Morgunblaðið - 16.08.2018, Qupperneq 43
UMRÆÐAN 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Margar gerðir
af innihurðum
Hjá Parka færðu gullfallegar
innihurðir frá Grauthoff.
Mikið úrval, sjón er sögu ríkari!
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Margar gerðir
af innihurðum
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is | Opið kl. 10-18 virka daga
Misty
Dekraðu
við línurnar
CRUZ SAMFELLA
Stærðir: S-3XL
Verð 5.850 kr.
Það er þetta með ell-
ina. Mörgum, allt frá
dögum Ciceros og
fornra spekinga, hefur
hún verið umhugsunar-
efni, ekki síst þegar
menn standa andspænis
því að hún er óumflýj-
anleg, jafnt fyrir ein-
staklinga sem eru svo
heppnir eða óheppnir
að lifa lengi. Heil sam-
félög höfðu ekki reiknað
með viðlíka ósvífinni fjölgun „í þess-
um málaflokki“ eins og það heitir
nú á dögum; m.ö.o. reiknivélin og
mannlegt innsæi, að ekki sé sagt
meðlíðan, brást.
Hvað er til ráða, því að öll viljum
við lifa í fyrirmyndar-samfélagi
meðal þjóðanna, því hamingjusam-
asta samkvæmt einhverjum erlend-
um útreikningum og með öðrum
orðum í nútíma velferðarríki. Sam-
viskan í brjóstum okkar kennir okk-
ur það býst ég við. En þetta er snú-
inn vandi, því að flestir þeir sem
ráðskast með stjórnunarmál þjóð-
arinnar hafa til dæmis mjög tak-
markaða reynslu af að vera gamlir.
Leggi eldra fólk orð í belg, orð sem
ekki er samkvæmt pólitískri rétt-
hugsun, er því slett til baka, að það
ágæta fólk sé bara gamalt. M.ö.o.
úrelt, ætti helst ekki að hafa kosn-
ingarétt lengur. Því að við köstum
ekki lengur fram af ætternisstap-
anum, það er ekki viðeigandi.
En látum okkur vera jákvæð.
Fyrst það er svona, eins og dæmin
sanna, samfélagslega óheppilegt að
hafa eldra fólk og öryrkja nema
neðst í launastiga þjóðfélagsins og
að eldri borgurum er til dæmis refs-
að fyrir að vera með fulde fem og
atorkuþrá fram yfir gamaldags við-
miðunartölualdur, verður að hugsa
þetta mál upp á nýtt. Satt að segja
virðist manni ekki samfélaginu veita
af reynslu og ýmiss konar hæfni
þeirra sem lengi hafa staðið við
stokkinn. Í bland við orku æsk-
unnar
En sitthvað er
hægt að benda á sem
plástur, þar til komið
er í veg fyrir sárið.
Lykilorð nútímans
heitir hagræðing –
ekki alltaf útskýrð til
annars en að gefa út-
völdum hópum meiri
arð af einhverri starf-
semi. Hér geta eldri
borgarar lagt svo
mikið af mörkum og
um leið haft eitthvað
fyrir stafni annað en kvarta.
Og eitthvað fyrir stafni.
Takið til dæmis eftir því hvað við
hjálpum bönkunum mikið. Við erum
í raun orðin hreinræktaðir banka-
starfsmenn með alla okkar heima-
banka uppi í rúmi (reyndar eigum
við víst að hreyfa okkur líka), svo að
hægt sé að hagræða og fækka
starfsmönnum, þannig að arð-
greiðslurnar hækki. Þannig leggj-
um við okkar af mörkum. Sama
máli gegnir um svo margt sem til
heilla horfir í nútímanum. Við hjálp-
um til dæmis skattinum heilmikið
með því að gera þetta allt með
nokkrum tökkum, hagræðing sem
örugglega lækkar þá skattana í
staðinn. Eða hvað? Svo, ef við erum
enn flugfær, þá flýtum við mikið
fyrir í kraðakinu í fluginu með því
að gefa sjálf út farseðlana; þó að við
séum kannski ekki alin upp við allt
þetta tölvustúss og ekki með til-
tæka unglinga til að gera þetta fyrir
okkur, þá er þó hægt að dunda sér
við þetta svolítinn tíma dagsins, því
að ekki viljum við borga meira fyrir
það að vera eldri borgarar.
