Morgunblaðið - 24.08.2018, Side 14

Morgunblaðið - 24.08.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt samfestingur St: S-XXL – Verð 13.990 kr. Nýjar haustvörur streyma inn Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is 1.044 fóstureyðingar voru fram- kvæmdar hér á landi á síðasta ári samkvæmt tölum frá Landlæknis- embættinu, 23 fleiri en árið 2016. Er þetta í annað sinn sem fóstur- eyðingar hér á landi eru yfir 1.000 talsins á einu ári. Langflestar þeirra kvenna sem fóru í fóstureyð- ingu voru á aldrinum 20-29 ára, alls 552. Fjöldi fóstureyðinga á hverjar 100 þunganir, þ.e. samanlagðan fjölda fæðinga og fóstureyðinga, var 20,4 og hefur ekki verið meiri. Tal- an fyrir árin 2011-2015 er 18. Um 57% kvennanna voru ekki í sambúð og um 43% þeirra giftar eða í sam- búð. Í langflestum tilfellum voru uppgefnar forsendur fyrir umsókn um fóstureyðingu félagslegar, eða í um 1.007 tilfellum. Í 36 tilfellum voru forsendurnar læknisfræðilegar og í einu tilfelli ótilgreindar. Fóstureyðingum með lyfjagjöf hefur stórfjölgað frá árinu 2003 þegar nær allar konur fóru í aðgerð til fóstureyðingar. Á síðasta ári fóru 786 konur í fóstureyðingu með lyfjagjöf og 257 með aðgerð. 668 ekki áður í fóstureyðingu Af 1.044 konum á síðasta ári höfðu 244 farið einu sinni áður í fóstureyðingu, 84 tvisvar sinnum og 48 þrisvar sinnum. 668 höfðu ann- aðhvort aldrei farið áður í fóstur- eyðingu eða þá að ekki var tilgreint um það. 224 konur höfðu áður átt eitt barn, 204 höfðu átt tvö börn, 103 höfðu átt þrjú börn og 40 fjögur eða fleiri. 845 konur sem fóru í fóst- ureyðingu í fyrra voru gegnar minna en níu vikur, 147 höfðu geng- ið 9-12 vikur, 37 gengið 13-16 vikur, fjórar 17-20 vikur og níu yfir 20 vik- ur. Mun fleiri karlar gengust undir ófrjósemisaðgerð í fyrra en konur, 542 á móti 96, en aðgerðum karla hefur fjölgað mjög á síðustu árum, öfugt við ófrjósemisaðgerðir kvenna sem hefur fækkað. Fyrir karla er einungis í boði lok- un sáðrásar, en aðgerðir kvenna eru annars vegar lokun eggjaleið- ara við opna aðgerð eða við kvið- speglun. Er fyrri kosturinn gjarnan gerður við keisaraskurð og er mun sjaldgæfari en lokun með kviðspegl- un. Fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir á Íslandi Fjöldi fóstureyðinga árin 1996-2017 Konur Karlar Fjöldi ófrjósemisaðgerða árin 1981-2017 Ófrjósemisaðgerðir á hverja 1.000 einstaklingaFjöldi fóstureyðinga eftir aldurshópum árið 2017 Heimild: Embætti landlæknis 1.200 1.000 800 600 400 200 0 ’96 ’99 ’02 ’05 ’08 ’11 ’14 ’17 600 500 400 300 200 100 0 ’81 ’84 ’87 ’90 ’93 ’96 ’99 ’02 ’05 ’08 ’11 ’14 ’17 1.021 1.044 438 542 23 96 926 Konur Karlar 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 1,5 Alls 1,4 Alls 7,2 4,4 13,1 4,20,2 2,4 Árið 2017 <15 ára 15-19 ára 20-24 ára 25-29 ára 30-34 ára 35-39 ára 40-44 ára 45+ ára 2 134 274 278 163 122 65 6 1.044 fóstureyðingar framkvæmdar í fyrra  Karlmönnum sem fara í ófrjósemisaðgerðir fjölgar enn Selbrekka 1 til 11 er gata ársins í Kópavogi. Umhverfisviðurkenn- ingar umhverfis- og samgöngu- nefndar Kópavogsbæjar voru af- hentar í gær, að því er fram kemur í tilkynningu, en tekið er fram að gata ársins hafi verið valin af bæjarstjórn Kópavogs fyrr í sumar. Átta viðurkenningar voru veittar fyrir hönnun og umhverfi, en þær voru veittar fyrir hönnun á Bæjar- lind 7-9, Naustavör 16-18 og Örv- asali 18. Viðurkenning var veitt vegna endurgerðar húsnæðisins að Hófgerði 5. Fyrir umhirðu húss og lóðar var veitt viðurkenning vegna Álfhólsvegar 40 og Hlíðarvegar 6. Fyrir frágang húss og lóðar á ný- byggingasvæði var veitt viðurkenn- ing vegna Austurkórs 46 og Nausta- varar 7. Að lokum fengu aðstandendur Trjásafnsins í Meltungu viðurkenn- ingu fyrir framlag til ræktunarmála. Selbrekka 1-11 gata ársins í Kópavogi  Umhverfisviðurkenningar veittar Ljósmynd/Kópavogsbær Í Selbrekku Við tilefnið gróðursettu fulltrúar bæjarins og íbúi tré í götunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.