Morgunblaðið - 24.08.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á k
júklinginn
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Fólk alls staðar að úrheiminum sækir um aðkomast á þessi námskeiðog við vorum um þúsund
ungmenni frá 80 löndum. Við vor-
um flest á aldrinum 16 til 20 ára,“
segir Kári Egilsson, 16 ára hljóm-
borðsleikari, en hann fór öðru
sinni þetta árið á sumarnámskeið
hjá Berklee, hinum virta banda-
ríska tónlistarskóla.
„Ég fékk fullan styrk til að
sækja námskeiðið í fyrra og aftur
núna í sumar og er þakklátur fyrir
það því þetta var virkilega gaman.
Tekið var mat á hljóðfæraleik og
tónfræðikunnáttu og okkur raðað
eftir erfiðleikastigum í hópa. Ég
var þarna í fimm vikur á hvoru
námskeiði og þetta var mikil
reynsla fyrir mig, enda er Berklee
einn besti og frægasti tónlistar-
skóli í heimi.“
Kári segir námskeiðið í sumar
hafa verið á hærra erfiðleikastigi
en í fyrra, sérstaklega í tónfræði-
greinunum.
„Kennararnir voru alveg frá-
bærir, enda þarf sá sem fær kenn-
arastöðu við þennan skóla að vera
ansi góður. Ég sótti mér því mjög
góða menntun á þessum nám-
skeiðum og greindi miklar fram-
farir hjá mér.“
Í bæði skiptin var Kári valinn
í hóp bestu djasspíanóleikara og
sá hópur spilaði með ákveðnu tríói
að loknu námskeiðinu í sumar.
„Ég var líka í „All Star“-
hljómsveit núna en hana skipa
þeir nemendur sem stjórnendur
telja besta. Þar var ég var í svo-
kallaðri „fusion-“ eða bræðings-
deild, sem er blanda af djassi og
rokki. Ég spilaði þar á hljómborð
og hljóðgervil og það var mjög
gefandi að spila með þessum hópi.
Við vorum með lokatónleika í
stórum sal í skólanum,“ segir Kári
sem er orðinn vanur því að koma
fram og segist ekki vera haldinn
neinum sviðsskrekk, það hafi ekki
verið neitt mál að spila fyrir fullan
sal af fólki úti í Berklee.
„Mér fannst líka gaman að
kynnast þessum krökkum sem eru
með brennandi tónlistaráhuga rétt
eins og ég. Ég held enn sambandi
við sum þeirra.“
Jafnvígur á ólíka stíla
Kári er fjölhæfur ungur mað-
ur þegar kemur að tónlist, hann
fæst ekki aðeins við klassík og
djass heldur einnig dægurtónlist.
Hann er jafnvígur á ólíkustu stíla.
Hann sinnir tónsmíðum af mikl-
um móð, miðað við aldur, semur
eitthvað á hverjum einasta degi.
„Ég geri ekki upp á milli tón-
listarstefna, ég sem eins fjöl-
breytt og hægt er, hvað sem
kemur upp í huga minn,“ segir
Kári og svarar því til þegar hann
er spurður að því hvernig lögin
komi til hans að það sé ráðgáta.
„Það gerist bara, frekar nátt-
úrulega án þess að ég hugsi mikið
um það. Kannski vinnur undir-
meðvitundin í þessu. Ég hugsa
mjög mikið um tónlist og geri ráð
fyrir að þau síist inn áhrifin frá
öllu því sem ég hlusta á,“ segir
Kári sem leggur sig eftir því að
hlusta á sem fjölbreyttasta tónlist
en vill ekki nefna neinn uppá-
haldstónlistarmann.
„Allt sem ég tek inn hefur
auðvitað áhrif á hvernig ég spila
og hvað ég sem, þó að það sé ekki
meðvitað. Ég lifi og hrærist í tón-
list alla daga og kann því vel. Ég
nota tvö forrit í tölvunni til að
vinna með og útsetja þá tónlist
sem ég sem, það er góður skóli í
því að vinna með hljóðtækni og
framleiðslu.“
Fullnægja og ánægja fylgir
því að spila og semja
Kári hóf fullt nám í þessari
viku í Menntaskólanum í tónlist,
sem er samvinna FÍH og Tónlist-
arskólans í Reykjavík.
