Morgunblaðið - 24.08.2018, Síða 33
» Víkingamálmssveitin Skálmöld var í miklumham í Eldborg í Hörpu í fyrrakvöld þegar hún
hélt sína fyrstu tónleika af fernum með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands, Karlakór Reykjavíkur, kamm-
erkórnum Hymnodiu og barnakór Kársnesskóla.
Fyrstu tónleikar Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands af fernum fóru fram í fyrrakvöld
Fjölmenni Um 200 manns stilltu saman strengi sína og fluttu lög Skálmaldar, jafnt gömul sem ný.
Einbeittur Hljómsveitarstjórinn Bernharður Wilkinson fékk það erfiða
verkefni að stýra þungarokkssveit, sinfóníuhljómsveit og þremur kórum.
Grjótharðir Þráinn Ingólfsson og Einar Lobbi Lárusson eru grjótharðir
aðdáendur Skálmaldar eins og sjá má af klæðaburði þeirra og látbragði.
Glöð Páll Edwald og Selma Eir
Hilmarsdóttir fyrir tónleika.
Sáttir Bibbi bassaleikari og Þráinn gítarleikari með barnakór Kársnesskóla
í bakgrunni. Þeir voru yfir sig ánægðir með samstarfsfólk og gesti.
Morgunblaðið/Eggert
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
Skapaðu þinn eigin stíl með
Edge skápaeiningunum frá
Hammel. Ótal möguleikar á
uppröðun og útfærslum. Þú
velur hvort þú hengir
skápana upp á vegg eða
setur fætur undir. Dönsk
hönnun og framleiðsla.
ICQC 2018-20
Sýningarröðin Sugar Wounds hefst
í dag kl. 18 með opnun sýningar í
nýju listamannareknu sýningar-
rými í Ármúla 7 en þar var áður
veitinga- og súludansstaður og
rýmið því hrátt og frekar óhefð-
bundið til sýningahalds, eins og
segir í tilkynningu. Átta listamenn
taka þátt í sýningunni og skipu-
leggja og næstu þrjár helgar verða
þeir svo búnir að raða sér niður á
minni samsýningar sem verða allar
opnaðar á föstudagskvöldum og
standa opnar laugardag og sunnu-
dag.
Listamennirnir vinna í ólíka
miðla á borð við málverk, gjörn-
ingalist, skúlptúr og vídeó og eiga
sameiginlegt að vinna með málefni
líðandi stundar í samfélaginu út frá
titlinum Sugar Wounds. „Þeir leita
innblásturs í gegnum sína eigin
reynslu og skynjun jafnt sem í um-
hverfi sitt, og eru stjórnmál, ást-
arsambönd, samskipti kynjanna,
sálfræði, dulspeki, neyslumenning
og poppkúltúr meðal annars upp-
spretta í verkum þeirra,“ segir í til-
kynningu. Listamennirnir eru þær
Alexandra Baldursdóttir, Freyja
Eilíf, Katrína Mogensen, Kristín
Morthens, Nanna MBS, Nína Ósk-
arsdóttir, Steinunn Gunnlaugs-
dóttir og Sunneva Ása Weiss-
happel. Boðið verður upp á veit-
ingar og tónlist við opnunina í dag.
Í rýminu Sex af listamönnunum átta sem sýna í hinu nýja sýningarrými í Ármúla.
Sugar Wounds hefst í nýju sýningarrými