Morgunblaðið - 16.08.2018, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 16.08.2018, Qupperneq 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 nokkur góð ár inni á milli en alltaf náði krabbinn að lauma sér inn aftur. Hún barðist við krabbann af miklu æðruleysi og vakti það at- hygli hvað hún var alltaf jákvæð og lét ekki veikindin aftra sér í því sem hún tók sér fyrir hendur. Síðustu vikur hafa verið erfiðar og fyrstu einkenni sorgarinnar, doðinn, hafa einkennt þær. Það verður skrítið að geta ekki hringt eða kíkt á hvor aðra og spjallað eins og við gerðum alltaf svo lengi. Mikill er missir okkar en mest- ur er þó missir drengjanna þinna Heiðars Más og Heimis Daða og litlu fjölskyldu hans, ég reyni mitt besta með að umvefja þau öll og leiðbeina á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir allar okkar yndis- legu stundir og minningar sem voru svo margar. Minning þín er ljós í lífi okkar, elsku Kristín mín. Þín, Jóna Rut. Í dag kveðjum við æskuvin- konu okkar Kristínu. Það er margs að minnast. Við vorum fjórar stelpur sem bund- umst vináttuböndum í Barnaskóla Grindavíkur, og sú vinátta hefur haldist alla tíð. Þrátt fyrir að við byggjum á sitthvorum staðnum og löndum komum við því alltaf í verk að hitt- ast reglulega og oft hittumst við líka með barnahópinn okkar, en sterk vinátta hefur líka myndast milli barnanna okkar. Þegar við vorum fertugar tók- um við okkur til vinkonurnar og skelltum okkur í siglingu á Kar- íbahafinu. Minningarnar úr þess- ari ferð eru ógleymanlegar. Þrátt fyrir erfið veikindi var Kristín alltaf jákvæð, alltaf vel til höfð og falleg. Innilegar samúðarkveðjur sendum við ástvinum hennar, Heiðari Má, Heimi Daða, Söru, Margréti, Hermanni, Jónu Rut og fjölskyldum. Megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minning hennar verður ljós í lífi okkar. Hrafnhildur (Abba), Guðrún Bára (Gunna Bára) og Ingibjörg. Elsku Kristín. Elskuleg vinkona mín er fallin frá eftir löng og erfið veikindi. Hún kom inn í líf mitt og fjöl- skyldu minnar fyrir 27 árum í Klukkubergi í Hafnarfirði. Við náðum strax vel saman og börnin okkar léku sér mikið saman. Hún Kristín var einstök kona, hún barðist við krabbamein í 23 ár með lífsviljann að vopni og ein- stakt æðruleysi. Hún gafst aldrei upp og var sonum sínum, tengda- dóttur og barnabörnum til fyrir- myndar. Ég tel mig heppna að hafa fengið tækifæri til að kynnast svona einstakri konu. Kristín var alltaf brosandi, einlæg, hjartahlý, trygg, sterk, hugrökk, klettur og umfram allt geislaði af fegurð, að innan sem utan. Það er mikill missir að þér, kæra vinkona, og mun ég og fjölskylda mín minnast þín með söknuði að eilífu. Elsku Heiðar Már, Heimir Daði, Sara, Aron Daði, Emilía Diljá og aðstandendur, megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þögn í sorg þrengir að hjarta. Dagur breytist í dimma nótt. Helkaldur vindur þyrlast um endalausa eyðimörk hugar þíns. Þá flýgur lítill fugl, frjáls og glaður, hnitar hringa yfir höfði þér, lyftist mót himni, mót rísandi sól bak við skýin, kveður þér söngva sína, – sendiboði englanna –. Og þú finnur aftur ilm af gróðri jarðar, andblær lífs og vonar. Þú veist að drottinn hefur snert þig fingri sínum. Sál þín fyllist friði og þökk fyrir allt sem þú fékkst að eiga. (Sigríður I. Þorgeirsdóttir) Takk fyrir allt saman, elsku vinkona mín. Þín Guðrún H. Aðalsteinsdóttir (Gunna). Þegar ég mætti í Langholtsú- tibú Landsbankans voru það tvær mestu skvísurnar þar sem tóku mig í raun að sér og Kristín var önnur þeirra. Hún tók í höndina á mér og sagði: „Sæl, Kristín heiti ég.