Morgunblaðið - 16.08.2018, Qupperneq 61
samstarf hljómsveitarinnar við
Ashkenazy í gegnum árin og haldið
þannig upp á hans mikilvæga fram-
lag til íslensks tónlistarlífs. „Áhrif
hans verða seint ofmetin. Hann
launaði Íslendingum ríkisborgara-
réttinn ríkulega og hefur í gegnum
árin lagt sitt af mörkum við upp-
byggingu íslensks menningarlífs.
Til marks um það er Ashkenazy
heiðursforseti Listahátíðar í
Reykjavík og stjórnandi 9. sinfóníu
Beethovens á opnunartónleikum
Hörpu í maí 2011. Sú stund gleym-
ist seint,“ segir Arna Kristín.
Eins og að umpotta blómi
Stjórnendur Sinfóníuhljómsveit-
arinnar leggja mikla áherslu á að
hljómsveitin sé þjóðarhljómsveit
sem þjóni öllum landsmönnum.
„Við upplifum það á hverjum degi
að Sinfóníuhljómsveit Íslands nýtur
mikils meðbyrs í íslensku þjóð-
félagi, ekki síst meðal áskrifenda og
tónleikagesta. Það er ótrúlega gam-
an að starfa í þeim aðstæðum, en
við erum líka meðvituð um að það
er ekki sjálfgefið fyrir okkur sem
menningarstofnun,“ segir Árni
Heimir.
„Harpa er mikilvægt sameining-
artákn og undirstrikar hversu
miklu máli menningin skiptir og
hefur skipt þessa þjóð á liðnum öld-
um. Söngurinn og sögurnar héldu
lífinu í þjóðinni í gegnum aldirnar,
án þess að ég sé að gera lítið úr
fiskinum, kaffinu, kartöflunum og
öðru,“ segir Arna Kristín.
Innt eftir því hvaða áhrif það hafi
haft fyrir SÍ að flytja úr Háskóla-
bíói í Hörpu fyrir nokkrum árum
grípur Arna Kristín til myndlík-
ingar. „Þetta er svolítið eins og að
umpotta blómi. Það hefur ótrúlega
mikið að segja þegar jurtin fær
meira pláss fyrir ræturnar í nýjum
potti því þá fær plantan rými til að
blómstra og dafna. Áður fyrr voru
ákveðnar takmarkanir í starfs-
umgjörð hljómsveitarinnar sem
hömluðu vexti hennar og listrænni
framþróun, en Eldborg ýtir núna
undir vöxt hjómsveitarinnar, enda
með betri tónleikasölum Evrópu.
Það er stórkostlegt fyrir okkur sem
íslenska þjóð að eiga þá gersemi
sem Sinfónían er,“ segir Arna
Kristín.
Mikilvægur liður í starfi SÍ er
fræðslustarf, en fjórðungur af starf-
semi SÍ fellur undir þá skilgrein-
ingu. „Það er gríðarlega mikilvægt
starf, enda snýr það að því að hlúa
að áheyrendum framtíðarinnar. Við
tökum á móti 15 þúsund nemendum
á öllum skólastigum árlega og för-
um í skólaheimsóknir. Okkur finnst
mikilvægt að fræðslustarfið sé ekki
aðeins í formi tónleika heldur gagn-
virkt og þannig bjóðum við börnum
og ungmennum til samstarfs þar
sem þau fá tækifæri til að taka þátt
í tónlistarflutningi með okkur,“ seg-
ir Arna Kristín og nefnir í því sam-
hengi þann fjölda barna sem árlega
kemur fram á jólatónleikum SÍ.
„Auk þess erum við í samstarfi
við skólahljómsveitir á höfuðborg-
arsvæðinu og fáum t.d. unga ein-
leikara til að flytja með okkur Leik-
fangasinfóníuna. Við erum mjög
meðvituð um það hvað sinfóníu-
hljómsveit getur verið mikil víta-
mínsprauta inn í alls konar starf
með ungu fólki í tónlist og reynum
að nota það eins vel og við getum.
Það er auðvitað verið að vinna frá-
bært starf úti um allt á akrinum, en
við getum boðið upp á ýmislegt,
ekki síst í stærð og umfangi, sem
engin önnur menningarstofnun hér-
lendis getur,“ segir Árni Heimir.
