Morgunblaðið - 24.08.2018, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018
✝ Margrét Björn-ey Guðvins-
dóttir fæddist á
Stóru-Seylu í
Skagafirði 4. maí
1935. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki 10.
ágúst 2018.
Foreldrar Mar-
grétar voru Guðvin
Óskar Jónsson
verkamaður, f. 17.
janúar 1907, d. 5. júní 1987, og
Lovísa S. Björnsdóttir matselja,
f. 13. mars 1916, d. 29. janúar
1998. Systkini Margrétar eru
Eiður Birkir, f. 4. apríl 1940, d.
12. júní 2017, og Ingibjörg Að-
alheiður, eða Stella, f. 4. apríl
1940.
Hinn 27. apríl 1954 giftist
Margrét Birni Guðnasyni
byggingarmeistara, f. 27. apríl
1929, d. 11. maí 1992. Börn Mar-
grétar og Björns eru: 1) Óskar
Guðvin, bús. á Sauðárkróki, f. 7.
júlí 1957, kv. Erlu Kjartans-
dóttur, f. 11. september 1957.
Synir þeirra eru Björn Ingi, f.
1982, Sigþór Guðvin, f. 1989, Óli
Grétar, f. 1992, og Gísli Rúnar,
f. 1992. Björn Ingi á dæturnar
Viktoríu og Alexöndru með
Margréti Brands. 2) Guðni
Ragnar, bús. í Kópavogi, f. 29.
Margréti Björnsdóttur hús-
móður. Að loknu gagnfræða-
prófi á Sauðárkróki vann hún
hótelstörf um tíma á Villa Nova.
Ung stofnaði hún heimili á
Króknum með Birni og varð
framtíðarheimili þeirra á Hóla-
vegi 22.
Ásamt húsmóðurstörfum
vann Margrét ýmis önnur störf
á Sauðárkróki, m.a. í fiskvinnslu
og á saumastofu og síðar réðst
hún til vinnu í Bókabúð Kr.
Blöndal. Í þeirri verslun var far-
ið að selja afskorin blóm og
eignaðist Margrét þann draum
að reka blómabúð. Opnaði hún
Blóma- og gjafabúðina í nóv-
ember 1982 á neðri hæðinni á
Hólaveginum. Þar var verslunin
rekin til 2003, þegar hún var
flutt að Aðalgötu 6. Margrét
seldi búðina ári síðar, settist í
helgan stein og naut samvista
við fjölskyldu og ferðalaga með
Hauki, sambýlismanni sínum,
jafnt innanlands sem utan.
Margrét var mjög virk í starfi
Kvenfélags Sauðárkróks um
árabil, átti sæti í sóknarnefnd
Sauðárkrókskirkju í nokkur ár
og sat í stjórn Félags eldri borg-
ara í Skagafirði. Fyrir utan fjöl-
skylduna var brids hennar
helsta áhugamál, félagsskapur
og keppni í tengslum við það,
auk þess sem blómin og þjón-
usta kringum þau áttu hug
hennar allan.
Útför Margrétar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 24.
ágúst 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
júní 1959, kv. Önnu
Marie Stefánsdótt-
ur, f. 19. júlí 1962.
Börn þeirra eru
Katrín, f. 1998,
Sara, f. 2001, og
Stefán, f. 2004.
Dóttir Guðna og
Rögnu Hansen er
Margrét Björg, f.
1983, sem á synina
Jón Daníel
Jóhannsson og Óli-
ver Ingvar Jakobsson. 3) Lovísa
Birna, bús. í Garðabæ, f. 29. júní
1959, g. Vigfúsi Vigfússyni, f.
12. febrúar 1959. Börn þeirra
eru Þráinn Freyr, f. 1981, og
Margrét Guðný, f. 1987. 4) Björn
Jóhann, bús. í Kópavogi, f. 20.
maí 1967, kv. Eddu Traustadótt-
ur, f. 4. febrúar 1968. Börn
þeirra eru Aron Trausti, f. 1995,
og Tinna Birna, f. 2000.
Sambýlismaður Margrétar
frá árinu 1994 er Haukur
Björnsson frá Bæ, f. 20. júlí
1940. Synir hans og Áróru H.
Sigursteinsdóttur, f. 1938, d.