“ Ég heilsaði henni og sagði: „Sæl Stína.“ Við Stína unnum saman í fimm mánuði og úr varð ævilöng vinátta. Við vorum ungar og brölluðum margt saman, fórum t.d. til Mal- lorca. Við gátum endalaust rifjað upp þá ferð enda lyginni líkust. Á þessum tíma átti Stína flottasta bílinn sem ég hafði komið í og rúnturinn oft tekinn. Stína hafði gaman af að hitta fólk, syngja, dansa og skemmta sér. Áður en við vissum af vorum við komnar með maka og fjölskyldulíf tók við. Við skildum báðar og þá varð okk- ar samband nánara. Við bjuggum sjaldan á sama stað og því voru símtöl okkar ær og kýr á milli þess sem við hittumst. Stína var smart klædd og fylgdist vel með hvað var í tísku hverju sinni. Ég vildi að hún yrði stílisti. Hún var alltaf langflottust hvar sem hún kom! Eftir því sem árin liðu og við kynntumst betur sá ég og fann að hjarta hennar var úr gulli. Hún var yfirveguð, stundum einhvern veginn ósnertanleg en samt svo hlý og umvefjandi. Hún hafði ein- staka manngæsku til að bera, virðingu fyrir sjálfri sér og sínum og óbilandi trú á lífið. Hún greindist alltof ung með krabbamein sem hún var með í um 24 ár. Oft hef ég hugsað um það hvernig hún gat borið sig eins vel og hún gerði. Haldið reisn sinni og fundið styrk í hjartanu og æðruleysi gagnvart því sem verða vildi. Haldið áfram veginn og allt- af séð sólina þrátt fyrir spár um skýjafar og rigningu. Upplifað „allt“ á eigin skinni en haldið samt ótrauð áfram. Sýnt sjálfri sér og öðrum að lífið er núna og því bæri að fagna og njóta eins og kostur væri. Hún barðist í hljóði en samt þannig að eftir var tekið. Ég veit að hún var fyrirmynd margra sem kynntust henni. Hún gaf mörgum von, von um líf með ólæknandi mein. Stína eignaðist tvo drengi, Heiðar Má og Heimi Daða Hilm- arssyni, og gaf þeim eins gott veganesti og ein manneskja getur gefið. Hún eignaðist tvö barna- börn, sem voru sólargeislar henn- ar síðustu árin. Elsku hjartans vinkona, ég kveð þig, full þakklætis fyrir allt það góða sem þú sýndir mér. Öll góðu ráðin, hvatninguna, hrósin, stuðninginn, skilninginn og tryggðina. Minningin um þig mun verma hjarta mitt og fylgja mér og okkur, sem vorum svo heppin að fá að kynnast þér. Ég skrifaði til vinar míns „hjarta mitt grætur“. Hann sýndi mér samúð sína í verki og orti þetta ljóð, Vinkonuminning: Mót himninum hjarta mitt grætur og heiminum vorkenni ég því fegurð sem festi hér rætur er farin um englanna veg. Og tárin í fótspor mín falla á fræin sem þáðu þitt ljós en dásemd um dagana alla skal dafna sem yndisleg rós. Er vonin þín vakti um nætur þú veikindum ýttir frá þér. Mót himninum hjarta mitt grætur þó hef ég þig alltaf hjá mér. (Kristján Hreinsson) Heiðar Már, Heimir Daði, Sara og börn, ásamt stórfjölskyldu, missir ykkar er mikill. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið góðan Guð að styrkja ykkur. Sigurveig María Kjartansdóttir. Þakklæti, velvild, söknuður og nístandi sorg fyllir hjarta mitt þegar ég kveð bestu vin- konu mína til 35 ára, hana Krist- ínu Guðmundsdóttur. Á milli okkar ríkti ávallt djúp og trygg vinátta sem aldrei bar skugga á. Kristín kom inn í líf mitt einn yndislegan vordag og þeim degi gleymi ég seint, því hann var upphafið að einstöku trúnaðar- sambandi, ólýsanlegri vináttu og miklum kærleik. Kristín var einstök mann- eskja sem forréttindi voru að fá að ferðast með í gegn um lífið. Yfir henni hvíldi mikil reisn, glæsileiki, hlýja og friður. Hún var ávallt glæsilega tilhöfð, þannig að