Morgunblaðið - 24.08.2018, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íborgarstjórner sú staðakomin upp að
kjörnir fulltrúar
minnihlutans þurfa
ekki aðeins að tak-
ast á við kjörna fulltrúa meiri-
hlutans, heldur einnig ókjörna
embættismenn. Hingað til hef-
ur verið litið svo á að ókjörnir
embættismenn þjóni bæði
meirihluta og minnihluta og
standi utan við pólitískt karp. Í
borgarstjórn er ástandið orðið
þannig að engin leið er lengur
að sjá mun á kjörnum og
ókjörnum fulltrúum meirihlut-
ans.
Morgunblaðið leitaði álits
sérfræðinga í opinberri stjórn-
sýslu á þessu ástandi. Í þeim
samtölum kom meðal annars
fram að það væru „ákveðnar
hefðir, hvort sem mönnum líkar
betur eða verr, að embættis-
menn eru að starfa fyrir póli-
tíska fulltrúa og eru þjónar
þeirra. Það felst í því að vera
embættismaður að gera það
sem manni er sagt. Embættis-
maður hefur bara ekki sama
tjáningarfrelsi og pólitískt
kjörinn fulltrúi eða almenn-
ingur úti í bæ“.
Þá kom fram að það væri
„mjög sérstakt að það eigi sér
stað opinberlega átök á milli
stjórnsýslunnar og kjörinna
fulltrúa. Maður hlýtur að
álykta að þarna séu einhver
undirliggjandi átök sem eru að
koma upp á yfirborðið“.
Hjá sérfræðingunum kom
einnig fram að furðulegt væri
að borgarstjóri hefði ekki
brugðist við. „Það hefði verið
hið eðlilega ferli, vegna þess að
þetta á ekki að vera
samtal á milli emb-
ættismanns
borgarinnar og
minnihlutans.
Borgarstjóri ber
ábyrgð á öllum sínum embætt-
ismönnum og þessi framgangs-
máti fer gegn öllum hefðum í
stjórnskipan borgarinnar,“
sagði sérfræðingurinn.
Í gær tjáði Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri sig svo um
málið við Morgunblaðið og vís-
aði þá gagnrýni sérfræðing-
anna á bug og taldi ekkert
óeðlilegt við framgöngu emb-
ættismannanna.
Ekki voru viðbrögð oddvita
Viðreisnar síður undarleg. Þór-
dís Lóa Þórhallsdóttir sagðist
leggja „mikla áherslu á góða
stjórnsýslu, gegnsæi og grein-
argóða upplýsingagjöf“. Bætti
svo við: „Ég bind vonir við að
borgarfulltrúar sem og emb-
ættismenn nái jafnvægi í þessu
landslagi sem við erum í.“
Hvorugt þessara svara bend-
ir til að meirihlutinn hyggist
laga það sem aflaga hefur farið
í stjórnsýslunni í borginni.
Borgarstjóri virðist þvert á
móti staðráðinn í að halda
áfram á sömu braut og oddviti
Viðreisnar virðist ekkert vita í
hvorn fótinn hún á að stíga en
talar með sama almenna og
innihaldslausa hættinum og
hún hefur gert frá því að hún
fjallaði fyrst um framboð sitt í
frægu sjónvarpsviðtali.
Borgarbúar, sem kusu borg-
arfulltrúa minnihlutans, eiga
skilið betri vinnubrögð og betri
viðbrögð frá borgarfulltrúum
meirihlutans.
Borgarstjóri og odd-
viti Viðreisnar svara
gagnrýni út í hött}
Bæta þarf vinnubrögðin
hjá Reykjavíkurborg
V
ið erum í miðju góðæri og erfiðu ár-
in eru að baki … það er í sjálfu sér
ekki nema bjart fram undan,“
sagði Bjarni Benediktsson, fjár-
málaráðherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins, við flokksfélaga sína á lands-
fundi síðastliðið vor.
En hvernig birtist þetta góðæri okkur eftir
stjórnartíð Sjálfstæðisflokks í fjármálaráðuneyti
undanfarin ár?
Heilbrigðiskerfinu blæðir hægt og rólega út,
þrátt fyrir fögur fyrirheit heilbrigðisráðherra
vinstri grænna, Svandísar Svavarsdóttur. Þetta
sumar höfum við orðið vitni að algjöru neyðar-
ástandi í málefnum geðsjúkra, í málefnum fæð-
andi kvenna, neyðarástandi hjá heilabiluðum og
fjölskyldum þeirra og síðast en ekki síst lífs-
hættulegu neyðarástandi í málefnum ungra fíkla
sem hvergi fá skjól. Lengi hefur því verið kennt um að ein-
hugur sé ekki meðal ráðamanna um það hvort auka eigi við
einkarekstur í heilbrigðisgeiranum og að því láti þeir sem
aðhyllast einkarekstur hið opinbera kerfi lamast hægt og
rólega svo það sé sjálfhætt.
