Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018 Björn Björnsson Sauðárkróki Á björtu síðdegi, síðastliðinn sunnudag, voru samankomnir á þriðja hundrað gestir á Reynistað í Skagafirði til að vera viðstaddir afhjúpun minnisvarða um hinstu för Reynistaðarbræðranna Einars og Bjarna Halldórssona. Þeir bræður fóru ásamt fylgd- armönnum suður á land til fjár- kaupa fyrir foreldra sína haustið 1780, en hvernig endalok þessarar farar urðu hefur lengi verið efni margra getgáta. Í byrjun aðventu lögðu þeir upp með fjárrekstur sinn áleiðis norð- ur Kjöl, þrátt fyrir úrtölur sunnanmanna vitandi að allra veðra var von. Á Kili hrepptu þeir aftakaveður og urðu úti við Beinahól ásamt flestu af fénu og hestunum. Það voru núverandi Reynistaðar- bræður, þeir Steinn, Jón og Helgi Sigurðssynir, sem höfðu forgöngu um að reisa minnisvarðann og upplýsingaspjöld, með frásögn um skelfingaratburðina við Beinahól. Jón Sigurðsson stjórnaði athöfn- inni og sagði í örfáum orðum frá tilurð þess að þeir bræður ákváðu að ganga til þessara framkvæmda og var það einnig til að minnast eitthundrað ára afmælis foreldra þeirra bræðra, Guðrúnar Steins- dóttur frá Hrauni og Sigurðar Jónssonar frá Reynistað. Sigríður Sigurðardóttir, fyrrver- andi minjasafnsvörður í Glaumbæ, rakti sögu og aðdraganda fjár- kaupaferðar bræðranna suður og áleiðis heim aftur, ásamt því sem helst er talið að vitað sé um það sem kom fyrir. Árni afhjúpaði minnisvarðann Axel Kristjánsson, sem skoðað hefur þessa sögu og skrifað um hana, tók til máls og þakkaði þetta góða framtak, en síðan minntist séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ hjónanna Guðrúnar og Sigurðar á Reynistað og rakti þann myndar- skap og rausn sem fylgdi því menningarheimili. Sigurður Hansen flutti ljóð til- einkað harmleiknum á Kili, en síð- an afhjúpaði Árni bóndi Bjarnason á Uppsölum, elsta núlifandi skyld- menni þeirra sem úti urðu, minn- isvarðann. Lýsti hann mikilli ánægju með þennan atburð og sagði að „nú væru þeir Reynistað- arbræður loksins komnir heim“. Að lokum söng Karlakórinn Heimir undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar nokkur lög en gestir þáðu veitingar í boði heimamanna. Reynistaðarbræður loks komnir heim  Minnisvarði afhjúpaður Morgunblaðið/Björn Björnsson Reynistaðarbræður Frá vinstri eru þeir Steinn, Helgi og Jón Sigurðssynir við minnisvarðann sem afhjúpaður var að viðstöddu margmenni. „Við erum að hefja samningaferli og óskuðum eftir mati lögmanna á því hver staðan væri. Bréfið var sent til þess að upplýsa lóðarhafana um hana, eins og fram kemur í upphafi bréfs- ins,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggð- ar, um ástæðu þess að lóðarhöfum að Borgarbraut 55 í Borgarnesi var skrifað bréf um framtíð eigna þeirra. Lilja tekur fram að þótt málið hafi verið til umfjöllunar í stjórnkerfinu stóran hluta ársins og fulltrúar lóð- arhafa hafi komið til viðtals og skýrt sín sjónarmið sé málið ekki komið á það stig að Borgarbyggð lýsi kröfum sínum í samningaviðræðunum. Starfsleyfi útrunnið Eins og fram kom í frétt í blaðinu í gær lýsir lögmaður Borgarbyggðar stöðunni þannig að sveitarfélaginu sé ekki skylt að framlengja gildistíma leigusamninganna sem renna út 25. apríl næstkomandi og lýsir því yfir að þeir verði ekki framlengdir. Þá lýsir hann stöðunni þannig að fyrirtækin þurfi að fjarlægja öll mannvirki af lóðinni og sveitarfélaginu sé ekki skylt, samkvæmt dómaframkvæmd, að greiða fyrir þau. Lilja Björg segist ekki geta neitað því fyrirfram að fyrirtækin Lífland og Bifreiðaþjónusta Harðar verði þarna áfram. Verslun Líflands hafi gilt starfsleyfi en leyfi bifreiðaþjónust- unnar sé útrunnið og starfsemin sam- rýmist ekki gildandi skipulagi. Sveit- arfélagið sé þó tilbúið að athuga hvað það geti gert til að liðka fyrir. „Þótt sveitarfélagið hafi ekki áhuga á að endurnýja þessa lóðar- leigusamninga verðum við að taka til- lit til meðalhófs. Við viljum komast að góðri niðurstöðu í málinu en þurfum að fara eftir bókinni enda berum við ábyrgð á hagsmunum sveitarfé- lagsins og skattgreiðenda,“ segir Lilja Björg. Í deiliskipulagi fyrir svæðið er gert ráð fyrir veg að bílastæði á bak við hótelbygginguna sem er í næsta húsi og að hann verði á lóðarmörkum. Lilja segir að það sé krafa sveitarfé- lagsins að fá að leggja þennan veg en tekur fram að það sé sérstakt mál, að- skilið hinu. helgi@mbl.is Mat lögmanna á stöðu eignanna  Segir Borgarbyggð ekki gera kröfur Morgunblaðið/Theódór Kr. Þórðarson Deiluland Hótelið gnæfir yfir um- deildu atvinnuhúsnæði. GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is KOLEOS Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn og sparneytinn. Renault Koleos, verð frá: 5.590.000 kr. Staðalbúnaður í Koleos erm.a.: Virkur neyðarhemlunarbúnaður,Akreinavari, umferðarskiltaskynjunmeð viðvörun, aðalljós sembeygja um leið og beygt er, LED stöðuljósmeð„FollowMeHome“búnaði, leiðsögukerfimeð Íslandskorti, R-Linkmargmiðlunarkerfi,Apple CarPlay™ogAndroidAuto™. Verið velkomin í reynsluakstur. E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 3 2 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.