eftir var tekið. Naut mikillar virðingar hvar sem hún fór og náði að vinna traust sam- ferðamanna sinna, var hlédræg, æðrulaus og þakklát. Talaði fal- lega um allar manneskjur, elsk- aði lífið, syni sína og fjölskyldu. Okkur er úthlutað mismun- andi verkefnum í þessu lífi, Kristín fékk erfitt verkefni, lífs- hættulegan sjúkdóm, sem hún barðist við í 23 ár. Hún tókst á við sín erfiðu og ströngu veik- indi af aðdáunarverðum krafti, djörfung og hugrekki. Við get- um talist lánsöm takist okkur að mæta örlögum okkar, hver sem þau eru, með slíkum sigurvilja, bjartsýni og reisn. Uppgjöf var ekki til í hennar orðabók og hún var alltaf trú sinni sannfæringu. Kristín hefur verið í meðferð- um uppi á krabbameinsdeild Landspítalans meira og minna síðan hún greindist og vil ég þakka Helga Sigurðssyni lækni og Helgu hjúkrunarfræðingi, sem hafa annast hana að mestu, fyrir faglega umönnun og um- hyggju í hennar garð. Við Krist- ín fórum saman ófáar ferðirnar upp á deild og einsettum okkur að hafa þessar stundir bjartar og skemmtilegar. Gæddum okkur á kaffi og bakkelsi meðan lyfin runnu inn, þetta voru okkar gæðastundir. Þarna leystum við heimsins vandamál, hlógum eða þögðum. Með Kristínu var líka gott að þegja. Stundum féllu tár og þá þurfti ekki mörg orð. Þessara stunda mun ég sárt sakna, því þær voru okkar. Kristín naut þessara stunda og talaði hún um að þær léttu henni róðurinn. Í þessari vinkvennavegferð okkar Kristínar höfum við klifið fjöll og gengið niður dali, vorum sammála um að það væri líf eftir dauðann og hlökkuðum til að hittast á ný. Töluðum um að skipuleggja okkar eigin jarðarför og keypti Kristín bók til þess, gaf mér ein- tak og fyllti sína út og nú verður jarðarförin í hennar eigin anda. Milli okkar Kristínar er órjúf- anlegur strengur sem aldrei mun slitna. Kristín gaf mér inn- rammaða vísu til að minna mig ávallt á vináttu okkar: Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna, Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Þessi vísa huggar mig þegar ég á hvað erfiðast, eftir að Krist- ín kvaddi, vísan gerir mig þakk- láta fyrir að hafa fengið að upp- lifa ómetanlega og sanna vináttu. Minningin um einstaka konu, sjaldséðan demant, lifir í hjört- um okkar allra sem henni kynntumst. Vinum Kristínar, systkinum, sonum hennar sem hún elskaði meira en lífið sjálft, Heiðari Má og Heimi Daða, barnabörnum og fjölskyldum, votta ég mína dýpstu samúð. Hanna Birna Jóhannesdóttir. Góð minning er gulli betri. Hvað lífið getur verið bæði erfitt og yndislegt. Fyrir 23 árum eignaðist ég vinkonu. Við hitt- umst á krabbameinsdeild Land- spítalans. Síðan hefur sá þráður haldist. Dvöl okkar tengdi okkur tryggðarböndum. Yndislegt fólk á stofnuninni leiddi okkur á sömu stofu og var bæði hlátur og grát- ur þar. Eurovisionkvöld, kín- verskur matur og smá sérrí. Síðan eru liðin mörg ár. Ég slapp en þessi góða og trygga vinkona er farin. Ég sakna henn- ar og bið góðan Guð að taka hana til sín. Elsku Heiðar Már og Heimir Daði. Mínar innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar. Ingibjörg Leifsdóttir. Nú er komið að kveðjustund. Við vinkonurnar kveðjum elsku Kristínu okkar. Af Kristínu stafaði góðvild og hlýja og ætíð sá hún það góða og bjarta í samferðafólki sínu. Bar- áttuþrek hennar var óbilandi og smitaði hún okkur vinkonurnar með jákvæðni sinni og viljastyrk, og af henni lærðum við að vera þakklátar fyrir allt það sem okk- ur auðnast í lífinu. Sofðu vært elsku vinkona. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku Kristín, takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Þín verður sárt saknað. Elsku Heiðar Már, Heimir Daði og aðrir aðstandendur, megi Guð gefa ykkur styrk á erf- iðum tímum. Innilegar samúðarkveðjur frá saumaklúbbnum. Hulda, Sigrún, Margrét, Hildur, Dröfn, Erla og Hrafnhildur (Abba). Það er sárt að setjast niður og skrifa fáein kveðjuorð um fyr- irmynd mína og hetju sem er látin eftir áratuga hetjulega baráttu við krabbamein. Kristín kom inn í líf mitt þeg- ar ég var smábarn og hún bara 10 ára og passaði mig eiginlega alla ævi, það var eins og hún væri bara mamma mín eða stóra systir, sótti mig með rútu til Reykjavíkur eftir að við fluttum frá Grindavík og hafði mig hjá sér um helgar. Seinna þegar hún fékk bílpróf sótti hún mig bara oftar og alltaf hlakkaði ég mikið til að hitta Kristínu og hennar fólk, sem lét mér líða eins og ég væri flottasti prinsinn í heiminum. Jólin hjá þeim voru í miklu uppáhaldi hjá mér, það var ein- hvern veginn allt svo fallegt eins og að sitja við litla jólahúsið, horfa á 8 mm kvikmyndir sem Gummi hafði tekið og einhvern veginn gaf Kristín mér alltaf skemmtilegar jólagjafir sem mér þótti sérstaklega vænt um, t.d. þegar ég var 11 ára gaf hún mér kassettu með Páli Vil- hjálmssyni „Algjör Sveppur“ sem ég hlusta ennþá dag í dag og kann utan að, hún vissi alltaf hvað mig langaði í. Árið 1999 eignuðumst við Guðrún stelpu sem við skírðum Kristínu Helgu í höfuðið á henni og var hún afar stolt af nöfnu sinni og líka af stráknum okkar Árna Flóvent, henni fannst hún eiga helling í þeim alla tíð. Veikindin tóku stóran toll af lífi hennar en ég hef aldrei á æv- inni séð neina manneskju mæta svona veikindum af jafnmikilli yfirvegun, kjarki og æðruleysi. Alltaf bar hún sig vel og hafði yfirleitt meiri áhyggjur af öðr- um en sjálfri sér þótt hún væri sjálf sárþjáð og bar alltaf mikla umhyggju fyrir öllum og mátti ekki neitt aumt sjá. Elsku Heiðar Már, Heimir Daði , fjölskylda og vinir, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni því heimurinn hefur misst eina af sínum albestu dætrum en nú er hún laus við kvalir og hefur örugglega fengið góðar móttökur í sumarlandinu frá foreldrum sínum Jónu og Gumma. Minning um einstaka konu lifir. Hvíl í friði, elsku Kristín Guð- mundsdóttir. Samúðarkveðjur. Vilbergur Flóvent Sverrisson og Guðrún Elísabet Árnadóttir. Elsku Kristín okkar. Alltaf hefur þú verið stór hluti af lífi okkar og höfum við eig- inlega litið á þig sem eina af ömmum okkar. Við höfum alltaf litið upp til þín vegna þess hve sterk og flott þú varst og munt þú alltaf vera fyrirmynd okkar. Þú varst alltaf svo jákvæð og gerðir alltaf svo gott úr öllu. Við söknum þín mik- ið og munum alltaf elska þig. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endur- gjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Margrét Fríða, Viktor Örn og Rebekka Rut. „bauðtertuna“ fyrir afmælisboð. Lagði hann sérstaka áherslu á að það ætti að sleppa sveppunum og var nú ekki feiminn að koma fram með sínar kröfur. Einar Kristján var með stóra og viðkvæma sál. Hann átti oft erfitt með að sýna þá hlið á sjálf- um sér og setti hann oft upp ákveðinn skjöld sem hann faldi sig á bak við. Eitt það besta sem hann skildi eftir sig í þessu lífi er litla stelpan hans, hún Alía Mar- grét, sem hann elskaði af öllu hjarta. Alía er mikil pabbastelpa og er ýmislegt í fari hennar sem minnir á Einar. Við eigum eftir að sakna hans Einars Kristjáns sem okkur þótti afar vænt um og mun hann skilja eftir sig stórt tóma- rúm í fjölskyldunni. Þorbjörg, Dagný og Anna Lilja. Elsku Diddi minn, Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin; mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur.) Guð blessi þig. Þín frænka, Guðrún. Það er með trega sem við kveðjum Einar Kristján, eða Didda eins og hann var kallaður sem barn. Þótt honum hafi nú ekki líkað við það gælunafn í seinni tíð var hann ávallt Diddi í okkar augum. Hann var annar parturinn af því tvíeyki sem hann og tvíburabróðir hans Gummi skipuðu. Þótt þeir hafi verið ólíkir voru þeir einstaklega nánir og góðir félagar sem studdu og gættu hvor annars í gegnum súrt og sætt. Vitanlega gekk ýmislegt á á milli þeirra bræðra, enda með ólíka skapgerð og lund. Einar Kristján var mjög glað- vært og virkt barn. Hann var uppátækjasamur og ollu uppá- tæki hans oft á tíð kátínu en einn- ig töluverðum áhyggjum. Hann var greindur en átti erfitt með að festa hugann við lærdóm og var það honum oft um megn að sitja kyrr í lengri tíma. Hann var við- kvæmur, næmur, hjartahlýr en um leið áhrifagjarn. Má segja að hann hafi verið tvær ólíkar per- sónur: persónan sem hann lang- aði til að vera og persónan sem hann var innst inni. Annars vegar var hann töffarinn með tattúin sem hlustaði á Marilyn Manson, stundaði líkamsrækt og talaði hátt og mikið. Hins vegar var hann þessi blíði, fallegi sjarmör sem elskaði Birgittu Haukdal og bræddi hjörtu allra. Fyrir þremur árum eignaðist hann sólargeislann í lífi sínu, Alíu Margréti, með henni Tiffany sem honum þótti ávallt vænt um þrátt fyrir stutta sambúð. Þegar Einar Kristján var með henni Alíu Mar- gréti sást hvernig töffaraskapur- inn bráðnaði af honum. Þá sá maður hvaða persónu hann hafði til að bera, hversu mikið hann hafði að gefa og hversu hjartahlýr og yndislegur hann gat verið. Hann var vinamargur, en án efa var amma Dóra hans traust- asti vinur. Hún studdi við bakið á honum í gegnum erfiðustu stund- irnar í lífi hans og leitaði hann ávallt til hennar. Sama hvað bját- aði á missti hún aldrei trúna á hann. Það voru ótalmargir sem reyndust honum vel í gegnum tíð- ina, allt frá kennurum sem voru honum ómetanlegir þegar hann átti erfitt uppdráttar í skóla til pabba hans sem stóð með honum sem klettur í gegnum lífsins ólgu- sjó. Einars Kristjáns verður sárt saknað og mikill er missir þeirra sem stóðu honum næst. Víst er að enginn sem kynntist Einari Kristjáni mun gleyma honum, þá sérstaklega ekki litla ástin hans, Alía Margrét. Við vottum Ingu, Dumma, mökum þeirra og börn- um okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að veita þeim öllum styrk í þessum raunum. Hildur og Ásgeir. Elsku hjartans Einar Kristján minn. Allt of snemma fórstu frá okkur. Þegar ég hugsa núna til baka koma upp í hugann myndir af þér ein af annarri. Alltaf ert þú brosandi í minningunni og birtan sem umkringdi þig ávallt situr svo fast í huga mér. Þú varst ein- stakur. Eins og engill sem núna er floginn á braut. Fallegur, hjartahreinn, einlægur, glettinn og jákvæður. Alltaf varstu svo trúr sjálfum þér, svo sjálfum þér líkur. Hvað þú varst stoltur, ást- ríkur og umhyggjusamur faðir hennar Alíu, þar sýndir þú hvern mann þú hafðir að geyma. Það er sárt að sjá þig ekki hér aftur. En ég veit að við munum hittast aftur á öðrum stað, bara seinna. Takk fyrir allt Einar Kristján, takk fyr- ir að fá að vera vinur þinn. Hugur minn er hjá þér í dag, elsku Gummi og fjölskylda. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morhens) Anna Helga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.