Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 241. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Gert að fjarlægja hús án bóta 2. Sameinast flugfélögin fyrr en síðar? 3. Maðurinn fannst í nótt 4. Óttast að dyravörður sé mænuskaddaður »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tíundu og síðustu tónleikarnir í sumartónleikaröð Schola cantorum, kammerkórs Hallgrímskirkju, fara fram í kirkjunni í dag kl. 12. Kórinn mun syngja íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Händel, Byrd, Bruckner, Mendelssohn og Hjálmar H. Ragnarsson. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Síðustu tónleikarnir  Sýning Báru Bjarnadóttur, Það er nóg af tíma í sólarhringsopn- un, var opnuð um helgina í Harbing- er-galleríinu á Freyjugötu 1. Stöðugar rann- sóknir á efnivið og flettingar í fræðiritum eru drif- kraftur í verkum Báru og tvinnar hún þessar rannsóknir við uppákomur í daglegu lífi sínu og fréttir úr fjöl- miðlum sem fanga athygli hennar. Rannsakar og flettir  Lokuðum áheyrnarprufum sem Ís- lenski dansflokkurinn hélt í Reykja- vík lauk nú á sunnudaginn og fyrr í sumar var dansflokkurinn með pruf- ur í París. Alls sóttu 400 manns um að taka þátt í þessum tveimur pruf- um og bauð flokkurinn 100 áhuga- sömum dönsurum að þreyta pruf- urnar, 50 í París og 50 í Reykjavík. Dansararnir komu víða að og voru 5% umsækjenda frá Ís- landi. Fjögurra dans- ara er leitað, bæði karla og kvenna. Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri ÍD, mun velja dans- arana. 400 manns sóttu um Á fimmtudag Vaxandi sunnanátt og þykknar upp, 13-20 m/s seinnipartinn með rigningu eða súld. Hiti 8 til 12 stig. Hægari vind- ur og bjartviðri norðaustan- og austanlands með hita að 16 stigum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Minnkandi norðvestanátt og léttir víða til, en strekkingur og rigning norðaustantil fram eftir degi. Hiti 6-15 stig, hlýjast syðra. Víða hægir vindar í kvöld, léttskýjað og kólnar í veðri. VEÐUR Emil Hallfreðsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, skipti um lið á Ítalíu í sumar þegar hann yfirgaf Udinese og samdi við Frosinone sem leikur í ítölsku A-deildinni, en hann er afar spenntur fyrir komandi leiktíð. Þá er landsliðsmaðurinn vongóð- ur um að ná landsleikjunum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni í september, en hann fékk tak aftan í lærið um síðustu helgi. »1 Bjartsýnn á að ná landsleikjunum „Þetta hvatti mig klárlega áfram í vetur og í sumar, ég var að renna út á samningi og þurfti að sýna að ég verðskuldaði nýjan samning,“ segir Daði Ólafsson. Þessi gríðarmikli Fylk- ismaður missti sæti sitt í byrjunarlið- inu á síðasta sumri en hefur unnið sér það aftur og skoraði tvö mörk í ákaflega mikilvægum sigri á Grinda- vík í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu. »4 Staðráðinn í að sanna sig eftir síðustu leiktíð „Ef litið er til árangurs yngri lands- liða sýnist mér full snemmt að gefa út dánarvottorð fyrir handbolta- landsliðin. Sem betur fer,“ segir með- al annars í viðhorfsgrein Kristjáns Jónssonar í íþróttablaðinu í dag, en nánast sléttur áratugur leið frá silfr- inu á Ólympíuleikunum í Peking þar til U18 ára landsliðið fékk silfur á EM í Króatíu. »2-3 Enn er framleitt fram- bærilegt handboltafólk ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Upprennandi tónlistarmenn í Árbæ fengu í sumar nýjan vettvang til að láta ljós sitt skína þegar tónlistar- kennarar og tónlistarunnendur komu saman til að stofna Tónlistar- félag Árbæjar. Yfirlýst markmið fé- lagsins er að efla ungt tónlistarfólk í Árbæ og tónlistarlíf hverfisins al- mennt. Félagið hélt fyrsta viðburð sinn síðastliðna helgi í samstarfi við Íbúasamtök Árbæjar, Ártúns og Seláss með tónleikunum Stíflunni 2018, þar sem ungir tónlistarmenn komu fram og léku listir sínar ásamt kunnum tónlistarmönnum. Tónleikar á brennusvæðinu „Við sem stöndum á bak við fé- lagið erum allir að vinna í Árbæjar- skóla eða Norðlingaskóla,“ sagði Kristján Sturla Bjarnason um til- urð félagsins í viðtali við Morg- unblaðið. „Við fundum fyrir því að það er mikill áhugi og margt hæfi- leikafólk. Þess vegna langaði okkur að taka skrefið lengra. Okkur fannst vanta vettvang þar sem þessir krakkar gætu fengið að blómstra, sérstaklega þegar þeir klára grunnskólann. Til að koma fram og búa til tónlist og þjálfa sig í því.“ Kristján segir krakkana sem sæki í starfsemi félagsins vera á öllum aldri og bæði vera í grunn- skóla og gengnir í menntaskóla. „Við viljum hvetja þá áfram og efla þá í tónlistinni. Þetta er nýstofnað og við erum enn að vinna í hug- myndum um það hvernig við getum náð markmiðum okkar. Fyrst um sinn eru þetta aðallega viðburðir og slíkt. Við finnum unga og efnilega tónlistarmenn í bland við reyndari tónlistarmenn. Við ætlum að bjóða upp á námskeið, fræðslu og fleira fyrir krakkana í samstarfi við stofnanir í hverfinu og vera kannski með húsnæði þar sem þeir geta komið til að semja og æfa tónlist.“ Tónleikarnir félagsins fóru fram á gamla brennusvæðinu fyrir ofan Árbæjarlög. Fram komu flytjendur á borð við Flona, Loga Pedro, Sverri Bergmann og hljómsveit- irnar Bandamenn og Ykkur. Spiluðu þeir ásamt tónlistarmönn- unum úr hverfinu sem félagið hafði safnað saman. „Nú er bara að plana fleiri viðburði og fleiri skemmti- legar uppákomur í Árbænum,“ seg- ir Kristján. „Ég held að það sé nýr uppgangur í tónlist í Árbænum. Það er fullt af mjög efnilegum krökkum og ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær einhverjir þeirra ná langt.“ Tónlistarlíf eflt í Árbænum  Fyrstu tón- leikar Tónlistar- félags Árbæjar Helgartónleikar Tónlistarfélag Árbæjar hélt fyrstu tónleika sína um helgina og um 2.000 manns sóttu þá. Meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum voru Floni, Logi Pedro og Sverrir Bergmann. Brennusvæði Kristján Sturla Bjarnason tónlistarkennari segir að Tón- listarfélagið stefni að fleiri viðburðum og námskeiðum á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.