Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 66

Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 www.reyk jav ikra incoats .com ALVÖRU REGNKÁPUR Fátt hefur eins mikil áhrif ádaglega líðan okkar ogsvefninn, en mikilvægistöðugrar svefnrútínu er viðfangsefni sýningarinnar Draumareglan sem nú stendur yfir í fremri sýningarsal Kling & Bang í Marshall-húsinu. Listamaðurinn Fritz Hendrik hlaut á síðasta ári styrk úr minningarsjóði Ástu Eiríksdóttur og Svavars Guðnason- ar, en hann útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands árið 2016. Á sýning- unni eru bæði nýleg málverk og verk unnin með blandaðri tækni auk texta Fræðimannsins, sem er skáld- uð persóna listamannsins. Fræði- maðurinn er sérfræðingur í að skoða heiminn í gegnum það sem hann kallar „Gráu slæðuna“, sem sýnir lífið á gráan og ljóðrænan hátt eins og segir í sýningartexta. Sýn- ingarrýmið hefur verið málað í grá- dröppuðum lit og gardínur settar fyrir glugga til að dempa birtu. Mál- verkin á sýningunni eru máluð með sömu daufu litapallettunni í anda gráu slæðunnar. Reglulegur og góður svefn er lyk- ill að líkamlegu og andlegu heil- brigði mannsins. Við verjum um það bil þriðjungi ævi okkar sofandi og of lítill svefn eða truflun á svefnrútínu hefur fljótt áhrif á ýmsa þætti lík- amsstarfseminnar, svo sem úthald og einbeitingu. Á hverri nóttu för- um við í gegnum mismunandi stig svefns, frá léttum svefni yfir í djúp- svefn, sem hefur áhrif á hvíld okkar og draumfarir. Í samtímanum er enginn hörgull á „sérfræðingum“ á hinum ýmsu sviðum sem greina og benda á leiðir til úrbóta ef á þarf að halda, hvort sem það er á sviði sjálfshjálpar, mataræðis, hreyfingar eða svefns. Hægt er að hlaða niður appi í símann eða ganga með sér- stakt snjallúr til að fylgjast t.d. með hreyfingu okkar, hjartslætti og svefntíma og ekki síst gæðum svefns. Að morgni liggur svo nið- urstaðan fyrir í formi línurits þar sem við getum metið hvort svefninn hafi verið fullnægjandi eða ekki. Þessar áþreifanlegu og mælan- legu niðurstöður koma fram í formi línurits í neðsta hluta nokkurra mál- verka sem bera titla eins og „Góður svefn“ og „Mjög góður svefn“, þar sem Fritz myndgerir línuritin í verkunum, skapar ímyndaðan heim sem er ekki til í raunveruleikanum ... eða hvað? Meðan áhorfandinn gaumgæfir niðurstöðurnar verður hann um leið meðvitaður um ein- hvers konar tímalega framvindu í málverkunum en samtímis einnig um tímaleysi þeirra, eins þver- sagnakennt og það hljómar. Með reglulegu millibili er áhorfandinn hins vegar truflaður með lágværu suði sem flestir þekkja og minnir á hringingu úr útvarpsvekjaraklukku. Suðið kemur úr verkinu „Áminning“ sem hangir í lofti sýningarsalarins og er járnbjalla með stórum kólfi í miðjunni, sem er auðvitað í hróp- andi andstæðu við þá ímynd sem hljóðið framkallar. Sviðsetningin hefur verið megin- viðfangsefni listamannsins og í verkinu „Sviðsett rúm“ er svefnrút- ínan sem rannsóknarefni bók- staflega sett á svið, autt rúm á sviði, tómir áhorfendapallar og leikhúsljós ýta undir íróníuna sem felst í því að „rannsaka“ eigin svefn og skoða niðurstöðuna sem birtist í símanum eða með einhverjum öðrum hætti. Texti Fræðimannsins rammar inn sýninguna á skemmtilegan hátt og þar segir meðal annars: „Skáldskap þarf ekki endilega að rökstyðja og því getur hann verið afar furðu- legur. Þetta á þó einnig við raun- veruleikann, en við tökum ekki eftir því þar sem við erum hluti af vit- leysunni. Líf okkar byggist á henni. Við það að vera meðvitaður um fá- ranleika hversdagsleikans verða mörk þess að vaka og sofa óskýr- ari.“ Fritz veltir upp spurningunni hvað sé góður svefn og um leið hvað sé góður draumur og eins og titill sýningarinnar ber með sér, hvort hægt sé að setja einhverjar draumareglur og mælikvarða á þann furðulega skáldskap sem draumar eru. Í svefni og vöku Morgunblaðið/Eggert Draumareglan „Mikilvægi stöðugrar svefnrútínu er viðfangsefni sýningarinnar,“ skrifar rýnir. „Á sýningunni eru bæði nýleg málverk og verk unnin með blandaðri tækni auk texta Fræðimannsins, sem er skálduð persóna.“ Kling & Bang Fritz Hendrik: Draumareglan bbbmn Fritz Hendrik IV Sýningin stendur til 19. ágúst. Opið þriðjudaga til föstudaga milli kl. 13 og 17 og á laugardögum milli kl. 14 og 17. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Sviðsetning „Í verkinu „Sviðsett rúm“ er svefnrútínan sem rannsóknarefni bókstaflega sett á svið,“ og ýtt undir „íróníuna sem felst í því að „rannsaka“ eigin svefn.“ Draumur „Fritz veltir upp spurningunni hvað sé góður svefn og um leið hvað sé góður draumur“ – og spyr um draumareglur. Kvartettinn Dea sonans leikur á sumartónleikum KÍTÓN í Hannesarholti í kvöld kl. 20. „Dea sonans var stofnaður snemma árs 2018 af fjórum tónlist- arkonum. Hann er tilkom- inn í kjölfar tónleikaraðar- innar Freyjujazz sem hefur það að markmiði að auka sýnileika og tækifæri kvenna á djassgrundvelli. Tónleikaröðin vann til verðlauna á Íslensku tónlist- arverðlaununum sem Tónlistar- viðburður ársins í flokki djass og blús árið 2017,“ segir í tilkynningu. Kvartettinn skipa Sunna Gunn- laugsdóttir á píanó og söngkon- urnar Alexandra Kjeld, sem jafn- framt leikur á kontrabassa, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, sem einnig leikur á saxófón og þverflautu, og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, sem líka leikur á básúni, fiðlu og slag- verk. „Kvartettinn spilar aðallega frumsamda tónlist meðlima. Tón- listin er af fjölbreyttum toga, allt frá latintónlist til rólegs kammer- djass. Hún er í senn lýrísk og að- gengileg og bæði sungin og instru- mental.“ Allt frá latíntónlist til kammerdjass Fjölhæfar Kvartettinn Dea sonans. Ragna Róbertsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir, sem eiga verk á sýningunni Einskismannsland – Rík- ir þar fegurðin ein?, leiða gesti um sýninguna í Hafnarhúsi í kvöld kl. 20. „Á sýningunni er sjónum beint að verkum listamanna sem endurspegla tengsl Íslendinga við víðerni lands- ins og breytilegt verðmætamat gagnvart náttúrunni. Sýningin rek- ur sögu hugmynda Íslendinga um víðerni landsins með augum mynd- listarmanna,“ segir í tilkynningu. Leiðsögn um Einskismannsland Morgunblaðið/Einar Falur Skapandi Myndlistarkonan Ragna Róbertsdóttir við eitt verka sinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.