Morgunblaðið - 24.08.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018
RÁÐSTEFNA
NORRÆNMENNINGARPÓLITÍK Á ÍSLANDI Í 50 ÁR
24. ÁGÚST KL. 11–14:30 VERÖLD — HÚS VIGDÍSAR
Ráðstefna um norrænt menningarstarf og hlutverk Norræna hússins í síbreytilegum heimi.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Morgu
nm
at
ur
Andlitsm
álning
K
ra
kk
af
jör
me
ð Sigyn Blöndal
Laugardaginn 25. ágúst kl. 10–23
Ókeypis á svæðið og fjölbreytt
skemmtun fyrir alla fjölskylduna
Velkomin í norræna
menningarveislu
50ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ NORRÆNA HÚSSINS
MissTati
ST
Ó
RT
Ó
NL
EIK
AR
SEINT
N
an
oo
k
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Umhverfisstofnun er neikvæð í
umsögn sinni, þar sem hún leggur
mat á umhverfisáhrif af efnisnámi
kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi,
nánar tiltekið við Æðey og Kalda-
lón.
Íslenska kalkþörungafélagið,
sem er í eigu írska félagsins Mari-
got, er framkvæmdaaðilinn sem
óskar eftir efnistökuleyfi.
Íslenska kalkþörungafélagið rek-
ur kalkþörungaverksmiðju á Bíldu-
dal, Ískalk, og hyggur einnig á
fjárfestingu í sambærilegri verk-
smiðju í Súðavík, Djúpkalki, auk
Deltagen, verksmiðju í Stykkis-
hólmi sem vinna mun afurðir úr
þangi og þara úr Breiðafirði.
Sækja um 120 þús. rúmmetra
Sótt er um að taka allt að
120.000 rúmmetra af botnseti á
tveimur svæðum við Æðey og
Kaldalón.
Umhverfisstofnun vann umsögn
sína um frummatsskýrslu að beiðni
Skipulagsstofnunar.
„Fram kemur í frummatsskýrslu
að kalkþörungar þjóni mikilvægri
vistkerfisþjónustu og í skjóli þeirra
er mjög fjölbreytt botndýralíf og
einnig sækja seiði nytjafiska fæðu
til kalkþörungasvæðanna.
Á lista OSPAR
Kalkþörungar eru á lista OSPAR
(Samningur um verndun Norðaust-
ur-Atlantshafsins – innskot blm.)
yfir tegundir og búsvæði í hættu
og er talið að þeim stafi mest
hætta af efnistöku, botnveiðum og
mengun af ýmsu tagi,“ segir í um-
sögn Umhverfisstofnunar.
Kalkþörungar afar hægvaxta
Þar kemur fram að Umhverf-
isstofnun telur að framkvæmdaaðili
hafi ekki sýnt fram á að mótvæg-
isaðgerðir sem hann hyggist ráðast
í, þ.e. að færa efsta lag kalkþör-
unganna sem sé lifandi af fyrir-
hugðum efnistökusvæðum, áður en
efnistaka hefjist og koma þeim fyr-
ir lifandi á eldri efnistökusvæðum,
verði fullnægjandi.
„Kalkþörungar eru afar hæg-
vaxta og er talið að það hafi tekið
allt að 10.000 ár að mynda þau lög
kalkþörunga við Æðey og Kaldalón
sem ráðgert er að taka efni úr,“
segir í umsögninni.
Umhverfisstofnun telur að fram-
kvæmdin muni hafa verulega nei-
kvæð umhverfisáhrif í för með sér.
Kalkþörungabreiður þróist nánast
á jarðsögulegum tíma.
„Umhverfisstofnun
telur að ekki hafi
verið gerð fullnægj-
andi grein fyrir
virkni mótvægisað-
gerða, hvorki í frum-
matsskýrslu né í
frekari upplýsingum
framkvæmda-
aðila,“ segir
í lok um-
sagnarinn-
ar.
Neikvæð umsögn um efnisnám
Umhverfisstofnun telur að efnisnám kalkþörungasets við Æðey og Kaldalón í Ísafjarðardjúpi myndi
hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif í för með sér Vill skýrari svör um mótvægisaðgerðir
Morgunblaðið/ÞÖK
Bíldudalur Íslenska kalkþörungafélagið ehf. á og rekur kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal.
Halldór Halldórsson, forstjóri
Íslenska kalkþörungafélagsins
á Bíldudal, segir að það sé
mjög gott að fá þessar at-
hugasemdir Umhverfisstofn-
unar í umsögn hennar um
frummatsskýrsluna fram á
þessu stigi málsins.
„Þetta gefur okkur tækifæri
til þess að svara athugasemd-
unum við frummatsskýrsluna,
því nú skrifum við mats-
skýrslu í framhaldi af því að
umsagnir berast,“ sagði Hall-
dór í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Vöndum betur svörin
„Það má segja að Umhverfis-
stofnun sé að benda okkur á
að svara betur þeim þáttum
sem stofnunin gerir athuga-
semdir við, þ.e. mótvægis-
aðgerðirnar. Það hyggjumst
við gera og munum vanda þau
svör betur í matsskýrslunni,“
sagði Halldór.
Halldór segir ennfremur að
þessi umsögn hafi ekki áhrif á
áform fyrirtækisins um frek-
ari uppbyggingu og
efnistöku.
Gott að fá
ábendingar
FORSTJÓRINN
Halldór Halldórsson