Morgunblaðið - 24.08.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018
Borgartúni 22 og Dugguvogi 4, Reykjavík, S: 588 8000 • Dalshrauni 11, Hafnarfirði, S: 588 8000
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 Gleráreyrum 2, Akureyri, S: 461 2760
Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is
Litina hennar Sæju
færð þú í Slippfélaginu
GÆÐIN
Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið.
Votur
Volgur Ber
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú er rétti tíminn til að kynnast
fólki og komast í sambönd við rétta aðila.
Gleymdu því ekki í hugrenningum þínum
að hamingja verður ekki fengin fyrir fé.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú getur vanalega sjálf/ur höndlað
rifrildi með hjálp þinna dyggustu stuðn-
ingsmanna. Þegar til kastanna kemur ert
þú þinnar gæfu smiður.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Eitthvað veldur þér kvíða og
hann þarftu að losna við. Hafðu forgangs-
röðina í lagi. Tíminn vinnur með þér hvað
ákvarðanir varðar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur margt betra við tímann
að gera en sitja og finna upp á verk-
efnum. Sannir vinir ýta hvor öðrum áfram
til afreka.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er hætt við að þú lofir upp í
ermina á þér í vinnunni. Allt sem þú hefur
valið til þessa leiddi þig að þessum tíma-
punkti.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Lítið bros getur dimmu í dagsljós
breytt. Hugsaðu vel um hvernig þú gætir
bætt samskipti þín við aðra. Ný nálgun í
vinnunni leiðir þig inn á nýjar brautir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Notaðu daginn til þess að gera lang-
tímaáætlanir tengdar útgáfu eða menntun
í dag. Þú hefur aldrei fengið neitt á silfur-
fati.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert að velta fyrir þér leið-
um til að bæta heilsu þína og líkamlegt
atgervi. Minnkaðu skuldir, endurgreiddu
lán, skilaðu því sem þú hefur fengið að
láni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Samband líður fyrir það að
endalausar skyldur einkenna það. Haltu
áfram að leggja hart að þér því uppskera
þín er vís á komandi árum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það skiptir öllu máli að þér tak-
ist að halda þér utan við deilur sem geisa
á vinnustaðnum. Njóttu dagsins sem best
þú getur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ástarsambönd gætu slitnað í
dag. Enginn er fullkominn og heimurinn
ferst ekki þótt eitthvað þurfi að bíða.
Leggðu allt kapp á að finna farsæla lausn
svo þú getir sofið róleg/ur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gættu þess að missa ekkert út úr
þér sem þú þarft að iðrast síðar meir. Þú
hefur harða skel.
Þegar ég fór að skrifa Vísnahornfyrir þennan merkisdag 24.
ágúst lét ég það eftir mér að fletta
upp í Guðmundi á Sandi. Hann skrif-
ar um Stephan G. Stephansson í
Skírni árið 1907 – sveitadrenginn
sem fór með heitmey sinni yfir haf-
ið: „Hann hefir verið fjármaður
heima, en nú gerist hann dag-
launamaður við skurðgröft, ak-
uryrkju og griparækt, á sléttlend-
inu, þar sem moldin er frjóvsöm og
kornstöngin svignar undir þunga
sínum.
Upp úr kvikri kjarnamold
kornstangirnar spretta;
leið ertu samt flata fold,
fýluleg þú slétta.“
En lífsbaráttan er hörð og látlaus:
– „Stephan hefur orðið að vinna öll
verk og berja allan þann gadd, sem
lífið brasar á götu einyrkjans, og
mölva allar bergtegundir, sem
storknað hafa í einstigi „einliðans“.
Lengi var ég læknir minn
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
Síst er að undra, þó að maðurinn
sé orðinn fyrir undanláti innan við
fimmtugt, þegar svo margar nornir
lyfja einum manni elli:
Láta árin á mér sjá
elli-gára, brotin:
greiði ég hárin grá og fá,
grettur um brár og lotinn.“
Og svo spyr Guðmundur: „Hverju
skiptir það annars um ytra borðið,
ef innrætið er ungt?
Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað.
Vinur aftansólar sértu!
Sonur morgunroðans vertu!“
Guðmundi þykir Stephan kaldur í
orðum sínum stundum: „Hann líkir
sér við útskagakaldbak. Og þó ann
hann ljósinu og hitanum. Því kveður
hann á þessa leið til vinar síns:
Þessi vetur aldrei um þig illa næði,
snúi fjúki og frostum bæði
fyrir þig í: söng og kvæði.
Honum er það ljóst, að því aðeins
er okkur lífvænt yfir veturinn, að
vér lifum í ósvikinni endurminningu
um vordagana og sólmánuð sumars-
ins:
Meðan rænist fold og fjöll
fati grænu-prýddu:
steyptu úr snænum stuðlaföll,
stef úr blænum þíddu.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Punktar um Stephan G.
Í klípu
„BÍDDU BARA ÞAR TIL FAÐIR ÞINN
LOSNAR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞEIR FARA ALLTAF Í STRÍÐ MEÐAN VIÐ
ERUM AÐ BORÐA!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... skær, eftir 50 ár.
ÞAÐ ERU EKKI ALLIR
HRIFNIR AF ÞÉR
JÆJA, ÞÁ HAFA EKKI ALLIR
VERIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ
ÉG HEYRI AÐ AMLÓÐI SÉ FARINN AÐ SAFNA
SKORDÝRUM! HEFUR HANN EINHVERJAR KÖNGULÆR? DÆS…
Víkverji er að öllu jöfnu dagfars-prúður einstaklingur sem tekur
hlutunum með jafnaðargeði. Það
reynir hins vegar hressilega á jafn-
aðargeð Víkverja þegar kemur að
umferðarmenningu eða öllu heldur
ómenningu á höfuðborgarsvæðinu.
Víkverja er fyrirmunað að skilja
hvers vegna ökumenn sem keyra
fyrir aftan bifreið sem þeir sjá með
augljósum hætti að hyggst færa sig
yfir á aðra akrein gefa í til þess eins
að hleypa viðkomandi bifreið ekki
inn á akreinina.
x x x
Til þess að kóróna óþurftarskapinnskipta viðkomandi ökumenn
jafnvel um akrein þegar þeir hafa
séð til þess að bifreiðin sem vildi
færa sig á næstu akrein geti það
ekki. Þegar þetta gerist bresta allar
varnir hins siðprúða Víkverja. Fjórir
fingur annarrar handar kreppast
ósjálfrátt saman á meðan langatöng
vill teygja úr sér og öxlin gerir sig
líklega til þess að lyfta upp hendinni.
Fyrir einstakan viljastyrk nær Vík-
verji þó að hemja sig, rétta vel úr öll-
um fingrum og verða sér ekki til
skammar.
x x x
Það er ýmislegt annað sem angrarVíkverja í umferðinni og veldur
honum undrun. Erfiðast er að skilja
hvers vegna einstaklingar meta
meira óskilgreind réttindi til þess að
taka sitt pláss og halda óskil-
greindum rétti sama hvað það kost-
ar. Hvað þá hraðakstur og fram-
úrkeyrslur sem geta sett líf og limi
samborgaranna í hættu.
x x x
Eflaust er Víkverji að komast áþann aldur þar sem allt var betra
áður og heimur versnandi fer auk
þess sem einhverjir myndu flokka
vandlætingu Víkverja undir nöldur.
Því verður Víkverji að taka af
karl- eða kvenmennsku eftir því
hvernig á það er litið og benda á að
góð vísa sé aldrei of oft kveðin. Kurt-
eisi kosti ekkert og líf og limir sam-
borgaranna sé mikils virði. Að þessu
mæltu vill Víkverji hvetja ökumenn
til þess að aka eins og ástvinir þeirra
séu í næsta bíl.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Játið að Drottinn er Guð, hann hefur
skapað oss og hans erum vér, lýður
hans og gæsluhjörð.
(Sálm: 100.3)
Allt um sjávarútveg