1993, eru Emil Birnir, f. 1960,
Gunnar Þór, f. 1961, og Ingi
Rafn, f. 1962.
Margrét ólst upp á Stóru-
Seylu, að miklu leyti hjá móð-
urforeldrum sínum, Birni Lár-
usi Jónssyni hreppstjóra og
Elsku hjartans Magga mín.
Þakka þér fyrir alla hlýju og ást-
úð sem þú sýndir mér. Þetta stríð
var stutt en erfitt. Það verður
mjög tómlegt á Hólaveginum
núna.
Ég bið enn og held áfram að
biðja bænirnar okkar.
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gæskuríkur geymdu mig
Guð í faðmi þínum.
(Höf. ók.)
Hjartans þökk fyrir allt, þinn
Haukur.
Elsku mamma, hvar á að
byrja? Það væri hægt að skrifa
um þig heila bók. Hún þyrfti ekki
endilega að vera löng og helst
vildum við sleppa endinum. Hann
var okkur öllum erfiður og ekki
síst þér. En lífið er ekki einfalt.
Það sannast við hverja raun.
Við viljum fylla bókina af fögr-
um minningum og myndum um
manneskju sem var fyrst og
fremst góð mamma og síðar
tengdamamma, amma og
langamma.
Þú varst umhyggjusöm, ást-
rík, samviskusöm, dugleg, glað-
leg, fróð, ákveðin, stolt. Glæsileg
kona og vel tilhöfð. Svona væri
hægt að lýsa þér í nokkrum orð-
um en auðveldlega hægt að bæta
við enn fleirum.
Þú varst alltaf til staðar, hafðir
mikinn metnað fyrir okkar hönd
og vildir að okkur gengi vel í leik
og starfi. En umfram allt að við
værum hamingjusöm. Þú varst
ávallt reiðubúin að leggja fram
hjálparhönd, hvort sem það vor-
um við í fjölskyldunni eða vinir
þínir og samferðafólk. Seylufjöl-
skyldan var þér náin og þar átt-
irðu góðan stuðning og vináttu
vísa, alveg til hinsta dags. Og
hvernig þú studdir og umvafðir
systkini þín, tvíburana Eið og
Stellu.
Fátt fannst þér skemmtilegra
en að safna fjölskyldunni saman
og eiga góðar stundir. Við eigum
fjölmargar slíkar minningar;
sumarbústaðaferðir með ykkur
pabba á Þingvelli, í Borgarfjörð,
Illugastaði og víðar, öll afmælin
og veislurnar, eurovision-partíin,
samvera í Danmörku, samfélagið
á Kanarí, kryddsíldin á gamlárs-
dag, áramótagleðin með Hóla-
vegsskaupinu, þar sem þú varst
oftast aðalpersónan. Litli-Bær
með Hauki og hans fjölskyldu,
spilakvöldin á Hólaveginum þeg-
ar borðin svignuðu undan veit-
ingum. Þannig mætti lengi halda
áfram. Þú lifðir lífinu lifandi en
ætíð af hófsemi. Varst okkur góð
fyrirmynd.
Fjölskyldan var þér allt en svo
voru það blessuð blómin. Heimili
okkar á Hólaveginum breyttist í
ævintýraheim. Það voru góðir
tímar, vissulega annasamir á
stundum en langoftast mjög
skemmtilegir. Þú hafðir yndi af
blómum, hafðir góðan smekk fyr-
ir fallegum hlutum og ekki síst
ríka þjónustulund. Lést þig ekki
muna um að afgreiða blóm og
senda þegar jólin voru hringd inn
á aðfangadagskvöld. Búðin var í
raun opin allan sólarhringinn.
Blóma- og gjafabúðin var eins og
samkomustaður. Þú gafst þér
tíma í hvern viðskiptavin og það
kunni fólk að meta. Við reyndum
eftir megni að aðstoða þegar mik-
ið var að gera, en þú varst sérlega
heppin með starfsfólk sem sá til
þess að skapa þá góðu stemningu
sem ríkti. Blómarósirnar urðu
hluti af fjölskyldunni og ævilöng
vinátta skapaðist. Þessir góðu
tímar koma ekki aftur en þeir fá
marga kafla í bókinni.
Nú ertu komin til fundar við
pabba og alla aðra ástvini sem
farnir eru. Eftir sitjum við; Hóla-
vegsfjölskyldan, og söknum þín
sárt: Haukur, við systkinin,
tengdabörnin, Stella, barnabörn-
in tólf og langömmubörnin fjög-
ur. Allir aðrir ættingjar og ást-
vinir. Við höldum áfram að fylla
inn í lífsbókina og minnast allra
góðu stundanna með þér og alls
sem þú kenndir okkur.
Hvíl í friði, elsku mamma.
Óskar, Guðni, Lovísa (Lolla)
og Björn Jóhann.
Þakklæti og aftur þakklæti er
mér efst í huga þegar ég kveð
hana Möggu mína. Það sem ég
var heppin í tengdamömmulot-
tóinu, frá upphafi og alla tíð var
hún mér sem besta móðir.
Við erum búnar að vera sam-
ferða í 37 ár og frá því að ég flutti
á Krókinn sem tilvonandi tengda-
dóttir þeirra Möggu og Bubba,
hefur Hólavegur 22 verið eins og
mitt annað heimili.
Mikill erill einkenndi líf þeirra
Bubba á þeim tíma. Magga var að
stofna Blóma- og gjafabúðina,
kvenfélagskona með stóru K, í
vel virkum bridsklúbbi, í sóknar-
nefnd og fyrstu barnabörnin að
koma í heiminn. Það voru enda-
laust einhver verkefni í gangi en
alltaf var tími til að taka á móti
gestum og var hún höfðingi heim
að sækja.
Hún snaraði upp veislum eins
og hún væri með töfrasprota. Allt
virtist þetta vera svo fyrirhafn-
arlítið og þau voru mörg boðin
sem hún hélt fyrir ættingja og
vini.
Hún rak Blómabúðina í rúm
tuttugu ár. Á þeim tíma hentaði
þeim best að taka sér frí á vet-
urna og fóru þau Bubbi að fara til
Kanarí í febrúar. Eftir að starfs-
ævinni lauk hélt hún þeim sið
áfram. Það var gaman að sjá
hvernig hún kom sér fyrir þar.
Hún setti sinn persónulega svip á
íbúðirnar sem hún dvaldi í með
alls konar smáhlutum, kertum og
blómum. Það var alltaf svo nota-
legt í kringum hana, enda var
hún mikil smekkkona. Og alltaf
var nóg að borða fyrir gesti og
gangandi.
Það var mikið áfall fyrir alla
þegar Bubbi lést, rétt rúmlega
sextugur. Í veikindum hans sýndi
Magga hve sterk hún var. Hún
bognaði en brotnaði ekki.
Síðar kom Haukur inn í líf
Möggu. Þau ferðuðust mikið inn-
anlands sem utan. Magga hafði
mjög gaman af að dvelja í Litla-
Bæ, bústað systkinanna frá Bæ á
Höfðaströnd, og nutum við þess
afkomendur Möggu að vera með
þeim Hauki á þeim dásemdar-
stað.
Magga var einhvern veginn
aldrei gömul kona. Alltaf á hæla-
skóm, dökkhærð og smart í
tauinu. Hún fylgdist vel með
þjóðmálum og fannst t.d. mjög
gaman að horfa á leiki í sjónvarp-
inu þar sem karlalandsliðið í
handbolta spilaði.
Hún var alla tíð þátttakandi í
lífinu. Hún var langt í frá komin á
endastöð á lífsgöngunni þegar
hún veiktist.
Þær eru svo margar góðu
stundirnar sem við fjölskyldan
höfum átt með henni Möggu sem
aldrei verður fullþakkað fyrir,
allar bústaðaferðirnar, utan-
landsferðirnar, allar hátíðir og
ekki síst hvunndagurinn.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa umókomin ár.
(Höf. ókunnur.)
Mér var hún yndisleg tengda-
mamma og kærleiksrík amma og
langamma. Hafi hún þökk fyrir
allt og allt, hún lifir í hjörtum
okkar. Hennar er sárt saknað.
Erla.
Í dag kveðjum við elskulega
tengdamóður mína, eftir stutt en
erfið veikindi hennar. Það eru
bráðum 30 ár síðan ég kom inn í
fjölskylduna hennar Möggu, eða
Möggu í blómabúðinni, eins og
hún var ævinlega kölluð meðal
samferðafólks. Alveg frá fyrstu
tíð tók hún mér afskaplega vel og
sýndi mér einstök elskulegheit.
Magga var afskaplega stolt af
börnunum sínum og fjölskyld-
unni allri og bar hag hennar fyrir
brjósti. Barnabörnin voru henni
allt og fylgdist hún vel með öllu
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Þegar nýtt barnabarn bættist í
hópinn var amma Magga mætt á
svæðið fyrst allra og skipti þá
engu þótt hún þyrfti að keyra frá
Sauðárkróki til Reykjavíkur,
sumar sem vetur.
Aldrei hittumst við eða heyrð-
umst öðruvísi en að hún spyrði
um „krakkana“, hvað þau væru
að gera þessa stundina og hvort
þeim gengi ekki vel í því sem þau
væru að gera, þótt „krakkarnir“
væru á endanum orðnir fullorðið
fólk.
Hún hafði einstakt lag á að láta
fólki líða vel í kringum sig, ræddi
við börn eins og þau væru jafn-
ingjar og gaf heilræði og ráðlegg-
ingar án þess að það virkaði sem
einhver uppeldisklisja eða af-
skiptasemi.
Tengdafjölskylda mín, Hóla-
vegsfjölskyldan, er afskaplega
samheldin og það eru ófáar minn-
ingar sem upp koma í hugann af
öllum fjölskylduboðunum, gaml-
árskvöldunum, sumarbústaða-
ferðunum, utanlandsferðunum
og öllum litlu tilefnunum sem við
fundum okkur til að hittast og
njóta samvista. Þá var Magga í
essinu sínu, með allan hópinn í
kringum sig. Hún var alltaf til
staðar á stórum stundum í fjöl-
skyldunni. Hún skipulagði og
skreytti, gaf góð ráð og það er
dásamlegt til þess að hugsa að
hún skyldi ná að vera viðstödd
fermingu yngsta barnabarnsins
nú í vor, þá orðin fárveik, og einn-
ig skírn nýjasta langömmubarns-
ins nú í sumar. Þetta voru stundir
sem hún vildi ekki fyrir nokkurn
mun missa af.
Elsku Magga, hafðu þökk fyrir
allt.
Edda.
Merkileg kona er fallin frá eft-
ir langa og stranga baráttu við ill-
vígan sjúkdóm.
Magga eins og hún var ávallt
kölluð fæddist á bænum Stóru-
Seylu í Skagafirði 1935. Foreldr-
ar hennar voru Lovísa og Guðvin.
Hún var elst þriggja systkina og
bjó alla sína ævi í Skagafirði.
Mín fyrstu kynni af Möggu
hófust fyrir 27 árum þegar við
Guðni kynntumst. Okkur varð
strax vel til vina. Ég kom inn í
fjölskylduna við erfiðar aðstæð-
ur, tengdapabbi var alvarlega
veikur og lést skömmu síðar. Því
miður kynntist ég lítið þeim
sómamanni. Hann var afar ljóð-
elskur og kunni ógrynni af ljóð-
um. Ófáar byggingar eru á
Króknum sem Bubbi byggði en
hann var lærður smiður og bygg-
ingarmeistari.
Magga rak blómabúð á Krókn-
um til fjölda ára. Oftast var hún
kölluð Magga í blómabúðinni.
Hún var afar listræn og smekk-
leg. Það toppa ekki margir blóm-
vendina hennar Möggu, listilega
samsettir og ekkert til sparað. Í
blómabúðinni kynnist Magga
bæði gleði og sorg viðskiptavina
sinna, var hún þeim oft styrkur á
erfiðum tímum.
Magga var ýmsum gáfum
gædd. Hún var afar ættfróð, gat
rakið ættir manna langt aftur og
var hún einnig fróð um sögu
Skagafjarðar. Magga var lista-
kokkur, allt sem hún eldaði
bragðaðist vel. Það var ávallt
eitthvað gott með kaffinu, flottar
tertur og bakkelsi, að ógleymdu
rækjusalatinu góða.
