Morgunblaðið - 24.08.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018
VOLVO S90 D5
AWD INSCRIPTION
Árg.2018, nýr bíll, dísel, nudd í sætum,
Head up display, Bower & Wilkins 19 hátalara
hljómkerfi og margt fleira. Sjón er sögu ríkari!
Verð 7.990.000. Rnr. 248348.
EIN
N
ME
Ð Ö
LL
U
562 1717
Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is
bilalif.is
Eigum mikið úrval af nýjum og nýlegum bílum á staðnum
24. ágúst 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 107.81 108.33 108.07
Sterlingspund 138.85 139.53 139.19
Kanadadalur 82.63 83.11 82.87
Dönsk króna 16.71 16.808 16.759
Norsk króna 12.91 12.986 12.948
Sænsk króna 11.852 11.922 11.887
Svissn. franki 109.55 110.17 109.86
Japanskt jen 0.972 0.9776 0.9748
SDR 150.39 151.29 150.84
Evra 124.65 125.35 125.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.2513
Hrávöruverð
Gull 1196.85 ($/únsa)
Ál 2040.0 ($/tonn) LME
Hráolía 72.76 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Leigufélagið
Heimavellir tapaði
235 milljónum króna
á öðrum ársfjórð-
ungi. Um milljarðs
hagnaður var á sama
tímabili í fyrra. Mun-
ar þar mestu að
matsbreyting fjár-
festingareigna var
neikvæð um 194
milljónir króna á síð-
asta ársfjórðungi en jákvæð um 1,7 millj-
arða fyrir ári. Rekstrarhagnaður fyrir
matsbreytingu nam 522 milljónum
króna, samanborið við 320 milljónir á
þriðja ársfjórðungi í fyrra.
Á fyrstu sex mánuðum ársins var tap
Heimavalla 136 milljónir króna. Rekstrar-
hagnaður var 1.056 milljónir króna fyrir
matsbreytingar. Guðbrandur Sigurðsson
framkvæmdastjóri segir uppgjörið í takt
við áætlanir, góður tekjuvöxtur sé milli
ára og veruleg hlutfallslækkun á rekstr-
arkostnaði.
Tap Heimavalla 235
milljónir á 2. fjórðungi
Guðbrandur
Sigurðsson
STUTT
Hagnaður Kviku nam 1.023 milljónum króna á
fyrri helmingi ársins, samkvæmt árshlutareikn-
ingi bankans. Hagnaður fyrir skatta var 1.056
milljónir fyrstu sex mánuðina. Áður hefur kom-
ið fram að bankinn hagnaðist um 654 milljónir
á fyrstu þremur mánuðum ársins fyrir skatta.
Kvika er skráð á First North-markað Kauphall-
arinnar.
Hreinar vaxtatekjur bankans námu 793 millj-
ónum króna á fyrri árshelmingi og drógust
saman um tæplega 13 milljónir miðað við sama
tímabil í fyrra. Þóknanatekjur námu 1.916
milljónum króna og jukust um 48% á milli ára.
Hreinar fjármunatekjur námu 295 milljónum
króna fyrst sex mánuðina og drógust saman um
90 milljónir miðað við sama tímabil í fyrra.
Rekstrarkostnaður félagsins var 1.987 millj-
ónir króna á fyrri árshelmingi og jókst um 23%
á milli ára. Þar af var launakostnaður 1.351
milljón króna.
Eigið fé bankans nam um 12 milljörðum
króna í lok júní og heildareignir námu rúmum
103 milljörðum. Eiginfjárhlutfall var 24,6% um
mitt árið en eiginfjárkrafa FME gagnvart
Kviku banka nemur 20,25% með eiginfjárauk-
um. Segir í kauphallartilkynningu Kviku að
eiginfjárhlutfallið leiði til þess að töluvert svig-
rúm sé til arðgreiðslna eða annarra sambæri-
legra aðgerða.
Krefjandi rekstrarumhverfi
„Hlutabréfamarkaður á Íslandi hefur verið
með daufasta móti og velta verið lítil,“ segir
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, í afkomu-
tilkynningunni. „Íslenskir stofnanafjárfestar
hafa verið atkvæðalitlir á markaði, þátttaka
einstaklinga er lítil og dregið hefur úr fjárfest-
ingu erlendra sjóða, ef horft er framhjá frum-
útboði Arion banka.“ Hann segir að íslenskar
reglur um kaupauka takmarki möguleika til að
laga launakostnað að rekstrarárangri, sem hafi
leitt til þess að föst laun séu mun hærri en
æskilegt geti talist í rekstri banka eins og
Kviku.
Ármann segir það óskandi að starfsskilyrði
fjármálafyrirtækja á Íslandi yrðu færð til sama
vegar og þekkist í öðrum löndum, m.a. hvað
varðar eiginfjárkröfur, skatta og gjöld. „Þrátt
fyrir að rekstrarumhverfi bankans sé að mörgu
leyti krefjandi um þessar mundir hefur rekstur
hans gengið í samræmi við áætlanir,“ segir Ár-
mann.
