Morgunblaðið - 24.08.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.08.2018, Qupperneq 1
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Á þessum fundi kom það sterkt fram að krafa er um ákveðin kyn- slóðaskipti á landsvísu. Það er ríkur vilji til að fá ungt fólk í forystuna,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, for- maður Framsýnar á Húsavík. Kosið verður um nýjan forseta ASÍ á þingi sambandsins í október og nú standa yfir þreifingar um mögulega frambjóðendur í embættið og varaforseta. Þegar hafa tvö lýst því yfir að þau gefi kost á sér til for- seta, þau Drífa Snædal, fram- kvæmdastjóri Starfsgreinasam- bandsins, og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs. Ekki virðist einhugur um þessa frambjóðendur innan verka- lýðshreyfingarinnar, samkvæmt eftirgrennslan Morgunblaðsins. Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar fundaði í vikunni og þar kom fram að „það væri löngu tímabært að velja ungt fólk til forystustarfa, fyrir Al- þýðusambandið“. Virðast fundar- menn því ekki telja þau Drífu og Sverri rétta fulltrúa þess hóps og það staðfesti Aðalsteinn í samtali við Morgunblaðið. Greinilegt er af samtölum Morgunblaðsins við áhrifafólk innan verkalýðshreyfingarinnar að undir- búningur fyrir þing ASÍ er farinn á fullt og fleiri forsetaefna er leitað. „Það er engin sérstök gleði með þessa kandídata,“ sagði einn viðmæl- enda blaðsins. Annar sagði: „Það kraumar af plotti og pólitík í hreyf- ingunni núna.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að erfitt verði að finna for- seta sem allir verði sáttir við. „Draumurinn er að við komum fram saman sem ein heild en það er ekki líklegt að það takist. Það verður allt- af einhver óánægja.“ Hann kveðst ekki munu lýsa yfir stuðningi við neinn frambjóðenda en skoðun hans sjálfs mótist af afstöðu þeirra til lykilmála VR. „Mikilvægast er að forsetinn endurspegli áherslu og vilja grasrótarinnar.“ Einn þeirra sem íhuga nú framboð til forystu í ASÍ er Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnað- arsambands Íslands. „Það hafa ýms- ir rætt við mig, já. En ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að fara fram. Maður lokar þó ekkert á það. Við skulum sjá hvernig þetta þróast,“ sagði Kristján í gærkvöld. „Kraumandi pólitík“ í ASÍ  Leitað að fleiri frambjóðendum til forseta  Formaður RSÍ íhugar framboð F Ö S T U D A G U R 2 4. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  198. tölublað  106. árgangur  ÖNDUNIN MINNKAR BÓLGUR ALLIR AÐ ÖSKRA VAR VALINN Í HÓP MEÐ ÞEIM BESTU TILRAUNAPÖNK HÓRMÓNA 30 KÁRI EGILSSON 12HEILSA 40 SÍÐNA BLAÐAUKI Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir meiri eftirspurn hjá hótelkeðjunni í sumar en útlit var fyrir eftir vorið. Þá sé bókunar- staðan í haust góð. Hann segir velt- una hjá Íslandshótelum aukast milli ára. Árið í fyrra var metár hjá félag- inu sem er stærsta hótelkeðja lands- ins með 17 hótel víðsvegar um landið. „Það er að rætast úr haustinu. Ár- ið hangir í áætlunum,“ segir Ólafur. Eftirspurnin hjá hótelum í maí og júní var almennt undir áætlunum. Þótti þá ljóst að ferðamönnum myndi fjölga minna í ár en spáð hafði verið. Ólafur telur umræðuna hafa verið of neikvæða. Árið verði engu að síður gott. Of mikil svartsýni Eigendur Reykjavík Residence (RR) áforma að taka 16 nýjar hótel- íbúðir í notkun í nóvember. Þórður Birgir Bogason, fram- kvæmdastjóri RR, segir aðspurður að of mikil svartsýni einkenni um- ræðu um atvinnugreinina. Framboð á gistingu hafi aukist hratt síðustu misseri. Með frekari fjölgun ferða- manna sé útlit fyrir að eftirspurnin muni jafnvel aukast meira en fram- boðið. Með því kunni verð að hækka á ný. Kauphegðun ferðamanna sé að breytast. Nærri 40% gesta panti nú gistingu í farsímanum og með skemmri fyrirvara en áður. Nýja hótelið hjá RR verður í framhúsi og nýju bakhúsi á Hverfis- götu 78. Bakhúsið er úr einingum sem settar voru saman í sumar. »2 Betra sumar en spáð var  Aukning hjá Íslandshótelum  RR með nýtt hótel í haust  „Það er ekki tregalaust sem við förum, en þetta er bara svona og kannski það sem verður,“ segir Sveindís Guðfinnsdóttir, bóndi í Kjörvogi í Árneshreppi á Strönd- um. Sveindís og maður hennar, Há- varður Benediktsson, hafa ákveðið að bregða búi í haust og flytja til Hólmavíkur. Þau hafa búið í Kjör- vogi í yfir fjóra áratugi. Þar með fækkar enn í Árnes- hreppi, en síðustu ár hefur búskap verið hætt á Finnbogastöðum, Bæ, Krossnesi og öðru heimilinu í Ár- nesi. Og munar um minna. Nú eru 47 skráðir með lögheimili í hreppnum. Þá er ljóst að ekkert skólahald verður í hreppnum í vetur því að- eins er eitt barn er á grunn- skólaaldri þar. Sveitarstjórinn tek- ur fyrir að hreppurinn verði sameinaður öðrum í bráð. »6 aij@mbl.is Bregða búi eftir fjörutíu ára búskap Bændur Sveindís Guðfinnsdóttir og Hávarður Benediktsson í Kjörvogi.  Umhverfisstofnun gaf neikvæða umsögn við mat á umhverfisáhrif- um af efnisnámi kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi við Æðey og Kalda- lón, en Íslenska kalkþörunga- félagið hafði óskað eftir efnis- tökuleyfi. Taldi stofnunin að ekki hefði verið gerð nægjanleg grein fyrir mótvægisaðgerðum í frum- matsskýrslu, en kalkþörungar eru afar hægvaxta og mikilvægir vist- kerfinu. Forstjóri félagsins fagnar athugasemdunum, sem muni nýtast við gerð matsskýrslunnar. »15 Kalkþörunganám hlaut ekki náð Þriggja ára rammasamningur um tannlækningar aldraðra og öryrkja var undirritaður í gær. Markar hann tímamót því samningslaust hefur verið á milli Sjúkratrygginga Ís- lands og tannlækna síðan síðasti samningur rann út árið 2004. Um 61 þúsund Íslendingar falla undir samninginn. Hann á að tryggja samræmda verðlagningu og við gildistöku hans hækkar greiðslu- þátttaka sjúkratrygginga á heildina litið úr því að vera 27% í rúm 50% þess sem þjónustan kostar. Í samningnum felst að 500 millj- ónir verði lagðar í þennan málaflokk á þessu ári, einn milljarður á næsta ári og sama upphæð árið 2020. „Hætt er við því að þessir fjármunir dugi ekki til vegna þess kúfs sem hefur myndast á þessum langa tíma og þess vegna verður greiðsluþátt- takan 50%,“ segir Elín Sigur- geirsdóttir, formaður Tannlækna- félags Íslands. Skv. SÍ er gert ráð fyrir að árlegt framlag úr ríkissjóði vegna þjónustunnar hækki úr 700 milljónum í 1,7 milljarða kr. »4 Nýr samningur markar tímamót Á þriðja hundrað manns mættu þrátt fyrir rign- ingarveður á vígslu nýrrar göngubrúar við Drottningarbraut á Akureyri síðdegis í gær. Þátttaka í samkeppni um nafn á brúna fór fram úr björtustu vonum, en 507 tillögur bárust. Brúin hlaut nafnið „Samkomubrú“. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Ný göngubrú vígð á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.