Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018
Menningar- og fjölskylduhátíðin
Ljósanótt í Reykjanesbæ verður
sett í nítjánda sinn í dag og stendur
fram á sunnudag. Skipuleggjendur
segjast búast við fjölmennustu
Ljósanótt frá upphafi. Dagskrá
Ljósanætur er að vanda afar fjöl-
breytt og sniðin að þörfum allrar
fjölskyldunnar. Hún nær hámarki
með tónleikum og flugeldasýningu
að kvöldi laugardags.
„Viðburðum á hátíðina hefur
fjölgað gríðarlega ár frá ári og þeir
hafa aldrei verið jafn margir og
nú,“ er haft eftir Valgerði Guð-
mundsdóttur, menningarfulltrúi
Reykjanesbæjar, í fréttatilkynn-
ingu. „Gestum hefur einnig fjölgað
ár frá ári, hafa verið á bilinu 15–20
þúsund ár hvert, en það stefnir í
metfjölda í ár.“
Formleg setning Ljósanætur
verður klukkan 16.30 með þátttöku
allra grunnskólabarna bæjarins
auk elstu barna leikskóla. Þá verð-
ur frumsýning á tónleikunum Með
diskóblik í auga í Andrews-
leikhúsinu á Ásbrú, þar sem tón-
listarsagan er rakin með skemmti-
legum hætti. Á fimmtudeginum
verða opnaðar listsýningar í Duus-
safnahúsum og í framhaldi um all-
an bæ. Á föstudeginum fer fram
tónlistardagskrá á smábátabryggj-
unni við Duus-safnahús og þá er öll-
um gestum hátíðarinnar boðið upp
á rjúkandi kjötsúpu. Sama kvöld
eru heimatónleikar í gamla bænum
þar sem Baggalútur, 200.000 nagl-
bítar, Jónas Sig og ritvélar
framtíðarinnar, Kolrassa krók-
ríðandi, Ingó veðurguð, Magnús og
Jóhann og Valgeir Guðjónsson
koma fram. Á laugardeginum verð-
ur m.a. fjölskyldudagskrá á útisviði
og tónleikadagskrá í Duus-
safnahúsum. Um kvöldið eru tón-
leikar á útisviði þar sem fram koma
Jói P og Króli, Áttan, Stjórnin og
Bjartmar Guðlaugsson. Botninn er
svo sleginn í dagskrána með flug-
eldasýningu um kvöldið.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Ljósanótt Árgangaganga í Reykja-
nesbæ í fyrra.
Búast við met-
fjölda á Ljósanótt
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Mosfellsbær auglýsti í gær til
kynningar gerð deiliskipulags fyrir
Vesturlandsveg og veghelgunar-
svæði frá gatnamótum við Skar-
hólabraut að gatnamótum við
Reykjaveg. Lengd skipulagssvæðis
er tæplega 2,5 kílómetrar.
Á þessum hluta Vesturlands-
vegar er síðasti leggurinn í tvöföld-
un Vesturlandsvegar frá Miklu-
braut í Reykjavík að gatnamótum
Þingvallavegar í Mosfellsbæ. Tvö-
földun vegarins á þessum lokakafla
er ætlað að auka umferðaröryggi
og stuðla að samfellu í vegakerfinu,
að því er fram kemur í lýsingu
skipulagsverkefnisins, sem unnin
er af VSO ráðgjöf. Enn fremur að
leysa flöskuháls sem myndast á
vegarkaflanum á háannatíma, þar
sem Vesturlandsvegur breytist frá
því að vera 2+2 við Skarhólabraut
og verður 1+2 og síðan aftur 2+2.
Fram kemur í kynningunni að
meginviðfangsefni við deiliskipu-
lagsgerðina sé m.a. að afmarka
nýja legu Vesturlandsvegar (tvær
akreinar í sitthvora átt með mið-
eyju) og núverandi tengingar. Skil-
greina ný undirgöng, veghelgunar-
svæði fyrir möguleg mislæg
gatnamót, göngu-, hjóla- og reið-
stíga meðfram Vesturlandsvegi og
tengsl deiliskipulags við nærliggj-
andi svæði.
Sem fyrr segir er lengd svæðis-
ins tæpir 2,5 km. Veghelgunar-
svæði er 30 metrar frá miðlínu
götu. Á gatnamótum við Skarhóla-
braut og við Reykjaveg er skipu-
lagssvæðið afmarkað þannig að það
taki til svæðis sem myndi þurfa
fyrir mislæg gatnamót í samræmi
við aðalskipulag. Innan skipulags-
marka eru af- og aðreinar mis-
lægra gatnamóta Vesturlands-
vegar, til beggja átta. Ekki eru
fyrirhuguð mislæg gatnamót á
svæðinu í nánustu framtíð en mikil-
vægt er talið að horfa til framtíðar
og takmarka ekki möguleika til
framtíðaruppbyggingar á vega-
kerfinu.
Í þingsályktun um fjögurra ára
samgönguáætlun fyrir árin 2015–
2018 kemur fram að gert er ráð fyr-
ir 510 milljóna króna fjárveitingu
fyrir framkvæmdir við Vestur-
landsveg milli Skarhólabrautar og
Langatanga, fyrir árið 2018. Ekki
er fjallað um Vesturlandsveg milli
Langatanga og Reykjavegar í sam-
gönguáætlun. Vegurinn er þjóð-
vegur í þéttbýli og Vegagerðin
verður framkvæmdaaðili verksins.
48 þúsund bílar á dag
Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar
fyrir árin 2011-2030 er miðað við
umferðarspá svæðisskipulags
höfuðborgarsvæðisins 2002-2024.
Þar er gert ráð fyrir að umferð á
Vesturlandsvegi við Lágafell, milli
Skarhólabrautar og Langatanga,
verði 48.000 bílar á dag árið 2024
og að umferð á Vesturlandsvegi
austan við Langatanga, milli
Langatanga og Reykjavegar, verði
39.000 bílar á dag .
Hægt er að skoða deiliskipulags-
lýsinguna í þjónustuveri Mosfells-
bæjar og á heimasíðu bæjarins. At-
hugasemdir og ábendingar eiga að
berast fyrir 15. september 2018.
Laga „flöskuháls“ í Mosfellsbæ
Deiliskipulag í Mosfellsbæ
Veghelgunarsvæði Vesturlandsvegar
Baugshlíð
Skarhólabraut
Reykjavegur
Þverholt
Lengd veghelgunarsvæðisins
er tæpir 2,5 km og nær 30 m
frá miðlínu vegar
MOSFELLSBÆR
Vesturlandsvegur
Re
yk
jav
ík
Deiliskipulag fyrir 2,5 kílómetra
kafla Vesturlandsvegar auglýst
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum