Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég er mjög stolt af komandi
starfsári og hlakka til, enda margt
spennandi fram undan. Við erum
með óvenjumargar stjörnur í hópi
einleikara og einsöngvara og bjóð-
um upp á fjölbreytta dagskrá. Há-
punktur starfsársins verður síðan
þriggja vikna tónleikaferð hljóm-
sveitarinnar til Japans í nóvember.
Það er því af nógu að taka,“ segir
Arna Kristín Einarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar
Íslands (SÍ).
„Eitt af því sem markar sérstöðu
okkar á alþjóðavísu er hvað efnis-
skráin okkar er ótrúlega fjölbreytt.
Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóð-
arhljómsveit og við viljum að allir
geti fundið eitthvað við sitt hæfi,
allt frá þungarokki til barokks með
viðkomu í samtímatónlist og allt
þar á milli. Okkar markmið er að
ná til sem flestra og jafnframt gera
allt í hæstu gæðum,“ segir Arna
Kristín.
Að vanda er árið samsett af föst-
um áskriftarvikum og árlegum lið-
um utan áskriftar á borð við Myrka
músíkdaga og bíótónleika. „Að
vissu leyti verður starfsárið hverju
sinni til með lífrænum hætti. Við
eigum í samtali við Yan Pascal
Tortelier, aðalhljómsveitarstjóra
okkar, sem hefur ákveðnar áherslur
í sínu verkefnavali, Osmo Vänskä
og Vladimir Ashkenazy hafa sínar
óskir og síðan þurfum við að raða
dagskránni að öðru leyti saman
þannig að árið myndi góða heild og
endurspegli breidd í verkefnavali.
Við þurfum síðan að finna til réttu
sérfræðingana til að taka að sér öll
þessi mjög svo ólíku verkefni,“ seg-
ir Árni Heimir Ingólfsson, tónlist-
arfræðingur og listrænn ráðgjafi
SÍ.
Skipulagningin langhlaup
„Það er alltaf ákveðið langhlaup
að skipuleggja tónleikaárið, því það
geta liðið nokkur ár frá því línur
voru lagðar þar til hlutirnir verða
að veruleika. Sem dæmi má nefna
að fyrir um þremur árum var
mörkuð sú stefna að auka hlut
kvenna í hópi hljómsveitarstjóra og
tónskálda sem við erum að sjá
raungerast í dag,“ segir Arna
Kristín.
„Það er okkar hlutverk að spegla
samtímann og í dag getum við
gengið út frá því að konur í sam-
tímatónlist hafi tækifæri og mennt-
un til jafns við karla. En í gegnum
söguna hafa tækifærin verið svo
ójöfn að myndast hefur skekkja.
Konur fengu ekki að mennta sig og
verk þeirra sem þó sömdu voru
þögguð niður og glötuðust í tímans
rás. Þannig eru furðumargar
áheyrilegar sinfóníur eftir konur á
19. öld sem hafa legið í þagnargildi
svo að segja frá því þær urðu til, en
gaman er að draga fram í dags-
ljósið,“ segir Árni Heimir og tekur
fram að eitt af því sem huga þurfi
að í verkefnavali sé að kynna
áhugaverða og stundum gleymda
hluti úr fortíðinni.
„Um leið og eftirspurnin eftir
konum í hópi hljómsveitarstjóra og
tónskálda eykst bregðast umboðs-
skrifstofur við og auka hlut þeirra.
Við getum þannig knúið fram þessa
breytingu með því hvernig við setj-
um fram okkar kröfur til umboðs-
manna og hljómsveitarstjóra. Í dag
er hljómsveitarstjórum ekki stætt á
öðru en að bjóða á sinni efnisskrá
verk eftir konu,“ segir Árni Heimir.
„Þessi breyting er líka að verða í
nágrannalöndum okkar sem við
viljum bera okkur saman við. Þetta
er skýr stefna og við erum að upp-
skera núna og munum uppskera
enn frekar í framtíðinni,“ segir
Arna Kristín.
„Við sjáum fyrir okkur að eftir
tvö ár verði verk eftir konu á öllum
efnisskrám hljómsveitarinnar. Við
erum þannig að búa til nýtt norm.
Við gerum þetta ekki af kvöð,“ seg-
ir Árni Heimir. „Heldur af innri
ástríðu og þörf. Einsleit listræn
mynd er ekki áhugaverð. Við viljum
dýnamík. Við viljum sjá hlutina frá
ólíku sjónarhorni, fá mismunandi
liti og ólíkan hljóm. Kynin eru ólík
og því mikilvægt að skapa rými fyr-
ir þau bæði. Þannig verður efnis-
skráin áhugaverðari,“ segir Arna
Kristín.
Þakklát fyrir reynsluna
Eins og fyrr sagði heldur Sinfón-
íuhljómsveitin til Japans í nóv-
ember, en þar kemur sveitin fram á
12 tónleikum með píanóleikaranum
Nobuyuki Tsujii. „Þetta er fyrsta
tónleikaferðin sem við förum í eftir
hrun sem samanstendur af fleiri en
einum tónleikum, en það eru fleiri í
bígerð, sem er afar spennandi.
Þessi ferð á sér mjög langan að-
draganda. Það er magnað að loks
skuli vera komið að þessu,“ segir
Arna Kristín og rifjar upp að SÍ
hafi þurft að aflýsa fyrirhugaðri
tónleikaferð sinni til Japans fyrir
áratug, þ.e. í miðju bankahruni
haustið 2008, stuttu fyrir brottför.
„Eins erfitt og þetta var á sínum
tíma er ég í dag þakklát fyrir
reynsluna, því við fundum áþreif-
anlega hvað tónlistin skiptir miklu
máli og þá sérstaklega þegar sam-
félög verða fyrir áfalli,“ segir Arna
Kristín og rifjar upp að í stað þess
að SÍ léki allar sinfóníur Sibeliusar
undir stjórn Petris Sakari fyrir jap-
anska tónleikagesti spilaði SÍ fyrir
Íslendinga sem flykktust á tónleika
sveitarinnar fyrst í höfuðborginni
og síðan víðs vegar um landið.
„Sveitin lék í staðinn fyrir fólk sem
þurfti tilfinnanlega á því að halda
að geta horfið inn í annan heim og
fengið andlega næringu þessa öm-
urlega daga í október 2008,“ segir
Árni Heimir.
Stjórnandi í Japansferðinni er
Vladimir Ashkenazy. „Okkur þykir
mjög dýrmætt að geta haldið upp á
„Margt spennandi fram undan“
Nýtt starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst í Hörpu á laugardag með tvennum tónleikum
Íslensk tónlist á miklu flugi Hápunktur starfsársins er þriggja vikna tónleikaferð til Japans
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tilhlökkun Arna
Kristín Einarsdóttir,
framkvæmdastjóri
Sinfóníuhljómsveitar
Íslands, og Árni
Heimir Ingólfsson,
tónlistarfræðingur og
listrænn ráðgjafi SÍ.
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.