Morgunblaðið - 29.08.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
SCREEN RÚLLUGARDÍNUR
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Reyndu að skipuleggja þig betur því
annars fer allt úr böndunum og þú situr eftir
með sárt ennið. Tækifærin eru á hverju strái,
gríptu gæsina þegar hún gefst.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú gætir þurft að stranda fyrir máli
þínu gagnvart mikilvægum hópi í dag. Mundu
að orða hlutina þannig að engin hætta sé á
misskilningi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú býrð yfir nægu hugrekki til þess
að horfast í augu við galla þína, og það er
meira en flestir geta sagt. Gerðu það upp við
þig hvaða markmiðum þú vilt ná.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú gætir orðið fyrir hörðum ágangi
einhvers sem vill sannfæra þig um eitthvað
eða selja þér eitthvað í dag. Nú reynir á yfir-
náttúrlega þolinmæði þína.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þeir sem þú elskar trufla þig líka mest
um þessar mundir, en ekki hafa áhyggjur.
Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir
peningum og farðu varlega í fjármálum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Erfiðleikarnir eru bara til að sigrast á
þeim og þú ert nú betur í stakk búin/n en oft
áður. Skoðaðu málin og þá sérðu að þetta
getur allt gengið upp með réttu skipulagi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur þörf fyrir meiri hvíld og af-
slöppun en ella á heimilinu. Reyndu að halda
öllu í sem bestu jafnvægi svo þú eigir auð-
veldara með að ráða fram úr gömlum vanda-
málum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú er rétti tíminn til þess að inn-
leiða breytingar í heimilislífinu. Hvort sem þú
skreytir, endurnýjar eða betrumbætir á heim-
ili þínu mun það bera árangur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að bregðast við ut-
anaðkomandi þrýstingi, sem er ósanngjarn
og rangur. Þú vilt sýna einstaklingshyggju
þína og sjálfstæði og skalt ekki hika við það.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt samvinna með öðrum sé ekki
alltaf auðveld ertu tilneydd/ur til að halda
það út. Láttu aðra líka njóta afrakstursins
sem af þessu hlýst.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hafðu auga með öllum smáat-
riðum, hvort sem þér finnast þau skipta ein-
hverju máli, eða ekki. Ef þú ert í atvinnuleit
ættirðu því að íhuga að leita á fornar slóðir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nú væri ekki úr vegi að slökkva fróð-
leiksþorstann með því að skrá sig á nám-
skeið eða fara á bókasafnið. Málið er að vera
dugleg/ur og jákvæð/ur.
Helgi R. Einarsson sendi mér tölvu-
póst og sagði: „Ég var að lesa mál-
gagnið og sá þar að ekki er öll vit-
leysan eins. – Misskilningur“:
Komin í Costco jól,
því kaupmennskan þolir ei dól.
En Biblían sagði
og á borðið það lagði:
„Hún barnið í desember ól.“
Ingólfur Omar skrifaði á Leir á
laugardag: „Þessi er kannski ekki
alveg í samanburði við tíðarfarið en
á engu að síður við“:
Ösla gnoð um úfna dröfn
öldubrim og skafla.
af fiskimiðum halda í höfn
heim með drjúgan afla.
Fía á Sandi sagði: „Hér á rek-
anum hjá okkur lágu fyrir skömmu
4 hvalshræ, en ekki er nú annað að
sjá en 4 hryggjarliði í sandfjör-
unni.“
Æfa herir ógn og grand
úti fyrir landi
Æða hvalir uppá land
og eyðast þar í sandi.
Og síðan bætir Fía við: „Vernd-
um náttúruna!“
Á sunnudag skrifaði Ólafur Stef-
ánsson í Leirinn: „Það var svalt í
morgunsárið og Hlöðufellið okkar
Jónasar hafði elst og gránað yfir
nóttina“:
Veltast áfram Veröld finn,
– viljug þetta skokkar.
Fjöllin gerast grá á kinn,
gulna víðitoppar.
Jón Daníelsson svaraði:
Gamalmennin ganga
um gráan berjamó.
Vindur svarfar vanga
og vel kveður Ó.