Kvika hagnaðist um rúman milljarð
Morgunblaðið/Eggert
Kvika Ármann telur að íslenskar reglur um kaup-
auka hafi leitt til hærri fastra launa en æskilegt er.
Segir óskandi að starfsskilyrði hér yrðu færð til sama vegar og í öðrum löndum
Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar
tapaði 630 milljónum króna á öðrum
ársfjórðungi, samanborið við 702
milljóna hagnað á sama tímabili árið
2017. Samsett hlutfall var 105,2%
samanborið við 100,3% á öðrum árs-
fjórðungi í fyrra. Hagnaður fyrir-
tækisins fyrstu sex mánuði ársins
nemur 119 milljónum króna. Sé litið
til síðasta árs nam hagnaðurinn 1,8
milljörðum króna á sama tímabili.
Samanlagt tjón af völdum
bruna 10% af samsettu hlutfalli
Í afkomutilkynningu til Kauphall-
ar segir Hermann Björnsson, for-
stjóri fyrirtækisins, að tveir stór-
brunar setji mark á afkomu annars
ársfjórðungs og liti sex mánaða upp-
gjörið.
„Samanlagt tjón af völdum þeirra
vigtar um 10% í samsettu hlutfalli á
fjórðungnum þegar tekið hefur verið
tillit til hluta endurtryggjenda.
Brunatjón af þessari stærðargráðu
henda að jafnaði með nokkurra ára
millibili en afar sjaldgæft er að tvö
slík komi á einum og sama fjórð-
ungi,“ segir Hermann. Eignir félags-
ins námu 45 milljörðum króna í lok
júní en í árslok 2017 voru eignir
félagsins 43 milljarðar. Eigið fé nam
13,7 milljörðum við lok tímabilsins
en nam 15,2 milljörðum um áramót-
in. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins
nam rúmum 30%. Fram kemur í af-
komutilkynningunni að neikvæð þró-
un verðbréfamarkaða það sem af er
ári valdi því að horfur um afkomu
fyrir skatta hafi verið færðar úr 2,8
milljöðrum króna í einn milljarð
króna. peturhreins@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Sjóvá Hermann segir tvö stór bruna-
tjón í sama fjórðungi sjaldgæf.
Miklar sviptingar
í afkomu Sjóvár
Tveir stórbrun-
ar lita rekstur
fyrstu sex mánaða
Tryggingamiðstöðin hf. skilaði 140
milljóna króna tapi á öðrum ársfjórð-
ungi, samkvæmt uppgjöri sem birt
var í Kauphöllinni eftir lokun mark-
aða í gær. Til samanburðar var 909
milljóna króna hagnaður á sama tíma
á síðasta ári.
Hagnaður félagsins fyrstu sex
mánuði ársins er 149 milljónir króna
samanborið við tæplega 1,9 milljarða
á sama tíma í fyrra.
Varnarsigur í erfiðu árferði
Sigurður Viðarsson forstjóri segir í
tilkynningu til Kauphallar að afkom-
an hafi verið lakari en gert hafi verið
ráð fyrir í upphafi árs. Stór tjón
ásamt auknum tjónaþunga almennt
hafi sett mark sitt á uppgjörið, en
samsett hlutfall félagsins var 109,9%,
og er komið í 101,4% síðastliðna 12
mánuði. Verri afkoma af vátrygginga-
starfsemi á fjórðungnum skýrist
einkum af hærra tjónshlutfalli í eigna-
tryggingum, ábyrgðartryggingum og
skiptatryggingum að því er fram
kemur í afkomutilkynningunni.
„Ávöxtun fjárfestingaeigna TM á
öðrum ársfjórðungi var 1,2% sem
verður að teljast ákveðinn varnar-
sigur í erfiðu árferði. Rekstrarspá
fyrir næstu fjóra ársfjórðunga hefur
verið uppfærð og gerir félagið nú ráð
fyrir að samsett hlutfall verði 97% til
næstu 12 mánaða og að ávöxtun fjár-
festinga verði 8,3%,“ segir Sigurður,
en eins og reifað er í afkomutilkynn-
ingunni skiluðu óskráð hlutabréf
góðri afkomu, en skráð hlutabréf og
hlutabréfasjóðir skiluðu „mjög lélegri
afkomu“, eins og það er orðað.
Eignir 38 milljarðar
Heildartekjur TM námu 4,2 millj-
örðum króna á fjórðungnum, saman-
borið við rúma fimm milljarða á sama
tíma á síðasta ári, sem er 16% sam-
dráttur milli ára. Í lok júní námu eign-
ir félagsins tæpum 38 milljörðum
króna, en námu 34,7 milljörðum í árs-
byrjun. Eigið fé nam 12,8 milljörðum í
lok fjórðungsins samanborið við 14,1
milljarð í byrjun ársins. tobj@mbl.is
Léleg afkoma af skráðum bréfum
Stór tjón og almennt aukinn tjóna-
þungi setja mark sitt á uppgjör TM
TM Sigurður segir varnarsigur
hafa unnist í ávöxtun fjáreigna.