Morgunblaðið - 24.08.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018
Ingi Þór Einarsson fagnar 50 ára afmæli sínu í dag. Hann hefurstarfað að íþróttamálum, kennt íþróttafræði bæði við Háskóla Ís-lands og Háskólann í Reykjavík. Hann er einnig yfirmaður afreks-
mála hjá Íþróttasambandi fatlaðra ásamt því að vinna mikið fyrir al-
þjóðasamtök fatlaðra íþróttamanna (IPC). Hann varði í vor
doktorsritgerð sína frá HÍ og var ritgerðin um hreysti og heilsu ís-
lenskra barna, frá 6 til 16 ára, sem voru með þroskahömlun.
„Ég byrjaði að vinna með fötluðum þegar ég var að þjálfa sund hjá
KR,“ segir Ingi Þór, fyrrverandi Íslandsmeistari í flugsundi og var í
sundlandsliðinu. „Fyrsti sundþjálfarinn minn, Erlingur Jóhannsson,
byrjaði fyrstur að þjálfa fatlaða og fékk nokkra þjálfara með sér í það.
Ég fór að lesa mér til um þjálfun fatlaðra og nánast ekkert var til um
þetta og ef vitneskjan er ekki til þá þurfti að búa hana til.
Þegar ég var í meistaranáminu voru prófessorarnir mínir að taka
þátt í samevrópsku verkefni um hreyfingu ungmenna og ég ákvað að
taka alla verkferlana í þeirri rannsókn og beitti þeim á börn með fötlun.
Margir höfðu ekki trú á að þau gætu tekið þátt í þessari könnun en með
þolinmæði og elju þá tókst það. Fötluðu börnin gátu tekið prófin og
voru einnig jafn viljug til að gefa blóð og ófötluð börn.“
Niðurstöður doktorsritgerðarinnar eru að börn með þroskahömlun
voru líklegri til að flokkast of feit, voru með hærri blóðþrýsting og
meira mittismál. Einnig voru börn með þroskahömlun með minna þol
og hreyfðu sig minna en jafnaldrar þeirra án fötlunar.
Eiginkona Inga Þórs er Guðrún Árnadóttir efnafræðingur og vinnur
í Landsbankanum. Dætur þeirra eru Eydís, f. 1997, og Laufey, f. 2003.
Ingi Þór verður í faðmi fjölskyldu og vina á afmæli sínu í dag.
Fjölskyldan Frá vinstri: Guðrún, Eydís, Laufey og Ingi Þór.
Rannsakar hreysti
fatlaðra barna
Ingi Þór Einarsson er fimmtugur í dag
H
alldór Blöndal fæddist
í Reykjavík 24.8. 1938
og ólst þar upp, á
Laugavegi 66. Hann
lauk stúdentsprófi frá
MA 1959 og stundaði nám í lögfræði
við HÍ um skeið.
Halldór vann við hvalskurð í hval-
veiðistöðinni í Hvalfirði á fimmtán
vertíðum 1954-74, var kennari við
Réttarholtsskólann, Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri, MA, Lindargötu-
skóla og Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar 1959-71, var blaðamaður við
Morgunblaðið 1961-63, 1967-68,
1971-72, og 1978-79, erindreki Sjálf-
stæðisflokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra 1963-67 og vann á
endurskoðunarskrifstofu Björns
Steffensen og Ara Ó. Thorlacius
1976-78.
Halldór settist fyrst á þing sem
vþm. Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra 2.12. 1971 og
var kjörinn alþm. 2.12. 1979, á fæð-
ingardegi afa síns, Benedikts, þing-
forseta. Halldór var landskjörinn
alþm. 1979-83, alþm. Norðurlands
eystra 1983-2003 og alþingismaður
Norðausturkjördæmis 2003-2007.
Halldór var landbúnaðar- og sam-
gönguráðherra 1991-95, samgöngu-
ráðherra 1995-99 og forseti Alþingis
1999-2005. Hann hefur gegnt ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn og er formaður Samtaka
eldri Sjálfstæðismanna frá 2009.
Halldór! Líturðu sáttur um öxl yf-
ir áratuga stjórnmálaamstur?
„Þegar ég lít yfir þingmannsferil
minn get ég ekki annað en verið
ánægður með árangurinn. Upp úr
stendur Háskólinn á Akureyri, og í
samgöngumálum að mér tókst að
opna leiðina milli Norður- og Aust-
urlands og náði því fram að göng
voru gerð um Héðinsfjörð milli
Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.“
Halldór var formaður Félags
framhaldsskólakennara í Norður-
landskjördæmi eystra, sat þing
Landssambands framhaldsskóla-
kennara 1973, þing BSRB sama ár
og þing ASÍ 1976. Hann var yf-
irskoðunarmaður ríkisreikninga
1976-87, sat í úthlutunarnefnd lista-
mannalauna 1978-87, í stjórn Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins, síðar
Byggðastofnunar, 1983-91, í stjórn
Slippstöðvarinnar hf. 1984-89, í
bankaráði Búnaðarbanka Íslands
1985-91 og var formaður bankaráðs
Seðlabanka Íslands 2007-2008.
Hann sat allsherjarþing Sþ og þing
Alþjóðaþingmannasambandsins
1983, þing Evrópuráðsins 1984-86,
var formaður nefndar um háskóla-
kennslu á Akureyri og hefur setið í
fjölda annarra nefnda. Hann var
kjörinn í stjórn Hins íslenska forn-
ritafélags 2013 og er forseti þess frá
14. júní sl.
Halldór Blöndal, fv. ráðherra og alþingisforseti – 80 ára
Fjölskyldan Halldór og Kristrún með fjölskyldunni við Alþingishúsið, en Halldór var forseti Alþingis 1999-2005.
Hlýr, hnyttinn og hag-
yrðingur af guðs náð
Morgunblaðið/Börkur
Hjónin Halldór og Kristrún.
Fæst í Apóteki Garðabæjar
og Lyfjaveri Suðurlandsbraut
Kópavogur Margrét Lilja
Óttarsdóttir fæddist 9.
september 2017. Hún var 52
cm og 14 merkur. Foreldrar
hennar eru Sigurbjörg Erla
Egilsdóttir og Óttar Helgi
Einarsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.