Menningarverðmætum bjargað
Athygli vekur að óvenjumikið af
íslenskum verkum verður flutt á
komandi starfsári. „Það kemur til
af því að þetta er mikið afmælisár
þar sem fjögur tónskáld eiga stór-
afmæli,“ segir Árni Heimir og nefn-
ir í því samhengi að Atli Heimir
Sveinsson verður áttræður, Þorkell
Sigurbjörnsson hefði orðið átt-
ræður, Jón Ásgeirsson verður ní-
ræður og Jórunn Viðar hefði orðið
hundrað.
„Við erum að fagna þeim öllum
ásamt því að vera með tónleika á
Myrkum músíkdögum þar sem flutt
verður m.a. Metacosmos eftir Önnu
Þorvaldsdóttur, staðartónskáldið
okkar, og aðra tónleika næsta vor
þar sem m.a. verða frumfluttar
tvær nýjar sinfóníur. Í samstarfi
við Kvikmyndasafn Íslands sýnum
við Síðasta bæinn í dalnum sem
Jórunn Viðar samdi tónlistina við,
en með því samstarfi erum við að
bjarga menningarverðmætum frá
glötun,“ segir Árni Heimir og rifjar
upp að Jórunn hafi á sínum tíma
lagt mikla vinnu í samspil tónlistar
og þess sem fyrir augu bæri.
„Myndin var svo vinsæl og filman
svo mikið spiluð að hún slitnaði
margoft og var límd saman, en tón-
listin var hljóðrituð aftur og þá fór
ýmislegt úrskeiðis við samræm-
inguna. Fyrir vikið var tónlistin
ekki lengur í samræmi við mynd-
ina. Þórður Magnússon tónskáld
hefur skrifað alla tónlistina upp eft-
ir þeim gögnum sem Jórunn lét eft-
ir sig þannig að hún passi við
myndina. Þetta verður því í fyrsta
sinn síðan á sjötta áratugnum sem
rétt tónlist heyrist á réttum stað í
myndinni,“ segir Árni Heimir.
Íslensk nútímatónlist vinsæl
Sá mikli fjöldi íslenskra verka
sem heyrist á komandi starfsári er
afrakstur þeirrar ræktar sem
stjórnendur SÍ hafa lagt við íslensk
tónskáld. „Við erum ótrúlega stolt
af okkar íslensku tónskáldum og
hlökkum mikið til að heyra Meta-
cosmos eftir Önnu og fiðlukonsert
Daníels Bjarnasonar. Þessi tvö
verk hafa fengið gríðarlega góðar
viðtökur erlendis,“ segir Arna
Kristín.
„Verk þeirra eru meðal þeirra
sem tekin verða upp í vetur fyrir
þriðja og síðasta geisladiskinn með
íslenskri tónlist sem Sinfóníu-
hljómsveitin vinnur í samvinnu við
bandaríska útgáfufyrirtækið Sono
Luminus,“ segir Árni Heimir, en
fyrsti diskurinn, Recurrence undir
stjórn Daníels Bjarnasonar, er
kominn út og hlaut Íslensku tónlist-
arverðlaunin 2017 sem plata ársins
í flokki sígildrar- og samtíma-
tónlistar.
„Ég er sannfærður um að útgáfa
þessara þriggja diska verði mikill
aflvaki og ýti enn frekar undir þann
alþjóðlega áhuga sem verið hefur á
íslenskum tónskáldum,“ segir Árni
Heimir og tekur fram að það sé
mikil gæfa að upptökurnar séu
gerðar með SÍ. „Það er ákveðinn
stimpill fyrir okkur að geta með
þessum upptökum eignað okkur
þessi verk,“ segir Árni Heimir.
„Að einhverju leyti má segja að
Sinfóníuhljómsveit Íslands hafi
ræktað þetta hæfileikafólk, enda
hafa þau tekið mörg sín fyrstu
skref með okkur. Þegar þau vekja
síðan þessa miklu alþjóðlegu at-
hygli er mjög fallegt að athyglin nái
aftur til okkar með flutningi hljóm-
sveitarinnar á verkum þeirra. Ég
veit ekki hvort fólk gerir sér al-
mennt grein fyrir því hversu langt
þessi íslensku tónskáld hafa náð á
alþjóðavísu,“ segir Arna Kristín og
bendir á að tímanir séu breyttir.
„Ég efast um að margir hafi haft
trú á því fyrir nokkrum árum að
íslensk nútímatónlist væri að fara
að slá í gegn,“ segir Arna Kristín.
