskínu en hún er væntnaleg í
næstu eða þar næstu viku.
Sif segir að Velferðarvaktin hafi
í nokkur ár beitt sér fyrir því að sveit-
arstjórnir og skólayfirvöld í sveit-
arfélögunum legðu af kostnaðarþátt-
töku foreldra í grunnskólanámi.
Barnaheill, Heimili og skóli og fleiri
hefðu lagt sína krafta fram í barátt-
unni.
Sif segir Velferðarvaktina hafa
bent á að gjaldtaka upp á tugi þús-
unda fyrir skólagögn samrýmist
hvorki anda Barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna né anda grunn-
skólalaga. Það sé mikilvægt að allir
óháð efnahag geti tekið þátt í hefð-
bundnu skólastarfi og þetta sé einn
liðurinn í því.
„Það er hægt að nýta betur
skólagögn, minnka sóun og gera inn-
kaup ódýrari. Þetta léttir fjárhags-
lega undir með barnafjölskyldum og
tekur álag af foreldrum,“ segir Sif.
Barnaheill í baráttunni
Barnaheill hefur frá árinu 2015
staðið fyrir vitundarvakningu og
áskorunum til yfirvalda um að virða
rétt barna til gjaldfrjálsrar grunn-
skólamenntunnar, að sögn Mar-
grétar Júlíu Rafnsdóttur, verk-
efnastjóra innlendra verkefna hjá
Barnaheillum. Margrét segir að í
gjaldtökunni felist mismunun sem
börn eigi rétt á vernd gegn.
„Aðalatriðið er að hvetja alla til
að stíga þetta skref til fulls og þá
njóta öll börn landsins þess. Jafn-
framt er mikilvægt að gjaldfrjáls
skólagögn séu framtíðarfyr-
irkomulag. Til þess að tryggja það
þarf að breyta lögum um grunn-
skóla,“ segir Margrét.
Barnaheill setti á heimasíðu sína
fyrir rúmu ári kort af Íslandi sem
sýndi sveitarfélög sem höfðu veitt
nemendum sínum ókeypis skólagögn.
Kortið hættu samtökin að uppfæra
þegar flest sveitarfélögin höfðu stigið
skrefið til fulls.
Skólagögn ókeypis í
94% grunnskólanna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Skólinn Ókeypis skólagögn koma
barnafjölskyldum vel og létta álag.
Grunnskólabörn og kostnaðarþátttaka
Hlutfall grunnskólabarna sem búa í sveitarfélögum sem hafa afnumið
kostnaðarþátttöku vegna skólagagna skólaárin 2017-2018* og 2018-2019**
Sveitarfélag hefur afnumið
kostnaðarþátttöku skólabarna
Hefur ekki afnumið kostnaðar-
þátttöku skólabarna (eða upp lýs-
ingar ekki borist)
Skólaárið
2018-2019
94%
6%
Skólaárið
2017-2018
38%
62%
Heimild: Velferðar-
ráðuneytið. *Könnun
Velferðarvaktarinnar
frá 2017. **Skv.
viðbótaruppl.
sem Velferðar-
vaktinni hafa
borist eða
birst hafa á
opinberum
vettvangi.
Í lögum um grunnskóla segir að
nemendur í skyldunámi skuli fá
ókeypis kennslu, þjónustu,
námsgögn og annað efni sem
nemendum sé skylt að nota í
námi og samræmist aðal-
námskrá og lögum um grunn-
skóla.
Í sömu lögum kemur fram að
grunnskólum sé ekki skylt að
leggja nemendum til gögn til
persónulegra nota, svo sem rit-
föng og pappír.
Til þess að nemendur geti
stundað nám þurfa þeir að nota
ritföng, stílabækur, möppur, box
og þess háttar.
Barnaheill, Heimili og skóli,
Velferðarvaktin, Samtök sveit-
arfélaga og fleiri aðilar hafa
beitt sér fyrir því um nokkurt
skeið að grunnskólar virði
Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna um gjaldfrjálsa grunn-
skólamenntum og útvegi nem-
endum ritföng og aðrar vörur
sem þeir þurfa til þess að geta
stundað nám án mikils kostn-
aðar.
Grunnskóli
án kostnaðar
LÖG UM GRUNNSKÓLA