Morgunblaðið - 16.08.2018, Síða 55

Morgunblaðið - 16.08.2018, Síða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 ✝ Sigurður Þór-hallsson fæddist á Skriðulandi í Kol- beinsdal 21. apríl 1933. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 2. ágúst 2018. Hann var sonur hjónanna Helgu Jó- hannsdóttur, f. 14. maí 1897, d. 17. des. 1941, og Þórhalls Traustasonar, f. 9. maí 1908, d. 14. febr. 1947, bónda á Hofi í Hjaltadal og Tuma- brekku í Óslandshlíð. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum sem fluttu að Hofi í Hjalta- dal vorið 1933 og bjuggu þar til vorsins 1945. Eftir lát Helgu flutti Þórhallur með barnahópinn sinn að Tumabrekku í Óslandshlíð. Systkini Sigurðar voru: 1) Gunnar Jóhann Pálsson, f. 1928, kvæntur Kristínu Jónsdóttur (bæði látin). Þau eignuðust fjögur börn. 2) Kristín Hallfríður, f. 1931, gift Rögnvaldi Sigurðssyni (bæði látin). Eignuðust þau tvö börn. 3) Tryggvi, f. 1936, kvænt- ur Kristínu Björgvinsdóttur, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust vinnustarfsmanna og sat í fyrstu stjórn þess, auk þess sem hann var þar formaður 1975-1978. Sig- urður var einnig í stjórn Sam- vinnuferða hf. og Samvinnu- ferða-Landsýnar hf. 1977-1986 og í skólanefnd Samvinnuskólans í nokkur ár. Fyrri kona Sigurðar er Kol- brún Kristjánsdóttir frá Ak- ureyri, f. 17. júní 1933. Þau skildu. Þeirra börn eru: a) Helga, hjúkrunarfræðingur og myndlist- armaður. Maki hennar er Viðar Aðalsteinsson mannrækt- arráðgjafi. Dætur þeirra eru Þór- ey, jógakennari og leiðsögukona, og Helga Sóley, ferða- málafrömuður. Maki hennar er Kristján Már Gunnarsson. b) Kári, sjómaður, skáld og hugs- uður (látinn). Seinni kona Sigurðar er Sig- ríður Benediktsdóttir frá Efra- Núpi í Miðfirði, f. 10. maí 1937, fv. verslunarmaður. Þeim varð ekki barna auðið. Lifir hún mann sinn. Dóttir Sigurðar og Birnu Frið- bjarnardóttur (látin) frá Ak- ureyri er Sumarrós (Rósa) fram- haldsskólakennari. Maki hennar var Gísli Torfason kennari (lát- inn). Sonur þeirra er Torfi S., kennari. Maki hans er Arna Lind Kristinsdóttir. Þau eiga soninn Gísla Berg. Útför Sigurðar fer fram frá Áskirkju í dag, 16. ágúst 2018, klukkan 15. fjögur börn. 4) Tóm- as Björn, f. 1938, kvæntur Kristjönu Sigurðardóttur, sem lifir mann sinn og eiga þau þrjár dæt- ur. Sigurður lifði öll systkini sín. Hann hlaut barnafræðslu í Hólahreppi og Óslandshlíð, lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar 1950 og síðar prófi frá Lögregluskóla rík- isins og Tryggingaskólanum. Hann stundaði ýmsa almenna vinnu á sjó og landi til ársins 1955 er hann hóf störf hjá Lögreglunni í Reykjavík þar sem hann starfaði í 10 ár. Sigurður hóf störf hjá Samvinnutryggingum 1965 og starfaði þar í 23 ár í mörgum deildum fyrirtækisins, síðan hjá Sjóvá-Almennum tryggingum. Hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga 1991 og gegndi því starfi í nokkur ár. Sig- urður vann að ýmsum félags- málum. Hann vann að stofnun Landssambands íslenskra sam- Rætur pabba lágu í Hjaltadaln- um og þangað leitaði hugur hans oft, heim í dalinn fagra. Minning- arnar frá árunum að Hofi í Hjalta- dal og Tumabrekku í Óslandshlíð voru honum bæði ljúfar og sárar. Þarna átti hann ásamt systkinum sínum og foreldrum sínar mestu sælustundir en líka þær döprustu þegar barnahópurinn missti móður sína, og nokkrum árum síðar föður sinn. Fasti punkturinn í tilverunni, heimilið, leystist upp og börnin fóru hvert í sína áttina, en kær- leiksríkt fólk tók þau að sér næstu árin, veitti þeim skjól og ást, frum- þarfir hverrar manneskju. Ung hleyptu þau heimdragan- um og tókust öll á við erfiðleika af manndómi og dugnaði og voru traust og heil í lífi sínu. Pabbi var sá síðasti úr barnahópi þeirra Helgu Jóhannsdóttur og Þórhalls Traustasonar til að kveðja þessa jarðvist. Pabbi sofnaði inn í eilífðina að kvöldi 2. dags ágústmánaðar eftir langvinn veikindi. Hann var saddur lífdaga. Á dánarbeði sagðist hann hafa lifað langa ævi og vera nokkuð sáttur við líf sitt. Það voru hins veg- ar hlutir sem hann hefði viljað hafa öðruvísi, en þeir hafa allir verið gerðir upp í gagnkvæmri sátt okk- ar systra, fjölskyldna okkar og hans. Sorgin varð oft á vegi hans, sárust var hún við foreldramissinn sem barn og sonarmissinn seinna á lífsleiðinni þegar hann missti Kára sinn. Þessi þungu högg lifðu með honum alla tíð og við hyggjum að aldrei hafi liðið sá dagur að hann hugsaði ekki til þessarra einstak- linga sem hann unni svo heitt. Hann var mikið góðmenni, kær- leiksríkur og bar umhyggju fyrir sínu fólki, þrautgóður á rauna- stund. Hann tók veikindum sínum og dauðadóminum af miklu æðru- leysi og reyndi jafnframt að leyna því þegar honum leið illa til að hlífa okkur sem stóðum honum næst. Það var ekki í hans anda að kvarta. Við vonum að hann hafi skynjað hve okkur systrum og fjölskyldum okkar þótti vænt um hann. Tilver- an er tómleg án þess að eiga eftir að heyra í honum í síma eða heim- sækja hann. Þetta er hins vegar gangur lífsins og að sama skapi svo gott við lífslok ef fólk er satt lífdaga og nokkuð sátt. Það léttir á sorgarhjartanu að hafa þá sýn, að nú séu systkinin frá Hofi og Tumabrekku sameinuð á ný með foreldrum sínum og Kára bróður okkar, sem hefur örugglega verið fremst í móttökunefndinni og tekið á móti honum fagnandi fyrir innan gullna hliðið. Þessi lífssýn er okkur eðlislæg og hún líknar! Eft- irfarandi ljóð orti Kári bróðir okk- ar upp úr tvítugu og gerum við orð hans, ljóðið Trú, að orðum okkar: Í húmi dagsins birtast rökkurstundir þá sálin klæðist ljósu myrkri við göngum ein og allt er eins og áður sandurinn er gljúpur vatnið sverfur bergið meitlast seint og seint mannsævin er ofurlítill dropi lítið spor í átt að stórum huga við leitum ein og fetum furðuvegi því það er eina leiðin – og hljómur orða aðeins tómið eitt. (Kári Sigurðsson) Blessuð sé minning elsku pabba okkar og við biðjum Guð að geyma hann ásamt öðrum gengnum ást- vinum og kveðjum hann með kærri þökk fyrir allt og allt. Helga og Sumarrós (Rósa). Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Kveðja frá dóttursyni og langafastrák, Torfi og Gísli Berg. Elsku afi okkar. Það var mikil blessun að vera hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim. Nú hugsum við til þín með ást og gleði og munum sindrandi aug- un þín og brosið þitt hlýja þegar við héldum í hendur þínar nokkr- um tímum fyrir andlátið. Við fundum svo sterkt fyrir því að þú vissir af okkur alveg fram undir það síðasta og þóttir vænt um ná- vist okkar og að við fylgdum þér úr þessari jarðvist, inn um hliðið gullna. Megi englarnir umvefja þig og blessa. Í himneskri vitund sinni er manneskjan sem fuglinn frjáls og getur baðað sig í ljósi friðar, sannleika og visku, ásamt systkinum sínum. (Helga Sigurðardóttir) Helga Sóley Viðarsdóttir og Þórey Viðarsdóttir. Öðlingur er fallinn frá. Sig- urður,eða Siggi eins og hann var kallaður í fjölskyldunni, var lífs- glaður maður. Hann var glaðvær og glettinn, hlýr í viðmóti og hafði góða nærveru og þétt handtak. Siggi hafði afskaplega gaman af að ferðast um landið og kynn- ast fólki af öllum stéttum. Hann var með eindæmum ættfróður. Þá var hann mikill lestrarhestur og vitnaði oft í bókmenntirnar. Mikill vinskapur var alla tíð á milli foreldra okkar og þeirra Sigga og Siggu móðursystur okk- ar. Það var tilhlökkunarefni þeg- ar von var á þessum glæsilegu hjónum í heimsókn, hvort sem það var í Miðfjörðinn eða í Reykjavík. Samverustundirnar voru nota- legar, líflegar og skemmtilegar. Þá var margt rætt, farið með vís- ur og gripið í bridge. Skotist var út í heyskapinn á Grundarási og til silungsveiða á Arnarvatns- heiði. Í fjölskylduboðum naut Siggi sín einnig í hvívetna. Söng- ur, spjall og gleði var þar allsráð- andi. Siggi og Sigga voru samhent hjón sem báru ríka umhyggju hvort fyrir öðru. Þau voru sam- stiga í sameiginlegu áhugamáli sínu, hestamennskunni og sinntu því um áratugaskeið af mikilli alúð og elju. Siggi studdi vel við bakið á Siggu sinni og var afar stoltur af frábærum árangri hennar í hesta- íþróttum, en hún varð meðal ann- ars Íslandsmeistari í fjórgangi. Hann var kletturinn í lífi Siggu og var umhugað um velferð hennar til hinstu stundar. Siggi var einstaklega æðrulaus og tók örlögum sínum með stakri ró. Siggu frænku okkar, dætrum Sigga og fjölskyldum þeirra vott- um við okkar innilegustu samúð. Við kveðjum Sigga, þennan heiðursmann, með hlýhug, virð- ingu og þéttu handtaki. Aldís, Hjördís og Sigrún og fjölskyldur frá Grundarási. Kynni okkar Sigurðar Þórhalls- sonar hófust fyrir meira en hálfri öld, þegar við unnum báðir sem ungir menn í Samvinutryggingum. Með okkur tókst góð vinátta sem hefur haldið alla tíð. Um Sigurð má segja að hann hafi verið gegnheill og einlægur samvinnumaður, eins og þeir ger- ast bestir. Hann var m.a. formaður Landssambands íslenskra sam- vinnustarfsmanna um nokkurra ára skeið. Þegar við Sigurður vorum sam- tímis starfsmenn Samvinnutrygg- inga voru landsmálin krufin til hins ýtrasta, þegar stund gafst frá önn- um dagsins, enda báðir með brenn- andi áhuga á þjóðfélagsmálum. Við Sigurður vorum oftast sammála um flest umræðuefni okkar á sviði stjórnmála. Þetta þótti okkur báð- um frekar leiðigjarnt og reyndum því að finna álitaefni sem við vorum ekki á sama máli um. Það tókst ekki of vel. Við náðum þó samkomulagi um þá túlkun að allir framsóknar- menn væru samvinnumenn, en að allir samvinnumenn þyrftu þó ekki endilega að vera framsóknarmenn, þó að það væri mun betra að mati Sigurðar. Mér er nær að halda að þarna hafi orðið til máltækið: Við framsóknarmenn hvar í flokki sem við stöndum! Þetta var góður tími en svo skildu leiðir. Ég fór að kenna á Bif- röst en Sigurður hélt áfram í Sam- vinnutryggingum um langt skeið, áður en hann gerðist framkvæmda- stjóri Landssambands hesta- mannafélaga. Það þótti Skagfirð- ingum og öðrum vel skipað til sætis. Við Kristín færum eiginkonu hans Sigríði Benediktsdóttur og dætrum Sigurðar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Atvikin haga því þannig til að við hjónin verðum erlendis á út- farardaginn en hugurinn verður heima. Fallinn er frá góður dreng- ur, hlýr og skemmtilegur og um- fram allt frábær félagi og vinur. Hrafn Magnússon. Lengst af á síðustu öld var margbreytilegt samvinnustarf veigamikill þáttur í þjóðlífinu. Starfsfólk samvinnufélaga skipti mörgum þúsundum og störfin voru mjög fjölbreytt. Það var sumarið 1973 að þessi mikli fjöldi eignaðist heildarsamtök – Landssamband ís- lenskra samvinnustarfsmanna – LÍS. Einn af frumkvöðlunum var Sig- urður Þórhallsson, stjórnarmaður til 1979 og lengst af formaður. Á þessum áratug sveif samvinnuand- inn enn yfir vötnum. Farið var vítt um land, stofnaður fjöldi starfsmannafélaga og fundað með samvinnustarfsmönnum um margvísleg hagsmunamál. Í landi Hreðavatns hjá Bifröst risu ein 25 orlofshús í fögru um- hverfi, hús Jónasar Jónssonar frá Hriflu við Hávallagötuna var gert að félagsheimili, gengið var í nor- ræn samtök samvinnustarfsmanna, KPA, og vináttuvikur haldnar á Ís- landi, komið að stofnun Samvinnu- ferða og farnar margar utanlands- ferðir, ekki síst um Norðurlönd, gefið út starfsmannablaðið Hlynur sex sinnum á ári í sjö þúsund ein- tökum, stofnuð samtök lífeyrisþega meðal samvinnustarfsmanna, starf- ræktar sumarbúðir fyrir börn sam- vinnustarfsmanna í sumarhúsun- um hjá Bifröst og svona má áfram telja. Við sem tókum þátt í þessu starfi trúðum því að samvinnustefnan og samvinnustarfið ætti langa lífdaga fyrir höndum og bjartsýnin bar okkur áfram. Það var eins og Sig- urður væri fæddur inn í þennan vettvang. Alltaf jákvæður, horfði hátt og hvatti til verka, einlægur samvinnumaður. Það var því aðeins gaman að vinna við hlið Sigurðar Þórhallsson- ar og öllum leið vel í návist hans. Það var líka gott að koma á starfsvettvang Sigurðar til margra ára – Samvinnutryggingar og And- vöku, þar sem góður andi sveif yfir vötnum og áhersla var lögð á að fé- lagið ynni fyrir fólkið í landinu. Þessi tími kemur ekki aftur en það er engin ástæða til að gleyma honum. Og samvinna fólks stendur alltaf fyrir sínu. Ég kveð þennan glaðlynda og vaska Skagfirðing, Sigurð Þórhalls- son, með miklum söknuði, en það er ljúft að eiga minningarnar og geyma þær. Kæra Sigríður, dætur og ætt- ingjar, innileg samúð. Reynir Ingibjartsson. Sigurður Þórhallsson FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÁSMUNDSSON, bóndi í Ferjunesi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 5. ágúst. Útförin fer fram frá Villingaholtskirkju þriðjudaginn 21. ágúst klukkan 14. Aðalheiður Kristín Alfonsdóttir Oddný Kristjánsdóttir Eiríkur Á. Guðjónsson Helga Kristjánsdóttir Heimir Hoffritz Ásmundur Kristjánsson G. Hildur Rósenkjær Eiríkur Steinn Kristjánsson Kolbrún I. Hoffritz Benedikt Hans Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og hluttekningu vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SIGHVATSDÓTTUR húsmóður, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést 25. júní og var jarðsungin 10. júlí. Guð blessi ykkur öll. Karl Örn Karlsson Kristín Blöndal María Karlsdóttir Sigurbjörn Skarphéðinsson Sighvatur Karlsson Auður Björk Ásmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg systir mín og föðursystir okkar, ÁSLAUG AXELSDÓTTIR, Þorragötu 9, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 30. júlí. Útför fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. ágúst klukkan 13. Ólafía Axelsdóttir Bryndís Ólafsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Axel Ólafsson og fjölskyldur Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýju við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSLAUGAR RAGNARS. Andrés Magnússon Kjartan Magnússon Auðna Hödd Jónatansdóttir Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Iðunn Andrésdóttir Snæfríður Kjartansdóttir Anna Ceridwen Auðnudóttir Magnús Geir Kjartansson Ragnheiður Andrésdóttir Oddný Áslaug Kjartansdóttir Magnús Andrésson Jakob Þórður Andrésson Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur, ÞORSTEINN MATTHÍASSON verkamaður, Hraunbæ 158, er látinn. Úför hans verður gerð frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 22. ágúst, klukkan 15. Halldóra Sigríður Gunnarsdóttir Guðrún Anna Matthíasdóttir Raphaêl Leroux Jón Gunnar Bjarkan Tatiana Kalinichenko María Salóme Bjarkan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.