„Þetta hefur gerst mjög hratt og
með afgerandi hætti,“ segir Árni
Heimir.
Tengja álfurnar tvær
Spurð hvort greina megi ein-
hvern séríslenskan hljóm í verkum
íslenskra samtímatónskálda svarar
Árni Heimir því neitandi og bendir
á að hvert tónskáld hafi sinn sér-
staka og skýra stíl. „En með sama
hætti og Ísland liggur á mótum
tveggja fleka, landfræðilega séð, þá
hefur tónlist t.d. Önnu og Daníels
þá sérstöðu að tengja álfurnar tvær
saman í tónlistarlegu tilliti,“ segir
Arna Kristín. „Hljómsveitarverk
þeirra eiga það líka sameiginlegt að
þau eru mjög opin og næm fyrir
stemningum og hinum fíngerðari
upplifunum sem sinfóníuhljómsveit
getur búið til með fjölbreyttum
samsetningum hljóðfæra sinna og
lita,“ segir Árni Heimir.
MENNING 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
Boðið verður upp á 40 ólíkar efnisskrár hjá Sin-
fóníuhljómsveit Íslands hérlendis á komandi
starfsári sem hefst með tvennum tónleikum á
menningarnótt. Alls eru 25 tónleikar starfsárs-
ins sem heyra undir áskriftarraðir. Gula röðin er
fyrir þá sem vilja fjölbreytta klassík; Rauða röð-
in fyrir þá sem vilja kraft; Græna röðin er fyrir
þá sem vilja heyra vinsæl verk og Litli tónsprot-
inn er fyrir yngstu tónlistarunnendurna. Loks
er það Föstudagsröðin sem er fyrir þá sem vilja
prófa eitthvað nýtt. Blaðamaður Morgun-
blaðsins bað Örnu Kristínu og Árna Heimi að
velja samtals níu tónleika hvort sem þau
myndu setja á sitt Regnbogakort, vel vitandi að
það væri líkt og að biðja þau um að gera upp á
milli barnanna sinna.
Sellókonsert sem allir elska
„Í Gulu röðinni verð ég fyrst að nefna tón-
leikana 13. september undir yfirskriftinni Sum-
arnætur sem Yan Pascal Tortelier stjórnar,“
segir Arna Kristín,
en á efnisskránni er
m.a. sönglagaflokk-
ur eftir Berlioz sem
er sjaldheyrður hér-
lendis. „Síðan verð
ég að nefna Vor-
blótið 21. febrúar
þar sem Daníel
Bjarnason stjórnar
eigin fiðlukonsert
sem Pekka Kuusisto
flytur. Þeir Pekka og
Daníel eru í miklu
uppáhaldi.“
Innt eftir tónleikum
í Rauðu röðinni segist Arna Kristín bíða spennt
eftir tónleikunum 23. maí undir yfirskriftinni
Thibaudet og Beethoven sem Osmo Vänskä
stjórnar. „Verkin þrjú sem flutt verða eru öll
æðisleg, þ.e. Vetrarhiminn eftir Kaiju Saariaho,
Hetjuhljómkviðan eftir Beethoven og píanó-
konsert nr. 3 eftir James MacMillan,“ segir
Arna Kristín og tekur fram að það sé sér sér-
stakt tilhlökkunarefni að heyra franska píanó-
leikarann Jean-Yves Thibaudet takast á við
konsert MacMillan. Arna Kristín ætlar ekki að
missa af flutningi Andreasar Brantelid á selló-
konsert Edwards Elgar undir stjórn Evu
Ollikainen 28. febrúar. „Enda elska allir þennan
sellókonsert.“
„Í Grænu röðinni verð ég að nefna tónleikana
23. mars þar sem Anne Sofie von Otter syngur
undir stjórn Tortelier. Hún er stórkostleg söng-
kona og ánægjulegt að fá hana aftur til lands-
ins. Ástríðan og krafturinn sem fylgir Tortelier
dregur mann alltaf alla leið fremst á sætis-
brúnina, túlkun hans nær slíku flugi að unun er
á að hlýða. Við erum svo sannarlega heppin að
hafa fengið hann til liðs við okkur.“ Seinni tón-
leikarnir í Grænu röðinni sem Arna Kristín nefn-
ir eru líka með söngkonu í aðalhlutverki, því 20.
september syngur Þóra Einarsdóttir Fjóra síð-
ustu söngva Richards Strauss. Á sömu tón-
leikum eru einnig flutt Ævintýri Ugluspegils
eftir Strauss og sinfónía nr. 5 eftir Tsjajkovskíj
undir stjórn Petris Sakari. „Mér finnst Þóra
yndisleg. Ævintýri
Ugluspegils er eitt
af mínum uppá-
haldsverkum, sem
mér þótti alltaf
mjög gaman að
flytja. Verkið kallar
á risahljómsveit
sem tekst að fram-
kalla alla þá liti og
melódíur sem í
verkinu leynast.