En heilbrigðiskerfinu einu blæðir ekki út undir fjár-
málastjórn Bjarna Benediktssonar heldur má sjá hættu-
merki víðar. Við fáum fregnir af algjöru ófremdarástandi í
löggæslumálum um allt land. Þremur lögreglumönnum er
gert að vakta 60 þúsund manna svæði í Kópavogi og Breið-
holti að nóttu til. Lögregluembættin eru undirmönnuð og er
ábendingum þess efnis svarað af hálfu dómsmálaráðherra
með því að útgjöld hafi aukist stórlega til mála-
flokksins. Fyrir liggur svart á hvítu að útgjöld
til löggæslu og mannafla hafi ekkert verið aukin
heldur megi rekja umtalsverða aukningu til
kaupa á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna. Í
fjármálaáætlun kom fram að ætlunin væri að
verja samtals 14 ma króna til kaupa á þyrlunum
góðu, það er jú ekki mönnun lögreglu. Áfram
þurfa lögreglumenn að þola niðurskurð, ofálag,
undirmönnun og þá öryggisleysi fyrir borgara
sem og mikinn hægagang í vinnslu og rannsókn
mála. Varla er ætlun Sjálfstæðisflokksins að
einkavæða löggæsluna, er það?
Samgöngumannvirki um allt land eru að
sama skapi á slíkum stað að verulegrar innspýt-
ingar er þörf til að minnka hættuástand á
þjóðvegum og um leið og fjármálaráðherra boð-
ar okkur góðæri og bjarta tíma lætur hann
launþega landsins vita að lítið svigrúm sé til launahækkana.
Þegar reka á heimili þarf hvort tveggja að borga reikn-
ingana sem og gefa börnunum nauðsynlega fæðu og klæði.
Sama á við um ríkisreksturinn. Í þeim efnum hefur fjár-
málaráðherra og flokki hans mistekist hrapallega á und-
anförnum árum því grunnstoðirnar molna í sjálfu góðærinu.
Við þurfum að gera betur í komandi fjárlagafrumvarpi
því þetta er ekki dæmi um góða fjármálastjórnun heldur
þvert á móti sveltistefnu sem verður að stöðva.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Sér er nú hver snilldin
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Tekist var á um samgöngumálí skipulags- og samgöngu-ráði Reykjavíkur í fyrra-dag, en umhverfismat til-
lögu að samgönguáætlun árin
2019-2033 var þar til kynningar, skv.
fundargerð, en þar er að finna bók-
anir þess efnis, bæði frá fulltrúum
meiri- og minnihlutans í borgar-
stjórn.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins,
Baldur Borgþórsson, sakaði meiri-
hlutann um að hafa gamaldags sýn í
samgöngumálum, t.d. með að taka
ekki inn í áætlunina sjálfkeyrandi og
rafmagnsbíla, sem og aðra nýja tækni
sem væri væntanleg næstu ár.
„Lítil áhersla er lögð á uppbygg-
ingu vegakerfis innan borgarinnar,
hvort sem um er að ræða götur á
ábyrgð ríkis eða borgar, og enginn
sjáanlegur vilji til að leggjast á árar
með ríkinu að bæta úr. Unnið er
markvisst að því að útrýma einkabíln-
um úr borgarskipulaginu og ekki er
tekið tillit til tilmæla Vegagerð-
arinnar um uppbyggingu vegakerfis
borgarinnar í skýrslunni „Vegir á
höfuðborgarsvæðinu í umsjá Vega-
gerðarinnar Höfuðborgarsvæðið
2040 – Sýn Vegagerðarinnar – Júní
2018.““ Í umræddri skýrslu Vega-
gerðarinnar hafi verið lýst yfir mikl-
um áhyggjum af því að ekki sé gert
ráð fyrir lagningu Sundabrautar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Ey-
þór Laxdal Arnalds, Marta Guðjóns-
dóttir og Valgerður Sigurðardóttir,
létu bóka að á síðustu átta árum hefði
umferð í borginni þyngst og ferðatími
lengst verulega. Meira væri um
lausagang bifreiða vegna tafa, en bif-
reiðar gætu mengað meira við þær
aðstæður. Þá hefði hlutfall almenn-
ingssamgangna haldist óbreytt, þrátt
fyrir skýr markmið um tvöföldun
þess á tíu árum. Milljörðum króna
hefði verið varið af vegafé til að
tryggja að svo yrði, en þrátt fyrir það
hefði hlutfall almenningssamgangna
ekkert aukist.
„Það er því morgunljóst, af fram-
ansögðu, að framkvæmd stefnu
Reykjavíkurborgar hefur ekki gengið
upp. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og
skýr mælanleg markmið hefur um-
ferð versnað með tilheyrandi nei-
kvæðum umhverfisáhrifum að ótöld-
um vandamálum vegna tafatíma í
umferð. Svifryksmengun er enn
ítrekað yfir heilsufarsmörkum og
dagsgildi köfnunarefnistvíildis geta
verið mjög há. Mikilvægt er að samn-
ingi um framkvæmdastopp, sem gerð-
ur var milli borgarinnar og ríkisins ár-
ið 2012 verði sagt upp, enda eru
forsendur hans brostnar“.
