Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018 SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Greint var frá því í frétt í Morgun- blaðinu í gær, að ágreiningur um uppgjör vegna gerðar Vaðlaheið- arganga er uppi á milli verkkaup- ans, Vaðlaheiðarganga hf., og verk- takans, Ósafls hf. dótturfélags ÍAV. Ósafl gerir um þriggja milljarða kröfur á Vaðlaheiðargöng, og líkur eru taldar á því, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, að Vaðla- heiðargögn hf. geri gagnkröfur á Ósafl, vegna tafa á verklokum. Krefjast þriggja milljarða Langstærsta krafa Ósafls er vegna leka heits vatns í göngunum, en sú krafa ein er upp á meira en tvo milljarða króna. Auk þess gerir Ósafl kröfur vegna þess hversu lengi fyrirtækið hefur þurft að vera með vélar, vinnuvélar, tæki og tól fyrir norðan og aukins launakostn- aðar vegna þess hve verkið hefur dregist á langinn. Samtals nema kröfur Ósafls, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, rúmum þremur milljörðum króna, og sam- kvæmt sömu heimildum, væru Vaðlaheiðargöng hf. reiðubúin að greiða Ósafli um einn milljarð króna í bætur. Mikið ber því á milli deilu- aðila. Þegja um sáttanefndina Engar upplýsingar fengust í gær, um hver niðurstaða svokallaðrar sáttanefndar var í deilum félaganna tveggja, né hvort þau ætla að una niðurstöðu sáttanefndarinnar. Við- mælendur töldu ólíklegt að aðilar mundu una niðurstöðunni. Geri að- ilar það ekki, er ekki um annað að ræða en fara dómstólaleiðina. Líkt og ítrekað hefur komið fram, er ríkið ekki aðili að þessari deilu milli Vaðlaheiðarganga hf. og Ósafls hf. því framkvæmdin er einka- framkvæmd. Fylgjast grannt með Stjórnvöld fylgjast samt sem áður grannt með því hvernig mál þróast, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, ekki síst vegna þess að miklir hagsmunir ríkisins eru undir, en ríkið hefur í tvígang lánað mikla fjármuni til Vaðlaheiðarganga hf., fyrst 8,7 milljarða árið 2012 og í fyrra var frekara lán upp á 4,7 millj- arða veitt félaginu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur það ítrekað verið rætt innan stjórnkerfisins, að miklar líkur séu á að ríkið þurfi að veita Vaðlaheiðargöngum enn eina lánsheimildina, svo mögulegt reyn- ist að ljúka gangagerðinni og upp- gjöri aðila. Raunar er sagður vera mikill ágreiningur, bæði hjá stjórnvöldum og meðal þingmanna um hvort veita beri félaginu enn eitt lánið. Verði niðurstaðan sú að veita félaginu ekki frekari lán, þá blasir ekkert annað við félaginu en að það fari í gjald- þrot og við það myndu báðir deiluað- ilar tapa gríðarlega miklum fjár- munum og ríkið neyddist til þess að yfirtaka göngin. Einn viðmælandi benti á það í gær, að ef veita ætti fyrirtækinu enn eina fyrirgreiðsluna, þá væri jafn- gott að hún yrði veitt með ríkis- ábyrgð. Hann benti á að ríkissjóður hefði lánað Vaðlaheiðargöngum mikla fjármuni í tvígang og spurði hver munurinn væri á því að ríkið tæki þátt í stofnun hlutafélags, sem ætti að vera sjálfbært í rekstri, en reyndist svo ekki vera það, og ríkis- ábyrgð. Tók áhættu með hlutafélagi „Ríkið lánaði þessu hlutafélagi og tók áhættu með þeim sem fram- kvæma. Ef það lá fyrir allan tímann, að það væri ríkið sem ætti að taka skellinn, ef það yrði skellur á annað borð, hvers vegna var þá í upphafi ekki veitt ríkisábyrgð og svo aftur vorið 2017?