Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
Handafl er traust
og fagleg
starfsmannaveita
með margra ára reynslu
á markaði þar sem við
þjónustum jafnt stór
sem smá fyrirtæki.
Mig langar að byrja á því að hrósa
ykkur öllum sem hafið ákveðið að
hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu
á laugardaginn. Ég veit fyrir víst
að sum ykkar áttu ekki einu sinni
hlaupaskó áður en þið tókuð þessa
framúrskarandi góðu ákvörðun
um að vera með, aðrir eiga hægt
um vik að stunda hreyfingu en láta
það ekki stöðva sig heldur finna
leiðir til þess að vera með. Fyrir
einhverja þarna úti er það lítil
áskorun að hlaupa marga kíló-
metra án þess að blása úr nös,
undirrituð tilheyrir svo sannarlega
ekki þeim hópi þó að viljinn sé fyr-
ir hendi. Sama hvaðan við komum
og hvert við erum að fara eiga þeir
það sameiginlegt sem taka þátt að
búa yfir miklu hugrekki, áræðni
og viljanum til að láta gott af sér
leiða, ekki gleyma þessu þegar þið
eruð alveg við það að gefast upp.
Ég hef nokkrum sinnum á lífs-
leiðinni staðið frammi fyrir
íþróttalegum áskorunum og
stundum verið við það að gefast
upp. Ef þið þekkið þessa tilfinn-
ingu þá getur verið ágætt að
minna sig á eftirfarandi atriði
Tilgangurinn
Það koma tímabil þegar þú
spyrð þig hvað í ósköpunum þú
sért búin að koma þér í. Af hverju
ertu að þessu og fyrir hvern?
Vertu tilbúin með svar sem gefur
þér orku. Eins og til dæmis: Ég er
bæði að þessu til að styrkja mig og
þau góðgerðarsamtök sem ég
hleyp fyrir. Áheitin sem ég er búin
að safna skipta máli.
Sjáðu það fyrir þér
Hvernig mun þér líða þegar þú
ert búin(n) að hlaupa? Hvernig er
tilfinningin? Hvernig ætlarðu að
verðlauna þig? Þetta eru allt
spurningar sem fá þig til að sjá
fyrir endann á verkefninu og
hjálpa þér við að halda einbeit-
ingu.
Hægðu á þér
Ef þú ert komin(n) með blóð-
bragð í munninn ertu að hlaupa of
hratt. Ein mesta áskorun sem
hlauparar standa fyrir er að hægja
á sér og þá sérstaklega í upphafi
hlaups. Það er hundleiðinlegt að
vera gjörsamlega sprungin(n) eftir
nokkur hundruð metra. Manstu
eftir héranum og skjaldbökunni?
Eftirleikurinn
Til hamingju með áfangann, þú
ert komin(n) í mark. Ekki gleyma
að teygja og hugsa vel um þig. Ég
mæli með því að kíkja í sund og
fara jafnvel í heita og kalda pott-
inn til skiptis. Ef þú hefur lítið sem
ekkert hlaupið áður ertu núna bú-
in að brjóta ísinn, haltu áfram að
hlaupa þó að það sé ekki nema
bara fyrir þig.
rikka@k100.is
Hugleiðingar
um hlaup
Fram undan er fjölmennasta hlaup ársins og segja
skipuleggjendur að búast megi við 15 þúsund
manns í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn. Þrátt
fyrir að einungis tveir dagar séu til stefnu er ekki of
seint að huga að því hvernig hægt er að láta sér líða
sem best á meðan á hlaupinu stendur og ekki síst
með hvaða hugarfari farið er í hlaupið.
Krefjandi að fela Bubba Morthens
Þetta var í fyrsta sinn sem Bubbi kom fram á
Fiskidagstónleikunum og Friðrik Ómar hafði beðið
hann að ljúka tónleikunum í ár og það yrði að vera
óvænt. „Þannig að við æfðum í leyni með hljóm-
sveitinni og tókum eitt rennsli,“ segir Bubbi. Frið-
rik Ómar segir engan í verkefninu, nema hljóm-
sveitina sem æfði með honum, hafa vitað af þessu.
„Hann kom bara baksviðs þegar það voru tvö lög í
hann. Við þurftum að koma honum frá Akureyri
og upp í frystihús, í gegnum bæ sem var troð-
fullur,“ segir Friðrik Ómar í spjalli við þátta-
stjórnendur Magasínsins. „Það er krefjandi að fela
Bubba Morthens. Ég skal alveg viðurkenna það.
En það tókst. Þetta var meiriháttar og Bubbi stóð
sig eins og hetja. Þetta var rosalegt móment,“ út-
skýrir Friðrik Ómar.
Bubbi hrifinn af störfum Friðriks Ómars
Bubbi mætti svo á svið við mikinn fögnuð við-
staddra og byrjaði á laginu Hiroshima. Í framhald-
inu flutti hann ásamt hljómsveitinni lögin „Stál og
hníf“ og „Rómeó og Júlíu“. Að því loknu komu Ey-
þór Ingi, Friðrik Ómar og Matti Matt. inn á svið og
saman fluttu þeir lagið „Mýrdalssand“.
Bubbi hafði gaman af samstarfinu við Friðrik Óm-
ar, en þeir höfðu ekki unnið saman áður. Hann segir
Friðrik Ómar sporgöngumann og „mögulega einn
besta tónleikahaldarann á Íslandi, sem hefur lagt
nýjar línur“.
„Djöfull ertu seigur gamli“
Bubbi lýsir því á einlægan máta hvernig lista-
maðurinn efast um vinsældir og fylgjendur. Hann
segist meðvitaður um trygga aðdáendur allt frá
árinu 1980 en að sá hópur eldist og því sé erfitt að
átta sig á fylgjendum tónlistarinnar í dag. „Þannig
að þegar ég kom inn á sviðið, þar sem 30.000
manns tóku á móti mér, þá var ég auðvitað alveg
kjaftstopp yfir móttökum. Það eru engin orð sem
fá því lýst hvers konar móttökur ég fékk þarna.“
Hann segir það ólýsanlega tilfinningu þegar ung-
lingar, krakkar og fullorðnir standi og syngi með
hvert einasta orð sem flutt er og fagnaðarlætin eft-
ir því. „Maður hugsar: ja hérna hér, djöfull ertu
seigur gamli!“ segir Bubbi að lokum og hlær.
hulda@k100.is
Ljósmynd/Rigg ehf.
Kjaftstopp Bubbi Morthens segir það forréttindi að syngja fyrir fjórðu kynslóð Íslendinga.
Fiskidagurinn á topp 10 hjá Bubba
Bubbi Morthens var óvæntur gest-
ur á lokatónleikum Fiskidagsins
mikla á Dalvík. Í Magasíninu, síð-
degisþætti K100, sagðist Bubbi
hafa komist óséður alla leið á
sviðið íklæddur veiðigalla. Hann
hrósaði Friðriki Ómari Hjörleifs-
syni, tónleikahaldara og eiganda
Rigg ehf., fyrir glæsilega tónleika
og skipulagningu, en þetta voru
sjöttu tónleikarnir sem Rigg ehf.
bauð upp á. „Þetta var upplifun
sem fer á topp 10 á mínum ferli,
takk öll þið sem deilduð sviðinu
með mér,“ segir hann í ummælum
á Facebook hjá Friðriki Ómari að
tónleikum loknum.