Þannig getum við haldið áfram að
telja upp margt skemmtilegt sem
lætur tímann líða hjá okkur eða
drepur hann eins og sumir orða
það, með þeirri þægilegu tilfinningu
að þetta sé til hagræðingar og að
maður sé að gera gagn. Jafnframt
fær maður ekki borgað fyrir þetta
stúss, svo að það kemur ekki niður
á vonandi verðskulduðum skömmt-
uðum eftirlaunum.
Svo er ýmislegt til tilbreytingar,
svo að maður sé ekki daginn á enda
hokinn yfir tölvunum að bjarga
þjóðfélaginu. Til dæmis getur verið
mjög upplífgandi að fara til læknis,
þó að það geti tekið sinn tíma. En á
biðstofunni hittir maður oft
skemmtilegt fólk, alveg eins og í
jarðarförum, sem oft eru vel lukk-
aðar.
Kannski má halda áfram með
svona hótfyndni. En nú er komið að
kjarna málsins. Eldra fólk hefur
staðið andspænis ýmsu sem það á
erfitt með að tileinka sér og finnst
því sem það sé sett til hliðar í sam-
félaginu. En hvað er það á móti
þeirri nýju öld sem við stöndum
andspænis, þegar á þjónustustofn-
unum mæta manni einungis róbótar
sem stama fram frösum á staðlaðri
íslensku (eða ensku, sem er auðvit-
að hagræðnara). Það er nefnilega
næsta skref. Skyldi einhverjum
fleirum ekki þykja þá sem þeim
væri ýtt til hliðar í sínu samfélagi?
Eða eigum við bara að láta hverjum
degi nægja sína þjáningu og nota
engin framtíðargleraugu?
Þessum hugleiðingum er hér með
kastað fram vegna þess að ég veit
að okkar ágætu stjórnmálamenn
sitja nú með sveittan skallann við
að finna út úr því hvernig þeir eiga
að standa við öll faguryrðin um
bætta aðbúð fatlaðra og eldri borg-
ara, hjúkrunarheimilin sem þeir
ætla að byggja án þess til sé mann-
skapur eða fé til að reka slík heim-
ili. Það er ekki víst að það dugi til
lengdar að bara hafa heimabanka,
sem nú er allt kapp lagt á að halda
að manni.
Einn hagræðinn
Að spara tíma fyrir fólk
sem hefir nógan tíma?
Eftir Svein
Einarsson
Sveinn Einarsson
»En þetta er snúinn
vandi, því að flestir
þeir sem ráðskast með
stjórnunarmál þjóðar-
innar hafa til dæmis mjög
takmarkaða reynslu af að
vera gamlir.
Höfundur er leikstjóri.
Ég segi ekki að hernámið á stríðs-
árunum og túristasprengjan nú séu
að öllu leyti sambærileg, en því fer
ískyggilega nærri.
Hvort tveggja skall á við bágar
aðstæður í kreppu og almenningur
tók því fagnandi þegar uppgangur
helltist yfir þjóðina.
En sömu vandamál fylgdu her-
náminu þá og túristunum nú. Hús-
næðisskortur og himinhátt leigu-
og íbúðaverð. Líka mikil fjölgun
farartækja og vondir vegir.
Dátarnir máttu ekki skilja byss-
urnar við sig og túristarnir sleppa
ekki bakpokunum fyrr en í vélinni
á heimleið.
Húsmæður höfðu vinnu af að þvo
af hermönnum og nú blaktir rúm-
fataþvottur af túristum um allt
land.
Í stríðinu spruttu upp staðir með
Fish and chips. Nú verður vart
þverfótað fyrir veitingastöðum sem
bjóða allra landa mat fyrir allra
handa fólk.
Í stríðinu voru ferðatakmarkanir.
Nú er það örtröðin sem takmarkar,
bæði á vegum og við náttúruperlur.
Í stríðslok átti þjóðin fúlgur fjár og
kom því í lóg á stuttum tíma. Hvað
verður nú?
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Þurrkur Víða blaktir þvottur af ferða-
mönnum á snúrum landsmanna.
Tvenns konar hernám
Allt um sjávarútveg