Morgunblaðið - 24.08.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.08.2018, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is gítarleikari en ótrúlega athyglis- sjúkur, þannig að ég lem eins fast og ég get á trommurnar, og öll reynum við að láta heyrast í Hjalta. Hlátur. Örn: Nema Hjalti, hann reynir að fela sig og við að ýta honum framar. Urður: Það er satt að við ákváðum aldrei að vera ótrúlega feminísk og hafa andkapitalískar skoðanir. En við erum fimm ung- menni sem höfum miklar skoðanir á því sem er í gangi, og það var allt að gerast þegar við vorum að semja lögin okkar; #metoo-byltingin, #höfumhátt, Panamaskjölin. Örn: Sigmundur Davíð sagði af sér næstum sama dag og við unnum Músíktilraunir. Katrín: Við erum öll þannig að við segjum það sem við erum að hugsa, og þegar þrjár ungar konur mæta á æfingu eftir djamm síðustu helgi eða samskipti við fullorðna karl- menn eru þær hellings frústreraðar. Það er fullt að þessu samfélagi. Brynhildur: Svo erum við líka filterslausar. Lagið „Kynsvelt“ er til dæmis bara mjög nákvæm lýsing á því hvernig er að vera graður sem kvenmaður. Urður: Karlar hafa lýst því í hundrað ár og engin kona mátt það. Brynhildur: Árið 2018 er ennþá pólitískt þegar kona segir frá sínum upplifunum. Frábærir áhorfendur Katrín: Í kvöld flytjum við lögin á plötunni í heild sinni og þau hafa öll heyrst áður. Urður: Það getur verið að við tökum tvö ný lög, fer eftir stemn- ingu. Áhorfendur okkar eru reynd- ar frábærir og það er alltaf mikil stemning. Katrín: Já, og sumir sem koma syngja með textunum. Hjalti: Ég var mjög hissa fyrst þegar ég sá varir hreyfast. Brynhildur: Við höfum líka fengið geðveikt mikinn stuðning frá þeim. Þegar ég var í rangri tóntegund hrópaði einhver: Þú varst ekki fölsk! Hlátur. Urður: Ég er alltaf að búast við að við höldum tónleika og enginn mæti. Hjalti: Já, það er stærsti óttinn. Urður: En það gerist aldrei, það er alltaf gaman. Örn: Já, eiginlega erum við að bíða eftir því að einhver komi og spyrji: Megum við fá Músíktilrauna- bikarinn til baka! - Hvað er svo fram undan? Urður: Sko, það sem er að gerast er að í dag gefum við út plötuna á geisladisk og á Spotify, og svo höld- um við útgáfutónleika í kvöld. Í dag erum við líka að starta Karolína- fund-söfnun til að gefa plötuna út á vínyl, sem er draumurinn okkar. Síðan er ekkert planað. Katrín: Jú, Airwaves! Morgunblaðið/Eggert Á æfingu Hljómsveitin Hórmónar undirbýr sig fyrir að leika nýju plötuna sína eins og hún leggur sig í kvöld. Myndlistarmennirnir kunnu Theaster Gates og Ragnar Kjartansson ræddu í gærkvöldi saman í Listasafni Reykjavíkur, frammi fyrir fjölda áhugasamra áheyr- enda. Gates er í hópi virtustu myndlistarmanna Banda- ríkjanna og tengdist þetta opinbera samtal þeirra Ragn- ars því að hann er í ár styrkþegi Nasher-skúlptúr- miðstöðvarinnar í Bandaríkjunum. Yfirskrift samtalsins var Gjörningur sem skúlptúr og ræddu þeir sérstaklega um listsköpun sína í tengslum við gjörninga. Báðir eru listamennirnir þekktir fyrir margbrotin verk þar sem mörg listform blandast saman, ekki síst gjörningar sem tímabundin inngrip í rými eða samfélag. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Listsköpun rædd Ragnar Kjartansson og Theaster Gates ræddu saman í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. Ræddu um gjörninga sem skúlptúra George Clooney var tekjuhæsti leik- ari heims frá júní 2017 til júní 2018, skv. úttekt tímaritsins Forbes, en árstekjur hans fyrir skatt námu um 239 milljónum dala, jafnvirði tæpra 26 milljarða króna. Er það fyrst og fremst að þakka sölu á Casamigos Tequila, fyrirtæki sem Clooney stofnaði með vini sínum Rande Ger- ber og framleiðir tekíla í hæsta gæðaflokki. Næstir á lista yfir tekju- hæstu leikarana eru Dwayne John- son með 124 milljónir dollara og Ro- bert Downey Jr. með 81 milljón dollara. Þá var Chris Hemsworth með 64,5 milljónir dollara í árstekj- ur, Jackie Chan með 45,5 og Will Smith með 42 milljónir. Tveir Bol- lywood-leikarar eru á lista yfir þá tíu tekjuhæstu, Akshay Kumar og Salman Khan. Þrír leikarar á lista yfir þá tíu tekjuhæstu hafa leikið of- urhetjur í Marvel-myndum, þ.e. Downy Jr., Hemsworth og Chris Evans. Tíu launahæstu leikarar heims voru samanlagt með 748,5 milljónir dollara í árstekjur, jafnvirði um 81 milljarðs króna sem er um fjórfalt hærri upphæð en samanlagðar tekjur launahæstu leikkvenna heims, 186 milljónir dollara. Scarlett Johansson er leikkvenna tekjuhæst, með árstekjur upp á 40,5 milljónir dollara, um 4,4 milljarða króna fyrir skatt. Næstar henni eru Angelina Jolie með 28 milljónir dollara, Jenni- fer Aniston með 19,5 milljónir, Jennifer Lawrence með 18 milljónir og Reese Witherspoon með 16,5. Engar Bollywood-leikkonur á lista yfir tíu tekjuhæstu leikkonur heims. AFP Tekjuhæstur George Clooney. AFP Tekjuhæst Scarlett Johansson. Clooney og Johansson með hæstu árstekjurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.