„Ég var einvörðungu í tón-
listargreinunum í fyrra í þeim
skóla, en nú hefur bóklega námið
bæst við, sem er kennt í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Þessu
er nokkuð jafnt skipt, tónlist og
hefðbundnum kjarnafögum til
stúdentsprófs. Í stað þess að ég
velji einhver aukafög þá legg ég
stund á tónlistina. Mér finnst frá-
bært að í þessu námi er bæði
kenndur djass og klassík, því ég
vil vera jafnvígur á báðar stefnur.
Eðli málsins samkvæmt fer mikill
tími í að æfa sig þegar maður
leggur stund á tónlistarnám, og
maður þarf líka að hafa tíma til
að semja tónlist og vinna sjálf-
stætt, því er nauðsynlegt að tillit
sé tekið til þess í náminu. Í hefð-
bundnum menntaskólum getur
verið erfitt fyrir nemendur í tón-
listarnámi að stunda það nægi-
lega vel með miklu heimanámi í
bóklegum fögum.“
Það þarf að nenna að sinna
tónlistinni til að ná árangri, mikill
tími fer í æfingar og margt þarf
að víkja. En Kári segist hafa
brennandi áhuga og honum finnist
alltaf gaman að sinna tónlistinni.
„Það er einhver fullnægja og
ánægja sem fylgir því að spila og
semja.“
Músíkalskir foreldrar
Kári segist ekki vita hvaðan
hann hafi tónlistarhæfileikana og
áhugann, hann viti ekki til þess að
það leynist í blóðinu frá for-
feðrum.
„Foreldrar mínir spila hvor-
ugt á hljóðfæri en þau hafa mik-
inn áhuga á tónlist og eru mús-
íkölsk. Hér á heimilinu var til
gamalt píanó sem mamma hafði
fengið í fermingargjöf og ég
glamraði á þegar ég var lítill. Í
framhaldi af því ákváðu foreldrar
mínir að senda mig í píanótíma.
Ég hóf mitt tónlistarnám í Do-
ReMí þegar ég var ég sjö ára og
var þar fram að tólf ára aldri, en
þá fór ég í Tónlistarskólann í
Reykjavík. Auk þess hef ég sótt
tíma hjá Eyþóri Gunnarssyni í
djassinum og undanfarið hef ég
verið vikulega hjá honum. Hann
er frábær kennari og sama er að
segja um Peter Maté sem ég hef
sótt tíma hjá í klassískri tónlist,“
segir Kári sem hefur haldið sig
einvörðungu við hljómborðið en
segist þó kunna nokkur vinnu-
konugrip á gítar.
„Mitt aðaláhugamál er hljóm-
borðið en mér finnst samt spenn-
andi að læra mögulega í framtíð-
inni á einhver önnur hljóðfæri.“
Þegar Kári er spurður hvað
hann hyggist fyrir í framtíðinni,
segir hann allt vera opið.
„Ætli ég fari ekki í áfram-
haldandi tónlistarnám að loknu
stúdentsprófi, mig langar til að
halda áfram að þróa mína tónlist
og semja. Kannski fer ég í tón-
smíðar, ég hef mikinn áhuga á
þeim og sé sjálfan mig fyrir mér á
þeim vettvangi. Og auðvitað væri
spennandi að fara til útlanda til
náms, Berklee er vissulega sá
skóli sem er ofarlega á listanum
hjá mér.“
Var valinn í hóp með þeim bestu
Kári Egilsson fékk styrk
til að sækja tvö sumar-
námskeið hjá Berklee-
tónlistarskólanum í
Bandaríkjunum. Í spila-
mennskunni er hann
jafnvígur á djass, klassík
og dægurtónlist en auk
þess semur hann tónlist á
hverjum einasta degi.
Í stofunni heima Kári Egilsson við flygilinn, en þar ver hann mörgum ánægjustundum enda veit hann ekkert skemmtilegra en að spila og semja.
Morgunblaðið/Eggert