Og síðan bætti Jón við: „Maður
þarf að hafa svo miklu meira fyrir
því að gefa fólki „læk“ hér á Leir.“
Ólafur þakkaði Jóni og segir að
það sé orðið sjaldgæft að menn fái
hrós á Leir – „Skáldin“ eru að
verða sjálfhverfari með aldrinum!
Ég vil þakka Jóni Dan.
jákvæð skrif sem birti hann.
Ekkert var þar of né van,
– aðeins fann þar sannleikann.
Jón Arnljótsson yrkir:
Þó megi um fögnuð finna gögn,
er fylling brögnum léði,
að ýmsra sögn er algjör þögn
alveg mögnuð gleði.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Costco, hvalshræ
og Hlöðufell
„ÞÚ VERÐUR AÐ LEGGJA HARÐAR AÐ ÞÉR.
ANNARS MUNTU ALDREI KOMAST UPP
MEÐ NEITT.“
„KANNSKI ÉG ÆTTI AÐ FARA AÐ KOMA
MÉR HEIM BRÁÐUM.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar svar þitt mun
breyta lífi ykkar beggja
að eilífu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
KÍKI Á FYRIR-
SAGNIRNAR…
KLÁRA
KAFFIÐ…
JÆJA, AFTUR
AÐ VINNA
ÁÐUR EN ÞÚ SÉRÐ LÆKNINN ÞARFTU
AÐ FYLLA ÞETTA ÚT… ÉG GET
HVORKI
LESIÐ NÉ
SKRIFAÐ
AUMINGJA ÞÚ! MEÐ SLÆMA SJÓN
OG AUMA HENDI!
Ferli er eitt af þessum orðum semhafa gerst full aðsópsmikil í seinni
tíð. Þegar aðgerða er þörf eru mál sett
í ferli. Víkverji veltir því stundum fyr-
ir sér hvort ekki væri einfaldara að af-
greiða mál en setja þau í ferli. Hvarfl-
ar jafnvel að honum að þetta orðalag
sé notað vegna þess að menn sjái alls
ekki fram á að geta klárað málið en
vilji þó láta líta út fyrir að þeir sitji
ekki auðum höndum, málið hafi þó að
minnsta kosti verið sett í ferli. Fyrir
skömmu fékk Víkverji sendingu í
pósti og var krafinn um reikninga og
fylgiskjöl. Stóð að því næst yrði metið
hvort gögn Víkverja væru fullnægj-
andi og svo bætt við: „Að því loknu fer
sendingin beint í afhendingarferli.“
Víkverja hefði verið rórra ef honum
hefði verið sagt að því næst yrði send-
ingin einfaldlega afhent.
x x x
Víkverji hefur velt því fyrir sérhvort orð eins og ferli nái vin-
sældum í opinberum texta og tilkynn-
ingum vegna þess að þau þyki veita
ákveðinn stofnanablæ og myndug-
leika þegar þau í raun eru oftar en
ekki óþarfi. Annað slíkt orð er stað-
settur. Í stað þess að vera einhvers
staðar eru menn staðsettir þar líkt og
þeim hafi verið komið þar fyrir. Er þó
um ýmsa aðra kosti að ræða en að
vera staðsettur. Hægt er að hafa að-
setur eða bækistöðvar á tilteknum
stað, vera þar til húsa eða hafast þar
við.
x x x
Talandi um kosti þá saknar Víkverjiþess að það ágæta orð fái að
standa eitt og sér. Nú heitir það val-
kostur. Talað er um að eiga margra
kosta völ eða eiga ekki annars kost.
Þá er hægt að eiga val um eitthvað.
Valkostur er þá kostakostur. Kannski
þykir komast betur til skila hvað er á
ferðinni að slengja saman tveimur
orðum sömu merkingar. Hér er ef til
vill það sama á ferðinni og hjá veð-
urfræðingum þegar þeir tala um
skúraleiðingar. Víkverji veit hvað
skúrir eru, en þekkti ekki orðið leið-
ingar og fletti því þess vegna upp og
fann orðskýringuna „skammvinn
rigning“. Víkverji veit ekki betur en
að það sé skilgreiningin á skúr. Skúra-
leiðingar eru því skúraskúrir.
vikverji@mbl.is
Víkverji
En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir
Guði hjálpræðis míns. Guð minn
mun heyra til mín.
(Míka 7.7)