Magga ræktaði vel frændgarð-
inn sinn og var afar barngóð, öll-
um var gert jafnt undir höfði.
Fylgdist vel með barnabörnun-
um í leik og starfi og hvatti þau til
dáða á jákvæðan hátt. Brýndi
fyrir þeim að nauðsynlegt væri
að afla sér menntunar.
Sambýlismaður Möggu til
fjölda ára er Haukur Björnsson.
Hann hefur reynst Möggu vel í
blíðu og stríðu. Við eigum
ógleymanlegar stundir frá Litla-
Bæ á Höfðaströnd þar sem
veiddur var silungur og eldaður.
Fróðlegt var að sjá og heyra
hvernig Haukur verkaði hákarl-
inn og sýndi ungu kynslóðinni
réttu handbrögðin. Lögðu þau
Haukur og Magga metnað í að
gera þessar stundir ógleyman-
legar fyrir ungu kynslóðina.
Ég vil að lokum þakka Möggu
fyrir góðan stuðning gegnum líf-
ið. Hún hefur reynst mér afar
góð og yndisleg amma. Hún
kenndi mér að vera stolt af
sænskum uppruna mínum.
Hvíl í friði kæra Magga.
Þín tengdadóttir,
Anna Marie Stefánsdóttir.
Það var sumarið ’79. Piltur
vestan af landi hafði kynnst
stúlku frá Sauðárkróki. Sökum
feimni eða kjarkleysis hafði hann
ítrekað frestað heimsókn á heim-
ili stúlkunnar. Þar kom þó að
áhyggjufull móðirin gerði piltin-
um eins konar fyrirsát þegar
hann renndi eitt sinn í hlað til að
sækja sína heittelskuðu. Frá
þeirri stundu höfum við Magga
verið vinir og deilt saman gleði og
sorgum.
Við unga fólkið helltum okkur
út í lífið, frumburðurinn Þráinn
Freyr kom í heiminn og öll
bjuggum við á Hólaveginum til að
byrja með. Á sama tíma byggð-
um við heimili okkar í Víðihlíð
með ómetanlegum stuðningi
Bubba og Möggu. Lolla var
þarna enn í námi í Reykjavík og
við feðgarnir nutum þess sumar-
langt að Magga var okkur sem
amma og móðir, ómetanlegur
stuðningur við okkur líkt og
seinna þegar Margrét Guðný
fæddist. Þá áttu þau athvarf alla
daga hjá ömmu sinni á Hólaveg-
inum.
Þegar Magga stofnaði Blóma-
og gjafabúðina á neðri hæð Hóla-
vegarins má segja að þar hafi
byrjað hennar annað blómaskeið
eftir að hafa komið börnum sín-
um á legg. Þar fann hún sköp-
unargleði sinni og smekkvísi far-
veg sem var endurgoldin með
heimsóknum fjölda þakklátra
viðskiptavina sem komu margir
langt að.
Þær mæðgur, Magga og Lolla,
störfuðu saman sem ein mann-
eskja og þeirra mæðgnasamband
hefur verið náið og einstakt alla
tíð. Hún bar ávallt hag og velferð
fjölskyldu sinnar fyrir brjósti,
var einstakur mannvinur sem
lagði aldrei neitt nema gott til,
bæði í orði og verki.
Alltaf hefur hún verið mér
trúnaðarvinur og ráðið mér heilt.
Ég kveð tengdamóður mína,
Margréti, með virðingu og þökk.
Vigfús.
Í dag kveðjum við Möggu okk-
ar sem lést eftir stutt en erfið
veikindi.
Magga kom inn í líf okkar
feðganna fyrir 24 árum og var
strax eins og hún hefði alltaf ver-
ið þar.
Hún tók mér strax afar vel og
var ég allt í einu kominn inn í
familíuna eins og eitt af börnum
hennar.
Hjartahlý, beinskeytt, ákveðin
og ljúf. Þetta eru orðin sem koma
upp í hugann. Magga var óspör á
hlýjuna og hafði líka oft heilræði
handa mér. Skammaði mig meira
að segja stundum. Mörgum
stundum eyddi ég í blómabúðinni
hjá Möggu og Lollu. Það voru
skemmtilegir tímar. Eins öll jólin
sem ég var hjá Möggu og pabba.