“ spurði þessi viðmæl- andi Morgunblaðsins. Annar segir að miðað við þá stöðu sem upp virðist vera komin, verði að láta sverfa til stáls og setja fram- kvæmdina í þrot. Aðeins þannig sé hægt að koma mönnum í skilning um það, að það sé ekkert gamanmál að búa til hlutafélag um framkvæmd sem þessa, án ríkisábyrgðar. „Ef menn gefa eftir og láta kröfuhafana komast upp með það að krefjast þess að ríkið bæti alltaf peningum við inn í hítina eftir dúk og disk, þá vita menn það bara, næst þegar rík- ið tekur þátt í því að stofna hluta- félag um einhverja framkvæmd, að það skiptir engu máli hvert hlutaféð er, eða hvort það er ríkisábyrgð á framkvæmdinni eða ekki, því ríkið mun á endanum koma og borga reikninginn og hirða leifarnar,“ sagði viðmælandinn. Taldi 4,7 milljarða nægja Benedikt Jóhannesson, fyrrver- andi formaður Viðreisnar og fjár- málaráðherra, lagði til við Alþingi sem fjármálaráðherra, að ríkis- sjóður veitti Vaðlaheiðargöngum hf. frekara lán upp á 4,7 milljarða króna, sem var veitt 2017. Benedikt var í gær spurður hvort hann hefði talið, að þessi frekari lánveiting, myndi duga til þess að fram- kvæmdum við göngin yrði lokið: „Já, ég taldi að það ætti að vera tryggt. Það eru svo sannarlega ekki gleðileg tíðindi, að enn skuli vanta milljarða króna í framkvæmdina. Þegar við vorum að fjalla um þetta í fjármálaráðuneytinu, þá höfðum við alveg skilning á því að framkvæmdirnar hefðu farið fram úr áætlun, vegna hins mikla og sí- fellda heitavatnsleka í göngunum,“ sagði Benedikt. Litum á lekann sem hundsbit Benedikt sagði jafnframt: „Ég hugsaði bara á sínum tíma að þetta væri bara eitthvert hundsbit, sem við yrðum að sætta okkur við, því lekinn hefði verið ófyrirséður. En ég geri mér ekki grein fyrir því í hverju aukin fjárþörf felst núna,“ Mjög mikið ber á milli deiluaðila  Vaðlaheiðargöng hf. og Ósafl hf. í hár saman  Ágreiningurinn getur endað hjá dómstólum  Pólitískur ágreiningur um hvort Alþingi eigi að halda áfram að tryggja frekari lánveitingar ríkisins Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vaðlaheiðargöng Miðað við þann ágreining sem uppi er á milli verkkaupans, Vaðlaheiðarganga hf., og verksalans, Ósafls hf., er framtíðarrekstrarfyrirkomulag Vaðlaheiðarganganna háð mikilli óvissu um þessar mundir. Jóhann Ólafsson johann@mbl.is Þrír dyraverðir standa fyrir styrkt- artónleikum fyrir dyravörðinn sem hlaut mænuskaða þegar ráðist var á hann fyrir utan skemmtistaðinn Shooters aðfaranótt sunnudags. Fjórir menn hafa verið úrskurð- aðir í tveggja vikna gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa ráðist á tvo dyraverði fyrir utan staðinn, annar þeirra meiddist lítið en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum læknis hlaut hinn mænuskaða. Aukin harka í miðbænum „Það hefur verið að færast aukin harka í miðbæ Reykjavíkur undan- farin tvö ár,“ segir Trausti Már Falkvard Traustason dyravörður í samtali við mbl.is. Ásamt honum standa fyrir tónleikunum Davíð Blessing og Jón Pétur Vágseið, en þeir hafa allir starfað sem dyraverð- ir í tæp tíu ár. Trausti segir að hing- að komi fólk sem sé vant meiri hörku en áður hafi sést hér. „Svona tilefnislausar árásir eins og um helgina hafa ekki sést áður. Ég