Þetta er mjög flott
verk.“
Þegar kemur að
Litla tónsprot-
anum velur Arna Kristín tónlistarævintýrið
Maxi fer á fjöll eftir Hallfríði Ólafsdóttur sem
flutt verður 6. október undir stjórn Daníels
Bjarnasonar, en sögumaður er Unnur Eggerts-
dóttir. „Verkið var frumflutt í Walt Disney-
tónleikahöllinni af Fílharmóníuhljómsveitinni í
Los Angeles,“ segir Arna Kristín og rifjar upp
að SÍ og Fílharmóníuhljómsveitin í LA hafi pant-
að verkið í sameiningu. „Maxi er í verkinu að
segja sögu Íslands og íslenskrar tónlistar, auk
þess sem náttúran leikur stórt hlutverk.“
Skálmöld og Ari Eldjárn verða fyrir valinu þegar
kemur að tónleikum utan raða. Skálmöld leikur
undir stjórn Bernharðs Wilkinssonar á þrennum
tónleikum í næstu viku og Bernharður stjórnar
líka á uppistandstónleikum Ara í september.
„Það er pínu þungarokkstaug í mér. Mér finnst
magnað hvað samstarfið við Skálmöld hefur
farið á flug. Ég verð að nefna Ara því ég kenndi
honum á sínum tíma á þverflautu og finnst ég
því eiga pínu í honum,“ segir Arna Kristín og
rifjar upp á síðast hafi Ari tekið flautusóló, en
uppistandstónleikarnir eru endurteknir vegna
fjölda áskorana.
Klaus Mäkelä næsta stórstjarna
„Ég er líka ótrúlega spenntur fyrir Véronique
Gens. Ég hef heyrt hana syngja hjá Parísaróper-
unni og hún er frábær söngkona,“ segir Árni
Heimir þegar hann er beðinn að velja sér tón-
leika í Gulu röðinni. Seinni tónleikarnir sem
Árni Heimir nefnir eru Bernstein og Villa-Lobos
sem verða 24. janúar. Á efnisskránni eru sin-
fónískir dansar úr West Side Story eftir Bern-
stein, sem er í miklu uppáhaldi hjá Árna Heimi.
lier verður fyrir valinu í Grænu röðinni. „Það er
svo eftirminnilegt þegar Nikolai Lugansky spil-
aði Rachmaninoff á fyrstu tónleikunum sem
Tortelier stjórnaði hérlendis. Það urðu svo mikil
fagnaðarlæti að við ákváðum strax að fá hann
aftur og að þessu sinni leikur hann á næstsíð-
ustu tónleikunum sem Tortelier stjórnar sem
aðalhljómsveitarstjórnandi.“
Seinni tónleikarnir í Grænu röðinni sem Árni
Heimir velur sér eru aðventutónleikarnir 6. des-
ember undir stjórn Dirks Vermeulen. „Vegna
þess að Les indes galantes eftir Jean-Philippe
Rameau er svo rosalega flott stykki. Þetta er
eitt þessara verka sem enginn veit að hann
þekkir en allir kannast við þegar þeir heyra. Það
er svo sjaldan sem við förum eitthvað út fyrir
boxið í barokkinu, enda leikum við sjaldan bar-
okktónlist. Rameau, sem var á pari við Bach á
sínum tíma, er eitt helsta tónskáld Frakka á 18.
öld,“ segir Árni Heimir.
Strákurinn með slikkeríið eftir Jóhann G.
Jóhannsson verður fyrir valinu í tónleikaröð
Litla tónsprotans, en verkið er flutt 14. maí.
„Mér finnst svo áhugavert að við séum að eign-
ast íslenskt tónlistarævintýri við sögu eftir
Roald Dahl. Ég held að þetta geti ekki klikkað,
enda sjá Bryn-
hildur Guðjóns-
dóttir og Unn-
steinn Manúel
Stefánsson um
sönginn,“ segir
Árni Heimir, en
stjórnandi tón-
leikanna er
Noam Aviel.
Utan raða velur
Árni Heimir tón-
leika SÍ á Myrk-
um músík-
dögum 31.
janúar. „Það er
óvenjulega
spennandi að fá
að heyra bæði Metacosmos eftir Önnu Þor-
valdsdóttur og Flutter eftir Þuríði Jónsdóttur,
tvö verk í stórum formum eftir þessi frábæru
tónskáld. Ég man ennþá hvað mér fannst
flautukonsert Þuríðar flottur þegar hann var
frumfluttur hjá okkur 2008. Einnig verður
flutningur Ungsveitar SÍ á Handsfree eftir Önnu
Meredith spennandi,“ segir Árni Heimir og
bendir á að ungsveitin spili ekki á nein hljóð-
færi í verkinu, heldur sé um að ræða kóreógra-
ferað verk með hreyfingum og hljóðum sem
hópurinn framkallar með líkamanum. Að lokum
nefnir Árni Heimir tónleikana Klassíkina okkar
sem haldnir verða 31. ágúst í samstarfi við RÚV
þar sem þjóðin kaus um dagskrána. „Af því að
mér finnst líka gaman að fá stöku sinnum að
fara í frí og láta aðra taka ákvörðun um hvað
hljómsveitin eigi að spila.“
„Ég held að sjaldan hafi tekist eins vel að hræra
saman góða blöndu af sinfónískri tónlist og
söngleikatónlist og þar,“ segir Árni Heimir og
bendir á að Bernstein hefði orðið 100 ára í ár
hefði hann lifað.
„Af tónleikum í Rauðu röðinni verð ég að nefna
tónleikana 11.
október þar sem
flutt verða fiðlu-
konsert eftir
Tsjajkovskíj og
sinfónía nr. 10
eftir Shostako-
vitsj undir stjórn
Klaus Mäkelä.
Hann er spútnik,
enda aðeins rétt
rúmlega tvítugur.
Það eru ekki
nema þrjú ár síð-
an ég heyrði fyrst
um hann frá
finnskum um-
boðsmanni, en hann er í dag orðinn aðal-
gestastjórnandi hjá sænsku útvarpshljóm-
sveitinni. Allir sem þekkja til hans segja að
hann verði næsta stórstjarna í klassíska heim-
inum og því hlakka ég mjög mikið til að heyra
hann stjórna,“ segir Árni Heimir.
Seinni tónleikarnir í Rauðu röðinni sem Árni
Heimir valdi sér eru Isabelle Faust og Mahler
sem verða 11. apríl á næsta ári. „Isabelle Faust
er alveg einstök. Hún er mjög tilfinninganæm
og hefur svo fallegan tón. Hún lék síðast með
Sinfóníunni í Háskólabíói þannig að það verður
spennandi að heyra hvernig hún bregst við Eld-
borg,“ segir Árni Heimir, en Faust mun leika
fiðlukonsert Johannesar Brahms auk þess sem
hljómsveitin leikur sinfóníu nr. 10 eftir Gustav
Mahler undir stjórn Osmos Vänskä.
„Osmo er stórkostlegur Mahler-túlkandi. Hann
er að flytja og taka upp allar Mahler-sinfóníurn-
ar með sinfóníuhljómsveitinni í Minnesota.
Hluti af samkomulaginu við hann þegar hann
var ráðinn aðalgestahljómsveitarstjórinn okkar
var að hann fengi tækifæri til að flytja mikinn
Mahler. Hann hefur því á hverju ári flutt Mahler-
sinfóníu,“ segir Árni Heimir og bendir á að
Mahler-sinfóníur séu stór verk og því dýr í
flutningi þar sem kalla þurfi út mikið af auka-
hljóðfæraleikurum. „Maður leggur ekki svona
verkefni í hendurnar á hverjum sem er. Við vilj-
um geta treyst því að útkoman sé fyrsta flokks
af því við leggjum óvenjumikið í þetta. Við þurf-
um aldrei að hafa áhyggjur af því með Osmo,
því við vitum að hann skilar alltaf góðu verki.“
Lugansky spilar Grieg 9. maí undir stjórn Torte-
Hvað vilja þau heyra?
ARNA KRISTÍN EINARSDÓTTIR OG ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON SETJA SAMAN REGNBOGAKORTIN SÍN
Ligia Amadio
Véronique Gens
Pekka Kuusisto
Jean-Yves Thibaudet