Morgunblaðið - 24.08.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.08.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018 25 Lóðir Til sölu sumarbústaðalönd Í Áshildarmýri, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 75 km frá Reykjavík. Stærð á lóðum 5.000 fm - 15.800 fm. Rafmagn, heitt og kalt vatn. Upplýsingar veitir Hlynur í síma 824 3040. Sölusýning laugardag og sunnudag. Heitt á könnunni. Félagsstarf eldri borgara Árskógar. Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9- 16. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir inni- og útipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Bíó "Lífið er núna" kl. 13. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30, og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl 13, að þessu sinni sýnum við Mamma mia, kostar ekkert að horfa, allir velkomnir. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, brids kl. 13, bingó kl. 13.15 og eftirmiðdags- kaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, botsía kl.10.15, myndlistanámskeið hjá Margréti Zophoníasdótt- ur kl. 12.30. Zumba dansleikfimi kl. 13, allir velkomnir óháð aldri. Haust hátíð Hæðargarðs verður fimmtudaginn 6. september, nánari upplýsingar í Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, opin lista- smiðja kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, bingó kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, leikfimi í salnum Skólabraut kl. 11, spilað í króknum kl. 13.30, brids í Eiðismýri kl. 13.30. VÖFFLUKAFFI verður í Félagsheimili Seltjarnarness fimmtudaginn 30. ágúst kl. 14.30, boðið verður uppá vöfflur og kaffi og farið verður yfir dagskráliði félags- og tómstundastarfs eldri bæjarbúa fyrir næstu mánuði. Skráning verður á náskeið. Allir velkomnir! Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23, Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær, heitir pottar og jarðgerðarílát Rotþrær – heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ódýrir heitir pottar – leiðbein- ingar um frágang fylgjar. Mjög vönduð jarðgerðarílát til moltugerðar. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vantar þig fagmann? FINNA.is Smá- og raðauglýsingar er hægt að vera án í leikskóla- kennaraskorti. Það er vegna fólks eins og hennar sem hægt er að halda uppi góðu leikskólastarfi, fólksins sem velur þennan starfsvettvang og öðlast mjög mikla þekkingu og reynslu. Björk veiktist skyndilega fyrir tveimur árum og átti því miður ekki afturkvæmt til starfa. Þegar ég heyrði af andláti Bjarkar voru barnabörn hjá mér sem höfðu ver- ið hjá Björk í Nóaborg. Sá elsti, tæplega 12 ára, sagði: „Ég man eftir Björk, hún var mjög skemmtileg.“ Þar var henni rétt lýst. Björk var nefnilega mjög skemmtileg. Enginn var betri í að segja börnunum sögur og fór Björk létt með að vera með stóran hóp sem sat eins og límdur við gólfið þegar hún fór á flug. Björk kom fram við börnin af virðingu og spjallaði við þau á jafnréttis- grundvelli og það fundu börnin. Hún tók líka að fullu þátt í leik barnanna og það var ekki óal- gengt að sjá hana með teygjur og spennur í hárinu en hún var gjarnan módel í hárgreiðsluleik. Björk var draumastarfsmaður hvers yfirmanns. Þau rúmu 20 ár sem hún var í Nóaborg var hægt að telja á fingrum annarrar hand- ar þau skipti sem hún var of sein, hún var sjaldan frá vegna vinnu, var samviskusöm og hafði áhuga og metnað fyrir því sem hún var að gera. Nóaborg tók þátt í nokkrum evrópskum þróunarverkefnum og Björk fór með á nokkra fundi. Ég var svo heppin að ferðast með henni og betri ferðafélagi er vand- fundinn. Á leið heim úr einni ferð- inni gistum við eina nótt í Amst- erdam. Við vorum þrjár og vorum sam- an í herbergi. Þegar við komum í herbergið var eitt stórt rúm og dýna á gólfinu. Við Björk ákváðum að deila rúminu. Þegar við fórum í háttinn kom í ljós að það var ein stór sæng í rúminu. Við vorum þreyttar og ákváðum að láta þetta duga og skriðum undir sæng. Það hefur ef- laust heyrst um ganga hótelsins þegar við hlógum okkur í svefn. Í námsferðum leikskólans var Björk gjarnan herbergisfélagi Eddu Kristinsdóttur en þær voru ekki bara vinnufélagar heldur góðar vinkonur. Þær voru í her- bergi við hliðina á mér í einni ferð- inni og voru búnar að biðja mig um að banka hjá þeim þegar ég færi í morgunmat. Þær komu til dyra, löngu tilbúnar og ég tók eft- ir því að það var búið að búa um rúmið. Ég spurði hvort það væri búið að þrífa herbergið svona snemma en var sagt að maður færi nú ekki út á morgnana án þess að búa um. Ótal minningar koma upp við þessi skrif sem gott er að ylja sér við. Björk kíkti inn í Nóaborg fyr- ir sumarlokun og plönuð var formleg kveðjuveisla fyrir hana sem því miður verður ekki. Það er hins vegar klárt að í næstu starfsmannagleði verður Björk í huga okkar og við munum skála fyrir henni og þakka henni fyrir ómetalega samveru í öll þessi ár. Við sem vorum svo heppin að eiga Björk fyrir vinnufélaga send- um fjölskyldu hennar okkar inni- legustu samúðarkveðjur um leið og við þökkum Björk fyrir að hafa verið það sem hún var, skemmti- leg. Fyrir hönd starfsfólks Nóa- borgar, Anna Margrét Ólafsdóttir leikskólastjóri. Elsku besta mamma. Það er svo innilega óraunverulegt að vera í þeim sporum sem við erum núna að skrifa minningargrein um þig, kornunga mömmu okkar. Það eru sterkar tilfinningar sem fylgja svona tíma, frábærar minn- ingar um allar gleðistundirnar allt frá því við vorum börn og fylgt hafa okkur í gegnum lífið. Það er líka djúpt þakklæti sem fylgir því að hugsa til baka. Þakklæti fyrir að hafa átt mömmu sem var heimavinnandi fyrstu átta og tíu ár okkar systkinanna. Að koma heim úr skóla á föstudögum og finna ilminn af nýbökuðum sultu- og súkkulaðikökum. Að búa við þann lúxus að hafa hlýjan faðm til að koma heim til, mömmu sem alltaf nennti að spjalla við okkur um heima og geima. Til í ævintýri eða horfa á spólu einstaka sinnum. Við erum þakklát fyrir þig elsku mamma, sem studdir okkur í gegnum allt, súrt og sætt, fyrstu ástarsorgina, fyrsta ástvinamiss- inn, erfiðleika í vinskap eða skóla – þú stóðst á bak við okkur eins og klettur, varðir okkur þegar þess þurfti en kenndir okkur um leið að axla ábyrgð, sýna samkennd og hafa réttlætiskennd. Gladdist með okkur þegar vel gekk og hvattir okkur áfram. Ein af okkar skemmtilegustu minningum er ævintýrasvaðilför í Húsafell, líklegast 1982 eða svo. Við systkinin, þú, amma, Magga frænka og stelpurnar. Öllum stappað og troðið í Lödu station- bílaleigubíl og af stað. Við létum ekki sprungið dekk eða smáskein- ur stoppa okkur. Það var grillað, tréhús byggt og gripið í spil. Svo ótrúlega skemmtilegir dagar sem enn ylja okkur. Það er þyngra en tárum taki að hugsa til þess að geta ekki hringt á hverjum degi til að spjalla eða kíkt í kaffi. Við reiknuðum alltaf með meiri tíma, en ekki reyndist það svo og við það brestur hjarta okkar allra. Við munum tala við þig með öðrum hætti, hugsa til þín þegar Bjöggi kemur í útvarp- ið eða þegar við horfum á góða og hjartahlýja mynd eins og þú elsk- aðir. Ekkert nema mögulega tíminn mun milda sorgina sem í brjósti okkar býr. Móðurástin er einstök og það er það besta sem við eig- um til að halda í. Elskum þig til eilífðar alltaf og kveðjum með texta Vilhjálms Vil- hjálmssonar, Söknuður: Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Þín einlæg Hjalti og Brynhildur (Binna). Ég kveð þig, elsku besta Björk, með brosdögg niður kinnar. Því engin voru endamörk, ástar og gleði þinnar. Þú lýstir upp öll herbergi, allt húsið gleði fylltir. Þinn yndishlátur fer hvergi, með honum öll tár stilltir. Ég man þig hlæja, ég man það vel. Bros þitt vermdi hjörtu. Ástarkveðju þér ég fel, til þeirra heima björtu. (Hulda Vigdísardóttir) Þín Hulda. upp. Meitluð tilsvör Jóseps á Hjall- andi og ljúfar stökur Ásgríms á Brekkunni yljuðu manni þá um stund. En nú er þessu gestaboði lokið og ég þakka frænda sam- fylgdina á liðnum árum. Hann var orðinn ellimóður nokkuð enda ald- urinn hár – vantaði fáa mánuði upp á að árin yrðu hundrað. „Þetta er að verða gott,“ var eitt hið síðasta sem hann sagði við mig. Börnum hans votta ég innilega samúð. Gunnar Sveinn Skarphéðinsson. Sá ég samhljóðan í sögu þinni skörungsskapar og skyldurækni, skaps og stillingar, styrks og blíðu, vilja og varúðar, vits og dáðar. (Matthías Jochumson) Með einlægri þökk fyrir allt og allt, elsku frændi. Góða ferð í Sumarlandið og berðu þeim kveðju mína sem þar taka þér opnum örm- um. Þín Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir (Inga). Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.