hef aldrei vitað um annað eins,“ segir hann. Hingað til hafa ekki verið starf- rækt sérstök samtök dyravarða, en í ljósi atburða helgarinnar var boð- að til fundar á sunnudaginn. „Þang- að mættu margir af yfirdyravörðum bæjarins og eigendur dyravarða- fyrirtækja. Við erum að vinna að því að stofna samtök og það munu verða breytingar í miðbæ Reykja- víkur varðandi öryggi dyravarða,“ segir Trausti. Spurður hvort skjálfti sé meðal dyravarða eftir árásina neitar Trausti því, en segir menn sorg- mædda. „Menn óttast að svona árásir endurtaki sig. Það ríkir mikil sorg meðal okkar allra yfir ástandi vinar okkar,“ segir hann. Tónleikarnir fara fram á sunnu- dag og hefjast klukkan 20 á skemmtistaðnum Paloma. Hefur aldrei vitað annað eins  Stofna dyravarðasamtök eftir árás Morgunblaðið/Hari Dyraverðir Davíð Blessing og Trausti Már Falkcard Traustason. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Magnús Guðfinnsson veitingamaður segir gamlan draum hafa ræst með opnun Fóðurvagnsins við Árbæjar- laugina. Hann hafi sem Árbæingur talið skorta þjónustu í hverfinu, þá sérstaklega við Árbæjarlaugina. Svæðið sé vel sótt af Íslendingum og ferðamönnum allt árið um kring. Magnús er uppalinn á Suðureyri við Súgandafjörð. „Maður byrjaði í slorinu níu ára í saltfiski. Svo var maður kominn á sjóinn 12 ára og var sjómaður til tvítugs. Þaðan lá leiðin suður í iðnnám. Síðustu 15 ár hef ég selt fisk á innanlandsmarkaði fyrir Merlo. Er þekktur sem Maggi Merlo. Ég hef gengið með þann draum í maganum að opna svona vagn og vera með fisk og franskar, sem ég hef mikið dálæti á.“ Hjónin afgreiða í sameiningu Magnús afgreiðir í vagninum alla daga frá hálf tólf til átta á kvöldin. Eiginkona hans, Hjördís Ingvars- dóttir, er honum til aðstoðar. Magnús er með fjölbreyttan mat á matseðlinum. Fyrir utan fisk og franskar er boðið upp á heilsuvefjur, þ.e. djúpsteiktan fisk í tortillabrauði. „Síðan er ég með svokallaða lúxus- pylsu, sem er djúpsteikt pylsa. Stór og flott pylsa frá Stjörnugrís, beik- on- og ostapylsa sem fyrirtækið er nýbyrjað að framleiða. Hún er með tortillaflögum, osti og aukabeikoni. Svo er ég með gömlu og góðu SS- pylsuna,“ segir Magnús, sem rekur jafnframt fiskbúð í vagninum. Fiskibollur og ferskur fiskur „Ég býð jafnframt upp á plokkfisk og fiskibollur, sem eru að mínu mati með þeim betri. Svo erum við alltaf með einn fiskrétt. Þá er ég búinn að marínera fisk og sel hann ferskan.“ Magnús segir aðspurður víða boð- ið upp á þetta fyrirkomulag í matar- vögnum erlendis, þ.e. að selja fersk- an og eldaðan fisk í vögnum. Fóðurvagninn er sunnan við Flórí- danavöllinn, aðalleikvang Fylkis í Árbænum. Þar er jafnframt íþrótta- hús Fylkis og líkamsræktarstöð World Class. Handan götunnar er svo Árbæjarlaugin, einn helsti sam- komustaður Árbæinga. Magnús kveðst hafa gert tilraunir með matarvagn í Norðlingaholti. Þar hafi hins vegar vantað umferð að deginum til. Umferðin sé miklu meiri á nýja staðnum. Fiskur og franskar í vagni við Árbæjarlaugina  Magnús Guðfinnsson hefur látið gamlan draum rætast Morgunblaðið/Baldur Fóðurvagninn Magnús við nýja veitingastaðinn. Í bakgrunni má sjá krakka á leið á æfingu hjá Fylki. Fjöldi fólks fer um svæðið á hverjum dagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.