Hjólreiðar hafi aukist verulega
Fulltrúi Pírata, Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylking-
arinnar, Kristín Soffía Jónsdóttir og
Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Við-
reisnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson,
létu bóka að meirihluti Samfylkingar,
Pírata og Viðreisnar tæki undir um-
sögn samgöngustjóra vegna umhverf-
ismats samgönguáætlunar 2019-2033.
„Rétt er að árétta að frá því mark-
mið um breyttar ferðavenjur voru sett
fram í Aðalskipulagi Reykjavíkur
2010-2030, hafa hjólreiðar aukist veru-
lega, og telja í dag um 7% allra ferða.
Farþegum í Strætó hefur einnig fjölg-
að mikið þrátt fyrir að markmið um
hlutfall ferða hafi ekki náðst.“ Jafn-
framt bókuðu þau að til að sett mark-
mið um fjölbreyttar ferðavenjur næð-
ust, yrði að bæta aðstæður fyrir
notendur almenningssamgangna, auk
gangandi og hjólandi. Það væru hags-
munir allra að draga úr bílaumferð í
borginni, m.a. sem mikilvægum þætti
í baráttunni við svifryk og aðra nei-
kvæða umhverfisþætti. Fólksfjölgun
og uppbygging hefði valdið aukningu
tafatíma um 3,3% árdegis og 13,5%
síðdegis.
„Hafa gamaldags sýn
í samgöngumálum“
Morgunblaðið/Hari
Umferðarteppa Borgarfulltrúar meiri- og minnihlutans eru ekki sammála
um hvernig komið verði í veg fyrir vaxandi tafir og mengun í umferðinni.
Samgönguráð Reykjavíkur-
borgar auglýsti í byrjun júlí
umhverfismat á tillögu að
samgönguáætlun 2019-2033
til kynningar, skv. lögum um
umhverfismat áætlana, en
það kemur fram í fundargerð
af fundi umhverfis- og skipu-
lagsráðs borgarinnar frá í
fyrradag.
Í samgönguáætlun sé mörk-
uð stefna fyrir allar greinar
samgangna næstu fimmtán
ár, eða frá árinu 2019-2033.
Með umhverfismatinu hafi
verið skilgreind helstu áhrif
og aðgerðir til að dregið verði
úr neikvæðum umhverfisáhrif-
um.
Í kjölfar kynningar í borgar-
ráði hafi umhverfis- og skipu-
lagssviði, ásamt samgöngu-
stjóra, verið falið að undirbúa
umsögn um umhverfismatið.
Einnig hafi verið lögð fram og
kynnt umsögn umhverfis- og
skipulagssviðs, Samgöngur
20. ágúst 2018.
Samgöngur
til framtíðar
DRAGA Á ÚR NEIKVÆÐUM
UMHVERFISÁHRIFUM
Ein af helstufregnum síð-
asta árs úr
fjármálaheiminum
var gríðarlegur
uppgangur rafmyntarinnar
Bitcoin, en verðgildi hennar
náði á tímabili að skjótast
upp í um 18.000 dollara á
hverja einingu. Þessi óvænti
áhugi á fyrirbærinu hafði
jafnframt þau áhrif að aðrar
slíkar „rafmyntir“ náðu einn-
ig nokkru flugi, þó að engin
þeirra slægi Bitcoin við.
Nú er öldin önnur. Í ný-
legri úttekt í Financial Times
var greint frá því að heildar-
verðgildi rafmynta á markaði,
að Bitcoin meðtöldu, hefði
skroppið saman úr um 800
milljörðum Bandaríkjadala
niður í um 200 milljarða.
Hver eining af Bitcoin er nú
„einungis“ metin á um 6-8.000
dollara, og aðrar myntir hafa
einnig fallið
skarpt.
Blaðamenn Fin-
ancial Times
gengu svo langt
með að kveða upp úr með það
að „bólan“ sem skapast hefði
í kringum rafmyntir væri í
raun sprungin, þar sem öll
teikn bentu til þess að spá-
kaupmenn og aðrir í leit að
skjótfengnum gróða væru nú
farnir að leita á önnur mið.
Þó að ef til vill sé of
snemmt að slá slíku föstu er
vissulega ástæða til að fara
afar varlega í umgengni við
„gjaldmiðla“ á borð við raf-
myntir, sem ekki hafa nein
augljós verðmæti á bak við
sig og eru vart nýtilegir til
þess að greiða fyrir verslun
og viðskiptum. Fjárfestingar í
slíkum fyrirbærum hljóta allt-
af að vera verulega áhættu-
samar.
Rafmyntir hafa gef-
ið mikið eftir á árinu}Er bólan á enda?