Morgunblaðið - 16.08.2018, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
Þóra Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Jóhannes segist hafa boðið gest-
um reglulega heim til sín þar sem
vörurnar voru prufaðar eftir kúnst-
arinnar reglum. „Það var nóg til að
brjóta ísinn. Það myndaðist alltaf
mikil stemning þegar fólk setti
saman réttina eftir þrepaskiptum
leiðbeiningum. Það var líka litað út
fyrir kassann enda leiðbeiningarnar
einungis hugsaðar sem viðmið,“
segir Jóhannes, en að sjálfsögðu
megi leika sér með hráefnið eins og
hugarflugið leyfir. Einungis sé um
að ræða leiðbeiningar sem gott sé
að styðjast við til að hafa ferlið eins
einfalt og kostur er. Þess má hins
vegar geta að uppskriftirnar að for-
réttunum eru þróaðar af dönskum
kokki í samvinnu við Bocuse d’or á
Íslandi. Margar af vörunum hafa
verið framleiddar um árabil hjá
Ora en einnig voru þróaðar nýjar
vörur sem henta sérlega vel inn í
forréttahugmyndina. Helsta nýj-
ungin er fólgin í framsetningunni
og hugmyndafræðinni að baki.
„Markmiði er að kynna vörurnar
fyrir yngri kynslóðinni, gefa henni
hugmyndir um hvernig má nota
þessar hágæðavörur með einföldum
hætti og bera á borð forrétti sem
líta út eins og færustu mat-
reiðslumenn myndu gera og um
leið bjóða upp á sannkallaða veislu
fyrir bragðlaukana. Við erum að
gera heiðarlega tilraun til að skapa
okkar eigin forréttahefð eins og
tíðkast erlendis. Margar af þessum
vörum eiga sér sess meðal lands-
manna en hér er skrefið tekið um-
talsvert lengra og aðferðafræði á
borð við það sem neytendur þekkja
frá Einn, tveir og elda og Eldum
rétt notuð.“
Hugmyndin er að þú getir ein-
faldlega gripið forréttaboxið út í
búð og án nokkurrar fyrirhafnar og
með skotheldum leiðbeiningum
boðið upp á spennandi og bragð-
góða forrétti á bókstaflega fimm
mínútum. Nú eru þrjú forréttabox
komin í sölu í verslunum Hag-
kaupa, en það eru Creamy Masago
Bites, sem mætti kalla rjóma-
kennda loðnuhrognabita, Crunchy
Caviar Bites (stökkir kavíarbitar)
og Lemony Cod Liver Bites
(þorsklifrarbitar með sítrónu-
bragði). Hvert forréttabox inniheld-
ur þrjár vörur og einfaldar og
þægilegar leiðbeiningar um hvernig
skuli bera sig að.
Líflegt vöruþróunarferli
Allar þessar vörur eru Íslend-
ingum að góðu kunnar en hafa þó
ekki verið vinsæll kostur meðal
yngri kynslóðarinnar en það stend-
ur til bóta enda um að ræða frá-
bæra vöru sem fellur vel að þörfum
fólks – þá ekki síst þeirra sem hafa
ekki mikinn tíma til að elda, langar
að prófa spennandi hráefni eða
hafa ekki allt pláss í heiminum til
að elda margréttaðar kræsingar.
Í vöruþróunarferlinu settum við
okkur þrjár meginreglur sem fylgt
er í einu og öllu.
● Eingöngu er unnið með hágæða
íslenskt hráefni.
● Einfaldar og aðgengilegar upp-
skriftir.
● Það skal taka neytandann innan
við 10 mínútur að setja forréttinn
saman.
Umbúðahönnunin vekur jafn-
framt athygli, en það var danskt
fyrirtæki sem Ora starfaði með
sem sá un hönnunina og var mark-
miðið að leggja áherslu á uppruna
hráefnisins og ferskleikann. Um-
búðirnar voru meðal annars verð-
launaðar á sýningu í París síðasta
haust, sem þykir mikill heiður.
Eins hlaut einn af forréttunum
verðlaun sem Smávara ársins á
sjávarútvegssýningunni í Boston og
á sjávarútvegssýningunni í Brussel,
sem jafnframt er stærsta sjáv-
arútvegssýning í heimi, uppskar
Ora verðlaun fyrir Vörulínu ársins,
en þangað koma mörg þúsund
kaupendur og framleiðendur hvað-
anæva úr heiminum til að kynna
vörur sínar og kynnast því nýjasta
á markaði sjávarafurða.
„Vörurnar hafa fengið frábærar
viðtökur bæði meðal íslenskra neyt-
enda og erlendra. Við hugsuðum
vörulínuna aðallega til útflutnings
en viljum samt leyfa íslenskum
neytendum að kynnast þessum frá-
bæru vörum. Það hefur komið á
óvart hvað viðtökurnar hafa verið
góðar, bæði meðal íslenskra neyt-
enda og ferðamanna. Við höfum
fundið mikinn áhuga meðal ferða-
manna – þá ekki síst í Leifsstöð
þar sem fólk er greinilega að taka
vöruna með sér heim.
Eins og áður segir var eitt af
lykilmarkmiðunum að höfða til
yngra fólks og þróa vöruhugmynd
sem hjálpar nýjum neytendum til
að kynnast þessum hágæðavörum
og gefa þeim hugmyndir um hvern-
ig megi nota þær með einföldum
hætti þannig að úr verði sannkölluð
veisla bæði fyrir auga og bragð-
lauka. „Við unnum með frábæru
fagfólki á öllum sviðum við þróun á
vörunum og vöruhugmyndinni og
gætum ekki verið ánægðari með
útkomuna,“ segir Jóhannes að lok-
um um þessa stórsnjöllu afurð sem
vert er að prófa.
Snjöll útfærsla Gaman er að sjá gamalgrónar íslenskar vörur í nýjum búningi.
Forréttir á fimm mínútum
„Það var strax ljóst í vöruþróunarferlinu að hér
var á ferðinni nýjung sem bauð upp á svo miklu
meira en gott bragð,“ segir Jóhannes Egilsson,
útflutningsstjóri hjá Ora, um vörulínuna Iceland’s
Finest, sem boðar nýja tíma í hérlendri forrétta-
menningu. Um er að ræða vörur sem byggja á
gömlum grunni en með framsetningu sem neyt-
endur tengja við og gera tilveruna töluvert meira
spennandi.
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC