Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 56
56 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Mér finnst mikill léttir að komast úr rigningunni sem verið hefursvo lengi heima á Íslandi. Núna er sólskin og 30 stiga hiti hér íLyon í Frakklandi, yndislegri borg sem hefur upp á margt að bjóða. Hér er fjöldi áhugaverðra staða að skoða og matarmenningin blómstrar og henni langar mig að kynnast,“ segir Bergþóra Jónsdóttir, blaðamaður á Gestgjafanum, sem er 47 ára í dag. Bergþóra og Inga Lilja Ásgeirsdóttir dóttir hennar verða ytra fram yfir helgi og ætla þar að njóta alls þess besta sem borgin hefur að bjóða. „Nokkur ár bjó ég í Þýskalandi og þar lærði ég að meta Ísland. Alltaf þegar tækifæri býðst fer ég eitthvað út fyrir bæinn og finnst í raun nauðsynlegt. Svo er ég líka komin með dellu fyrir fjallgöngum; þær gefa mér mikið og ferðirnar þurfa ekki að vera langar svo þær séu skemmtileg ævintýri. Mér finnst frábært að ganga til dæmis upp að steini í Esjunni, á Úlfarsfell eða Helgafell við Hafnarfjörð, þótt ég stefni reyndar á að komast í einhvern gönguhóp í vetur og fara víðar um.“ Bergþóra er fædd og uppalin á Patreksfirði og fer þangað mikið í frí- um. Hún er með BA-próf í táknmálsfræðum og með kennsluréttindi og starfaði lengi við kennslu, en sneri sér síðan að blaðamennsku og líkar vel. Börnin eru þrjú og elstur er Dagur Árnason sem er 25 ára og flog- inn úr heiðrinu. Næst kemur Inga Lilja sem fyrr er nefnd og er tæpra 18 ára og yngst er Birta Sól 14 ára og búa þær með móður sinni í Hafn- arfirði. Ljósmynd/Birtingur Ferðalangur Er komin með dellu fyrir fjallgöngum, segir Bergþóra. Nýtur lífsins með dóttur sinni í Lyon Bergþóra Jónsdóttir er 47 ára í dag H alldór Guðjón Björns- son fæddist á Stokks- eyri 16.8. 1928 en flutti til Reykjavíkur tveggja ára og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaskóla- prófi frá Ingimarsskólanum. Halldór stundaði verslunarstörf í Reykjavík og starfaði síðan í 19 ár hjá Olíufélaginu hf. Hann hóf störf hjá Dagsbrún 1969 og starfaði þar samfleytt meðan félagið var við lýði til 1997 er hann varð starfsmaður hjá Dagsbrún-Framsókn – stéttarfélagi, við stofnun félagsins, og loks hjá Efl- ingu. Halldór sat í stjórn Dagsbrúnar frá 1958, gegndi embætti ritara fé- lagsins frá 1968, var varaformaður Dagsbrúnar 1981-96, formaður Dagsbrúnar frá 1996, formaður Dagsbrúnar-Framsóknar – stétt- arfélags frá árslokum 1997 og for- maður Eflingar 1998-2000 er hann gaf ekki lengur kost á sér. Halldór var formaður Starfsgreina- sambandsins frá stofnun þess haust- ið 2000, var varaforseti ASÍ, átti sæti í stjórn Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar frá upphafi og síðan í Framsýn með sameiningu sjóðanna, átti sæti í stjórn Lífeyrissjóðsins Halldór G. Björnsson, fyrrv. formaður Dagsbrúnar – 90 ára Fjölskyldan Hér eru þau Halldór og Kristín með börnunum sínum á suðrænum slóðum fyrir aðeins örfáum árum. Virtur og yfirvegaður verkalýðsleiðtogi Slakað á í sólinni Halldór og Kristín njóta sumarblíðunnar á Spáni. Pétur Friðrik Hjaltason ökukennari er níræður í dag. Eiginkona hans var Kristín Gunnlaugsdóttir, f. 1928, d. 2012. Synir hans: Hjalti Heimir, f. 1956, d. 2009, og Ómar Þröstur, f. 1960, d.1983, en uppeldissonur Péturs Friðriks er Gunnlaugur Hauksson, f. 1951. Pétur fær kossa og knús frá barnabörnum í tilefni dagsins. Árnað heilla 90 ára Fæðingardeildin í Reykjavík Ágúst Ægir Vattnes Ægisson fæddist 3. maí 2018, kl. 13.40. Hann vó 3.210 grömm og var 50,5 cm á lengd. Foreldrar hans eru Ægir Már Burknason og Halldóra Vattnes Kristjánsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Meira til skiptanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.