Það verða skrýtin jólin hér eftir
án hennar.
Elsku systkin, Lolla, Óskar,
Björn Jóhann og Guðni. Ykkur
votta ég samúð mína og þakka
fyrir hve vel þið tókuð mér.
Takk fyrir allt Magga mín.
Ingi Rafn Hauksson.
Elsku besta amma mín. Það er
erfitt að koma orðum yfir sökn-
uðinn og allar minningarnar án
þess að tárin renni niður vang-
ann. Þú hefur fært mér svo
margt í lífinu, alltaf gat maður
leitað til þín með hvað sem var.
Fyrstu minningar mínar í líf-
inu eru af Hólaveginum þar sem
ég ólst upp fyrstu árin þar sem
mamma var í kokkanámi í
Reykjavík og pabbi að byggja. Þá
var nú ekki slæmt að fá að vera
hjá ömmu Möggu og Bubba afa á
Hólaveginum. Öll sú umhyggja
sem þú veittir mér ásamt uppeldi
sem ofvirkur krakki þurfti á að
halda.
Fræg er myndin sem þú tókst
af mér á harðaspretti upp Öldu-
stíginn og sagðir alltaf að ég hefði
verið að reyna að strjúka.
Þakka þér enn í dag þegar þú
varst send út í búð að kaupa Liv-
erpool-treyju í sex ára afmælis-
gjöf handa mér en valdir Man.
Utd.-búninginn! Þú stóðst með
mér sem eini stuðningsmaður
Man. Utd. á móti öllum Liver-
pool-stuðningsmönnunum í fjöl-
skyldunni.
Minningarnar streyma fram,
eins og að horfa á fótboltann á
Hólaveginum þar sem við Björn
Ingi sátum á teppinu alveg upp
við sjónvarpið, sendiferðirnar til
Erlings P. að kaupa inn, fá pen-
ing til að leigja Police Academy-
spóluna 43 sinnum, að hjálpa til í
blómabúðinni og sendast með
blómin. Ég gæti haldið endalaust
áfram.
Þú hvattir mig alltaf áfram í
því sem ég tók mér fyrir hendur,
hvort sem það var að fara suður
að læra kokkinn, kokkakeppnir
eða opna eigin veitingastað. Þú
varst alltaf inni í öllu sem ég tók
mér fyrir hendur og fylgdist vel
með.
Elsku amma Magga. Þú varst
mér svo mikil fyrirmynd í lífinu,
þú kenndir mér svo margt.
Vinnusemi, samviskusemi og
virðing eru eiginleikar sem ég
lærði af þér.
Minningin um þig mun lifa í
hjarta mínu það sem eftir er,
elsku amma mín.
Takk fyrir allt sem þú gafst
mér.
Þráinn Freyr Vigfússon.
Elsku Magga amma, okkur
langar að kveðja þig með orðum
en það er svo erfitt. Þú varst al-
veg einstök, alltaf svo góðhjörtuð
og elskuleg. Það var alltaf gaman
að hitta þig og knúsa. Alltaf dekr-
aðir þú okkur systkinin með
nammi, vasapeningi eða gjöfum
eins og leikföngum eða litríku
armböndunum frá Kanarí. Bú-
staðaferðirnar í Munaðarnes,
blómabúðin á Hólaveginum,
Litli-Bær, laufabrauðsgerðin,
marensterturnar, gistikvöldin og
svo margt fleira eru góðar minn-
ingar sem við eignuðumst með
þér.
Alltaf var gaman að koma
norður og þú tókst hlýlega á móti
okkur með væntumþykju og
þakklæti sem þú sýndir með ást
og umhyggju. Þú kenndir okkur
svo margt og núna þegar við
kveðjum þig erum við endalaust
þakklát fyrir góðu stundirnar og
það sem þú gafst okkur. Við
söknum þín.
Katrín, Sara og Stefán.
Elsku amma. Það verður
skrýtið að koma heim á Sauðár-
krók og fá ekki að faðma þig.
Alltaf varstu tilbúin með kökur
Margrét Björney
Guðvinsdóttir